Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 02.03.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Lýsing og mynd af Heath var auS- vitaS send lögreglustöðvum um allt land og við fengum boð frá lögregl- unni í Worthing, að hann hefði sést þar. Maður í Worthing, sem þekkti hann frá stríðsárunum gat frætt lög- regluna á, að Heath hefði komið þang- að til að hitta konu, sem ihann þekkti. Þegar lögreglan náði i hana, sagði hún að Heath hefði sagt sér að morð hefði verið framið í gistihúsherberg- inu ihans í London, og að hann hefði Howe, forstjóri sakamáladeildarinnar og blaðafulltrúi minn til min. Sá sið- ari sagði, að eitt blaðið ætti mynd af Heath, sem það ætlaði sér að birta. Howe lagði áherslu á að bæði bilstjór- inn og afgreiðslustúlkan í náttklúbbn- um treystu sér til að þekkja Heath. En ef myndin kæmi í biaðinu gæti verjandinn haldið því fram, að þau yrðu fyrir áhrifum af henni, og þá yrði framburður þeirra ekki eins mik- ils virði. Howe bað mig um að tala við blaðið. Nú getur jafnvel ekki yfirmaður Scotland Yard hindrað að blöð birti það sem þeim sýnist, ef það varðar ekki við lög. En hann getur gefið góð ráð, ef mikið er í veði. Þetta var dálítið snúið. Við höfum enga ástæðu til að ætla að Heatli fremdi fleiri morð, en hugsanlegt var það þó. Og þá hefði lögreglan átt sölc á því að hindra, að ógæfusöm kona fengi að vita, að það var morðingi, sem hún var með. En ég'!var sannfærður um að Howe liti rétt á málið. Ég réð blaðinu til að birta ekki myndina, og blaðið gegndi því. NÝTT MORÐ. Þriðja júli sat kona, sein dvaldi á Norfolk Hotel, og borðaði miðdegis- verð með öðrum hótelgesti, sem kall- oði sig Rubert Brooke og kvaðst vera kapteinn. Konan hafði verið hjúkr- unarkona i stríðinu og hét Doreen Marshall. Þau fóru út eftir matinn, en næturvöröurinn á gistihúsinu varð ekki vör við að þau kæmu lieim um nóttina. Eigi að siður var kapteinn- inn í berbergi sínu um morguninn og þegar næturvörðurinn minntist á þetta við liann, hló hann og sagðist hafa klifrað inn um gluggann að gamni sínu. En Doreen kom alls ekki aftur og hótelstjórinn spurði Brooke hvað orð- ið hefði af henni. Hann eyddi því, en sagði að ef hótelstjórinn óskaði, skyldi hann fara til lögreglunnar og segja henni það sem hann vissi. Á lögreglustöðinni benti hann á mynd af stúlkunni og sagðist hafa skilið við hana á bryggjunni hálftima eftir miðnætti. Honum skildist á henni að hún ætlaði heim. Sagan var sennileg. En hann mundi ekki eftir að njósnarar Scotland Yard Og svo hringdi hann til Scotland Yard og bað um að maðurinn yrði handtekinn samstundis. Brooke tók þessu illa, en það stoð- aði ekki. Svo bað hann um að mega skreppa á gistihúsið og sækja jakkann sinn — hann var i flúnelsskyrtu og buxum. Lögreglan sótti jakkan sjálf, og i vasanum var kvittun frá böggla- geymslu járnbrautarstöðvarinnar i Bournemouth. Lögreglan fékk hand- tösku út á kvittunina. I henni voru slæm gögn gegn Brooke: digurt keyri, blár trefill og gerviperla. Engin för fundust á keyrinu. En blóð var í trefl- inum, sama flokks og Margery Gardner. Nú var Brooke fluttur til London og í Scotland Yard urðu margir til að þekkja hann, i hóp af mönnum, svo sem bílstjórinn og afgreiðslustúlk- an i náttklúbbnum. Viðurkenndi hann þá loks að liann væri Neville Heatli. V7ar hann nú sakaður um morð frú Gardner. VARÐ EKKI BJARGAÐ. Lögreglan í Bournemouth hélt áfram leitinni að Doreen Marshall. Ung stúlka sem var úti að viðra hund- inn sinn tók eftir miklu flugnageri yfir skógarkjarri. Hún fór til lögreglunn- ar, sem fann lík Doreen þarna, alls- nakiö. Skammt frá lágu 27 perlur af sömu tegund og fundist höfðu í tösku Heats. Það kom síðar á daginn að „Brooke“ liafði veðsett hring fyrir 5 pund og selt úr fyrir þrjú — hvort- tveggja var frá ungfrú Marshall. Venjulega hefi ég engan tíma til að hlusta á mál rekin fyrir rétti. En ég var nýr maður i Scotland Yard þegar þetta gerðist og taldi mig hafa gagn af að fylgjast með þessu máli til enda. Sá Neville Heath, sem ég sá í réttin- um, virtist vera stillilegur og mjög ánægður með sjálfan sig, og bafa fengið gott uppeldi og menntun, en gersamlega samviskulaus. Sannanirnar voru veigamiklar. Og verjandinn gat ekki borið þvi við, að vitnin hefðu orðið fyrir áhrifum af því að sjá mynd af manninum. Verj- andi Heaths hélt því fram að hann hefði sýnt svo rúikinn siðferðisbrest að hann hlyti að teljast geðveikur — og þess vegna ekki ábyrgur gerða sinna. Reyndur sálsýkifræðingur hélt því hins vegar fram að ekki væri vafi á þvi að Heath hefði vitað hvað liann gerði og vissi að það var glæpur. Rétt- urinn komst að sömu niðurstöðu og Heath var hengdur. Ég skal geta þess að fyrirspurn kom fram í þingi út af því, að ég hefði beðið um að birta ekki myndina af Heath. En innanrikisráðherranum reyndist auðvelt að sannfæra þing- menn um, að þetta hefði verið rétt. PINGRAFÖR FELLA. í fingrafrasafni Scotland Yard eru 1,25 milljón spjöld, hvert með mynd af öllum tíu fingrum, og safnið vex um 50.000 spjöld á ári. Kerfið byggist sem kunnugt er á því, að engir menn hafa sams konar fingraför. Jafnvel fingraför ein-eggja tvibura eru ekki alveg eins. Aðalsafnið er til þess að tengja þann seka við sín fyrri afbrot, svo að ævi- saga hans sé eins og opin bók þegar hann kenmr fyrir rétt. Grennslunar- mennirnir taka stækkaðar myndir á vettvangi glæpsins og bera þær saman við myndirnar sem fyrir eru. Ef 16 punktar eru eins, telja þeir fullsann- að að um sama mann sé að ræða. Sumir glæpamenn reyna að bjarga sér með því að nudda fingurgómana með sandpappa, en húðin grær fljót- lega aftur, með sama mynstri eins og áður. Það er jafnvel hægt að taka fingraför af líkum, sein farin eru að rotna. En það er seinleg vinna að fást við fjngrafaramyndanir og mikla vand- virkni þarf við það starf. Auk aðalsafnsins höfum við annað safn, þar sem hver fingur er sér á spjaldi. Hér er ekki um það að ræða að tengja sakamanninn við lians fyrri sögu, heldur að þekkja aftur einstakt fingrafar, sem fundist hefir þar sem glæpur hefir verið framinn, eftir mann, sem lögreglan veit ekki hver er. Ef leita þyrfti meðal allra þeirra tíu milljón einstakra fingrafara, sem eru í aðal-safninu, yrði það óvinnandi verk .Þess vegna nær þetta fingrafara- safn (einstakra fingra) aðeins til alræmdra glæpamanna frá síðustu fimm árum, og þar eru ekki nema 100.000 spjöld. En við höndina er einnig safn frá síðustu átján árum, en þar er ekki leitað nema þegar um morð eða aðra mjög alvarlega glæpi er að ræða. Flokkunin er byggð á gáranum á miðjum vísifingurgóm. Um 150 glæpir á ári komast upp fyrir að- stoð þessa safns. í öðru safni eru fingraför, sem tekin liafa verið þar sem glæpir liafa verið framdir, en ekki verða rakin til „gam- alla kunningja“ lögreglunnar. Þessi fingraför hjálpa til að ljóstra upp um 1750 glæpamenn á ári. Sir Edward Henry lók upp fingra- farakerfi Scotland Yards. Hann hafði verið lögreglustjóri Indlands áður en hann kom til Scotland Yard árið 1901. Var hann skipaður forstjóri þar 1903 Cherill fingrafarasérfræðingur Scotland Yard er frægur maður. Hér er liann að skoða fingraför á skammbyssu. tilkynnt lögreglunni það. Foreldrar stúlkunnar urðu hrædd þegar þau heyrðu þetta. og þá hypjaði Heath sig á burt. Þegar hér var komið sögunni kom hafa gott minni. Einum þeirra fannst hann hafa séð þetta andlit fyrr — það minnti hann á Heath, sem mynd hafði verið af i lögreglutíðindunum. „ÉG ER HVER SEM ER!“ - scgir >fohn ‘Wayne Þegar John Wayne sýnir sig i kvik- mynd, er það öruggt að hún verður vel sótt. Hvort þetta er miklum leik- yfirburðum að þakka cr annað mál. Að minnsta kosti hefir Wayne ekki fengið Oscar-verðlaun fyrir góðan leik ennþá, þó að hann hafi leikið í 200 myndum á siðast liðnum 25 árum. En „hertoginn“, sem svo er kallaður og iheitir réttu hafni Marion Morrison og i kvikmyndunum John Wayne, tekur sér það ekki nærri. Hann veit að hann er miklu vinsælli hjá al- menningi en margir þeir, sem geta státað af Oscar-styttunni. Og alþekkt ameriskt kvikmyndablað hefir 5 ár i röð tilnefnt hann sem „leikara árs- ins“, og fullyrði að kvikmyndafélög- in græði ineira á lionum en nokkrum öðrum leikara. Síðan liann byrjaði að leika i kvik- myndum, 1927, hefir hann haft kring- um tíu milljón dollara i tekjur. Á einu ári, í liittifyrra, nárnu tekjur hans hálfri milljón dollara, og er þá miðað við „eftirlaunin", sem hann greiðir fyrstu konu sinni (af þremur), Josephine Saenz. Hún fékk 60 þús. dollara það árið. En í samningnum sem þau gerðu er þau skildu, var áskilið, að liún fengi jafnan rúmlega tíunda hluta af árstekjum hans. Árið 1950 borgaði Howard Hughes honum 301 þúsund dollara fyrir að leika í „Flying Léalher Necks“ og sagði um leið: „Hann er vel þess virði — Wayne er einn af þeim fáu, sem alltaf fyllir húsin.“ Sjálfur gerir hann þannig grein fyr- ir þeim óhemjulegu vinsældum, sem hann nýtur: „Ég túlka liinar frum- stæðu tilfinningar mannsins — ég ihata, elska, er reiður eða bliður. Ég er engin sérstök týpa, og það er einmitt það, sem fólki fellur vel. Ég er „herra hver sem er“. Ég hefi gaman af að drekka, reykja, sigra og dást að fal- legum konum. Þess vegna finna flestir sjálfan sig i mér.“ * Því verður ekki neitað, að engin þjóð getur sagt „Mikið er allt lijá mér“ með meira rétti en Ameríkumenn. Nú hefir Max Aigree frá Michigan sett heimsmet í pípureykingum. Hann lét 3,5 grömm af tóbaki i pípuna og hélt lifandi i henni í tvo tíma, 5 minútur og 7 sekúndur. Dýrafræðingur einn í Suður-Afríku þykist hafa sannreynt, að ljón hafi mestu andstyggð á fjólubláum lit, krókódílarnir þoli ekki að sjá rauðan lit og fílarnir verði veikir ef þeir sjá gult. í Holllandi hefir verið gerð tilraun með að vinna smér úr frosinni ný- mjólk. Hefir tilraunin borið góðan árangur. Smérið úr frösnu mjólkinni þykir bragðbetra og auk þess eru meiri fjörefni í því. og gegndi embætti til 1919. Kerfi hans er notað enn i dag, með litlum breyt- ingum. í næsta blaði: Málið gegn John George Haigh, sem játaði á sig sex morð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.