Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 17.02.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN * * * LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Gísli Halldórsson sem Galdra-Loftur. Qflídrn Loftur Erna Sigurleifsdóttir sem Steinunn og Gísli Halldórsson sem Galdra-Loftur. Galdra-Loftur (Gísli Halldórsson), Dísa (Helga Bachmann) og Ólafur (Knútur Magnússon). Leikfélag Reykjavíkur hefir nú ráð- ist í að sýna Galdra-Loft Jóhanns Sigurjónssonar i fjórða sinn. Fyrst var hann sýndur liér árið 1914—'15 og fór Jens B. Waage þá með hlutverk Lofts, en Stefanía Guðmundsdóttir með hluvterk Steinunnar. Nœst var leikurinn sýndur árið 1933—'34, og lóru þau Indriði Waage og Sóff.ia Guðlaugsdóttir með hlutverk Lofts og Steinunnar. Haustið 1948 var Galdra- Loftur svo sýndur í þriðja sinn mcð þau Gunnar Eyjólfsson og Reginu Þórðardóttur í aðalhlutverkum. Har- aldur Björnsson hafði leikstjórn á hendi í, tvö síðari skiplin, en Jens B. Waagc 1914—'15. Að þessu sinni fer Gísli Halldórsson með hlutverk Lofts og Erna Sigurleifs- dóttir með hlutverk Steinunnar. Tekst þeim vel að glíma við þessi crfiðu við- fangsefni og þeim má einkum þakka það, að heildaráhrif sýningarinnar eru sterk. Dísu hiskupsdóttur leik- ur Helga Baohman einn- ig allvel, og Árni TYyggvason gerir hlinda ölmusumanninum góð sikil, þótt leikhúsgestir séu kröfuharðir á með- ferð þess litla hlutverks eftir það að hafa séð Brynjólf Jóhannesson skapa úr því ógleyman- lega persónu. Aðrir helstu lcikcnd- ur eru þcssir: Knútur Magnússon lcikur Ólaf, œskuvin Lofts, Brynjólf- ur Jóhanncsson, ráðs- manninn á Hólum, Guð- jón Einarsson biskup- inn og Edda Kvaran biskupsfrúna. — Leik- stjórn annast Gunnar R. Hansen, og hefir hann einnig gert teikningar að leiktjöldum og bún- ingum, og tekur þar upp ýmsar nýjungar í sviðsetningu lcikritsins. Athyglisverð hjarnorhusýníng Um þessar mundir stendur yfir kjarnorkusýning í Listamannaskálan- um, og hefir h.ún vakið mikla athygli, Sýningin cr á vegum Rannsóknarráðs ríkisins og Upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna. Hún kom hingað frá Júgóslavíu, en fcr héðan til Noregs. Kjarnorkusýningin er stórfróðlcg og opnar alveg nýjan hcim fyrir flest- um, sem reyna að kynna sér ihana rækilega. Bæði er brugðið upp mynd af hinni sögulegu þróun kjarnorku- vírándanna, frá útreikningum Ein- steins til fyrstu keðjuklofningarinn- ar árið 1942, sem framkvæmd var af ítalanum Enrico. Þá cr einnig fræðileg útskýring á atómkjarnanum og eðli hans. Likani af fullkomnu kjarnorkuveri hefir verið komið fyrir á sýningunni cg alls konar útskýringar eru á hinum margvíslegu möguleikum til að nota kjarnorkuna til friðsamlegra starfa. Sýningargcstir fá cinnig að sjá Geiger- ttljara og sömuleiðis, hvernig geisla- virkir steinar verka á hann. Hingað til lands hafa verið pantaðir tíu Geigerteljarar, og líklegt er að leit verði gerð að geislavirkum efnum all- víða liér á landi í sumar. * Tæki, sem notuð eru til úraníumleitar. Sextugs- afmæli Árni Tryg-gvason sem blindi ölmusu- maðurinn og Kristín Waage sem litla stúlkan. Júlíus Schopka, aðalræðismaður Aust- urríkis, varð 60 ára þann 15. febrúar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.