Fálkinn


Fálkinn - 10.02.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 10.02.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Kirstine IWunk — % ■3 ■3 % Ý s '•> * var ekki við eina fjölina felld Hver var Kirstine Munk, konan, sem oft er nefnd í sambandi viS Kristján IV.? Hún var barn sinn- ar aldar, ófyrirleitin og óprúttin, samviskulaus og gat aldrei lifað i friði. Hún var fædd i Þrándheimi 6. júli 1598 og foreldrar hennar voru Ludvig Munk, fyrrum léns- maður og Ellen Marsvin. Ekki er vitað hvernig hún kynntist Kristján IV. en svo mikið er vist að árið 1015 bað liann hennar. í bréfi til móður 'hennar skrifar hann, að hann óski „að giftast ihenni og lifa með henni þangað til dauðinn skilur okkur“. Og á gamlaársdag giftust þau á laun. Þá var hún aðeins 17 ára. Kristján hafði áður verið gift- ur Önnu Katrínu prinsessu af Brandenburg, en hún dó 1012 og eftir það hafði hann verið í sí- felldu kvennastússi. Fyrst hafði hann lagt lag sitt við Kirstínu Madsdóttur og átti með henni Ul- rik Kristján Gyldenlöve, en áður en hún dó hafði hann tekið saman við Karen Andersdóttur af Brim- arhólmi, sem liann hitti í veislu, og fór með heim til sín i höllina. Mcð lienni eignaðist hann soninn Hans Ulrik Gyldenlöve. En eftir að hann kynntist Ivirstine Munk hætti hann að draga sig eftir öðrum. Hann var mikill fjörmaður og nautnasjúk- ur, og lnin líka, og féll þeim vel hvoru við annað. Alls eignaðist liún 11 börn með Kristjáni og hún liafði hann í vasanum. Árið 1627 fékk liún nafnbótina greifafrú af Slésvík, og hennar ogbarna henn- ar var jafnan minnst af. stólnum í kirkjubæninni. — En svo óving- aðist með þeirn. Þau voru bæði frek og vanstillt og hann var orð- inn mjög drykkfelldur. Varð oft að bera hann í rúmið og hátta liann. En Kirstine átti sök á ósam- komulaginu ekki síður en lrann. Haustið 1628 hafði liún kynnst Bínargreifanum Otto Ludvig af Salm, sem var ofursti i hernum og urðu þau meiri kunningjar cn góðu hófi gegndi. Árið 1628 varð Kirstine vanfær enn einu sinni en nú grunaði konung að það væri greifinn en ekki hann sjálfur sem væri faðir að barninu sem hún gengi með. Er talið að það hafi verið rétt. Nú var úr vöndu að ráða fvrir konungsmaddömuna 3. w 3 og var hún í þann veginn að flýja til Svíþjóðar, en snerist hugur á síðustu stundu. En þegar barnið fæddist — það var dóttir — neit- aði Kristján að gangast við fað- erninu. Skömmu siðar hvarf Kirstine frá liirðinni og settist að á búgörðum sinum i Boller og Bosenvold. Konungur bannaöi henni að fara út fyrir landareign- ina án síns leyfis. Meðan hún var í þingum við greifann liafði hún sagt öllum vinukonum sínum upp vistinni, til þess að þær skyidu ekki segja frá hátterni liennar og greifans. Meðal þessara stúlkna var ein ung og fríð, sem hét Vibeka Kruse. Konungi leist vel á stúlk- una og varð hún hjákona hans. Nú lagði Kirstine og börn henn- ar fæð á Vibeku og reyndu á allar lundir að gera henni bölvun. En samt tókst iienni að verjast öllum óskunda meðan konungur lifði. En eftir að hann dó var hún varnarlaus. Og nú gerði Korfitz Ulfeldt, tengdasonur Kirstinar aðsúg að Vibeku í Bosenborgar- höil og rak liana á burt úr höil- inni, veika upp úr rúminu. Ásamt öðrum tengdasonum Kristjáns tókst honum að fá rikisráðið til að setja rétt yfir Vibeku — án allrar vitnaleiðslu — og dæma hana fyrir róg og nið um Kirst- inu. Ríkisráðið taldi sig ekki geta gert það, en áður en lengra fór dó Vibeka. Dóttirin, sem hún liafði átt með konungi, giftist sið- ar Claus Ahlefeldt marskálki. Þegar Kirstine sá lik Vibelui jós hún úr sér skömmunum. Hún gat aldrei lifað í friði við nokkurn mann. Átti í sifelldum erjum við börn sín og tengdabörn, oftast nær út af peningum. Árið 1657 svipti Friðrik III. liana greifarfrúartitlinum. En jörðun- um tveimur Iiélt hún og á Boller andaðist hún 19. april 1658. — Hún var barn sinnar tíðar, ófyrir- leitin og ofstopafull, en varð fátt til kosta talið. En hún er orðin fræg i sögu Dana, fyrst og fremst fyrir að hún var gift Kristjáni IV. og átti svo mörg börn með honum, að fjöldi núlifandi fólks getur rakið ætt sína til hennar. Það er reyndar ekki vist, að þvi þyki nokkuð til þess koma, en það er bót i máli, að það var konung- ur, sem átti börnin með Kirstinu. k' 3 3 3 í 3 Ljósið frá vasaljósinu hans skein á þilin og Evelyn tók eftir ryðguðum rafljósarofum, og þráðum, sem héngu niður úr loftinu. Hún minntist ])ess að Kínverjinn liafði talað eins og raf- magnið befði bilað í gær eða í dag, en þetta bcnti á að i mörg ár hefðu cngin rafljós verið í Hotel Imperial. „Þetta er óhugnanlegur staður!" Það fór hrollur um Evelyn. „Já, égbefi séð betri gistihús," svar- aði Robert. „Ég skit ekki að svo margir gestir geti verið hérna að öll herbergin séu ■skipuð.“ „Það er alls ekki vist. Annað hvort eru þau svo úr sér gengin, að ekki er ihægt að nota þau handa gestum. eða þá að Ping-Pong hefir ekki nénnt að taka til í öðru :herbergi.“ „Mér fellur ekki þessi gististaður." „Mér ekki heldur. En hér er elcki á öðru völ, svo að við verðum að sætta okkur við það.“ Robert talaði rólega og þau gengu inn í stóran borðsal. Þar brunnu kertaljós i cinu horninu, í háum, þriggja arma stjökum. „Ég get ekki séð útlendu sölumenn- ina, sem þú varst að tala um,“ muldr- aði Evelyn. Hún varð að styðja sig við borðið — þetta umverfi, þessi tómleiki og það að þau voru þarna alein innan um Kinvcrja, fór í taug- arnar á iienni. „Þetta er eini staðurinn, sem við getum verið í hér í bænurn. Og mér sýnist Ping-Pong vera besti náungi — við eruni einu farþegarnir af fyrsta farrými og þess vegna dekrar hann ýið okkur. Ilann heldur að við séum rík.“ ,,-Ef þeir halda það hérna, myrða þeir okkur umlir eins og við erum sofnuð.“ Evelyn reyndi að brosa um leið og hún sagði þetta, en skapið var of bágt til að það gæti tekist. Skapið varð ofurlitið léttara er þau höfðu borðað fyrsta réttinn, sem var fiskur — hann var ágætur. Og það var heldur ekki hægt að finna að vín- inu. Evelyn drakk glasið í botn. Robert gerði sitt besta til að fá ihana til að líta bjartari augum á til- veruna. Og lionum tókst að fá ’hana til að lita á þetta dularfulla liús frá bros- legu hliðinni. Honum tókst að láta hana lilæja að uppnefninu Ping-Pong og sagði lienni sögur frá skólaárunum. Hún liafði íheyrt þær áður, en cinmitt þess vegna var gaman að heyra þær þarna, á þessum framandi stað. iÞau voru komin að kaffinu þegar Ping-Pong kom til þeirra og sagði: „Hér er gestur, sem spyr eftir herr- anum!“ Robert varð forviða og stóð upp. Það fór skuggi um andlitið en svo settist hann aftur og sagði rólega: „Biðjið hann um að koma hingað." Ping-Pong fór út og eftir suttta stund kom grannvaxinn Kinverji i silfurgráum silkifötum inn í salinn. „Herra Baird — þér munið líklcga ckki eftir mér?“ sagði hann á galla- lausri ensku. „Þvert á móti, ég man vel cftir yður,“ svaraði Robert, sem miklaðist oft af því live vel hann myndi nöfn og andlit. „Velkominn, herra Tam Má ég kynna yður konuna mína.“ Tams pirði augunum á Evclyn. Hann afþakkaði kaffið, sem Robert bauð honum og sagði rólega og áherslulaust: „Herra Baird, ég frétti af tilviljun að þér væruð með lestinni, og flýtli mér til yðar, í dálitlum viðskiptaer- indum.“ EveJyn fannst næstu augnablikin vera eins og martröð. Hún heyrði Robert og Tam tala um silfurnámur, og skildist á samtalinu að Robert væri fús til að fara með Tam og gefa lion- um og vinum hans álit, eftir að hafa skoðað námurnar. „Ég ætla að fara með hr. Tam — þykir þér það verra, Evelyn? Það er varðandi viðskipti. Kannske einhverj- ar 'bækur séu til hérna, sem þú getur lesið í. Ég skal vera eins fljótur og ég get, og vona að þér leiðist ckki á meðan.“ „Þú veist vel að mér er illa við að vera 'hérna ein.“ „Ég verð að fara með honum. Þetta er mjög þýðingarmikið mál,“ svaraði Robert rólega. „IIvernig gat Iiann vitað að þú varst hérna?“ „Einhver sem var i lestinni sagðt honum það. Ég talaði við ýmsa Kín- verja á leiðinni." „Það er óvarlegt að fara tneð hon- um á þessum tíma sólarhringsins,“ sagði Evelyn. „Lestin fer snemrna í fyrramálið, svo að ég get ekki farið með honum þá, nema þá að tefja okkur um heilan dag. Og þér fellur ekki svo vel hérna að þú viljir vera lengur en þörf er á, eða er það?“ Evelyn varð að játa það. Robert hélt áfram: „Ef þú ert hrædd þá skaltu setja skorður við dyrnar að innanverðu. iSkammbyssan mín er í stóru tösk- unni. Annars skal ég scgja þér að ég liefi þekkt Tam í mörg ár. Hann er efnaður maður og hefir mikinn áhuga á námum ...“ Tveimur mínútum síðar var hún orðin ein. Það fór hrollur um hana er hún gekk upp stigann, með annan kerta- stjakann i hendinni. Bergmálið af fótataki lvennar hræddi hana og lnin fann að einhverjar lifandi verur voru nálægt henni. Hún hrökk við er hún sá leðurblökur flögra undir loftinu. Hún hljóðaði upp og missti stjak- ann. Hcnni fannst eilífðartími þangað til hún sá ljós aftur, en hefði getað faðm- að Ping-Pong að sér þegar liann kom með olíulampann sinn og kveikti á kertunum fyrir hana. „Þér eruð hrædd við að vera hérna ein?“ sagði hann og brosti. „Frúin ætti að fara niður í búðina og biða þar þangað til maðurinn hennar kem- ur. Þar hittið þér franskan mann, sem þér getið talað við.“ „Er búð hérna?“ hváði Evelyn for- viða. „Já, í útbyggingunni við gistihúsið. Ef þér viljið koma með mér ...“ Evelyn elti Ping-Pong fram langan gang. Hún sá hann opna dyr og segja: „Herra, hérna er dama, sem kaupir kannskc eitthvað." Ping-Pong lét hana fara framhjá sér og kom svo inn sjálfur. Hann lokaði dyrunum hljóðlega eftir sér. Evelyn tók eftir að maðurinn, sem Ping-Pong liafði ávarpað „herra“, var mjög gamall, franskur maður, með ósvikinni kurteisi. Hann var auðsjá- anlcga hissa á hve prúðbúin hún var — það var vafalaust langt síðan svona glæsileg kona hafði komið í búðina. „Þér ætluðuð að kanna eitthvað, frú. Ég hefi nú ekki margt að bjóða núna, á þessum síðustu og verstu tímum ...“ „Gerið þér svo vcl. Ég skal sýna yður það sem ég hefi.“ Hann kveikti á fleiri kertum og Evelyn skoðaði forvitin gamla skranið sem hann hafði. Þarna voru dýr silki- efni, skammbyssur með perlumóður- skefti, skartgripaskrín ... „Ég hefi líka fleira en forna gripi.“ Gamli maðurinn sýndi henni sólhlifar og kvenhatta, sem höfðu verið i tisku 1910 og flcira merkilegt, sem allir voru hættir að nota. Evelyn var að luigleiðahvað hún ælti helst að kanna, og jafnframt afréð hún að vera ærleg við manninn. Hún sagði ofur blátt áfram: „Ég kom hingað af þvi að ég var hrædd við að vera cin. Maðurinn minn er farinn út, og mér finnst gistihúsið svo óhugnanlegt." „Það skil ég vel, frú. Viljið þér ekki tylla yður.“ Frakkinn bauð henni stól. Framhald á bls. 14,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.