Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 17.02.1956, Blaðsíða 4
FALKINN mw Potrick ríkiserfingi Persíu Persar hafa eignast nýjan ríkiserfingja. Sjahinn á engan son og stóð Ali Reza, albróðir hans, næstur til ríkiserfða. En hann fórst í flugslysi í fyrra. Hann hafði kvænst undirfríðri franskri stúlku, þvert á móti vilja móður sinnar, og hin franska kona hefir lifað nánast eins og fangi í Persíu. Nú er það sonur hennar, átta ára — Ali Patrick — sem næstur stendur til rikis- erfða — ef sjahinn eignast ekki son. C'EITT fagurt júlíkvöld 1946 var *-' glaðvær hópur manna úr pers- neska sendiráðinu saman kominn í útiveitingastað í Fortuny við Paris. Þarna voru stúdentar, læknar, stjórn- arerindrekar og kaupsýslumenn i ein •um hóp. Meðal frönsku gestanna var Jeanette Cholesky. Hún var trúlofuð persneska augnlækninum Goli Ardalen og ætlaði að giftast honum eftir nokkra daga og flytjast úr Evrópu. Með henni var Christianc systir henn- ar, jarphærð og undurfögur, með stór, angurblíð augu, og þvi var veitt at- hygli að hún dansaði jafnán við sama manninn, ungan Persa í frönskum kapteinsbúningi. Jeanette spurði unnusta sinn hver það væri, sem systir hennar væri alltaf að dansa við, en hann yppti bara öxlum og kímdi. Og Christiane hélt áfram að dansa við unga kaptein- inn fram undir morgun. Þá voru þau orðin mestu mátar og enduðu gleð- skapinn með að borða lauksúpu í sölu- höilunum, svo sem háttur er nætur- göltrara i París. En hann hafði ekki sagt henni hvað maðurinn hét. Christiane hafði varla sofið út eftir gleðskapínn þegar síminn hríngdi hjá Christiane Pahlevi prinsessa fer frá Róm 20. febr. í fyrra, eftir að hafa undirskrifað samning um að Ali Patrick verði alinn upp í Sviss. — Hún leiðir Ali Patrick, en bak við er Christian sonur hennar af fyrra hjóna- bandi. Ali Patrick ríkiserfingi Persa er tæplcga átta ára gamall. Móðir hans, Christiane Cholesky — öðru nafni prinsessan Ali Reza Pahlevi sést hér á myndinni með ríkiserfingjann.- henni. Hún var dóttir efnaðs verk- smiðjueiganda og átti heima hjá for- eldrum sínum ásamt systur sinni. — Halló, Christianc, sagði röddin. — Ég er Persinn, sem þér dönsuðuð við i nótt. Finnst yður ekki að við ættum að fá okkur kvöldverð saœaii? Hún féllst á það. Og það var litið borð í litlum veitingastað í París, scm ævintýrið byrjaði eiginlega. Christiane kom á tilsettum tíma, staðráðin í að fá að vita hver þessi ungi maður væri. Það var alls ekki comme il faut, að hún færi út með manni, sem ekki hafði kynnt sig fyrir henni. En líklega voru aðrir siðir i Persíu en i Frakklandi, hugsaðí hún með sér. Og nú spurði hún hann formálalaust hver lianii væri og hvað hann hefði ¦fyrir stafni, og fékk greið svör: — Ég heili Ali Reza Pahlevi og er prins. Persasjah er bróðir minn. Christiane trúði ekki orði af því sern hann sagði, fyrst í stað. Hann sýndi henni vegabréfið sitt og nafnið var það, sem hann nefndi. En þar slóð ekkert um að hann væri prins, og Christiane var i vafa um hvað Persasjah væri eiginlega. Sjah, sheik eða soldán rann saman hjá henni — austurlandahöfðingi með stórt kvcnna- búr. STUTT SÆLA. Þremur vikum síðar bað hann hennar og þau giftust borgaralega í París. Foreldrar Christiane létu sér fátt um finnast. Cholesky gamli hafði lítið álit á austurlandaprinsinum, þó að hann fengi allra bestu upplýsingar um tcngdasoninn þegar hann spurðist fyrir i persneska sendiráðinu. En svo mikið var vist, að Christi- ane hafði nóg að bíta og brenna. Sjahinn hafði auðsjáanlega verið ör á fé við systkini sín. í 18 mánuði b.jó Christiane með prinsinum sínum á glæsilegu Parísargistihúsi, og elíéfu mánuðum eftir giftinguna fæddi hún honum son, sem fékk nafnið Ali Patrick. Hann var ekki fyrsta barnið hennar. Hún hafði sem sé verið gií't áður og átti fimm ára dreng af þvi hjónabandi. Það hafðí verið stríðs- hjónaband og nýgifti hermaðurinn kom aldrei til baka af vígstöðvunum. Christiane hafði átt erfiða daga áður en hún kynntist Ali. En nú virtist hamingjan hrosa við henni. Hún var ung og glöð og ástfaiígin — héillandi ung kona. En nú komu skilaboð um að Ali Reza Pahlevi yrði að koma heim 'til Persiu sem skjótast. Og nú fyrst skildi Christiane hvc mikið regindjúp var milli veraldar hennar og hans. Hún hafði talið það sjálfsagt að hún færi- ' mcð Jionuni, en ekkert varð af því. — Þú verður að vera eftir hérna þangað til þú færð boð um að korna, sagði liann. —•. Ég get því miður ekki I'arið ni'cð þig níma, því að ég Iicfi gifst þér an þess að biðja um sam- þykki konungsfjölskyldunnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.