Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 24.02.1956, Blaðsíða 3
F ÁLKINN 3 Gunnlaugur Scheving, Ásgrímur Jónsson og Jón Þorleifsson fylgj- ast með uppsetningu sýningarinnar. YFIRLITSSÝNING Á VERKUM Asgrims Jónssonar í tilefni áttræðisafmælis hans Ein myndanna á sýningu Ásgríms. HnUrfór f>il/ni) Laxness heiðraður Hinn 4. mars n. k. verður Ásgrímur Jónsson listmálari áttræður. Hann hefir um langt árabil verið einn ástsæl- asti listamaður þjóðarinnar, og öðrum fremur orðið til þess að opna augu samborgaranna fyrir hinu fegursta í islenskri náttúru. , 1 tilefni þessara merku tímamóta í ævi listamannsins er haldin yfirlitssýning á verkum hans í Listasafni ríkis- ins. Hún var opnuð s. 1. laugardag með mikilli viðhöfn. Meðal viðstaddra voru forsetahjónin, ráðherrar, sendi- menn erlendra ríkja, alþingismenn, borgarstjórinn í Reykjavik og margt annarra gesta. * Að undanförnu hefir Nóbels- verðlaunaskáldið Halldór Kiljan Laxness verið heiðraður marg- víslega. M. a. hefir honum verið haldið samsæti hér í Reykjavík og sveitungar hans hafa farið blysför heim að Gljúfrasteini honum til heiðurs. Þá efndi Þjóðleikhúsið til sýningar á Islandsklukkunni s. 1. föstudagskvöld. Höfundurinn sjálfur las forspjall að leikritinu, og mikill hátíðarblær ríkti í söl- um leikhússins þetta kvöld. Sýn- ingin tókst mjög vel, og gerðu leikendur hiutverkunum hin bestu skil, eins og jafnan áður, þegar Islandsklukkan hefir verið sýnd. Má þar t. d. nefna leik Herdísar Þorvaldsdóttur sem Snæfríður, og Brynjólfs Jóhannessonar og Lárusar Pálssonar sem þeir nafn- arnir Jón Hreggviðsson og Jón Grindvíkingur. * Halldór Kiljan tekur við blómsveignum sem þjóðleikhússtjóri afhenti honum að sýningarlokum. Til hægri eru nokkrir leikenda í íslandsklukkunni. Halldór Kiljan Laxness flytur formála sinn að íslandsklukkunni í Þjóðlcikhúsinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.