Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 17.02.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN c MICHELLE r- s * FRAMH ALDSSAGA * Gestgjafinn kinkaði kolli brosandi, en þegar ihann sá Michelle tók Lucien eftir að liann varð hissa, og honum varð óglatt er liann hugsaði til þess hvað gestgjafinn mundi halda. En þegar húsmóðirin kom létti honum, og hann tók hana á eintal, sagði henni i stuttu máli hvað gerst hafði, og bað hana um að talca Michelle að sér og útvega henni skárri föt. Húsmóð- irin var umhyggjusöm sál, með djúpri fyrirlitningu á lævisi og klækjum karimannanna, þegar ungar stúlkur ættii i lilut, og liann vissi að hún mundi gera það, sem i hennar valdi stæði. En það var enginn hægðarleikur að fást við Michelle, sem var í eins konar vimu og skjálfandi af hræðslu. Hún hlýddi samt og fór með konunni upp í vistlegt herbergi, og þegar hún var orðin ein þar, þvoði hún af sér rykið, eíns og henni hafði verið sagt, og settist svo og beið. Hún hreyfði hvorki legg né lið. Þetta var falleg- asta herbergið sem hún hafði komið í, en hún gat hvorki séð það né jnetið það. „Hvað skyldi hann gera?“ hugsaði hún með sér. „Þegar hann kemur!“ Eftir langa bið heyrðist þunglama- legt gönguiag húsfreyjunnar úti á ganginum. Hún kom inn með tvo kjóla, sem hún liafði fengið léða í versluninni i þorpinu. Þeir voru hvorki smekklegir né vandaðir, en samt miklu betri en sá, sem Michelle var í. Eftir hálftíma kom frúin niður með Michelle. Hún var komin i rauðköfl- óttan kjól, sem var talsvert of stór, en var þó notandi. Belti var á honum svo að hægt var að draga úr víddinni. Lucien leit upp og hrökk við. Hann brosti. Það var ekki hindin hans sem TE HANDA TVEIMUR. — Doris Skinner, 4 ára telpa í London, fór í dýragarðinn með foreldrum sínum. Þar veittist henni sú ánægja og æra að fá að drekka te með chimpansanum. kom þarna, heidur lítil sveitastúlka í sparifötunum sínum. En þegar hann leit framan í hana gleymdi hann að hlæja. „Jæja, ungfrú min,“ sagði hann, „nú skulum við borða. Þér hljótið að vera orðin svöng.“ Það var komið fram yfir miðjan dag og sól farin að lækka. Úti í garð- inum hafði verið dúkað borð handa hinum góða gesti, og það var góð lykt af öllum kræsingunum, sem frúin bar á borð. Michelie sat þögul og háttprúð beint á móti Lucien. Hann bauð henni á undan sér af réttunum, en henni fórst óhönduglega, og maturinn bragð- aðist henni ekki. Hún varð að kingja hverjum bita tvisvar, um leið og hún kæfði niðri í sér kvíðann og grátinn. Lucien datt ekki neitt í hug til að segja, en hann hafði engar áhyggjur af þvi — þau höfðu talað svo litið saman. Og honum fannst réttast að gefa 'henni ráðrúm til að jafna sig og venjast þessum nýju og óvæntu kringumstæðum. Svo fór að skyggja. Gestgjafinn kom með tvö kerti í háum stjökum og setti á borðið, og loginn blakti lítið eitt i kvöldgolunni. Moldin angaði eftir rigningarskúr og sýrenurnar voru að springa út. Sterka lykt lagði af túlípönunum í beðinu. Þetta var yndislegt vorkvöld. „Hvað skyldi hann ætla að gera við ungu stúlkuna," sagði frúin við manninn sinn. „Hann gerir þetta auðvitað i bestu meiningu en ... „Nei, ég trúi ekki neinu misjöfnu um hann!“ sagði gestgjafinn. „Það geri ég ekki. Þetta er heiðursmaður. Stakur fyrirmyndarpiltur þegar hann var ungur. Nei, 'hann gerir þetta í bestu meiningu, en hvað á hann að gera? Hún er of lagleg til að vera í París án þess að litið sé eftir henni. Ættum við að stinga upp á að lnin yrði hérna .. „Ungfrú!" sagði Lucien upp úr eins manns hljóði. „Þér drelckið ekki neitt. Þér hafið ekki snert vínglasið. Þetta er gott vín. Smakkið þér á.“ Hún tók glasið og dreypti á því og vinið yljaði henni. Hann horfði á hana. Bjarminn féll á andlit hennar og gerði það svo ungt, svo örvænt- ingarfuilt, svo saklaust og svo fallegt að liann komst við. Aldrei hafði hann setið við borð, með svona fallegt and- iit á móti sér. „Þér eruð hrædd ennþá, ungfrú," sagði liann, og nú var röddin iág og mjúk. „Mér þykir það leitt. Ég hélt að þér væruð ekkert hrædd við mig. Þér sögðuð það einu sinni. Hvað hefi ég gert — hvers vegna eruð þér hrædd?“ Hún leit hægt upp og liorfði á hann. Og nú sá hún aftur í augum lians það sama, sem liafði glatt hana svo mikið i nokkra daga. „Ég ... ég ... ég ...“ byrjaði hún en gat ekki fundið nein orð. „Mér dettur í hug,“ sagði Lucien og gerði sér von um að ef til vill gæti hún sjálf ráðið fram úr vándanum, „hvort það sé ekki neitt sérstakt, sem yður langar til að taka yður fyrir hendur. Til dæmis að læra eitthvað.“ Hann þagnaði. Hann hafði séð að augun í lienni stækkuðu, séð að ljós kviknaði í þeim — ekki endurvarp frá kertaljósunum heldur innra ljós. Og allt í einu skildi hann. „Mikil hörmung!“ sagði hann. „Hvað datt yður í hug?“ Hún roðnaði og varð niðurlút. En nú var andlitið orðið öðruvisi. Nú var það fagra komið í hug henni aftur. Nú var hún ekki lengur fátæka stúikan. Lucien andaði djúpt. Það sem hon- um hafði dottið í hug opnaði honum nýja útsýn. Nu kom húsfreyjan að borðinu, hægt og hikandi. Það gat auðvitað hugsast, að herra Colbert hefði ein- hver önnur áform en hún hélt, svo að best var að fara varlega og móðga hann ekki eða þvinga liann til að koma upp um sig. Hún varð að vera klók og varfærin ... „Ungfrú,“ sagði Lucien, sem tók ckki eftir að húsfreyjan var á næslu grösum. Michelle leit upp. Nú horfði hún beint í augun á honum, eins og hún hafði gert fyrr. En húsfreyjan tók eftir. Hún sá að andlit Michelle varð viðkvæmt og mjúkt um leið og siðasta angistin og iiræðslan livarf af því. Hún sá það, sem þessar tvær manneskjur höfðu ekki skilið ennþá. Húsfreyjan hafði einu sinni verið ung og ástfangin. Hún sneri frá og fór burt. Auðvitað varð hún að tala við hann, liugsaði hún með sér. Hann mátti ekki spilla framtíð ungu stúlkunnar, þó að hann væri ástfanginn af henni. En þetta var ekki rétti tíminn tii þess. Nú kom gestgjafinn og tók af borð- inu og bar fram kaffi, þetta dýra, ekta kaffi, sem hann notaði ekki nema handa úrvaisgestunum sínum. Töfrarnir voru horfnir. Þau sögðu ekkert og litu hvorugt á annað. En liegar þau stóðu upp frá borðinu, gekk Lucien til Miclielle til þess að færa stólinn hennar til, og þá snerti liann við handleggnum á 'henni, scm stóð fram úr köflóttu hálferminni, brúnn og ber. Og nú horfðust þau í augu aftur. Gestgjafinn, sem hafði hellt i boll- ann, dró sig þegjandi i hlé. „Miohelle!“ sagði Lucien. „Mic- helle!“ Hún gekk hægt út í garðinn. Hann sá að titringur fór um var- irnar á henni. Svo lokaði liann aug- unum. Michelle, sagði hann aftur, og nú greip hann utan um hana. Hún veitti enga mótspyrnu. Hún var óvirk, sæl og hrædd í einu — undursamleg tilfinning. Hann þrýsti henni að sér og kyssti liana á kinnina. Svo sleppti hann henni aftur. Þegar hún leit upp og fór að hugsa um hvað hefði skeð, sá hún að hann stóð nokkur skret' frá henni. Hanu horfði ekki á hana. Hann starði út í myrkrið. Svo sneri liann sér að henni. „Mic- helle,“ sagði liann. „Viltu verða kon- an mín?“ Hún horfði bara á hann. Orðin sem hann hafði sagt voru feiknstafir. Þau voru marklaus i hennar eyrum, en það var meining í augriaráði hans. Augnaráð hans og raddhreimurinn höfðu gert veröld hennar bjarta. „Þú svarar ekki,“ sagði Lucien. „Michelle, ég held að þú elskir mig ...“ Hún leit undan þvi að hún las svo mikið úr augum hans. „Ég er fús til að gera það sem þér viljið,“ svaraði hún. Lucien hló, lágan gleðihlátur. „Líttu ó mig, Michelle." Hún leit upp og hann tók í hönd hennar og hélt fast í hana. En hún kveinkaði sér ekki við það. „Elskar þú mig, Michelle?" sagði hann. „Ég held það,“ svaraði hún. „Eg — ég — þér eruð svo ólíkur öllum öðrum, herra ...“ „Ég heiti Lucien," sagði hann. Hún svaraði ekki. „Segðu: „Ég lield ég clski þig, Lucien!“ skipaði hann. „Ég lield ég elski þig, Lucien!" cndurtók hún auðsveip. „Og þú vilt giftast mér?“ Augu liennar sortnuðu snögglega og hann sá kvíðann koma fram. „Æ, nei, nei, herra!“ sagði hún, „það er ekki hægt.“ „Hvers vegna?“ spurði hanrj, „Hvers vegna? Þú ert ekki gift!“ „Nei,“ svaraði liún. „Það er ég ekki. Ég átti að giftast honum Pierre.“ „Hefirðu lieitið faonum eiginorði. Ég meina: Eruð þið trúlofuð?“ „Nei,“ svaraði hún. „En það stóð til að við giftumst ...“ „Þú elskar hann ekki?“ „Æ, nei!“ Það var i fyrsta skipti sem hann liafði heyrt festu i rödd hennar. „Hvers vegna geturðu þá ekki gifst inér?“ „Skiljið þér ekki, herra, að ég er Þessi gráskeggur, sem blæs í gamalt franskt veiðihorn, er ekki á dýraveið- um, heldur starfar hjá bogmanna- klúbb í Englandi, og gefur merki með horninu, þegar byrja skal að skjóta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.