Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Það var opið, galopið — og ég yarð ofsareiður og starði á hann. Ég sá augað mjög vel — það var allt blekbiátt með ljótri himnu yfir, svo að skjálfti fór um mig, gegnum merg og bein, þvi að ann- að af manninum gat ég ekki séð. Ég hafði alveg ósjálfrátt miðað geislanum á bölvaðan ljóta stað- inn. Og hefi ég ekki þegar sagt yð- ur, að það sem þér teljið vitfirr- ingu, er ekki annað en óvenjuleg skerpa skilningarvita minna? Nú jæja, ég hefi sagt yður að eyru min heyrðu ofur lágt hljóð, líkt og maður mundi heyra í úri, ef það væri vafið inn í ull. Ég þekki þetta hljóð mætavel. Það var hjartsláttur gamla mannsins sem ég heyrði. Og við það ágerðist ofsinn í mér, alveg eins og her- manninum vex þor við trumbu- sláttinn. En þrátt fyrir þetta hélt ég í hemilinn á mér og stóð kyrr. Það var rétt svo að ég þorði að draga andann. Ég reyndi hve óbifanlega ég gæti látið geislana falla á gammsaugað. En á meðan ágerð- ist þetta bölvað hljóð frá hjart- anu í honum. Það sló hraðar og hraðar og hærra og hærra með hverri sekúndu. Gamli maðurinn hlýtur að hafa verið ógurlega hræddur. Það sló hærra, segi ég, með hverju augnabliki! Takið vel eftir orðum mínum: ég hefi þegar sagt yður að ég væri taugaveikl- aður — það er ég líka. Og nú, á dauðastund næturinnar, nú þegar hin ömurlega kyrrð hvíldi yfir öllu húsinu, æsti þetta einkennilega hljóð mig og gerði mig svo hrædd- an, að ég gat ekki við neitt ráðið. Samt stóð ég svona nokkrar mín- útur ennþá, og hreyfði mig ekki. En hjartaslögin urðu alltaf sterk- ari og sterkari. Ég hélt að hjartað í honum mundi springa. Og svo gagntók ný skelfing mig: ná- granni okkar mundi kannske vakna við þennan hávaða. Nú var stund gamla mannsins komin! Með gjallandi ópi opnaði ég ljós- kerið alveg og ruddist inn í her- bergið. Hann hljóðaði einu sinni — aðeins einu sinni! I einu vet- fangi dró ég hann fram á gólf og lagði þykka sængina ofan á hann. Svo brosti ég ánægjulega yfir af- reki mínu, hve vel það hefði tek- ist, en í margar mínútur heyrði ég hjartað í honum slá. En ég setti það ekki fyrir mig — það gat ekki heyrst. gegnum þilið. Og loksins þagnaði hljóðið. Gamli maðurinn var dauður. Ég dró sængina ofan af honum og skoð- aði líkið. Já, hann var steindauð- ur. Ég tók hendinni í hjartastað og studdi lengi á. Hjai’tað sló ekki. Hann var steindauður. Nú mundi augað í honum aldrei hrella mig framar. Ef þér haldið ennþá að ég sé brjálaður, hættið þér að halda það þegar ég hefi skýrt yður frá hve forsjáll og gætinn ég var þeg- ar ég faldi líkið. Nóttin bliknaði og ég flýtti mér, en fór hljótt að öllu. Fyrst brytjaði ég líkið. Skar hausinn og útlimina af því. Svo tók ég þrjár fjalir upp úr gólfinu og lagði stykkin milli gólfa. Síðan kom ég gólfborðun- um fyrir, svo fallega að ekkert mannlegt auga — ekki einu sinni hans — hefði getað séð nokknr verksummerki á því. Hvergi þurfti að hreinsa bletti — hvergi blóðsletta. Ég var of leikinn til þess að gera þess háttar skyssur. Allt var runnið niður úr bað- kerinu. Klukkan var orðin fjögur þeg- ar ég hafði lokið öllu þessu, og enn var dimmt eins og um mið- nætti. Þegar klukkan sló, barði einhver á útihurðina. Ég fór til dyra að ljúka upp, og var hinn roggnasti — hvað þurfti ég að óttast núna? Þrír menn komu inn. Þeir kynntu sig mjög hæversk- lega, sem starfsmenn lögreglunn- ar. Nágranninn hafði heyrt óp um nóttina. Grunur hafði vaknað um, að ódæðisverk hefði verið framið og lögreglunni gert aðvart og þessir þrír verið sendir til að rannsaka málið. Ég brosti — því hvað hafði ég að óttast? Ég bauð gestina vel- komna. Ópið, sagði ég —- kom frá sjálfum mér, ég hafði haft martröð og vaknað með hljóðum. Gamla manninn minntist ég laus- lega á — 'hann hafði brugðið sér út í sveit. Ég fór með gestina mína um allt húsið. Ég bað þá um að rannsaka allt ... vandlega. Loks fór ég með þá inn í svefn- herbergið hans. Ég sýndi þeim fjársjóðina hans, sem allir voru óhreyfðir. Ég var svo öruggur og hróðugur að ég dró stól inn í her- bergið og bauð þeim að setjast og hvíla sig þarna inni eftir alla fyrirhöfnina. Ég var orðinn svo fífldjarfur, að ég setti stólinn minn beint yfir staðinn, sem ég hafði falið iíkið á. Lögreglumennirnir voru á- nægðir. Framkoma mín hafði sannfært þá. Mér leið prýðilega vel. Þeir sátu lengi og voru að tala um ýms launungarmál, og ég gaf orð í belg og var hinn kátasti. En þegar frá leið varð mér óglatt og óskaði að þeir færu að hypja sig. Mig verkjaði í höfuðið og fékk klukknahljóm fyrir eyrun, — en lögreglumennirnir sátu áfram og töluðu saman. Klukknahljómur- inn fyrir eyrunum á mér ágerð- ist alltaf og varð skýrari. Ég tal- aði sem mest ég gat til þess að losna við þessa óþægindakennd, en hún hélt áfram — þangað til mér loksins varð ljóst, að þetta hljóð stafaði ekki frá eyrunum á mér ... Það er enginn vafi á því, að ég hefi náfölnað — en ég lét dæluna ganga, enn betur en áður og var háværari. En hljóðið varð að sama skapi hærra — og hvað gat ég gert? Þetta var lágt, hratt hljóð, alveg eins og í úri, sem er vafið inn í ull. Ég tók andann á lofti — en lögreglumennirnir heyrðu það ekki. Ég talaði enn hraðar og með meiri áfergju, en hljóðið varð sterkara. Ég stóð upp og hélt hrókaræður og bað- aði út öllum öngum, en alltaf ágerðist hljóðið. Hvers vegna fóru þeir ekki? Stundum þramm- aði ég um gólfið eins og ég væri bálvondur — en hljóðið varð sterkara. Hvað átti ég að gera? Ég froðufelldi, bölvaði. Greip í stólinn, sem ég 'hafði setið á og hrinti honum eftir gólfinu, en hljóðið óx. Yarð hærra og hærra. Mennirnir töluðu mjög vinsam- lega saman, og þeir brostu. Var hugsanlegt. að þeir heyrðu þetta ekki. Drottinn minn! Nei — nei! Þeir heyrðu það ekki. En þeir sátu og höfðu gaman áf hve hræddur ég var. Svona hugsaði ég og hugsaði. En allt var betra en þessi hræðilegi kvíði. Ég þoldi ekki að horfa á falsbrosið á þeim lengur. Ég fann að ég varð að æpa — eða deyja. Og nú aftur — heyrið þið: hærra . .. hærra! ,,Þorparar!“ öskari ég. „Verið ekki með þessa uppgerð lengur! Ég játa á mig afbrotið ... Rífið upp gólfborðin . . . hérna . . . það er bölvað hjartað í honum, sem heldur áfram að slá!“ Sophia Loren Stúlhan frd tik -K Sophia Coren sem ógtft móðir ★ í Stokkhólmi og Osló voru haldnar „italskar kvikmynda- vikur“ skömrau fyrir jólin, og í tilefni af þvi Iieimsóttu ýmsar frægar ítalskar leikkonur og leikstjórar þessar borgir. Þar á meSal Sophia Loren og Silvana Pampanini. Sophia er á hraðri framabrauí og virðist vera að skjóta hinum frægu Silvönum og Ginu aftur fyrir sig. Síðasta myndin, sem hún hefir leikið heitir „Stúlkan frá Árbæ“. Þar er luin ung stúlka, sem verður ástfangin af smyglara. Þau eignast barn sain- an, en þegar það er komið i heiminn yfirgefur smyglarinn hana. Hún reynir að ná honum til sin aftur, en árangurslaust. Þá blossar hatrið upp í henni og liún kærir hann fyrir lögregl- unni. Hann er handtekinn og fær margra ára fangelsisdóm. Svo líða tvö ár. Hún vinnur i niðursuðugerð og sonur hcnnar er fallegt barn. Einn daginn fréttir hún að smyglarinn hafi strokið úr fangelsinu og muni ætla sér að hefna sín á þeim, sem ljóstruðu upp um liann. Nokkrum dögum síðar hverfur drengurinn hennar. Hún lieldur að honum hafi verið rænt, en það kemur á daginn að Iiann er drukknaður. Þegar faðir hans fréttir þetta fær bann samvisku- bit og iðrast og gefur sig sjálf- ur lögreglunni á vald og biður um að fá að vera viðstaddur út- för drengsins. Lýkur þannig sögunni. Auk Sophiu Loren leika í myndinni Gerhard Oury og Lise Bourdin, en Mario Soldati er leikstjóri. PAMPANINI í „Austurlandahraðlestin“. Beatrix er lagleg kennslukona í St. Dora-þorpi uppi í fjöllum í Ítalíu. Hana dreymir fögur æv- intýri, en eina samband hennar við umheiminn er það, að standa i glugganum og horfa á austur- landahraðlestina, sem fer um dalinn tvisvar á dag. En á að- fangadagskvöld gerast tiðindi — snjóflóð fellur og veldur þvi að hraðlestin tefst í þorpinu í tvo sólarhringa. Nú ber margt við. Skritnir far- þegar koma sér fyrir i þorpinu og halda jól. Einn þeirra er Jacques blaðamaður, sem verður bráðástfanginn af Beatrix og hún af honum. En svo kemur hún á símstöðina og sér auglýsingu: „Þjófurinn Jean Tribot er stadd- ur í St. Dora. Afstýrið því að hann komist þaðan!“ Beatrix bregður við. — Þannig byrjar myndin og Silvana Pampanini leikur Beatrix og Heiiri Vidal Jacques.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.