Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 17.02.1956, Blaðsíða 8
FÁLKINN £fæja,vertu blessuð! »/ Blessaður, clskan! Alix Mar.tin hallaði sér fram á grindina í garðhliðinu og mændi á eftir manninum, sem hvarf á leið inn í bæinn. Hann livarf algerlega sjónum í beygjunni á veginum, en AIix stóð kyrr samt og fitlaði við lokk úr fagra, jarpa hárinu, sem Iiafði slæðst niður á andlitið. Dreymandi augu hennar voru fjarræn. Alix Martin var alls ekki fríð, í raunínni ekki einu sinni lagleg. En andlit hennar, andlit konu sem hafði lifað fegurstu æskuárin, hafði fengið á sig ljómá og mjúkan blæ, svo að fyrrverandi samstarfsmenn hennar á skrifstofunni mundu naumast hafa þekkt hana aftur. Ungfrú Alix King hafði verið háttvis i framkomu, siða- föst, einbeitt, fast að því hvöss, en tvi- mælalaust dugleg og athafnasöm. Hún hafði gengið í strangan skóla. í fimmtán ár, frá þvi að hún var átján og þangað til hún var orðin fullra þrjátíu og þriggja ára, hafði hún unnið fyrir sér sem hraðritari og auk þess alið önn fyrir óverkfærri móður sinni í sjö ár. Svo að það var baráttan fyrir tilverunni sem hafði gert mjúku drættina í barnsandliti hennar harða. Þó hafði rómantiskur þáttur verið í ævi hennar þessi árin. Það var Dick Windyford sem átti hlut að honum, skrifstofumaður hjá sama fyrirtækinu. Alix var gædd kvenlegum tilfinningum, og hún hafði ávallt ver- ið sér þess meðvitandi að hann væri ástfanginn af henni, þó að aldrei léti hún það á sér sjá. Þau höfðu verið góðir kunningjar, en heldur ekki meira. Kaup Dicks hrökk ekki nema til þess að greiða námskostnað yngri bróður hans, og eins og sakir stóðu gat hann ekki hugsað til þess að gift- ast, fjárhagsins vegna. iSíðar hafði hún fengið lausn frá daglega stritinu á mjög óvæntan hátt. Fjarlægur ættingi hrökk upp af og hafði arfleitt Alix að nokkrum þús- und sterlingspundum, svo mörgum að bún gat lifað af vöxtunum. Þetta þýddi frjálsræði, lif, sjálfstæða tilveru. Nú var óþarfi fyrir hana og Dick að bíða lengur. En þá brást Dick við á mjög óvænt- an hátt: Hann hafði aldrei talað um ástir við hana, og nú var svo að sjá sem hann ætlaði sér alls ekki að gera það. Hann forðaðist hana, varð ön- ugur og fáskiptinn. Alix skildi þegar hvernig í öllu lá. Hún var orðin efnuð og Dick var svo næmgeðja og hafði svo mikla sjálfsvirðingu að hann þóttist ekki geta beðið hennar. Og henni varð enn hlýrra til hans fyrir það og hugleiddi oft hvort hún ætti ekki að stíga fyrsta skrefið sjálf. En þá bar aftur óvænt atvik að höndum. Hún kynntist Gerald Martin hjá. vinafólki sínu. Hann varð ofsalega ástfanginn af henni, og innan viku voru þau trúlofuð. Alix hafði haldið að hún væri ekki í þeirra hóp, sem verða ástfangnir við fyrstu kynni, en tilfinningar hennar hrifu hana með •því afli sem hún varð að lúta lægra haldi fyrir. Án þess að vilja það hafði hún líka hitt á réttu leiðina til að vekja til- finningar Dicks. Hann hafði komið til hennar, dapur og gramur og stam- andi: — Þetta er ger-ókunnugur maður. Þú veist engin deili á honum. — Ég veit að ég elska hann. — Hvernig getur þú vitað það — eftir eina viku? — Það eru ekki allir sem þurfa ellefu ár til að sannfærast um að þeim lítist vel á stúlku, sagði Alix mcð þjósti. Hann hvítnaði í framan. — Mér hefir litist vel á þig síðan ég sá þig fyrst. Ég bélt að þér væri hlýtt til mín. Alix sagði eins og satt var: — Það hélt ég líka, — en það stafaði af því að ég vissi ekki hvað ást var. Og nú espaðist Dick aftur. Hann bað, grátbændi, já, hann hótaði líka — hafði í hótunum um að hefna sín á manninum, sem hafði orðið honum Þrándur í Götu. Alix varð forviða að hendurnar til morðingjans, stundum þakkaði hún honum. Draumurinn endaði alltaf eins: hi'in la i faðmi Dicks Windyfords. Hún hafði aldrei minnst a þessa drauma við manninn sinn, en þeir angruðu hana meira en hún vildi kann ast við. Var þetta aðvörun — var verið að vara hana við Dick Windyford? Alix vaknaði af þessum hugleiðing- um við hringingu inni í húsinu, sím- inn. Hún fór inn, svaraði, og allt i einu hrökk hún við og varð að styðja sig við þilið: — Hvernig þá? Agaiha Christic // • Nreturgalinn // Saga af glæp sjá þann eld sem brann undir yfir- borðinu hjá þessum stillingarmanni, sem hún hélt a"ð hún þekkti út í æsar. Hugur hennar hvarflaði að þessu samtali núna, þennan sólskinsmorg- un, er hún hallaði sér fram á grind- ina i garðshliðinu. Hún hafði verið gift einn mánuð og fannst allt leika í lyndi. En núna, er þessi maður sem var henni meira virði en allt annað, hvarf.henni sjónum dálitla stund, bar skugga óttans á hamingju hcnnar. Og upphaf þessa ótta var hjá Dick Windyford. Síðan hún giftist hafði hana dreymt sama drauminn þrívegis. Atburðirnir gcrðust í mismunandi umhverfi, en það voru alltaf sömu atburðirnir. Hún sá manninn sinn liggja dauðait og Dick Windyford vera að stumra yfir honum, og hún gerði sér ljóst að það hefði verið hann, sem greiddi honum banahöggið. En svo hryllilegt sem þetta var þótti henni þó annað verra — það var til- finningin sem kom yfir hana þegar hún vaknaði, því að í drauminum hafði henni fundist allt vera eðlilegt og sjálfsagt: Hún, Alix Martin, fagn- aði því að maðurinn hennar skyldi. vera dauður. Hún rétti þakklát fram — Hyað er að hcyra röddina í þér, Alix? Ég ætlaði varla að þekkja þig. Þetta er Dick! — Ó, sagði Alix, — ó! Hvar — hvar ertu núna? — Á „Travellers Arms", eða kannske það ekki svo? Eða þú þekkir kennske ekki kaffihúsið hérna í þorpinu? Ég hefi nokkurra daga leyfi — ligg hérna við og er að veiða. Ertu ekki til i að ég komi og heimsæki ungu hjónin citthvert kvöldið? — Dick, sagði Alix þurrlega, — þú mátt e\ki koma! Nú varð þögn um stund, svo kom rödd Dicks aftur, og var nú talsvert öðru vísi en áður: — Eg bið afsökunar, sagði hann. — Auðvitað á ég ekki að koma og trufhi ykkur. Alix var fljót að taka fram í. Það hlaut að verka kynlega á hann, það var undarlegt. Taugarnar voru sjálf- sagt í ólagi. — Ég meina — það steudur svo- leiðis á að við erum bundin í kvöld, sagði hún og reyndi að tala sem eðli- legast. — Gætir þú ekki — getur þú ckki borðað miðdegisverð hjá okkur á morgun? En Dick hafði tekið eftir að röddin var ekki sérlega innileg. — Þakka þér fyrir, sagði hann jafn háttvíslega og áður, — en ég er á förum. Það kemur undir því hvenær kunninginn sem ég er með, vill fara heim. Vertu sæl, AIix. Svo varð þögn sem snöggvast en þá bætti hann við í allt öðrum tón: — Til haming.ju, Alix! Alix sleit sambandinu. Henni létti. Hann má ekki koma hingað, taut- aði hún í sifellu. Hann má ekki koma hingað! Mikið flón er ég! Að vera að æsa mig svona. Hvað sem öðru líður þykir mér vænt að hann kemur ekki. Hún setti upp barðastóran strá- hatt og fór út í garðinn aftur. Stóð kyrr um stund og horfði á nafnið sem stóð skorið í tré yfir hli-ðinu: Villa Næturgalinn. — Er það ekki fallegt nafn? hafði hún sagt við Gerald einhvern tíma áður en þau giftust. En hann hafði hlegið að henni. — Blessað malbiksbarnið, sagði bann hlýlega, — ég er hræddur um að þú hafir aldrei heyrt í næturgala. Og mér þykir vænt um að þú skulir ckki hafa gert það. Næturgalinn syng- ur aðeins fyrir þá sem unnast. Við heyrum hann vafalaust á hver.ju kvöldi hérná fyrir utan húsið. Og það kom roði i kinnarnar á Alix er hún minntist allra þeirra skipta sem hún hafði heyrt til næturgalans. Það var Gerald sem hafði komist yfir húsið. Hann hafði komið móður og másandi til Alix. Nú hefði hann fundið þeirra Paradís, óviðjafnanleg- an gimstein, besta hús aldarinnar! Og Alix varð jafn hrifin þegar hún sá húsið. Það var að vísu afskekkt — ]írír kílómetrar til næsta bæjar, cn húsið siálft var dásamlegt, í gamal- dags stíl en með nýtísku fyrirkomu- lagi inni, baði og heitu vatni, raf- Ijósi, síma, svo að hún samþykkti undir eins fegins hendi. En svo kom allt í einu babb í bátinn: Eigandinn vildi ekki leigja húsið — aðeins selja það. Að visu hafði Gerald Martin góðar tekjur, en eignir hans voru festar i öðru. Hann gat ekki lagt fram nema þúsund pund. Eigandinn heimtaði þrjú. E'n Alix, sem var heilluð af húsinu, hljóp undir bagga. Það var vandalaust að koma eign hennar i peninga, því að hún var i autSseldum verðbréfum. Það varð að samkomu- lagi að hún legði helminginn af eign sinni í húsakaupin. Þá var „Nætur- galinn" orðinn þeirra cign, og Alix hafði aldrei iðrast eftir þau kaup. Að vísu þótti vinnukonunum húsið af- skekkt um of, þau höfðu enga fengið ennþá en Alix, sem fyrrum hafði haft skömm á öllum innanhússtörfum, þótti nú gaman að matreiðslunni og að sjá um húsið. Garðurinn var blómum vafinn, gam- all maður úr þorpinu kom tvisvár í viku og annaðist hann. Þegar Alix kom fyrir húshornið sá hún sér til furðu að gamli maðurinn var að reyta arfa í einu beðinu. Henni þótti það skrítið því að hann var vanur að koma á mánudögum og föstudögum, cn í dag var miðvikudagur. — Eruð þér hérna, Georg? spurði hún er hún kom til hans. Gamli maðurinn rétti úr sér og skríkti og bar höndina upp að derinu á ævagamalli húfu: — Mér datt í hug að þér munduð verða hissa. En það er það, sjáið þér, að óðalscigandinn ætlar að halda veislu á föstudaginn, og þá datt mér

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.