Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 ★ Tískumjjndit* ★ LITLA SAGAN. Heitdsto éshin hennar A-Ð var ekkert merkilegt né mikil- fenglegt við daglega starfið henn- ar Millie. Þúsuridir ungra stúlkna, sem eiga heima og starfa í New York, stunda nákvæmlega sömu vinnu. Hún fór á fætur í býtið á hverjum morgni og með hraðbrautinni inn i borgina, hékk allan daginn yfir iivers- dagslegu viðfangsefnunum á skrif- stofunni og fór heim aftur síðdegis í troðfullri lest. Á kvöldin sá hún stundum kvikmynd. Og það kom fyrir að hún fór út að dansa ... en meira komst hún ekki yfir. Segi maður að Millie hafi verið óánægð er það mjög varlega að orði komist. Framtíð hennar var alls ekki björt. Allir ungu mennirnir, sem iiún þekkti, voru jafn fátækir og 'hún. Hún vissi, að ef hún giftist einhverjum þeirra, mundi ævi hennar verða lík þvi sem hún var. Litlar líkur voru til þess að hún kynntist ríkum og glæsilegum ung- um manni, sem legði hjartað og veskið sitt fyrir fætur hennar. En samt var hana alltaf að dreyma um þennan þægilega möguieika. Þegar bún sat við ritvélina dreynuii liana þennan draum. Hana dreymdi hann þegar hún var að frímerkja bréfin, dreymdi hann þegar hún var að ieggja í skakkt umslag, og von- aði að draumurinn mundi rætast. Hún óskaði sér fallegrar loðkápu, stofu- stúlku og íbúðar i Park Avenue, mill- jónamæringastrætinu ... Ekki gat hún hugsað sér neitt dá- samlegra en íhúð í Park Avenue. Vit- anlega átti bún helst að vera hátt yfir götu, í skýjakljúf og með góðri útsýn í allar áttir, og þar átti meðai annars að vera fallegt herbergi með silkifóðruðum húsgögnum og silki- svæflum, cins og hún hafði séð í kvikmynd. Millie var orðin 23 ára og i þann veginn að verða vonlaus um að draumurinn rnundi rætast — þegar hún -hitti George. Hún hitti bann á dansstað á Broadway, og ef satt skal segja var bún ekki sérlega hrifin af honum fyrst í stað. George var talsvert eldri en binir piltarnir sem Mille þekkti. Hún gat sér til að bann væri kominn að fer- tugu. Fötin voru vel sauniuð en ekki glæsileg, og hann var tæplega cins málskrafsmikill og hinir. Fyrsta kvöldið dansaði hann hvað eftir ann- að við Millie, og þegar leið að mið- nætti bauðst hann til að fylgja 'henni lieim. Millie var á báðum áttum — en af þvi að engir aðrir höfðu boðist þakk- aði luin fyrir. Henni var hálfflökurt í bílnum við hliðina á honum. Hann var svo fátalaður, reyndi ekki að vera fyndinn, og Millie var í vandræðum með bvað bún ætti að segja. Heldur en ekki neitt spurði hún livar iiánn ælti heima. „í Park Avenue,“ svaraði hann ofur blátt áfram. Og á því augnabliki lá við að Millie fengi yfirlið. „Hafið þér íbúð þar?“ „Já,“ svaraði George. „Hvers vcgna spyrjið þér að þvi?“ „Æ, ekki svo sem af neinu ... mig langaði bara tii að vita það.“ sagði Millie. Hún sagði fátt það sem eftir var leiðarinnar. En þó gat hún að minnsta kosti látið orð falla um að það væri •framsýni í því að eiga peninga í hanka nú á dögum, og bjartað í hcnni berti á sér þegar hún heyrði svar Georges: „Alveg rétt. Ég á líka peninga á banka.“ Næstu viku hittust George og Millie nærri því á hverju kvöldi. Hann bauð henni í leikbús, náttklúbba og dýrustu kvikmyndahúsin á Broadway. Hann gaf henni undir fótinn hægt og varlega og þegar vikan var liðin bað hann hennar. Hún bar upp spurningu áður en hún svaraði: „Eigum við að búa í Park Avenue ef við giftumst?" Hann varð forviða. „Já, vitanlega gerum við það.“ „Það er yndislegt. Þá segi ég já, George!" Þau giftust nokkrum dögum síðar. Millie hefði helst kosið að bíða dálítið til að njóta trúlofunarstandsins, en George var bráðlátur. Hann varð sér úti um öll skiiríki og sagði að nú væri best að Jjúka þessu af. Millie var iiálf vonsvikin þegar hún fór í ráðhúsið með honum. Hún hafði gert sér von um kirkjubrúðkaup i stórum stil — en aðalatriðið var nú samt að hún klófesti hann áður en einhver önnur yrði til þess. Manima Millie grét talsvert þegar dóttirin var að yfirgefa heimilið, en Millie grét ekkert. Hún þóttist hafa himin liöndum tekið að geta snúið bakinu við örbirgðinni. Nu tók við líf í dýrðlegum fagnaði í sjálfri milljónamæringagötunni ... Ur móðurhúsinu fengu George og Millie sér ieigubíl. Þau óku inn í borgina og svo út hið breiða ríkis- mannastræti Park Avenue, þar sem peningalykt er af hverju húsi. Millie fannst bún vera mesta gæfumanneskja í heimi, því að nú hafði draumurinn rætst — lieitasta óskin bennar bafði gengið eftir! Anddyrið á stóra húsinu, sem þau riámu staðar við, var alveg eins og hún hafði hugsað sér það. Breið marmaraþrep og gildar steinsúlur og þak yfir innganginum, dyraverðir i einkennisbúningum, sem bneigðu sig ... allt eins og best varð á kosið. Hún hafði mikinn hjartslátt þegar þau fóru inn í lyftuna. • George þrýsti á hnapp. Og Millie varð agndofa af skelfingu þegar lnin sá að lyftan fór ekki upp heldur niður í kjallarann. George var allur eitt bros. „Ertu ekki hamingjusöm, elskan mín? Jú, þú hlýtur að vcra það ... Þú getur verið viss um að þær cru margar, sem öfunda Jjig. Það eru ekki allar ungar stúlkur, sem giftast manni sem hefir fasta húsvarðarstöðu og meira að segja þrjú hundruð dollara í banka ...“ Herra Abraham er sjö dætra faðir, og nú er konan lians lögst á sæng í áttunda skipti. Abraham er fullur eftirvæntingar, nú vonar hann fast- lega að barnið verði drengur. Þegar allt er afstaðið er honum hleypt inn til konunnar sinnar og luin tekur á móti bonum með þessum orðum: — Jæja,' Eiríkur. Þetta er jafn ógert sem áður! BÆTIÐ ÖRLÍTIÐ VIÐ HÆÐINA. — Þessi guli flókahattur er með upp- standandi fjaðraskrauti þar sem barð- ið og kollurinn koma saman. Hann er ætlaður smávöxnum konum og gerður þannig að þær sýnist hærri. DRAGTIN FRÁ JAQUES FATH er líka alvcg ný tíska, bæði ermastúk- urnar sem slá sér vel út framan við spælinn á ermum, sjalið sem lagt er um hálsinn. Pilsið er mjög þröngt og jakkinn einhnepptur. Dragtin er beige og ermarnar fóðraðar með dökkbrúnu. NÝ BAKLÍNA. — Þessi baklina er al- veg ný frá hausttískunni. Það er Madeleine de Raneh sem sýnir hana. Þessi jakki með stífum, beinum línum er úr tweed, er hnepptur á bakinu og einnig spællinn er hnepptur að aftan. Pilsið er með þeim allra þrengstu. FALLEG LÍTIL KJUSA. — Claude St. Cyrs hattur sem er úr svörtu efni er prýddur að framan og aftan með fjöðrum. Hann er fallegur rammi um andlitið. Ef til væri dálítill afgangur af kvöldkjólnum væri mjög auðvclt að búa til svona hatt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.