Fálkinn


Fálkinn - 10.02.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 10.02.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Kveifpegsa prjónuð slétt, en munsturprjónuð að ofan LITLA SAGAN. Sli rétto HANN hafði hitt liana í Austurstra-ti mörg kvöld i röð. Hafði ávarpað hana líka, og tnin ails ekki verið afundin. Og sjálfur var hann engan veginu óframfœrinn. Hann vissi vel að hon- um var lagið að heilla kvenfólk. Van- inn gefur listina, stendur þar. Páll frá Vík, eða Víkur-Palli, sem 'liann var kallaður hafði einkum lagt sig eftir rosknum piparmeyjum og ekkj- um, og á þann hátt gat hann iifað áhyggjulausu lífi, að minnsta kosti meðan „heimanmundu rinn“ cntist. Þær voru elcki nema fáar sem höfðu kært hann. Þær skömmuðst sín nefni- lega fyrir að láta ættingja og vini frétta að þær hefðu verið svona óltn- ar í að giftast, eftir að vera komnar á ráðsettan atdur. Og því liafði Víkur- Palli líka treyst. Hann vissi að vísu að sumar höfðu farið til lögreglunnar. En honum var sú list lagin að breyta útliti og nafni, svo að ennþá lék hann iausum liala. Stundum þótti honum vissast að hverfa úr höfuðstaðnum. — í augna- blikinu liét hann .Tósep Árnason og hafði iilað hárið svart og var með svolitið yfirskegg. En nú var hann áhugasamur, að maður segi ekki ástfanginn. Amor hafði hitt hann i fyrsta skipti. Hún hét Ólafía Hjálmars, hafði hún sagt. Og hún var aðeins tuttugu og fimtn. Sjáifur var hann fimmtiu, en hann iiélt sér vel, hafði honum skilist á henni. í þetta skiitti var engin undir- 'liyggja í leiknum af hans hálfu. Nú hafði hann fundið þá réttu. Þá sem ltann gæti varið gegn freistingunum og gefið hjarta sitt. Hann gat haldið áfram atvinnunni fyrir því. Á henni áttu þau að lifa. En skiljanlega málti Itún ekki vita það. Ólafia hafði sent sagt alls ekki verið afundin, og þau höfðu haft stefnu- mót nokkrunt sinnunt, en aldrei hafði hann fengið að káfa á henni. Hún var sjálfsagt einstaklega siðprúð, þó hún væri stundum að ráfa i Austur- s'træti á kvöldin. Hann fékk ekki VATNS-iSVIPFLUGA. — Þetta leik- fang, sem kemur frá Bandaríkjunum er stóll á tveimur flotholtum og með koptaskrúfu. Þegar vélbátur dregur tækið efitr vatninu tekst það á loft, og skrúfan heldur því uppi. einu sinni að fylgja henni lieim. En í gær Iiafði hann ioksins dirfst að biðja hennar og þau höfðu orðið ásátt liin að giftast einhvern næstu daga. Og hann munaði ekkert um að gift- ast, því að hann hafði aldrei gifst undir nafninu, sem hann gekk undir núna. Annars hafði 'liún verið ósköp for- vitin og spurt hann um ailt milli himins og jarðar, og i ástarvímunni liafði hann ef til vill sagt henni meira en hollt var — ef ske kynni að ein- hvern tíma slettist upp í vinskapinn. Líklega var hún afbrýðisöm, vesling- urinn! — í kvöld hafði hann lofað að koma heim til góðrar vinkonu liennar á Gunnarsbraut. Hún ætlaði að halda trúlofunargildi fyrir þau, og hafði boðið fjórum öðrum vinkon- um Ólafíu. Hann vissi að Ólafia var lirifin af honum og langaði til að sýna vinkonunum hann. Og hann vissi sjálfur að hann var kvennagull. Herra Jósep Árnason fór í spari- fötin og hringdi bjöllunni ú Gunn- arsbraut á tilskildum tima um kvöld- ið. Ólafía kom sjátf til dyra og bauð lionum inn. Blessunin sú arna! Hann skoðaði sig vel í speglinum frammi i ganginum — líklega voru þær hver annarri laglegri, þessar fimm. Og svo opnaði Ólafía stofudyrnar og ýtti honum inn á undan sér. Jósep Árnason svimaði! Þarna inni i stofunni spruttu upp — eins og samkvæmt skipun — finun aldraðar konur og koma hlaupandi á móti honum. Ilann gat ekki betur séð en liann þekkti þær allar finim. Og allar æptu: „Þökk fyrir síðast!" Hann reyndi auðvitað að komast hið bráð- asta 'burt úr þessum félagsskap, e.n Ólafía tók fast i öxlina á honum og sýndi honum merki, og nú svimaði hann enn meira. En hann losnaði við að taka nokkra ákvörðun um það sjálfur hvort hann ætti að berja kven- lögregluþjón og fimm kerlingar í rot, því að nú tóku tveir lögregluþjónar á honum. Þeir höfðu staðið bak við dyrnar. Trúlofunargildið hefir ekki verið haldið enn, því að Jósep Árnason hefir liaft annað að hugsa. Veik og mjó barnsrödd svarar i símanum: — Hajjó! — Er hann Samúel Snorrason heima ? — Hann Samúel? Ne-ei — á ég að skila nokkru? — Segðu að hann Gunnar Grímsson hafi hringt. — G-gunnar. Hvernig á að stafa það? — G-u-n-n-a-r G-r-í-m-s-s-o-n ... Þögn. Löng þögn. Svo kemur: — Hvernig á að skrifa G ...? Skáldið hefir vcrið fengið til að halda fyrirlestur í Menningarfélaginu Morgunroðinn i Furuvik. Eftir að fyr- irlestrinum er lokið kennir skáldið niður i salinn og fer að tala við fólk- ið. — Vel á minnst; segir hann við rit- arann i félaginu. — Ég tók cftir að liann Jón Sveinsson gekk út í miðj- um fyrirlestrinum. Hann hefir von- andi ekki orðið veikur? — Nei, nei, svarar ritarinn án þess að liugsa sig um. Þér skuluð ekki hafa áhyggjur út af þvi. Hann gengur nefni- lcga í svefni. Efni: 250 gr. af ljósgráu fínu þrí- þættu garni. Prjónar nr. 2 og 2%. Stærð: Uppskriftin hljóðar upp á stærð nr. 42. Brjóstvidd 88 cm, sídd 50 cm. Sýnishorn: 35 lykkjur á prjóna nr. 2Va eiga að gera 10 cm. Skammstöfun: 1 = lykkja, pr. = prjónn. Bakið: Fitjið upp 128 1. og prjónið 7 cm. 1 1. slétt og 1 brugðin (stroffprjón) á prjóna nr. 2. Á siðasta prjóninum er aukið jafnt út þannig að 148 1. verði á prjóninum. Takið síðan prjóna nr. 2% og prjón- ið slélt. Aukið síðan út 1 1. í hvorri h.lið með tveggja cm. millibili fimrn sinnum. Þegar komnir eru 30 cm. er fellt af fyrir handveg ö, 4, 3, 3, 2 1. Þegar handvegurinn er orðinn 19 cm. á lengd er fellt af öxlinni í finun um- ferðum, fyrst 12 1. síðan 8 1. í senn. Lykkjurnar, sem eftir eru, geymist á öryggisnælu eða prjóni. Framstykkið: Prjónað á sama hátt og bakið þar til komið cr að handveginum. Sami lykkjufjöldi er felldur af og á bak- inu og um leið er byrjað á munstur- prjóninu á brugðna prjóninum. Munstrið: Prjónið 8 prjóna garðaprjón. !). pr.: 6 >br., 2 sléttar a' 7 br., 2. sl. * endurtakið frá * til * prjóninn á cnda. 10. pr.: sléttur. 11. pr.: eins og 9. pr. 12. pr.: 5 sl. * í næstu 1. er prjónaður hnútur þannig: prjónið 5 sinnum i sömu 1., fyrst 1 sl., svo 1 br., 1. sl., 1 br., 1 sl. Síðan er fækkað um nýju lykkjurnar aftur með þvi að draga hverja yfir aðra þar til einungis 1 1. er eftir. Prjónið síðan 8 I. sl. * end- urtakið frá * lil * prjóninn á enda. 13. pr.: eins og 9. prjónn. 14. pr.: slétt prjón. 15. pr.: eins og 9. pr. 16., 17., 18., 19. og 20. pr. garða- prjón. Endurtakið frá 9. pr. til 20. þvi að þeir mynda munstrið, þar til fram- stykkið hefir náð fullri lengd. Þegar það er 44 cm. eru 22 1. fyrir miðju hálsmálinu látnar á öryggisnál og hvor öxl prjónuð fyrir sig. Um leið eru 2 1. við liálsmálið teknar saman á öðrum hverjum prjóni, þangað til 44 1. eru eftir, þá er prjónað beint áfram uns handvegurinn er 20 cm. Öxlin cr felld af eins og á bakinu. Ermin: Fitjið iipp 90 1. og prjónið 2Vi crn. slétt cða fitprjón (1 sl., 1 br.) á prjóna nr. 2. Á síðasta prjóninum er aukið út með jöfnu millibili þannig að 100 1, séu á prjóninum. Prjónið síðan yfir á prjóna nr. 2Vi og byrjið á munstr- inu. Aukið út 1 1. hvorum megin þrisvar sinnum með 1 cm. millibili. Þegar crmin er orðin 10 cm. á lengd eru felldar af G I. hvorum megin og síðan 1 1. í byrjun hvers prjóns þar til hallinn er 3 cm. Síðan eru felldar af 2 I. í byrjun hvers prjóns uns hall- inn cr 1G cm. Siðan er fellt af. Frágangur: Pressið alla hluta peýsunnar gæti- lega (þó ekki brugðninguna að neð- an) og látið þá síðan þorna. Saumið peysuna saman að undantekinni vinstri öxl sem biður uns búið er að prjóna renninginn í hálsmálið. Hálsmálið: Takið upp 102 I. í háls- inn að meðtöldum lykkjunum sem geymdar eru á prjónum og prjónið 8 prjóna slétt eða fitprjón. Fellið af og gangið vel frá endunum. Festið síðan rennilás í axlarsauminn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.