Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 24.02.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN virtist hat'a komist i liættu af tilvilj- un, varði sig og hrósaði sigri betur cn nokkurn tíma áður. En þegar leið á daginn eftir var henni ljóst að ein- iiver öf! væru eigi að síður að naga rætur þessarar hamingju. Dick Windy- ford hafði ekki símað aftur, en eigi að síður kenndi hún einhvers, sem liún hélt að stafaði frá lionum. Aftur og aftur fieyrði liún orð hans: „'hetta er gerókunnur maður. Þú veist cngin deili á honum.“ Og samfara þessum orðum kom myndin af andlitinu á Gerald, það hafði læst sig, eins og l.jósmynd á plötu, á ncthimnuna i augunum á henni þegar hann sagði: „Heldurðu að það væri hyggilegt af þér, Alix, — að fara að rifja upp gamlar Bláskeggssögur?“ Hvers vegna hafði hann sagt það? Það hafði falist aðvörun í orðun- um, vottur af hótun. Það var eigin- lega eins og hann hefði sagt: „Það er ekki hollt að Jni farir að snuðra lim æviferil minn, Alix. Þú gætir orð- ið fyrir slæmu taugaáfalli ef þú gerðir það!“ Föstudagsmorgun var Alix sann- færð um, að kona liefði spunnist inn i lífsferil Geralds — Bláskeggsklefi, sem hann reyndi að leyna fyrir lienni. Og nú blossaði upþ í lienni afbrýðin, sem hún að jafnaði hafði verið lítt möttækileg fyrir. Hafði hann ætlað að hitta kven- mann klukkan níu um kvöldið? Og var þetta með framköllunina bara fyrirsláttur og lygi, sem hann hafði gripið til? Fyrir þremur dögum mundi hún hafa verið fús til að sverja að hún þekkti manninn sinn út og inn. En nú var hann eiginlega gestur, sem hún þekkti ekki neitt. Hún fór að bugsa um þetta óskiljanlega hatur, sem hann hafði sýnt i Georgs garð. Það var svo ólikt stillingunni sem liann sýndi að jafnaði. Það var kannske litilsvert atriði, en sýndi þó að hún þekkti ekki manninn, sem hún var gift. Á föstudaginn þurfti liún að fá sitt af hverju úr bænum og stakk upp á því við Gerald áð hún skryppi, en Gerald yrði heima í garðinum á með- an. Henni þótti kynlegt að hann reis öndverður gegn þessu og sagðist skyldi fara sjálfur, en hún gæti verið heima. Alix var vönust því að láta undan honum, en henni þótti þessi þrái hans einkennilegur og henni varð órótt. Hvers vegna mátti hún ckki fara niður í þorpið sjálf? Og svo skaut skýringunni upp. Itafði Cierald hitt Dick Windy- ford, þótt hann minntist ekki á það? Afbrýði hennar, sem hún átti ekki vott af fyrir giftinguna, liafði þróast siðan. Gat því ekki verið líkt farið um Gerald? Var það ekki liugsanlegt, að hann vildi sjá um að þau Dick sæust ekki framar? Þessi skýring var góð, hún sefaði Alix, og iienni þótti \ænt um hana. En þegar kom fram yfir nónið fór henni að líða illa aftur. Hún barðist gegn freistingu, sem hafði náð tang- arhaldi á henni síðan Gerald fór. Loks friðaði hún samviskuna með þvi, að hún yrði hvort sem var að taka til í herberginu uppi. Hún fór upp stigann og inn í herbergi Geralds. Tók með sér þurrku, til að minna sig á hvað hún ætti að gera. — Ef ég væri bara viss um það? sagði hún við sjálfa sig, hvað eftir annað. — Ef ég væri bara alveg viss um það. Hún reyndi árangurslaust að telja sér trú um, að ef eitthvað grunsam- legt liefði verið í fórum hans, nmndi hann hafa eyðilagt það fyrir langa- löngu. En gegn þvi minntist liún þeirr- ar staðreyndar, að þess háttar mann- tegund er oft svo gerð, að hún geymir hættuleg sönnunargögn eins og sjá- aldur auga síns. Og hún stóðst ekki freistinguna. Hún roðnaði af blygðun meðan luin i óðaönn skoðaði i bréfabindi og skjöl, opnaði skúffur og ieitaði meira að segja í vösum hans. Aðeins tvær skiiff- ur voru læstar, en nú stóð Alix á sama iim allt. Hún var sannfærð um að í annarri hvorri þeirra væru sannanir fyrir því, að Gerald hefði verið í þing- um við aðra konu — þessa, sem léði henni engan frið. Hún mundi að Gerald hafði lagt lyklana sína á borðið niðri. Hún náði í þá og reyndi þá, hvern af öðrum. Sá þriðji gekk að skúffunni. Alix opn- aði hana. Þar var ávisanahefti og dá- liiil mappa úttroðin af reikningum, og innst i skúffunni bréfaböggull og bundið utan um. Alix gekk upp og niður af mæði er hún leysti bandið. Svo kom djúpur roði á andlitið — liún setti bréfin á sinn stað og lokaði skúffunni. Þvi að bréfin voru frá henni sjálfri, frá þvi áður en þau giftust. Svo fór hún að skrifpúltinu, fremur til þess að láta ekkert óreynt, en af því að hún héldi að það bæri árangur. Því miður gekk enginn af lyklunum á liringnum að þvi. En eftir margar tilraunir fann hún að klæðaskápslyk- illinn gekk að púltinu. Hún opnaði j>að. Þar var ekkert nema böggull af blaðaúrklippum, sem voru snjáðar og gulnaðar af elli. Aiix létti. En samt leit hún á úr- klippurnar, til að sjá hvað það væri, sem Gerald hefði svo mikinn áhuga á af blaðaefni, að hann héldi því til haga. Þetta voru að mestu leyti amerískar úrklippur, sjö ára gamlar, og sögðu frá sakamáli hins alræmda féglæfra- og fjölkvænismanns Charles Lemaitre. Hann var grunaður um að hafa myrt konur sínar. Fundust beina- grindur undir kjallaragólfinu í einu af húsum þeim, sem hann hafði leigt sér, og flestar konurnar, sem hann hafði „kvænst“ höfðu horfið. Hann hafði varið mál sitl í rétt- inum af miklum dugnaði og ýmsir færustu málaflutningsmenn landsins höfðu aðstoðað hann. Rétturinn úr- skurðaði að „það væri ekki sannað", sem hann var sakaður um, og hann var sýknaður af kvennamorðum, þó hann hlyti margra ára fangelsi fyrir aðrar misgérðir. Alix mundi vel hvílíkar æsingar þessi dómur hafði vakið á sínum tíma. og líka live mikil furðutíðindi það þóttu er Lemaitre tókst að flýja úr fangelsinu þremur árum siðar. Strokni fanginn hafði aldrei náðst eftir Jiað. Fáguð framkoma þessa manns og liið ótrúlega áhrifavald hans á kvenfólki hafði valdið ýtarlegum skrifum í ensku blöðunum, sem gerðu að umtalsefni, Iive ágætlega hann hcfði varið sig f.vrir rétti, hve sannfærandi mótmæh hans voru, og svo Jiað að hann hafði stundum allt i einu orðið eins og tuska eða látið eins og ofstopamaður, en ]>að var talið stafa af hjartabilun, þó að hinir ósérfróðu kviðdómendur teldu það vera l'átalæti og uppgerð. Aðeins ein mynd var af Lemaitre i þessum úrklippum, sem AIix hafði náð í. Hún athugaði myndina vei. Mynd af inanni með mikið skegg, ekki ósvipaðan barnaskólastjóra. En á hvern minnti þetta andlit hana? Henni varð von bráðar Ijóst að þetta var Gerald, og hún kipptist við þegar hún sá hve augun og augna- brúnirnar voru lík honum. Var það kannske vegna þess að hann hafði geymt þessar úrklippur? Svo leit hún yfir það sem undir myndinni stóð. Það var svo að sjá sem ákærði hefði skrifað ýmislegt hjá sér í minnisbók sína, meðal annars daginn sem hann myrti konur sínar. Síðar hafði kona borið vitni og þekkt fangann, sérstak- lega af því að hann hafði ör á vinstri hendi, Úrklippan datt úr höndum Alix, og l'iún riðaði. Á vinstri hendi hafði Gerald ofurlítið ör ... HENNI fannst herbergið liringsnú- ast. Eftir á furðaði hún sig á ]jví hve fljót hún var að átta sig. Gerald Martin var Charles Lemaitre! Hún vissi ])að og féllst strax á það. Hugs- anir hennar voru á samhcngislausum tætingi, eins og pappirssneplar, sem á að raða saman í gestaþraut. Peningarnir sem borgaðir höfðu verið fyrir húsið — hennar peningar — eingöngu hennar peningar. Hluta- bréfin sem hún hafði afhent lionum. Meira að segja draumurinn hennar var nú í réttu Ijösi. Niðri í hugar- fylgsnum hennar hafði undirmeðvit- undin alltaf óttast Gerald Martin og viljað komast burf frá honum. Og undirmeðvitundin leitaði á náðir Dicks Windyford. Þetta var líka ein af ástæðunum til þess að hún féllsl svona fljótt á sannleikann, án þess að efast eða gefast upp. Hún mundi verða næsta fórnarlamb Lemaitres. Bráðlega, mjög bráðlega, kannske . . . Henni lá við að hljóða, en þá datt henni nokkuð í hug. Miðvikudags- kvöld klukkan níu. Ivjallarinn sem hann hafði lokið við að múra upp nýlega! Hann hafði grafið líkin i kjöllurum áður. Hann hafði hugsað sér að gera það á miðvikudagskvöld. En að skrifa þetta upp fyrirfram — það var brjálæði! Nei, það var rök- visst. Gerald liélt alltaf minnisbók um það sem liann hafði fyrir stafni, morðin voru honum kaupsýsla eins og allt annað. En hvað var það sem hafði bjargaö lienni? Hvað var það sem ef til vill hefði getað bjargað henni? Hafði hann iðrast á síðustu stundu? Svarið kom eins og leiftur — Georg. Nú skildi hún hvers vegna hann varð svona æfur. Hann hafði vafalaust undirbúið allt, með því að segja að þau væru að fara til London, en svo hafði Georg komið óbeðinn til að vinna i garðinum, liann hafði minnst á þessa Lundúnaferð en liún þvertekið fyrir. Það hefði verið of áhættusanit að stúta henni það sama kvöld, því að Gcorg gamli hefði getað rakið sam- talið, sem þau áttu. Dásamleg björg- Agaiha Chrislie: ,Nfletui'0oltnn ★ Síðari hiuti

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.