Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 02.03.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN I3ABR1NA ★ ★ ★ ★ Kvikmyndasaga úr daglega lífinu Það var sjötugur greifi, Raymond de Tourville, sem gekk undir einu af gofugustu nöfnum Frakklands og átti ljómandi fallegt hús i París og auk þess gamla höll, ekki langt frá borg- inni. Greifinn de Tourville elskaði mat rneira en nokkuð annað á jarð- ríki, og besta tómstundastarf hans var það, að brasa matinn sjálfur. Hon- um fannst hann aldrei læra of mikið um mat. 'Gamli greifinn var áfjáður og eftir- tektarsamur nemandi, en það var eitt, sem honum tókst aldrei vel: að búa til eggjaréttina i öllum þeim myndum, sem monsieur Pierre heimtaði að mað- ur kynni: Gerviegg — „pochéegg — „en cocoette“ — pönnuegg. Hann gat ekki einu sinni brotið gat á egg með þeirn glæsilegu tilburðum sein monsieur Pierre heimtaði. Og það var óhugsandi að fá góðan vitnisburð hjá monsieur Pierre án þess að kunna alla leyndardóma eggjameðferðarinn- ar. Gamli greifinn var i öngum sínum, og það fór svo að Sabrina varð vinur hans í neyðinni. Sabrina var fljót að læra og það kom á daginn að lnin var handlagin líka. Hún vorkenndi vesl- ings gamla greifanum og hjáipaði honum með alla eggjaréttina hans. Vitanlega voru þetta óleyfileg svik, en Sabrina hafði ekki brjóst til að neita, þegar hann kom og grátbændi hana um lijálp. Gamli greifinn vottaði henni þakk- læti sitt með öllu móti. Hann bauð heni heim til sin í Paris og út í höllina líka. Hann kynnti hana fyrir vinum sínum og kenndi henni hvernig mað- ur ætti að haga sér á æðri stöðum. Hann fór með hana á viðhafnarsýn- ingar i óperunni, og þar fékk hún að sitja skammt frá forsetastúkunni, og hann hjálpaði henni til að kaupa rétt- í SKARÐINU. — Stoltur og státinn stendur þessi hermaður úr Pakistan- hernum í hinu sögufræga Khyber- skarði og stjórnar umferðinni milli Afganistan og Pakistan. an fatnað á réttum stað. Hann fékk meira að segja Dior vin sinn til að sauma samkvæmiskjól handa hinni amerísku vinstúiku sinni. Þetta var ný veröld, sem opnaðist Sabrinu litlu. Hann Davið skyldi svei mér glenna upp augun þegar hún kæmi heim! Litla, hrædda Sabrina úr eplatrénu var grafin og gleyjnd! Um aldur og ævi! NÝ SABRINA. Faðir hennar skrifaði lienni og sagði henni fréttirnar frá Nyrðri- Strönd. Fyrst i stað réðst hún eins og úlfur á hvert bréf sem kom og las það upp til agna, en þegar frá leið fannst henni ekki eins spennandi að lesa um það sem gerðist heima. Það var alltaf það sama upp aftur og aftur — um daglegt líf bræðranna, ásta- sigra Daviðs og fyrirætlanir Linusar, um samkvæmi og dansleiki hjá Larrabee-fjölskyldunni. Þegar frá leið fannst Sabrinti þetta vera svo fjarri, og eins og i öðrum heimi, sem hún ætti ekki heima í iengur. Þegar hún leit á sig í speglinum einstöku sinnum, með stuttklippt hár og í frönskum fötum — gat hún ekki ann- að en skellt upp úr. Breiðu hvítu lennurnar gljáðu milli rjóðra varanna, og likamvöxturinn naut sín svo vel í kjólnum. Það var óskiljanlegt að hún — þessi opinberun fegurðarinnar — skyldi einu sinni hafa þráð Davíð — hún, sem átti nú fleiri aðdáendur en hún gat talið á fingrunum. Já, hún hafði lært margt hjá monsieur Pierre —miklu fleira en pabbi hafði hugsað sér! Og svo voru árin tvö liðin, einn góðan veðurdag. Sabrina varð að fara heim. Monsieur Pierre gaf henni bestu einkunnina, sem hann átti til, og gamli greifinn de Tourville fylgdi henni á járnbrautarstöðina og kyssti hana á báðar kinnarnar og gaf henni ljómandi fallegan, kafloðinn hvolp, með þakklæti fyrir alla hjálp- ina við eggin. Glöð og örugg hafði Sabrina skrif að föður sínum þetta: „Hittu mig á stööinni, og ef þú skyld- ir ekki þekkja mig þá snúöu þér aö , laglegustu stúlkunni á stéttinni, því aö þaö er hún dóttir þín. Sabrina. En þegar Sabrina steig út úr lest- inni einn glóðheitan sumardag, var enginn til staðar til að taka á móti lienni. Ekki nokkur sál, að undan- teknum syfjuðum stöðvarþjóni, sem lijálpaði henni til að bera töskurnar hennar út á torgið bak við stöðvar- húsið, og flýtti sér svo eins og hann gat inn í forsæluna aftur. Sabrina skimaði í allar áttir. En á torginu var engin lifandi vera, og það hafði engin áhrif l)ó að hún stappaði fætinum og biti á jaxlinn. Hvar var pabbi? Hafði hann ekki fengið bréfið? Þá bar allt í einu nokkuð við. Ilún heyrði ógurlegan gný frá bifreið og reykský þyrlaðist upp á torginu. Ur skýinu kom lágur bíll, líkur vindli i laginu, eins og rauð raketta. Sabrina sá hann aðeins i svip, en það var nóg til þess að lijartað hoppaði upp í kok á ihenni. Henni gat ekki missýnst þetta. Það var Davíð — þessi sami, ómót- slæðilegi Davíð, sem brunaði um göt- urnar eins og gandreið, alveg eins og í gamla daga. Sabrina hafði lyft upp hendinni til að veifa til hans, en lét höndina síga aftur. Hann var kom- inn langt á burt. Henni lá við að gráta af sorg og gremju. Þá heyrði hún gnýinn aftur og reyk- skýið þyrlaðist upp á ný. Davíð var kominn aftur og ók nú i fallegri beygju þangað sem lnin stóð. Hann hoppaði út úr lágu sætinu og stóð andspænis henni, sjálfum sér líkur, með hattinn niður á nefi, alveg eins og i gamla daga. — Góðan daginn, sagði hann. — Hvernig líður liérna? — Góðan daginn, sagði Sabrina. Hún hafði nafnið hans á tungu- broddinum, en tók sig á. Það var auð- séð að Davíð þekkti hana ekki. Hann stóð og starði á hana og aðdáunin skein út úr honum. Hann renndi aug- unum niður eftir henni — ofan frá litla hattinum og niður á smáu fæt- urnar i nettu hælaháu skónum. Svo blístraði hann — alveg eins og ame- rísku hermennirnir höfðu gert þegar lnin mætti þeim i París. — Hvaða manneskja eruð þér eigin- lega? spurði hann og horfði fast i augun á ihenni. — Hver ég er? Sahrina varð forviða og tókst jafn- framt að setja upp þykkjusvip. Davíð tók vitanlega eftri því og var fljótur að taka sig á. — Ég bið yður afsökunar, sagði hann. — Ég ætti kannske að vita það. Sabrina brosti tvíræðu brosi og reyndi að gera sig eins og Greta Garbo hefði verið undir likum kringumstæð- um. Hún lygndi augunum og horfði á hann. — Kannske, svaraði hún. Skuggi af brosi lék um munnvikin. SAMTAL í GÁTUM. En nú mundi Davíð hvers vegna 'hann hafði snúið við, eða réttara sagt hvers vegna hann greip tækifærið ti! að skoða þessa fögru mær betur, sem hann hafði aðeins séð hregða fyrir, er hann brunaði yfir torgið með niu- tíu kílómetra hraða. — Má ég kannske aka yður eitt- livað? Það er erfitt að ná í leigubíla hérna ... Sabrina kinkaði kolli og hvolpur- inn gelti til svars. Davíð setti töskur Sabrinu í aftur- sætið og svo var þotið af stað. Davíð hafði annað augað á veginum, og hitt á þessari dásamlegu veru, sem sat við liliðina á honum. — Hveri á ég að fara með yður? spurði Davið. — Til Desoria Lane, sagði Sahrina. Davið hleypti brúnum. •— Desoria Lane. Þar á ég heima líka líka. — Jæja. Það var gaman, sagði Sabrina og gamli greifinn de Tourville mundi hafa orðið glaður ef hann hefði heyrt hve skemmtilega hún sagði það. — Þá hljótum við að vera nágrann- ar, sagði Davíð. Þau óku þegjandi um stund. Það var svo djúp hrukka í enninu á Davið, íið auðséð var að hann hafði fengið alvarlegt umhugsunarefni. Sabrina horfði út í bláinn og brosti. Þetta var gaman. Nú skyldi hann verða meira hissa en hann hafði nokk- urn tíma orðið á ævi sinni. •— Hafið þér átt hérna heima lengi, eða eruð þér nýflutt? — Ég hefi átt heima í Langey alla mina ævi, sagði Sabrina. — Þetta var skrítið. Ég hélt að ég þekkti hverja einustu stúlku i Desoria Lane, sagði Davíð. — En ég' fer sjálf- sagt að verða gamall. Viljið þér ekki segja mér hvað þér heitið? Sabrina hristi höfuðið og brosti jafn tvirætt og áður. — Þetta er miklu skefnmtilegra svona, sagði lnin og var skemmt. Davíð gerði sér upp örvæntingar- svip. Hún þekkti þetta allt — svip- brigðin og hreyfingarnar. Hafði hún ekki setið timunum saman í laumi og horft á hann — ár eftir ár? — Þér gætuð að minnsta kosti sagt mér hvað hann faðir yðar hefir fyrir stafni. Þá á ég hægara með að geta. Sabrina faldi andlitið bak við hvolpinn. — Getið þér! Nú horfði Davíð fast á hana. — Skip? sagði hann. Sabrina svaraði ekki. — Flugvélar? Ekkert svar. — Bílar? Sabrina kinkaði kolli. — Að vissu leyti. Davíð dró úr ferðinni úr 100 niður í 90 kílómetra. — Þér heitið kannske Chrysíer? Sabrina slapp við að svara spurn- ingunni, þvi að nú voru þau á næstu gatnamótum við húsið. — Þarna á ég heima, sagði Davíð. — Ég líka, sagði Sabrina. Davíð varð eins og lifandi spurn- ingarmerki. GAMLIR VINIIÍ HITTAST. — Louis Mountbatten lávarður hefir verið í Bandaríkjunum ásamt konu sinni. Þar heimsótti hann fornvin sinn Averell Harriman.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.