Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Sdgar Allan J)oet GAMMS- AUGAÐ JÚ, það er satt .... taugaveiklað- u.r, já ... ég hefi verið mjög, afar, hræðilega taugaveiklaður ... og ég er það enn. En hvers vegna viljið þér endilega halda því fram að ég sé brjálaður? Þessi sjúk- dómur hefir aðeins skerpt skiln- ingarvitin mín — ekki eyðilagt þau — eða ruglað þau. Það var sér í lagi heyrnin. Hvað ég heyri vel! Ég heyrði allt, bæði á himni og jörðu. Ég heyrði líka ýmislegt í helvíti. Og hvernig dettur yður þá í hug, að ég ætti að vera brjál- aður? Hlustið þér nú á mig — og takið eftir hve blátt áfram og rólega ég get sagt yður alla sög- una! Mér er ómögulegt að segja hvenær þessi hugmynd flaug í fyrsta skipti um heilann í mér. En eftir að hún var fædd ásótti hún mig dag og nótt. Hvatir hafði ég engar eða tilgang í þessa átt. Heldur ekki vott af hatri, mér féll vel við gamla manninn! Hann hafði aldrei gert mér mein. Hann hafði aldrei móðgað mig. Og mér var alveg sama um allt gullið hans. Ég held að það hafi verið augun í honum! Já, það voru ein- mitt þau. Annað augað í honum var eins og í gammi, — móðublátt auga með himnu yfir. 1 hvert skipti sem þetta auga leit á mig, stirðnaði blóðið í æðum mér. Og smátt og smátt — mjög hægfara — varð ég staðráðinn í að drepa gamla manninn, til þess að losna við augað í honum fyrir fullt og allt. Sjáið þér, það var einmitt það, sem allt valt á. Þér ímyndið yð- ur að ég sé brjálaður? En brjál- aðir menn skilja ekki neitt. Þér hefðuð hins vegar átt að sjá mig. Þér hefðuð átt að sjá, hve hyggi- lega ég fór að öllu — með hvílíkri varkárni, gætni og hugkvæmni er ég gekk að verkinu. 1 rauninni var ég aldrei jafn alúðlegur við gamla manninn eins og vikuna áður en ég myrti hann. Og á hverju kvöldi tók ég varlega um hurðarhúninn hjá honum og opn- aði — svo undur varlega! Og þeg- ar ég hafði opnað hurðina svo, að ég gat smokrað hausnum gegnum gættina, skaut ég ljóskeri inn fyr- ir, og það var svo vandlega byrgt, að enginn bjarmi varð í stofunni, — og þá fyrst stakk ég hausnum inn. Ja, þér hefðuð átt að sjá, hve gætilega ég fór að þessu! Þér munduð hafa hlegið, ef þér hefðuð séð hve lævíslega ég fór að öllu. Ég hreyfði hausinn ofur hægt — mjög, já, óskaplega hægt, til þess að trufla ekki svefn gamla manns- ins. Ég var heilan klukkutíma að koma hausnum svo langt inn í gættina, að ég gæti séð hvar hann lá í rúminu sínu. Ha-ha-ha — haldið þér kannske að brjálaður maður hefði farið svona að, svona hyggilega? Og þegar haus- inn var kominn nógu langt inn, opnaði ég varlega ljóskerið — hm, svo varlega (því að það ískraði í lömunum) — ég opnaði það aðeins svo mikið, að ljósrák félli á gammsaugað í honum. Og þetta gerði ég sjö langar nætur í röð — alltaf nákvæmlega um mið- nættið — en augað var alltaf lok- að. Og þess vegna var mér ó- mögulegt að framkvæma verkið mitt. Því að það var alls ekki gamli maðurinn, sem mér var illa við, heldur aðeins vonda augað í honum. Og þegar birti af degi gekk ég alltaf hiklaust inn til hans og talaði djarflega við hann og nefndi hann með nafni og spurði, hvernig hann hefði sofið í nótt. Svo að þér skiljið vafalaust, að þetta hefði orðið að vera afar vit- ur gamall maður, ef hann hefði fengið grun um, að ég liti inn til hans á hverju kvöldi um tólf- leytið. En áttundu nóttina fór ég sér- staklega varlega. Mínútuvisirinn á úrinu mínu hreyfðist hraðar en höndin á mér gerði. Ég hefi aldrei fyrr en þessa nótt fundiö hve við- tækir hæfileikar mínir eru, aldrei eins og þá — sérstaklega skarp- skyggnin mín. Ég gat varia ráðið við sigurgleði mína! Hugsa sér að þarna stóð ég, að ég var að opna hurðina, smátt og smátt, og hann gat ekki svo mikið sem dreymt um hinar leyndu athafnir mínar og hugsanir. Mér hló hug- ur í brjósti er ég hugsaði um þetta — og kannske hefir hann heyrt það — því að nú hreyfði hann sig allt í einu í rúminu, eins og hann hefði orðið hræddur. Og nú hald- ið þér kannske að ég hafi lagt á flótta — en nei, ónei ... her- bergið hans var svart eins og bik af myrkrinu — því að hlerarnir voru fyrir gluggunum; hann var nefnilega hræddur við innbrots- þjófa. Þess vegna vissi ég að hann gat ómögulega séð að dyrnar vom opnar. Og ég hélt áfram — ofur hægt — að ýta hurðinni upp. Ég hafði stungið hausnum inn- fyrir og ætlaði einmitt að fara að opna ljóskerið, þegar þumal- fingurinn á mér skrapp af lok- unni. Gamli maðurinn heyrði þetta, reis upp í rúminu og kall- aði: — Hver er þar? Ég stóð grafkyrr. Ég sagði ekki orð. Heilan klukkutíma stóð ég þarna án þess að hreyfa nokkurn vöðva, en ég heyrði ekki hvort hann hallaði sér út af aftur. Senni- lega hefir hann setið uppi allan tímann — alveg eins og ég hafði gert nótt eftir nótt, þegar ég var að hlusta á draugaklukkuna á veggnum. Nokkru síðar heyrði ég lága stunu, og ég vissi að það var dauðakvíðinn í honum, sem hafði valdið henni. Það var ekki sárs- aukastuna eða raunaandvarp — ónei, það var þessi lága, hálf- kæfða stuna, sem kemur úr innsta kjarna sálarinnar, þegar hún er yfirbuguð af skelfingu. Ég þekki þetta hljóð vel. Marga nóttina, þegar klukkan sló tólf, þegar all- ur heimurinn að öðru leyti lá í værum blundi, hefir þetta hljóð streymt fram úr mínu eigin brjósti, og bergmál þess aukið á angistina, sem hélt vöku fyrir mér. Ég sagði að ég hefði kann- ast svo vel við hljóðið! Ég vissi hvað var að gamla manninum — og ég vorkenndi honum, þó að eiginlega væri mér hlátur í hug. Ég vissi að hann hafði verið vak- andi síðan hann heyrði fyrsta hljóðið og bylti sér í rúminu. Síð- an hafði angistin náð fastari tök- um á honum. Hann hafði sagt við sjálfan sig: — Þetta er sjálfsagt ekki annað en vindurinn, sem gnauðar í reykháfnum — eða það hefir verið mús, sem var að tísta . .. Jú, hann hafði reynt að sefja sig með þess konar tilgátum, en hafði svo komist að raun um, að þær voru allar gagnslausar. Allar gagnslausar! Því að það var dauð- inn, sem var að nálægjast hann og varpaði svörtum skugga yfir 'hann og sveipaði fórnarlamb sitt í myrkri. Það var þessi sára, kveljandi nálægð hins ósýnilega skugga, sem vakti þá tilfinningu hjá honum — þó að hann hvorki heyrði neitt né sæi — já, vakti þá tilfinningu hjá honum að haus- inn á mér væri inni í herberginu. Þegar ég hafði biðið lengi, mjög lengi, og mjög — já, feikna þolinmóður, án þess að heyra hann leggjast út af, afréð ég að cpna rifuna á Ijóskerinu ofur, pínu-lítið. Og það gerði ég — ó, þér getið ekki ímyndað yður hve varlega, ógn varlega — uns ofur lítil ljósrák, grönn eins og þráður í kongulóarvef, kom frá Ijósker- inu féll beint á gammsaugað í honum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.