Fálkinn


Fálkinn - 10.02.1956, Blaðsíða 2

Fálkinn - 10.02.1956, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN $f Útsvör 19*6 Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir ákveðið skv. venju að innheimta fyrirfram upp í útsvör 1956, sem svarar helm- ingi útsvars hvers gjaldanda árið 1955. Fyrirframgreiðsluna ber að greiða með 4 afborgunum og eru gjalddagar 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, sem næst 121/2% af útsvari 1955 hverju sinni, þó svo að greiðsl- ur standi jafnan á heilum eða hálfum tug króna. Reykjavik, 6. febrúar 1956. Borgarritarinn Lýsissamlag íslenskra botnvörpunga R e y k j a v í k Sími 7616 (2 línur) Símn.: LÝSISSAMI.AG M 09 fDllhomnastii haldhreinsunarstöð d tslandi Lýsissamlagið selur lyfsölum, kaupmönnum og kaup- félögum fyrsta flokks kaldhreinsað meðalalýsi, sem er framleitt við hin allra bestu skilyrði. Harmonihur Veltmeister model 1956 Hinar margeftirspurðu harmonikur komnar aftur. 4 kóra 120 bassa 16 hljóðskiptingar, verð kr. 4960,00 3 kórá 120 bassa 8 hljóðskiptingar, verð kr. 3790,00 3 kóra 80 bassa 7 hljóðsldptingar, verð kr. 2690,00 3 kóra 80 bassa 4 hljóðskiptingar, verð kr. 2525,00 2 kóra 32 bassa, verð kr. 1260,00 2 kóra 24 bassa, verð kr. 1045,00 Vönduð taska og skóli fylgir ókeypis með hverri harmoniku. FYRRI SENDING SELDIST STRAX UPP. Italskar harmonikur einnig nýkomnar í miklu úrvali. Allar stærðir. Verð frá kr. 1045,00. Póslsendum út um land Verslunin RÍN Njálsgötu 23. — Sími 7692. IHGRID BERGMAH - úrcli Þegar Ingrid Bergman varð ást- fangin af Roberto Rossellini og af- salaði sér dóttur sinni og hásætinu i Hollywood varð hún fyrir miklu aðkasti, einkum í Bandaríkjablöðun- um, sem þóttust vonsvikin, er hin mikla dygðadís brást svona lierfi- lega. Og því miður virðist frægðar- ferill hennar hafa endað um leið og hún fór frá Hollywood. Kvikmyndir þær, sem hún hefir leikið í síðan hafa verið svona rétt í meðallagi og sumar fyrir neðan það. Rossellini kennir hinum itölsku og amerísku kvik- myndafélögum um þetta, og segir að þau hafi ekki látið hana fá nein hlut- verk, sem hún geli skarað fram úr í. En hann gætir þess ekki að hann kastar grjóti í gleriiúsi, þvi að það er hann sjálfur, sem hefir ráðið öllu um það, sent Ingrid liefir tekið sér fyrir liendur, síðan þau trúlofuðust á Stromboli forðum. Og stundum var Ingrid neitað um góð hlutverk, sem henni hæfðu, vegna þess að Rossellini setti það upp að stjórna leiknum sjálfur. Ástin reyndist ckki Ingrid nóg. Nú eru hveitibrauðsdagasælan fyrir löngu gufuð upp. Hún hélt að hún gæti fórnað öllu fyrir ítalska leik- stjórann sinn og gæti eignast rólegt heimili og hugsað uin börnin þeirra þrjú. En henni skjátlaðist. Hún hefir bragðað ávexti frægðarinnar og verið kölluð besta leikkona veraldar og grætt ógrynni fjár. Það er hægar ort cn gert að verða að sjá af þessu öllu. Og nú er fullyrt, að ástin til Rossellini sé gufuð upp lika. Það má heita kaldhæðni örlaganna, að Pia dóttir hennar og Peters Lind- ström hefir nú afráðið að feta i fót- spor móður sinnar og gerast leikkona. Hún gengur nú í leikskóla, hefir tekið sér nafnið Jennie, og mun hafa fengið föður sinn til að fallast á framtíðar- áform sín. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.