Fálkinn


Fálkinn - 10.02.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 10.02.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN jStórkostlegftsti vegur í hetmt er í Venezuela Gamli vegurinn og sá nýi. Til vinstri sést gamli vegurinn krókótti, sem beygist inn í hverja hvilft, en til hægri nýja brautin, á stalli, sem gerður hefir verið í bergið. CARACAS, höfuðborg Vene- zuela, stendur í fögrum dal, 900 metra yfir sjó. Þegar Spánverjar fundu Suður-Ameríku fyrir fjórum öldum og námu þar land, voru þeir glöggir á að veija falleg borgarstæði. Þangað til fyrir tuttugu árum var Caracas falleg spönsk nýlenduborg þarna í dalbotninum, og sykur- og kóko-ekrur allt í kring. Göturnar voru mjóar, húsin lág og byggð í ferhyrning kringum skuggsæl- an garð með blómum, sítrónuvið og pálmum. Ket og grænmeti var flutt inn í borgina á ösnum og múlösnum, og á kvöldin gekk fólkið sér til skemmtunar niður á torgin. Eina samband höfuð- borgarinnar við umheiminn var þjóðvegurinn til hafnarborgarinn- ar La Guayra á karabisku strönd- inni. Þessi leið var 35 kílómetra löng og vegurinn lá í 365 kröpp- um beygjum i fjallshlíðinni milli Caracas og sjávar, eins og marg- faldur kambavegur. En þróunin hefir verið ör í Venezuela og „kambavegurinn" varð ófullnægjandi. Afgjaldið af olíunámunum rann eins og fljót í vexti í ríkissjóðinn og verslun og viðskipti margfölduðust og ný fyrirtæki voru stofnuð. Venezuela var allt í einu orðið ríkt land. Á fáeinum árum tvöfaldaðist íbúa- tala Caracas og varð 800 þúsund manns, og þetta fólk hafði mikið af peningum handa á milli og eignaðist 50.000 bíla. Þetta varð of mikið fyrir gömlu göturnar í Caracas, jafnvel í nýja bæjarhlut- anum með breiðari götum var erfitt að ráða við umferðina. Þessi íbúafjöldi í höfuðborginni þurfti mikið af mat, fatnaði, hús- munum, vélum og alls konar óþarfa, og mest af þessu varð að fiytja ,frá hafnarbænum La Guayra. Fólkið fékk sinn skerf af olíugróðanum og var kröfu- frekt á lífsins gæði. En það var erfitt að anna öllum flutningum til borgarinnar á gamla veginum með 365 hlykkj- unum,. upp fjallshlíðina og inn í Caracasdalinn. Og ennfremur þurfti að flytja 6000 manns á mánuði hverjum á flugvöllinn, og hann er við Guayra. Samgöngu- vandræðin voru orðin landplága og fólk kvartaði sáran. Borgin sjálf var orðin of þröng og veg- urinn var óhæfur. Yfirvöldin höfðu nóga peninga, og þess vegna var ráðist í stór- virki, sem unnið var að heita má á svipstundu, en mundi hafa tek- ið áratugi undir venjulegum kringumstæðum: að rífa alla gömlu Caracas til grunna og byggja nýja borg, og gerbreyta þeim borgarhlutanum, sem byggst hafði á síðari árum. Og leggja svo nýjan þjóðveg milli Caracas og La Guayra. — Allt þetta skyldi gert á tveimur árum, og útgjöld hins opinbera af verkinu voru áætluð fimm milljarð krónur fyrra árið. „Þegar ég ók gamla veginn með öllum hlykkjunum, árið 1951,“ segir blaðamaðurinn Tage Nissen, „og naut dýrðlegs útsýn- is yfir frumskóga og óbyggð fjöll, grillti ég í dráttarvélar, jarðýtur og aðrar vegagerðarvélar niðri í gljúfrunum, sem rótuðu upp moldinni og muldu grjótið. Þarna ver verið að vinna að undirbún- ingi vegagerðar, sem á sér fáa líka í veröldinni og kostar ógrynni fjár. Þá var tveggja tíma ferð milli Caracas og La Guayra. Þeg- ar ég kom á flugvöllinn fjórum árum seinna ók bíllinn mér fyrst gamla veginn þangað sem beygj- urnar í hlíðinni byrja. En þar fór- um við af þessum vegi og gegnum hlið og inn á nýjan bílveg, svo breiðan að þar geta þrír bílar ekið samsíða á hvorum vegar- helmingi, og hver kílómetri var sannkallað tæknilegt listaverk. Stórfenglegri „autostrada“ en þessi, er ekki til í veröldinni. Gegnum tvær fjallsaxlir, sem voru í leiðinni höfðu verið sprengd tvenn jarðgöng, önnur þeirra 1600 metra löng. Þrjár brýr höfðu verið byggðar yfir hyldjúp gil, og var sú lengsta 300 metrar. Þar sem gilin voru ekki nema 50 metra djúp, var gerð uppfylling i þau með vatnsrásum neðst, og þar sem fjallsaxlir í leiðinni voru ekki nema 100 metra háar voru þær sprengdar burt. Fyrir hvern vegarkílómetra varð að flytja burt milljón í’úmmetra af grjóti Til vinstri sést bæjarhluti, sem jafnað hefir verið við jörðu og byggð stórhýsí í staðinn. Til hægri gata úr gamla bænum, þar sem bílaumferðin teppist stundum alveg.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.