Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 02.03.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Til vinstri: í þessari spjaldskrá er ekkert gaman að vera. Það er morðingjaskrá Scotland Yard. — T. h.: Morð- inginn Neville Heath. Hann gekk í augun á kvenfólkinu og myrti tvær á hálfum mánuði. þjónn dlmennings SCOTLAND YARD. — II. grein. | I ★ • • ★ Á liverju ári, allan þann tíma sem ég veitti Scotland Yard forstöðu, komu menn úr lögregluliði allra þjóða heims til aS kynna sér starfsaðferSir Scotland Yard. Flestir þeirra veittu því athygli hve ágæt sambúð er milli almennings og lögreglunnar í Lon- don. — í okkar landi, sögðu þeir stundum, liggur við að litið sé á lög- regluna sem framandi þjóðflokk, ef hún þá ekki beinlínis er talinn fjand- maður almennings. — Hvernig stendur á þvi að allir löghlýðnir Lundúnaborgarar telja lög- regluþjóninn stoð sinn og styttu? spurðu þeir oft. Ég svaraði þvi að þetta gagnkvæma traust skapaðist ekki á einum eða tveimur dögum. Starfið byrjaði fyrir yfir hundrað árum, samkvæmt þeim meginreglum sem tveir fyrstu lög- reglustjórarnir, Mayne og llowan settu 1829. Siðan hefir nýliðunum i lögreglunni jafnan verið innprentað að þeir eigi að vera þjónar almenn- ings en ekki yfirboðarar. Þegar þeir fá mál til rannsóknar verða þeir að gæta ýtrasta réttlætis gagnvart öllum aðilum. ðÞegar dómstóllinn liefir tekið við málinu er starfi lögreglumannsiiis lokið — hann á ekki að hafa neinn áhuga á þvi hvernig dómurinn verður. Ef hægt er að finna ákærða eitthvað til málsbóta, verður dómar- inn að fá að vita það. Og verjandinn þarf auðvitað að fá að vita um hvert smáatriði, ákærða til málsbóta, sem lögregluþjónninn kemst yfir í rann- sókninni. Frumreglurnar frá 1829 eru enn í gildi hjá Scotland Yard. Þær eru í stuttu máli þessar: 1. Lögreglumaðurinn er ekki hafinn yfir lögin, heldur háður þeim eins og hver annar, og verður að bera ábyrgð á gerðum sínum ef hann fer út fyrir löglegt valdsvið sitt. 2. Lögreglumaðurinn verpur jafnau að vera algerlega hlutlaus og haga sér eftir lögunum, og aldrei láta, stjórnmála-, trúmála-, kynþátta- eða félagsmálaáhrif ráða gerðum sínum. Enslti lögreglumaðurinn hefir sér- stöðu sem opinber sýslunarmaður að því leyti að hann er verndari „friðar drottningarinnar“. Þegar hann byrj- ar í stöðunni vinnur hann þennan eið: „Ég, N.N. lögregluþjónn í The Metropolitan Police District, lýsi því yfir hátíðlega og í hreinskilni og sann- leika að ég mun í réttlæti og trú- mennsku þjóna drottningu vorri Eliza- beth í stöðu minni, og sem lögreglu- þjónn leggja stund á að halda uppi lögum og reglu, hindra rán og aðra glæpi, handsama óróaseggi og í öllu till^ti, eftir bestu getu, rækja þær skyldur, sem fylgja nefndri stöðu — af trúmennsku og samkvæmt gildandi lögum.“ Lögreglumaðurinn ber persónulega ábyrgð á gerðum sínum. Oft verður hann að taka ákvarðanir upp á eigin spýtur án þess að geta leitað ráða eða fyrirmæla hjá yfirboðara sínum. Til þess að geta rækt skyldur sínar verður hann að vera vel að sér í saka- málalöggjöfinni og kunna að umgang- ast fólk. Hann verður að ganga á ýms náms- skeið og taka próf. Og þegar hann svo hefir fengið reynslu, verður hann sá þjónn almennings, sem Scotland Yard er svo hreykinn af. MORÐ MARGERY GARDNER. Sakamála-skjalasafnið er geymt í Scotland Yard en nær til allrar þjóð- arinnar. Það geymir nákvæmar upp- lýsingar um alla, sem hlotið hafa dóm fyrir alvarlega glæpi í Stóra-Bretlandi, og er úpplýsingalieimild lögreglunnar um allt landið. Flestar þjóðir hafa svipað sakamálasafn, og Scotland Yard hefir samvinnu við þau. Þannig verð- ur til alþjóðlegt sakamálaskjalasafn — eins konar „Hver er glæpa-maður- inn?“, sem gerir mögulegt að ljóstra upp nýjum glæðum gamalla glæpa- manna. Neville Heath-málið frá 1946 er gott dæmi um hið mikla gagn, sem er af þessu skjalasafni. Stofustúlka í Pembridge Court Hotel átti að taka til í herbergi, sem maður og kona höfðu dvalið í nokkra daga. í gestabókinni voru þau skráð sem N. G. C. Heath ofursti og frú. Þegar stúlkan kom inn í herbergið sá hún sér til mikillar skelfingar dauða konu í rúminu. Fæturnir liöfðu verið bundnir saman með handldæði um ökklana, líkið ,var hræðilega útleikið og för á því eftir keyrishögg. Lækn- irinn sagði að konan hefði verið kyrkt. Grennslunarmennirnir sáu fljótt að morðinginn hafði reynt að afmá allt sem gæti gefið vísbendingu um hann. En þó fundu þeir fingraför á þvotta- skál. Sakamálasafnið hafði spjald með fingraförum Neville George Clevely Heath, sem var fæddur 1907. Hann hafði í æsku verið dæmdur fyrir þjófnað, innbrot og smávegis svik, og verið nokkur ár í betrunarhúsi. Siðan réðst hann í flugherinn en fékk dóm fyrir herrétti og var rekinn. Eftir það hafði liann stundum leyft sér að ganga í einkennisbúningi og með ýms heið- ursmerki. Nú gat lögreglan leitað að manni sem hún kannaðist við og leitin hófst nokkrum tímum eftir að uppvíst varð um morðið ... íbúð Heats var rannsökuð og vörð- ur settur þar, en Heath sást hvergi. Lcitað var i gistihúsum, klúbbum og krám, sem hann hafði vanið komur sínar í, en árangurslaust. Bilstjórarnir eru oft góðir liðsmenn lögreglunnar. Þeir voru spurðir og einn þeirra mundi, að um miðnætti 21. júní, nóttina áður en morðið upp- götvaðist, liafði liann ekið dökkhærðri konu og manni sem líktist Heath, út í klúbb i South Kensington í Pem- bridge Court Hotel. Afgreiðslustúlkan i klúbbnum kannaðist við þau og gat lýst þeim. Maðurinn hafði gengið undir nafninu Armstrong þar i klúbbnum. Það kom á daginn að myrta konan hét Margery Gardner. BRÉF FRÁ HEATH. Nú gerðust óvænt tíðindi i málinu og þau urðu mörg siðar. Heath skrif- aði Scotland Yard bréf og sagðist hafa afhent frú Gardner lierbergis- lykilinn, því að hún liefði ætlað að 'hitta vin sinn í gistiliú&herberginu. Þegar hann kom í herbergið aftur fann hann liana dauða. En haíin þorði ekki að tilkynna lögreglunni þetta, því að hún var að eltast við hann út af fjársvikamáli. Hann gaf nákvæma lýsingu af manninum, sem liann hefði séð með frú Gardner. Ennfremur gat hann þess að liann sendi keyrið, sem frú Gardner hefði verið hýdd með og hann hefði fundið i herberginu. En keyrið kom aldrei. '£££££?-■—-- Fjórar aðalgerðir fingrafara. Engar tvær manneskjur hafa alveg sams konar fingraför, jafnvel ekki ein- eggja tvíburar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.