Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1956, Síða 11

Fálkinn - 17.02.1956, Síða 11
FÁLKINN 11 ★ Tískumyifdír ★ ___________________i LITLA SAGAN. Jii fyrir peninpif T EIÐSÖGUMAÐURINN stóð við landganginn. Eins og hershöfð- ingi stöðvaði hann ferðamannahópinn, sem var að ryðjast í land. Útlendingarnir urðu forviða á orða- flaumnum, sem rann upp úr honum. Og þegar lögregluþjónninn á hafnar- bakkanum fullvissaði þá um, að Luigi væri áreiðanlegasti leiðsögumaðurinn i bænum, þyrptust þeir inn í bílinn iians og hann fylltist á svipstundu. Luigi leiðsögumaður hafði frá mörgu að segja. „Frá þessari eyju eru ýmsir mestu herforingjar Evrópu ættaðir. Og í þessum dal barðist mesta hetja vorrar aldar, Pepino, með tutt- ugu manns gegn sex hundruð Þjóð- verjum. — Þarna uppi i skarðinu til vinstri barðist Pepino einn við fimm- tíu svartstakka frá Mussolini. Og Pepino synti yfir ána, sem við kom- um á rétt bráðum, — synti með hand- járn um úlnliðina, en komst lifandi yfir um, með finnn kúlur í skrokkn- um.“ Ferðafólkið brosti að hinum lifandi lýsingum Luigis á þessum þjóðfræga Pepino, og gömul dama gat ekki setið á sér að spyrja: „Hvað gerir hann núna, þessi Pepino. Núna þegar alls staðar er friður?" Luigi yppti öxlum íbygginn. „Hann Pepino? Hann kann sjálfsagt ekki við friðinn. En einhvern veginn verður maðurinn að lifa. Hann hefir ekki sést hér um slóðir í síðustu tvö ár.“ Luigi hélt áfram að segja frá hetj- um og hófum, frá hrottalegum atburð- uin og blóðliefndum, og sumar sög- urnar voru svo mergjaðar að ferða- fólkið fékk hroll. Loks var bifreiðin komin svo langt, að Luigi sagði, að nú yrði að snúa við, því að ekki yrði komist iengra. Það tók dálitla stund að snúa bílnum, en i sama vetfangi og bílstjórinn ætl- aðl að auka ferðina, þusti hópur vopnaðra manna niður á veginn. Luigi fölnaði, augun urðu starandi af skelf ■ ingu — á sömu stundu vissi ferða- fólkið hver þarna var kominn. Það var enginn vafi á iþvi — þetta var Pepino sjálfur, og þessir tuttugu liðs- menn hans með honum. Og nú gerð- ust mörg tíðindi í senn. Ferðafólkið sá að Luigi varð ösku- grár í framan, það heyrði óskiljan- legan orðaflaum og sá að Luigi vatt sér út úr bílnum og réð til atlögu gegn hinum skrautbúna ræningjafor- inga, Pepino. iÞað sem nú gerðist skynjuðu ferða- mennirnir eins og draum. — Luigi og Pepino voru að berjast, og Luigi bar sigur af hólmi og notaði svo ræn- ingjaforingjann sem skjöld gegn liðs- mönnum hans og byssum þeirra. Og hámarkið var það, að Luigi dró Pepino inn í bifreiðina, bílstjórinn brunaði af stað, beint á bófana, sem komust með naumindum undan. Og þegar kom niður á aðalveginn losnaði um málbcinið á Pepino. „Eng- inn matur, vopnuð lögregla á hverri hundaþúfu, en hjá okkur ekkert nema skotfæralausar byssur, hungruð börn og keilingar, sem hóta að fara frá manni.“ Ferðafólkið varð rólegra er það iieyrði þetta og fór nú að taka myndir ai' þessari yfirhuguðu hetju, sem sat þarna buguð og skælandi og grátbændi Luigi um að ofurselja sig ekki lög- reglunni. Luigi var líka með tárin í augunum, og nú sneri hann sér lil ferðafólksins. „Ég var ekki eins hug- rakkur og þið hélduð, því að þegar enginn þeirra skaut skildi ég að Pepino og hans menn óttu engin skot- færi, og þess vegna gátu þeir ekki verið hættulegir. Auk þess er Pepino ekki í fullu fjöri, vegna þess að hann liefir soltið, og svo er konan hans skass. —■ Mig langar mest til að lofa iionum að sleppa, því að þetta er dug- legur bóndi.“ Pepino velti vöngum. „Þú ert ekki verður þess að tala um konuna mína. hún er besta kona í heimi. En hvar get ég fengið peninga til að kaupa mér eina bejju og útsæði?“ Luigi yppti öxlum. „Spurðu mig ekki að þvi — spurðu heldur ...“ Luigi þagði og horfði spyrjandi á ferðafólkið. Það var farið að vorkenna hetjunni Pepino. Og það hafði upplifað merki- legan atburð, fengið mikið fyrir pen- ingana, svo að einhver stakk upp á að aura saman peningum til að gera góðan lýðræðissinna úr Pepino. Og það var gert. Ferðafólkið kvaddi Luigi, þakklótt í huga, og leiðsögumaðurinn fékk ríkuiegan skilding fyrir hetjudáðina. — Kiukkutíma síðar var Luigi að taka á móti nýjum ferðamannahóp. Lög- regluþjónninn sagði, að hann væri tvimælalaust áreiðanlegasti leiðsögu- maðurinn ó staðnum — þeir sem færu með honum fengju alltaf mikið fy-rir peningana. Og á eftir fór þessi vörð- ur laganna í símann og hringdi til Pepino vinar síns, til að segja honum að þeir yrðu að endurtaka sýninguna fyrir sólarlagið. Ali Patrick Framhald af bls. 5. Sviss. Hann og móðir bans fundust hvergi. Sjahinn lét Amid bróður sinn snúa sér til frönsku stjórnarinnar og biðja hana um að leita ríkiserfingj- ann uppi og afhenda hann persneska sendiróðinu í París. í skýrslunni var þess getið til, að prinsinn liefði verið numinn burt nauðugur. Amid var stórorður við mennina fjóra, á leiðinni inn í borgina. Þeir voru „sporinmdar“ sjahsins en höfðu ekki getað fundið litla prinsinn. En það var enginn hægðarleikur. Viku eftir að Ali Patrick byrjaði i skólanum bað hann innilega um að fá að vera hjá móður sinni. Það var ekki leyft strax en tvívegis hafði drengurinn stolist heim til móður sinnar og var þá afráðið að hann fengi að búa hjá henni á gistihúsinu fyrst um sinn, en vera i skólanum á dag- inn. Fjórum dögum siðar fékk skólinn læknisvottorð uin að drengurinn væri veikur, og eftir það sást liann ekki í skólanum. Þremur döguin eftir skrópavottorðið hvarf hann með móð- ur sinni og Christian hálfbróður sín- um. Ókunnug kona var með þeim. Þau sögðust ætla út að ganga en gátu þess að þau mundu kannske koma heim i seinna lagi, ]iví að þau væru boðin í kaffi. Þetta var sunnudaginn 20. rnars. Mánudag bað anima prinsins, sem alltaf hafði verið með þeim, um hótelreikninginn og borgaði hann og lét allan farangur döttur sinnar í tösk- FERÐAFRAKKI úr svart- og brún- merluðu efni frá Jacques Griffe. Tak- ið eftir tvískiptu vasalokunum sem halda áfram upp undir hendur eins og auki. Líningin í hálsinn er einnig óvanaleg. urnar. Svo fór hún. Skömmu áður hafði hún verið hringd upp í síma frá Frakklandi. Hún sagði að dóttir sín hefði farið með Ali Patrick til Geneve, til þess að láta sérfræðing líta á hann. Þegar skólastjóri prinsins kom á gistihúsið daginn eftir var fuglinn floginn. Nú komst allt í uppnám. Lög- reglan var beðin að skerast í leikinn, og við rannsókn kom i ljós að enginn Ali prins hafði komið til Geneve. En ýmislegt þótti benda á að ríkiserfingi Persa og móðir lians væru komin inn fyrir landamæri Frakklands. Lögreglan varð þess visari að Christiane Reza-Gholesky, drengir hennar og vinkona höfðu farið tit Montreaux með lestinni og þaðan i bíl til Geneve. En ekki tókst að sjá livort þau hefðu farið yfir landamær- in i bíl eða lest. Þótti liklegt að ein- liver í Saone-héraðinu liefði undir- búið flóttann, og ókunna konan liefði verið gerð út af honum. EFTIRLEITIN. Rannsókn á hvarfinu var haldið áfram sleitulaust. íbúð 'Cholesky var vitanlega rannsökuð og ýms sumar- hús, sem frú Cholesky hafði leigt. Ein vinafjölskylda Cholesky varð líka fyrir húsrannsókn og yfirheyrslum, SPORTKLÆÐNAÐUR. — í raun og veru er þetta ekki dragt heldur tví- skiptur kjóll með viðeigandi sjali sem er nýjasta tíska á öllum tímum dags. Þessi er frá Manguim, úr gulgrænu ullarefni. Leðurbelti í mittið. en ekkert kom í tjós. Hvorugt fannst, prinsinn eða móðir hans. Það var eins og að leita að saumnál i hey- hlöðu. En vinir Christiane studdu liana drengilega. — Við vitum ekkert um hana, sögðu þeir er þeir voru spurðir — en það cr rétt af henni að gera það, sem inin heldur að drengnum sé fyrir bestu. Við vitum hvaða kvalir hún hefir þolað i Teheran. Hjóna- band hennar var óslitin keðja von- brigða og auðmýkingar, og henni er ekki láandi þó að hún reyni að gera tilveruna vistlegri, fyrir drengina og sjálfa sig. En sjahinn hafði tíka sín vandamál. Það virðast engar ihorfur á að hin friða drottning hans, Soraya, geti eignast barn, en af fyrra lijónabandi sinu og hinnar egypsku Fuadsdóttur á hann eingöngu dætur. Þess vegna er Ali Patrick ómótmælanlcga erfingi að „Páfuglshásætinu“. Að visu á sjahinn fleiri bræður, en þeir eru altir liálfbræður hans, en faðir Ali Patricks var albróðir sjahsins. Það getur hins vegar tiugsast að sjahinum snúist hugur og að einhver liálfbræðr- anna taki ríki eftir hann. Þeir heita Golam, Abdul, Achmad, Mahmud og Amid Reza. *

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.