Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1956, Page 13

Fálkinn - 17.02.1956, Page 13
FÁLKINN 13 Daginn eftir fór ég aftur þarna út eftir og hafði gát á húsinu. David, Findlaterhjónin og laglega negrastelpan, sem var vinnukona hjá þeim, óku burt saman í bíl Findlaters. David og stelpan sátu i aftursætinu. SKUGGALEGAR MINNINGAR. Á páskadaginn sat ég heima og var að rifja upp fyrir mér það sem gerst hafði síðustu tvö árin: Þetta var löng röð af döprum end- urminningum, sem komu fram í huga mér. Þegar ég varð fyrst ástfangin af David stjórn- aði ég ágætum náttklúbb. Ég átti rnarga að- dáendur, innstæðu í banka og fallega íbúð. Nú var ég í einu herbergi — og átti mann, sem annan daginn fullvissaði mig um að hann elskaði mig út af lífinu, en hinn daginn taldi sig ekki of góðan til að svikja mig. Mann, sem glaðnaði og tókst á loft þegar hann vissi að ég hafði látið fóstrinu, sem hann var faðir að. Mann, sem hélt framhjá mér. Ég fylltist óstjórnlegri löngun til að drepa hann. Drengurinn minn var hjá mér um pásk- ana. Þegar ég hafði lagt hann, tók ég fram skammbyssuna, stakk henni í töskuna mina og ók ‘heim til Findlaters. Ég man ekki hugs- anagang minn eða tilfinningar mínar á leið- inni í bílnum. Bíll Davids stóð ekki fyrir ut- an hjá Findlater. Hann var líklega á einhverj- um veitingastaðnum. Ég hefði viljað fara um þvera og endilanga borgina til að finna hann. En ég þurfti ekki að fara iangt. Aðeins nokkur hundruð metra — á krána Magdala. Þar stóð grágræni Vangardinn OPH 615. ÉG SKÝT DAVID. Ég fór að þramma fram og aftur fyrir ut- an krána — líkast og ég gengi í svefni í svölu myrkrinu. Stundum vaknaði ég eins og af dvala þegar ég heyrði hávaðann í járnbraut- arlestunum á Hampstead Heath Station. Ég man að ég sá David og Clive Gunnell vin hans koma út úr kránni. Þeir voru með nokkrar ölflöskur. Ég sagði ekki orð, opnaði bara töskuna mína og náði í skammbyssuna. Það sem síð- ar gerðist er hulið þoku fyrir mér. Ég man aðeins blóðið. Ég hefi aldrei séð eins mikið blóð á einum stað. David iá á gangstéttinni, ég sá glampa á hringinn og armbandsúrið hans í bjarmanum úr kránni. Clive saup hveljur eins og krakki. — Hvers vegna skaust þú mig ekki fremur? Hvers vegna gerðir þú þetta? Nú er úti um ykkur bæði! Einhver af þeim, sem höfðu safnast í kring sagði: — Reyndu að harka af þér, maður. Sýndu að það sé mergur í þér! Einhver gaf mér vindling, sjúkrabíllinn kom Hvar er strokufanginn? vælandi og einhver sagði: — Hann er stein- dauður! Lögreglumenn, bílar, blaðamenn, kuldalegu stofurnar á Hampstead-lögreglustöðinni, sætt te og undarleg tilfinning um að vera allt önn- ur manneskja, sem nú sat þarna í biðsalnum í gráum fötum ... I yfirheyrslunni í Hampstead daginn eftir, hugsaði ég: — Hversu margar konur mundu standa í sömu sporum og ég geri núna, ef þær hefðu haft skammbyssu í kommóðuskúffunni sinni? Ég man að alltaf var sama lagið eins og klukknahljómur fyrir eyrunum á mér: — I still believe we were for each other ... Enn held ég að við höfum verið sköpuð hvort fyrir annað ... SIÐUSTU STUNDIR RUTH ELLIS. Fimmtán stundum áður en Ruth Ellis var hengd í Hollowayfangelsinu, sagði hún bróð- ur sínum frá því sem gerst hafði nóttina sem hún skaut David Blakeley: Hún nefndi nafnið á manninum, sem hafði útvegað henni morðvopnið. Hann hafði fægt byssuna og hlaðið hana. — Ég hafði drukkið hræðilega mikið þetta kvöld, sagði Ruth. — Það var áfengistegund, sem ég hafði aldrei smakkað áður. Ég var í einhvers konar vimu alla leiðina að Magdala- kránni, þar sem ég bjóst við að David mundi vera. Þegar hann kom út, miðaði ég byssunni og skaut. En ég var svo drukkin að ég man ekkert hve mörgum skotum ég skaut. Ég sé hann svo greinilega, þar sem hann liggur á gangstéttinni, en það kemur ekkert við til- finningarnar í mér. — Ég snerti aldrei skammbyssuna fyrr en þetta kvöld. Þegar ég heimsótti Ruth Ellis i síðasta sinn, sáust þess merki að henni væri órótt út af því sem biði hennar. Hún grét. Það hafði hún ekki gert áður. En viðskilnaður okkar var ekkert dramatiskur. Allt ofur blátt áfram. Alveg eins og þegar maður kveður ættingja á sjúkrabeði, þegar heimsóknartímanum lýkur. Hún hætti allt í einu að tala og sat hljóð um stund. Svo starði hún á okkur nokkrar sekúndur og tárin komu fram í augun aftur: — Jæja, vertu nú sæl, mamma ... og pabbi ... vertu sæll, Sonny ... Svo sneri hún sér snöggt frá þeim og gekk út úr heimsóknarstofunni ... Án þess að líta til baka. * E ndir. -----------------------------— NÝ FRAMHALDSSAGA: Snbríim Um fáar kvikmyndir síðustu ára hef- ir verið eins mikið talað og um Para- mount-myndina „Sábrina“. Það stafar bæði af því að efnið er hugnæmt og myndin framúrskarandi vel tekin og leikin. Efnið talar til tilfinninga. Það er gamla sagan um Öskubusku, sem eignast kóngssoninn, sögð 'i nýtísku formi, því að hér er það bilstfóradóttir, sem elsk- ar milljónamœringinn unga, sem eng- inn gerir sér von um að hún fái. Það er hin nýja kvikmyndadís Audrey Hepburn, sem leikur stúlkuna, en mann- inn sem hún elskar leikur William Holden, en Humphrey Bogart leikur bróður hans, sem er gjörólíkur honum að skapferli. Og það ætti að vera sönn- un fyrri því að hlutverkin eru vel af hendi leyst og leiknum vel stjórnað, að bæði Audrey, Holden og leikstjórinn fengu „Oscar-verðlaunin fyrir þessa mynd. I-—,—.—.—.—.——-—.—--------—.—.——-i FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiösla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1 %—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. ADAMSON Hvert einasta skot í mark. 4

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.