Fálkinn


Fálkinn - 10.02.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 10.02.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN iíS, að ég hefði hvorki heyri né séð neitt til hennar ... Honum varð alli í einu litið á Luc- ien, sem var orðinn þungbrýnn, og þá varð 'honum orðfall. En gámli maðurinn var kominn í ham. „Farðu og íinndu hana!“ sagði hann við son sinn. „Ætli luin sé ekki í kompunni sinni?“ Gaston fór. „Hún er alveg eins og móðir henn- ar,“ sagði gamli maðurinn. „Reynir að trylla hvern karlmann sem lnin sér. Ég hefi tekið eftir að hún hefir verið að gefa yður auga.“ Lucien kreppti hnefana. Hann stað- næmdist við eldhúsgluggann og Ijorfði út. Hvað átti hann að gera, Jjegar Gaston kæmi með Michelle? Það var aðeins eitt að gera — að fara með hana með sér. Síðan ... já, isíðan mundu altlaf verða einhver ráð. En hérna mátti hún ekki vera stundinni lengur. Hann sá Gaston fara inn í húsið og koma út aftur eftir nokkrar min- útur. Hann gekk óvenjulega hrptt. „Hún er farin!“ sagði hann, undir eins og hann kom inn úr dyrúnum. „Hún hefir farið með dótið sitt — og líka öskjuna, sem hún fékk léða til að geyma hárnálarnar sínar j.“ „Þá látum við taka liana fasta fyrir þjófnað!" sagði Jean gamli trylltur af. vonsku. Hann var jafnreiður þeim báðum, Michelle og móður hennar. sem einu sinni hafði sagt dálítið við hann.sem hann gat ekki gleymt. „Hún er auðvitað farin til bræðranna. Segðu Pierre að.beita hestinum fyrir vagn- inn.“ RIDDARAÖLD. — Strákarnir í Berlín eru orðnir leiðir á að leika nútíma- stríð með stálhjálmum og vélbyssum. Nú eru þeir hermenn frá riddaraöld- inni og ganga með sverð og í brynj- um, sem þeir gera sér úr gömlum niðursuðudósum. ' HELLE % * N Ý FRAMH ALDSS AG A * áL ' ■ .v<S»s* ^ s .wW' •víSnS' ,v>í „Fyrst ætla ég að fá að borga fyrir mig — ég fer í kvöld,“ sagði Lucien. Og undir eins og þeir höfðu gert upp reikningana settist hann í bílinn. Hann vissi hvar þorpið var, og datt í hug að verða fyrstur þangað. Lucien konist í þorpið, en hann vissi ekki hvaða leið Michelle hafði valið, og var hræddur um að hanii væri kominn á undan henni eða að gamli maðurinn og Gaston færu aðra leið og yrðu fyrri til að finna liana. Hann vissi ekkert hvað hann ætlaðist eiginlega fyrir i þessu máli. Aðeins vissi hann það að hann ætlaði að finna hana undan hinum og bjarga henni. Hann ók ekki hratt en skimaði á báða bóga, ef ske kynni að hann sæi hana, og þegar hann var kominn rétt að þorpinu sá hann tvo menn á þver- götu á aðra hönd. Hann þekkti aðra manneskjuna, hin var ræfilslega klæddur maður. Hann stöðvaði bilinn, fór út og flýtti sér til þessara tveggja, sem tóku ekki eftir að hann kom. Miohelle þrýsti bakinu upp að trjá- bol, og laufið á trénu huldi hana að noklcru leyti, en maðurinn stóð og baðaði öllum öngum og talaði hátt. Hann var áhæð við Michelle og grann- ur eins og hún, en þá var upptalið það, sem líkt var með þeim. Hann var ekkert likur 'henni í andliti, en svipaður Gaston. Andlitsdrættirnir voru dálítið skarpari og andlitið ill- mannlegra. Fötin fóru honum illa og var helst að sjá, að hann hefði sofið í þeim margar nætur. Röddin var gróf og ógeðsleg og orðin i samræmi við röddina. „... þér finnst það vitanlega sæm- andi að koma aftur núna, þegar þú hefir orðið þér til minnkunar," sagði hann. „Nú er hægt að nota okkur. En fyrr ekki. Þá varst þú of fín til að ...“ Svo jós hann yfir hana svívirðing- unum en hún stóð grafkyrr, virtist aðeins þrýsta sér fastar og fastar upp að trjábolnum, eins og hún vildi hverfa inn í hann. Hnúarnir á liönd- unum, sem hún hélt um töskuna, voru hvítir. Nú heyrðu þau fótatak Luciens og litu upp. Michelle rak upp langt, lágt vein. Maðurinn hjá henni gaut augunum til hennar. Svo Ieit hann á Lucien, virti fyrir sér fötin hans og sá bílinn niðri á veginum. „Ef það er hún, sem þér eruð að leita að,“ sagði hann og benti með fingrinum á Michelle, „skal ég sjá um að hún komist ekki undan.“ „Já, ég var að leita að hennd,“ sagði Lucien. „Ég gat liugsað mér það — að hún hafj gert eitthvað fyrir sér. Þér mun- uð vera maðurinn frá París, sem hefir verið hjá Chatou. Segið mér hvað hún hcfir gert, þá skal ég ...“ „Hver eruð þér?“ spurði Lucien. Michcle leit ckki á hann en starði niður á fætur sér. Hann vissi ekki hvað hún var að hugsa, en sá að hún var i örvæntingu. „Hver ég er?“ sagði maðurinn, og lést verða hissa. „Ég er bróðir henn- ar. Hún hefir ekki þótst getað notað mig hingað til, en nú, eftir að hún er komin í bölvun, kemur hún og ætlast til að ég taki hana upp á mína arma.“ „Að því er ég best veit hefir hún ekki gert neitt fyrir sér,“ sagði Lucicn stuttur i spuna. „Chatou gamli sakar hana um að hafa haft á burt með sér gamla öskju, eða 'hvað það nú var, og ég kom til að aðvara hana um, að hann og Gaston eru á leiðinni til að sækja ihana.“ Michele horfði á hann og nú var hún svo hrædd að hún skalf frá hvirfli til iija. „Jæja, þú hefir þá stolið ...“ byrj- aði bróðirinn. „Já, ef hægt er að kalla það þjófnað oð taka öskju, sem ekki er eyris virði,“ sagði Lucien, og reiðin sauð í honum svo að hann átti bágt með að stilla sig. „Hvor bræðra hennar eruð þér? Sá eldri eða sá yngri?“ „Sá yngri,“ svaraði maðurinn. „Ég er heiðarlegur maður. Eg hefi aldrei verið í fangelsi. En hún — hún er eins og Louis, hún ...“ Miohelle hafði opnað töskuna sina og dótið sem í henni var datt niður á götuna. Þar lá lítil askja úr silfri, sem var orðið svart. Bróðir hennar greip hana. „Silfur!“ sagði hann. „Ja-há, þú ert þá byrjuð, sé ég. Hefir þú eitthvað fleira þarna?“ Hann fór að gramsa í dótinu hennar, en Lucien stöðvaði hann. „Látið þetta vera!“ sagði hann. „Michelle hefir engu stolið, og þessi dós er ekki nema fárra franka virði — ef þá að hægt er að ná af henni sortanum. Að saka manneskju fyrir þjófnað út af svona smámunum ... það er hraksmánarlegt.“ Maðurinn rétti úr sér. Hann starðí dólgslega á Lucien og smám saman færðist Ijótt glott á andlitið á honum. „Þér ætlið að bjarga þessu fyrir hana, skilst mér. Það ætti ekki að verða dýrt. Ég skal sjá til þess.“ Hann deplaði augunum og Lucien skildi hvað hann átti við. Hann skildi líka, að það var þýðingarlaust að reyna að gera manninum skiljanlegt, að hann liefði ekkert óheiðarlegt í huga. „Já, ég ætla að hjálpa henni," sagði hann. „Að því er mér virðist á hún ekki neinn annan að, sem vill hjálpa henni. „Sögðuð þér að Chatou gamli væri á leiðinni hingað til að kæra hana fyrir þjófnað? Þá er best að þér sjáið til þess að hún komist á burt og að gamli maðurinn sjái hana ekki l'ramar, því að annars lætur hann sig ekki.“ Lucien sneri sér að Michelle. „Vilj- ið þér koma með mér, ungfrú? Ég skal sjá um að yður verði ekki gert neitt illt, en ég vil ógjarna hugsa til þess hvað komið gæti fyrir yður ef þér yrðuð áfram hérna.“ „Flýttu þér, stelpa!“ sagði bróðir hennar. „Tindu saman dótið þitt — ég skal sjá um dósina — og reyndu að komast á burt. Skilurðu ekki að þú hefir dottið í lukkupottinn?" En Lucien rétti fram höndina og tók dósina. Hann opnaði liana og hristi ur henni nokkrar hárnálar og tvær hárspennur, og stakk henni í vasann. „Þér hafið ekki svarað mér, ung- frú,“ sagði liann. „Viljið þér trúa mér fyrir yður?“ „Já, herra,“ sagði hún svo lágt að varla heyrðist. Lucien sncri sér að bróður hennar. „Er nokkur annar vegur, sem hægt er að fara inn í þorpið, en þessi?“ spurði hann. „Nei. En við getum komist að biln- um og á burt áður en gamli Jean og Gaston koma.“ Michelle hafði beygt sig og var að tina saman dótið. Þeir biðu. Bróður hennar datt ekki í hug að hjálpa lienni, og Lucien skildist að hún mundi fara hjá scr ef hann byði henni hjálp. „Hún er eina systir min,“ sagði maðurinn. „Farið þér vel með hana.“ Lucien leit á hann en hann glotti bara. Þau fóru að bílnum þegar Michelle var tilbúin. „Hvað ætlið þér að gera við dósina, herra minn?“ spurði bróðirinn, sem þrammaði við hliðina á honum slett- ingslegur í göngulagi og kampakátur. „Skila eigandanum henni," svaraði Lucien. „Eruð þér brjálaður? Sá gamli gengur af göflunum og fer að lióta lögreglu. Það er miklu einfaldara að láta mig taka við henni.“ „Einmitt það,“ svaraði Lucine þurr- lega. „En ég er ekki viss um, að hún komist í réttar hendur ef ég geri það.“ Maðurinn sneyptist ekki vitund við þetta en bara hló. „Maður getur ekki að þvi gert þó að maður sé fátækur,“ GLÖÐ STÚLKA. — Þegar „Queen Elizabeth“ kom til Englands frá Ame- ríku nokkru fyrir jól, mun Pat Hull, 21 árs ensk stúlka, hafa verið glöðust allra farþeganna. Þegar hún fór vest- ur var hún alveg heyrnarlaus, en læknum fyrir vestan tókst að gera á henni uppskurð og gefa henni fulla heyrn aftur. Þess vegna er auðskilið að gleðin ljómar úr augunum á henni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.