Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 17.02.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN SÖNN FRAMHALDSSAGA: Jk$T MTN it Eftir RUTH ELLIS. OQ HATUR — Jæja, hefirðu nú verið í slagsmálum við konuna þína núna, David, sagði hann. David reiddist en svaraði engu. Mér hefði þótt vænt um ef hann hefði viðurkennt afdráttarlaust að hann hefði lagt hendur á mig. Það hef ði að minnsta kosti ver- ið serleg framkoma. Það lá illa á mér og cg fór snemma af dansleiknum. Engin kona þolir að láta setja sig á gapastokkinn. En David hélt áfram að gera það. Þegar ég kom heim hafði Desmond fundið hótelreikninginn í pappírskörfinni minni. Á reikningnum stóð nafnið „Frú Blakeley". Hann áfelldist mig þunglega. ME8TU MISTÖKIN MlN. Við Desmond urðum sammála um að ég skyldi flytja úr íbúðinni hans. Þegar ég hugsa um það núna, skil ég að það var það heimsku- legasta sem ég gat gert, var að búa nokkurn tíma hjá Desmond. Allir sem vildu spilla milli Davids og mín fengu gott tækifæri til að breiða út gróusögur í tilefni af því, þó að hann hefði sjálfur fallist á að ég byggi hjá Desmond. Við Desmond vorum alltaf vinir. Hann léði mér peninga til að leigja mér íbúð með hús- gögnum, sem ég hafði fundið í South Kens- ington. Hún kostaði sex pund á viku. Og hvað svo sem koma kann fyrir, skal Desmond fá peningana sína aftur. Ég átti að hætta í Little Club í janúar og þurfti að fara að svipast um eftir nýju starfi. Fyrst gekk ég á þriggja mánaða námskeið fyrir ljósmyndafyrirmyndir. Ég er 85 senti- metrar um brjóst og mjaðmir og 60 senti- metrar um mittið, og svaraði nákvæmlega til þess, sem stór tannpasta-gerð hafði hugs- að sér í auglýsingar sínar. Ég fékk líka til- boð um að leika í kvikmynd — og verða Ijós- mynduð með frægum kappakstursbíl. En ég varð að hafna öllum þessum tilboðum — David var svo afbrýðisamur. Svo datt mér í hug að f ara að læra f rönsku. Það mundi gera mér léttara fyrir, ef ég kynni hana. Fyrst var það karlmaður, sem kenndi mér, — en vegna þess að David gerði mér erfitt fyrir varð ég að skipta um og fá kennslu hjá konu. David bjó hjá mér undir nafninu Ellis. En nú skipti um: Hann var afbrýðisamur enn- þá. En ég var enn afbrýðisamari en hann, því að nú sá ég fram á, að hann héldi sig að öðru kvenfólki líka. Ég hafði sérstaklega grun á ákveðinni stúlku í- Penn. — David, sagði ég, — þú mátt ekki kvelja mig svona! Ég er ekki nema manneskja, og ég þoli þetta ekki lengur. Hann þaut upp eins og naðra: — Já, haltu bara áfram! öskraði hann. — Kallaðu mig ónytjung og landeyðu. En við erum alls ekki ólík, þú og ég! Það er svona sem þú vilt hafa mig. Þú kemur alltaf skríðandi til mín aftur! Ég var hálfbrjáluð af sorg. Eitt kvöldið sagðist hann ætla að gista hjá móður sinni og stjúpa um nóttina. Ég trúði honum ekki og fékk Desmond til að aka með mig þangað. Ég sat alla nóttina í bílnum fyrir utan húsið, sem frilla hans bjó í. Klukkan 9 kom hann út með henni. Þegar hann sá mig í bílnum var hann f ljótur að líta í aðra átt. Hann var skömmustulegur og aug- un flóttaleg. Síðar gerði ég mér ferð til þessarar stúlku. En hún þverneitaði að nokkuð væri milli síns og Davids. Og þegar ég spurði hann svaraði hann aðeins: — Hún er mér eins og systir! Ég bað David um að afhenda mér lyklana að íbúðinni minni í Egerton Gardens. Hann fór undan í flæmingi, og ég varð að fá Des- mond til að skerast í málið. Eitt kvöldið er David heimsótti mig eftir vinnutíma, sagði ég honum blátt áfram að ég væri með barni. Hann fór að gráta. Það var í fyrsta skipti sem hann greip til táranna, er hann var í klípu. Síðan espaði hann sig, eins og alltaf þegar hann treysti ekki sjálfum sér. Ég þoldi ekki mikið, nú orðið, og allar þessar geðshrær- ingar, sem ég komst í, urðu til þess að ég leysti höfn. Eitt kvöldið kom hann heim til rhín. og andlitið var eins og á kátum skólastrák: — Leggðu aftur augun og réttu fram höndina, sagði hann. Ég fékk böggul og opn- aði hann forvitin. Það var ljómandi falleg mynd af David. DAVID SVfKUR LOFORÐ. Á föstudaginn langa átti David að sækja mig klukkan 19. En svo símaði hann og sagð- ist þurfa að hitta Ant Findlater og ná í ýms ný stykki í bílinn. Svo skyldum við fá okkur glas saman, öll þrjú. Ég sat og beið og beið, en David gerði ekki vart við sig. Um klukkan hálf tvö um nóttina var ég orðin ær af kvíða og hræðslu. Ég ók út til Findlater í vagni Desmonds. Þar stóð bíll Davids fyrir utan. Hann hafði svikið loforð sitt. Ég hringdi dyrabjöllunni. Enginn opnaði. Ég barði. Fyrir innan dyrnar voru Ant og David að hvíslast á, um hvað þeir ættu að taka til bragðs. En David kom ekki út. Hinn frægi kappakstursmaður var hræddur við örvæntandi kvenmannsvæflu. Þá tók ég vasaljósið mitt og braut rúðu í bílnum hans. Ég hélt að það mundi lokka hann út, svo að ég gæti sagt honum hvað mér fyndist um orðheldnina hans. Lögreglubíllinn kom í staðinn. Þeir höfðu þá símað til lögreglunnar! Ég gat skotist burt áður en þeir sáu mig — en kannske hefði margt farið öðruvísi, ef ég hefði verið tugt- húsuð þessa nótt. SJÍÍíííSíSS-;: Bí.:::.':.: ,:¦¦:. f Kuth Ellis.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.