Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 24.02.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN HELLE * FRAMH ALDSSAGA * % fet. * var vön að kaupa fötin sín í. Hann ætlaði að fara þangað í fyrramálið og tala við eigand- ann, kaupa ýmislegt af því nauðsynlegasta, nærfatnað og þess háttar, og fara svo með Michelle þangað siðdegis. Hún mundi ekki þurfa nema tvo—þrjá daga til að fata sig, og svo gat hann látið bombuna springa. Hann brosti í kampinn þegar hann hugsaði til þess hvað frú Grotier mundi segja. Vegurinn þornaði og rykið óx eftir því sem þau komu nær París. Allt í einu sagði Mie- helle: „Ég hefði átt að vera í gamla kjóln- um minum.“ Lucien varð hissa og leit upp. „Hvers vegna?“ „Vegna þess að rykið er svo mikið hérna. Fíni kjóllinn óhreinkast." Hann hló. „Hugsaðu ekki um það. Þú skalt fá marga nýja kjóla.“ Michelle hugsaði um þetta. Það voru bjart- ar framtíðarhorfur. „En það verður svo dýrt,“ sagði hún. „Og ég hefi fengið hringinn.“ Lucien leit undan. Honum varð hugsað til ættarskartgripanna, sem voru geymdir í bankahólfinu. „Ég hefi nóga peninga," sagði hann. „Þú skilur víst að þú verður að ganga öðru vísi til fara hér eftir en hingað til.“ „Já,“ sagði hún hálf angurvær. Rann leit til hennar og þá hvarf kvíði henn- ar undir eins. „Þú þarft ekkert að óttast,“ sagði hann. „Ég veit að þetta verður dálítið erfitt og óvenjulegt fyrir þig fyrst í stað, en þú veist að ég hjálpa þér. Ég verð alltaf nálægur til að hjálpa þér, hér eftir, Michelle." „Já,“ svaraði hún og brosti til hans. Hann hafði lært að elska þetta bros. Það var svo bljúgt og varfærið ennþá. Það var líkast og það þyrði ekki að breiðast yfir andlitið, en héldi sig í munnvikunum og kveikti ofurlítinn neista í sjáaldrinu. Þegar þau nálguðust borgina staldraði hann við og náði í síma. Jú, Michael Sylvestre var heima. Hann varð hissa. „Ég hélt að þú værir suður við Miðjarðarhaf ?“ „Nei,“ sagði Lucien. „Ég kem til þín eftir klukkutíma. Ég verð að biðja þig um að hjálpa mér, Michael. Og þú verður að gefa mér þagnarheit, fyrst um sinn.“ „Þú gerir mig forvitinn,“ sagði Michael og hló. „Þú munt ekki hafa flækst í net Celeste hinnar fögru. Ég hefi heyrt ávæning af því þarna að sunnan.“ „Ég slapp nú við hana, sem betur fór!“ sagði Lucien. „Ágætt!“ var það eina sem Michael sagði við því. „En ég er búinn að gifta mig ...“ „Hvert í hei ....“ „Já, ég er hamingjusamasti maður í heimi, Michael, og hún er alls ekki eins og þú býst við. Ég vona að þú sýnir nærgætni þegar þú sérð hana.“ Michael Sylvestre sleit samtalinu og varð hugsi. Hann var órólegur. Lucien hafði lagt mikið að sér og aldrei unnað sér neinnar hvíld- ar. Hafi franskur maður nokkurn tíma unnið afrek fyrir ættjörð sína, þá var það hann. Og hann hafði verið þreyttur. Honum var trú- andi til alls. Hverri hafði hann gifst? Ein- hverri dans- eða fimleikastelpu, sem hann hafði ’komist yfir. Einhverju ennþá verra en Celeste Marteau ... nei, verra gat það varla verið, því að það mundi verða dýrt að kaupa sig frían af Celeste, dýrt, jafnvel fyrir Lucien Colbert. Ótal tilgátum skaut upp í Michael meðan hann var að búa allt undir komu hjónanna. Hann hafði ekki ráðið til sín þjón síðan fyrri þjónninn hans féll í stríðinu, og hann hafði vanist að hugsa um sig sjálfur, þessi erfiðu ár, sem hann var í hernum. Kökur og vín stóð á borðinu þegar þau loksins kornu. Þarna stóð Lucien í fordyrinu og kornung stúlka við hliðina á honum. Það var orðið skuggsýnt úti, og Michael gat ekki séð annað en að hún var dökkhærð og í skelfing Ijótum kjól. Hann vissi ekki hvað hann átti að segja eða gera. „Þetta er Michelle," sagði Lucien, og það var einhver hreimur í röddinni, sem Michael veitti eftirtekt strax. Það var hróðugur og hamingjusamur maður, sem talaði. Var hann orðinn bandvitlaus? Hann tók um harða og hnúskótta vinnu- hönd og muldraði eitthvað um að sér væri mikil ánægja að kynnast frúnni, og svo fóru þau inn. Og inni í stóru, gamailegu stofunni með fallegu húsgögnunum og dýru gólfábreið- unum, sá hann allt í einu hverju Lucien hafði gengist fyrir. Ljóti kjóllinn gat ekki falið hið undurfagra vaxtarlag, og andlitið ... hann dró djúpt andann, sneri sér að Lucien og brosti. Lucien leit á borðið og hló. „Þú veist ekki hve svöng við erum,“ sagði hann. „Eins og úlfar. Við höfum ekki bragðað mat í sex tíma, og þá ekki annað en nesti, sem við höfum með okkur. Kökur og vín! Áttu engan mat í búrinu?“ „Jo-ú, ég get steikt eggjahræru og brauð og smér hefi ég og . ..“ „Nei, herra, lofið mér að sjá um það,“ sagði Michelle lágt. „Hvar er eldhúsið?" „Michelle er dugleg við matreiðslu," sagði Lucien. Frú Colbert átti að sjá um kvöldmatinn handa þeim. Michael mundi að hann hafði búist við að Lucien kæmi heim sem maður Celeste Marteau, og þegar hann reyndi að hugsa sér Celeste í eldhúsi gat hann ekki annað en brosað. Hann fylgdi Michelle fram í eldhúsið, sýndi henni það sem til var af mat og fór svo inn, eftir að hafa sýnt henni hvernig hún ætti að nota rafmagnseldavélina — þess konar hafði hún aldrei séð fyrr. Það kom efunarsvipur á hana þegar hann sagði henni að hún væri heit. Hún sagði fátt en hann fann að hún tók vel eftir öllu, sem hann sagði og gerði. Lucien hafði sest í hægindastól þegar hann kom inn og þeir litu hvor á annan. Michael lokaði dyrunum eftir sér. „Ég óska þér innilega til hamingju," sagði hann. „Þakka þér fyrir. Sestu nú, við skulum tala saman meðan Michelle er úti.“ Lucien sagði honum í stuttu máli frá því sem gerst hefði og hvernig ástatt væri fyrir honum. Michael hlustaði á og gerði engar at- hugasemdir. „Það er vitanlega sjálfsagt að þið fáið íbúðina mína eins lengi og þið viljið,“ sagði Michael. „Ég síma strax til Continental og spyr hvort ég geti fengið herbergi." Þegar þvi var lokið sneri hann sér að Lucien. „Vinur minn, þú skilur sjálfsagt að þetta er áhættuspil?“ „Þú þekkir ekki Michelle ...“ byrjaði Lucien. „Ég sé ekki betur en að þú þekkir hana ekki heldur," sagði Michael og brosti. „En ég átti ekki við það. Hún kemur úr annarri veröld en þú. Heldurðu að hún geti samlagast þínum heimi?“ „Það hlýtur að takast," sagði Lucien. „Það tekur tíma og ég er viss um að hún reynir það,“ sagði Michael. „Já, ég skil þig — það er sjaldan sem maður sér aðra eins stúlku. Og þú mátt reiða þig á mína aðstoð, hvað sem fyrir kann að koma.“ Hann hafði ætlað að minnast eitthvað á ættingja Michelle og að þeir gætu orðið til bölvunar, hann hafði ætlað að segja, að hefðarfólkið vildi vita skil á hvaðan frú Col- bert væri ættuð, og það gæti orðið til óþæg- inda — en hvers vegna að spilla brúðkaups- kvöldinu með slíku? Annars var Lucien maður til þess að ráða fram úr öllum vanda. Michael hafði ekki trú á, að það vandamál væri til í veröldinni, sem hann gæti ekki ráðið fram úr. Dyrnar opnuðust og Michelle kom inn. Og um leið barst þægileg matarlykt um stofuna. Michael sagði hálftíma síðar: „Ég man ekki til að hafa nokkurn tíma bragðað neitt,, jafn gott þessu.“ Michelle gekkst upp við lofið. Þegar hún hafði borið af borðinu, áetlaði hún að fara að þvo upp, en Lucien bannaði henni það. Michael kvaddi og þau voru ein eftir. Þegar Lucien kom utan úr forstofunni stóð Michelle við gluggann og horfði út. „Hvað ertu að horfa á?“ spurði Lueien. „Húsin,“ svaraði hún. Hann hló og gekk til hennar og tók utan um hana. „Þér gengur ef til vill illa að venjast París,“ sagði hann. „Mér reyndist það erfitt sjálfum, eftir árin sem ég var i Afriku. En þú þarft ekki að verða hérna. Ég á heima fyrir utan borgina." „I sveitinni?" spurði Michelle.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.