Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.02.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN £ABRTNA ★ ★ ★ ★ Kvikmyndasaga úr daglega lífinu ÁST í FJARLÆGÐ. Einu sinni var ung, lítil stúlka, scm átti heima á stað, sem hét NyrSri- Strönd og er á Langey, skammt frá New York. Stúlkan var mjög ung og ■lítil og grönn, og húsið var stórt, meö mörgum herbergjum og mörgu vinnu- fólki. í bifreiðaskýlinu voru margir bílar og á höfninni voru margir bát- ar. í garSinum var garSyrkjumaður, og þarna var líka bílstjóri, sem ók bílunum og annar maSur, sem leit eftir bátunum. Úr glugganum sínum gat stúlkan horft yfir tennisvöllinn, sem var undir beru lofti, en annar var undir þaki, og yfir sundskála og úti-laug, og tjörn, sem var full af gullfiskum. iÞað var gaman að lifa á þessum stað, — svo gaman að mað- ur skyldi halda að það væri ævintýri. En svo varð stúlkan fullvaxta og fór aS fara út fyrir afgirta leikvöllinn sinn og — uppgötvaði heiminn. Stúlkan hafði stór, biiðleg augu — eins og hind. Og þaS var líka ýmislegt sem minnti á hind í hreyfingum henn- ar og grönnu, mjúku og fíngerðu vaxt- arlaginu. Stúlkan hét Sabrina — Sabrina Fairdliild. Hún var dóttir bílstjórans í stóra 'húsinu, sem Larr- abee-fjölskyldan átti, en það var ein af rikustu fjölskyldunum í Bandarikj- unum og átti verksmiðjur og eim- skipafélög og iðjuvera-samsteypur um allan heim. Sabrina þekkti ekki ann- an heim en stóra húsiS. Þar var hún fædd og uppalin, og hafði leikið sér við Davíð, sem var yngri sonur ríku fjölskyldunnar. Nú liafði hann verið giftur tvívegis og trúlofaður margfali oftar. Sabrina elskaði Davíð — DavíS sem var svo heillandi meS smitandi hláturinn og ómótstæðilegu spékopp- ana — Davíð sem dansaði svo guð- dómlega og duflaði við allar laglegar stúlkur, og var svo gerólíkur honum Línusi, eldri bróður sínum. Eftir að faðir þeirra dró sig i hlé tók Línus við stjórn allra fyrirtækj- anna. Linus gekk alltaf i gráum eða bláum tvíhnepptum jakka og með Eden- hatt. Línus var nákvæmlega jafn „að- hnepptur" og sniðréttur í skapi og jakkinn hans var. Línus fór á skrif- stofuna sutndvíslega klukkan hálfníu á hverjum morgni. FaSir Sabrínu ók honum iþangað i sérbyggSum Rolls- Royce-bíl, með skrifpúlti, sima og tal- vél við sætið. Hann kom heim stund- víslega klukkan hálfsjö á hverju kvöidi. Línus hló aldrei. Hann hafði ekkert gaman af að dansa, og datt ekki í hug aS renna hýrum augum til nokkurrar fallegrar stúlku. Já, Sabrína elskaói DaviS. Hún elskaði hann af öllu sínu unga hjarta og hafði elskað hann frá því að hún mundi fyrst eftir sér. En Davið vissi ekki neitt um það. Davið duflaði við allar laglegar stúlkur, og stundum giftist hann þeim eða trúlofaðist. Sabrina hafði ekki sagt nokkurri manneskju frá þvi, að hún elskaði Davíð — heldur hefði hún viljað deyja — en ef lil vill hefir bílstjór- ann, föður hennar grunað hvernig henni var inanbrjós-ts. Því að stund- um iofaði hann Sabrínu að aka með sér í stóra Rolls Royce-bíinum fina, og þá sagði hann henni, að þó að þeim væri báðum leyfilegt að aka í svona fínum bíl, þá mætti hún aldrei gieyma hvað væri aftursætið og’ iivað framsætið — og á milli þeirra væri þykk glerrúða. — Því máttu ekki gleyma, telpa mín, sagði hann og bætti svo við: Það þýðir ekki að reyna að gleypa tiinglið. En Sabrína hafði nú sínar melning- ar um þetta síðasta, þó að hún’þyrði ekki að segja nokkurri lifandi sál það. Sabrina hafði nefnilega einsett sér að „gleypa tunglið" — en hún hafði ekki getað gert sér grein fyrir hvernig hún ætti að fara að þvi. ÖSKUBUSKA í EPLATRÉNU. Sabrina var nýlega orðin átján ára kvöldið sem saga þessi hefst, og lienni fannst hún vera fjær Davíð og tungl- inu'en iiún hefði nokkurn tíma verið áður á ævi sinni. í kvöld hafði hún klifrað upp í gamla eplatréð í garð- inum, og þar sat hún á grein og starði löngunaraugum á fallega og skrautbúna fólkið, sem var að dansa á svölunum í tunglsljósinu. Þetta var eitt af síðustu kvöldunum hennar þarna á Nyröri-Strönd. Eftir nokkra daga átti hún að fara til Parísar og ganga á matreiðsluskóla þar. Faðir hennar hafði ákveðið það. — Þetta er einn af bestu skólunum í allri Parisarborg, hafði faðir hennar sagt. — Þú mátt gieðjast og þakka fyrir að ég get sent þig þangað. Þar geturðu lært ailt sem matreiðslu snertir, og þegar þú kemur aftur get- urðu fengið matseljustöðu hjá livaða hefSarfólki sem vera skal. París! Matselja! Sabrina gretti sig. Hún vildi alls ekki fara til Parísar og hún vildi alls ekki verða mat- reiðsiukona! Hana langaði ekkert til Parísar og hafði engan áhuga á matseld! Hana langaði til að vera á skemmtuninni þarna niðri. Hana langaöi til að hún sætti sörnu meðferð og annað kvenfólk, því að nú var hún ckki barn lengur! Fólk hafði gleymt að hún var orðin uppkomin! Já, hún hafði svei mér um annað að hugsa en að læra að sjóða mat! Og þetta „annað“ — það var Davíð. Þaðan sem hún sat gat lnin séð hann vera að dansa við unga ljóshærða stúlku, sem virtist vera 'heimsk og til- gerðarleg, og sem flissaði svo að það var ekki sjón að sjá. En það skildi Da- víð ekki, því að hann kyssti hana á kinnina ogihvíslaði éinhverju í eyraÖ á henni og hagaði sér að öllu leyti eins og bandvitlaus karlmaður. Sabrina vissi vel livað það var, sem hann hvíslaði að ungu stúlkunni. — Komdu, við skulum stelast burt frá fólkinu, hvíslaði hann. — Farðu á undan mér niður að tennishúsinu, svo kem ég á eftir. Ég ætla að sækja svo- lítið inn að veitingaborðinu. „Eitthvað að veitingaborðinu“ — það þýddi kampavinsflösku sem hann var vanur að fela undir hvíta smokingjakkanum, og tvö glös, sem hann stakk í rassvasana. Og svo fór stúlkan — eða stúlkurnar, þær voru orðnar margar hjá honum á undan- förnum árum — á undan honum nið- ur að tennisskálanum, og þar beið hún eftir honum og þar kyssti hann hana — og svo lét hann smella þegar hann Iosaði tappann úr flöskunni. Sabrina heyrði oftast smellina þangað sem hún sat í trénu. Og svo hcllti hann í glösin og þau skáluðu og döns- uðu á tennisbrautinni, eftir laginu sem þau lieyrðu ofan úr húsinu. Og hann kyssti hana aftur — fyrst bak við eyrað og svo á kinnina og seinast á munninn. Sabrina lokaði augunum til að loka þessa óþægilegu sýn úti. Þetta var viðbjóðslegt og gróft. Hvernig gat Davíð lialdið þessu áfram, með hvert brosandi flónið eftir annað — þær voru allar eins og þær reyndu að líta út eins og Marilyn Monroe ... Sabrinn togaði í ergelsi í ódýra bómullarkjól- inn sinn. Þarna dansaði Davíð bros- andi við heimskar glóhærur í silki- kjólum með lireisturgliti. Og hérna sat hún í gamla kjólnum sínum! Dunk! Dunk! Sabrina opnaði augun og settist upp. í bræði sinni yfir ást- aratlotum Davíðs við ljóshærðu, skríkjandi brúðuna hafði Sabrina misst jafnvægið og dottið ofan úr trénu. Þarna sat hún flötum beinum i moldinni og verkjaði í spjaldhrygg- inn. En það var þó ekki það versta — Sabrina hafði dottið margsinnis ofan úr eplatrénu undanfarin ár — það versta var að þarna stóð einhver og horfði á hana, og hún heyrði rödd segja: — Halló, Sabrina. Ertu farin að leika Tarzan? Þetta var Davíð prúðbúinn og töfr- andi í hvíta smokingnum og stúturinn á kampavínsflöskunni stóð upp úr barminum. Hann hló smitandi hlátri. — Sæll, Dayíð, svaraði Sabrina, en hún heyrÖi sjálf að henni mistókst að sýnast frökk og ófeimin. Davíð rétti fram höndina til að hjálpa lienni á fætur, en Sabrina lést ekki sjá það og brölti á fætur hjálpar- laust. — Eg hrasaði, sagði hún og reyndi að gera sig mannalega. — Hrasaðir? Þá liefir mér missýnst. Ég sá ekki betur en að þú dyttir ofan úr trénu, sagði hann. Sabrina óskaði þess af lieilum hug að lnin gæti sokkið ofan í jörðina og hún fann hvernig kinnarnar á henni urðu sótrauðar af blygðun og auðmýkt. Hún fann tárin þrýstast fram bak við augnalokin og renna niður kinnarnar. En liún vildi ekki — mátti ekki — gráta. Davið mátti ekki sjá hana gráta. Það var ekki einasta það, að hún hafði gert sig að flóni í augum mannsins scm hún elskaði, og dottiö ofan úr tré rétt við tærnar á honum, einmitt þegar hann ætlaði að fara að drekka með og dansa við aðra stelpu — heimska glóhærða gæs, sem skrikti í hvert skipti sem hann livíslaði ein- hverju að henni — þetta var allt við- bjóðslegt og hræðilegt, en hvað sem því leið skyldi hann ekki fá að sjá hana gráta! Þarna var aðeins eitt úr- ræði. Sabrina snerist á lága hælnuin og tók á rás út í garðinn og að bíl- stjórabústaðnum, með bómullarkjól- inn flagsandi um langa, mjóa skank- ana. Hún heyrði Davíð kalla eftir sér, en fann að það var of mikil niður- læging að láta sem hún sinnti því. Hún var ung og viðkvæm, og fannst það mikil hörmung að Davíð skyldi hafa séð hana svona broslega á sig komna. SABRINA VILL DEYJA. Sabrana kveikti ekki á lampanum þegar ihún kom upp í herbergið sitt. Hún settist i gamla ruggustólinn, sem hafði verið uppáhaldsstaöur hennar ár eftir ár. Og nú lét hún tárin flóa óhindrað. Hún hafði aldrei verið svona einmana og yfirgefin siðan móðir hennar dó, þegar hún var litið barn. Engri manneskju í heiminum þótti vænt um hana. Hún reyndi að varast að hugsa um Davíð, en það tókst ekki. Hún sá hann alltaf fyrir sér niðri á tennisbrautinni — þar sem hann var að dansa við ungu stúlkuna i hvíta kjólnum — alveg eins og hann liafði dansað við og duflaö við aðrar slúlkur i hvítum kjólum í mörg ár. En á liana — Sabrinu — leit liann ekki einu sinni. Það var líkast og hann vissi ekki að hún væri til. Hún var ekki annað en leikfang frá bernsku- árunum, sem hann hafði fleygt inn í skot. Honum hafði aldrei flogið í hug, að hún var ekki framar freknótt HÚN GETUR SVARAÐ! — Þessi dökkeyga stúlka með fallega brosið heitir Patricia Burke og er dóttir sendiherra Pakistans á Norðurlönd- um. Hún er svona glöð af því að hún hefir unnið 64 sterlingspund í fyrir- spurnakeppni enska útvarpsins. Hún stundar nám í enskri bókmenntasögu, til þess að verða enn færari um að taka þátt í útvarpskeppninni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.