Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 02.03.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. Vandamdl AÖalatriðið er að Elsa verði ham- ingjusöm i hjónabandinu!“ Sebialsen skrifstofustjóri lyfti tebollanum. „Og það verður hún ef hún giftist honnm Sveini.“ „HlustaSu nú á mig, SigurSur!" Frúnni var mikið niðri fyrir. „Ef Elsa giftist Sveini Kryber fær hún ekki gott gjaforð. Ég hefi ekki trú á að liann dugi til neins, pilturinn sá.“ „Sveinn er ungur, og ég held aS pittar, sem ekki er lagt allt upp í hend- ur á, reynist best þegar til lengdar lætur.“ Frúin ræskti sig. „Hann faðir hans er ekki á marga fiska,“ sagði hún, „mér finnst hræðilegt að hún Elsa skuli hafa lent i þessu. Kryber á ekki bót fyrir rassinn á sér.“ „Soffía!“ — Sebialsen leit gremju- lega á konuna sína. „Manstu þegar ég var ungur — hvað átti ég og hvað átti hann faðir minn? — Ekkert, en allt mjakaðist í rétta átt. Okkur þótti vænt hvoru um annað, það var mest um vert. Hvað mundirSu hafa sagt ef foreldrar þinir hefðu bannað þér að vera með mér?“ „Það er annað mál,“ sagði hún. ' „Ef þú eyðileggur þetta fyrir Elsu og Sveini verða þau kannske böeði ógæfusöm alla ævina. Ég álít að ting- ar manneskjur sem elskast eigi að fá að eigast. Foreldrar eiga aldrei að sletta sér frarn í þess háttar. ViS er- um ekki hóti betri en Kryber. ÞaS er besta fólk og Sveinn besti piltur. Mér finnst við getuni veriS ánægð. Og nú skulum við tala um eitthvað annað.“ „Við gerum það ekki.“ Frúin vildi ekki láta undan. „HeldurSu að það sé rétt af Sveini að lialda Elsu úti langt fram á nótt?“ „Hægan ,hægan, það kom nú fyrir að þú sveimaðir úti í tunglsljósinu fram undir morgun líka. Hefirðu gleymt því, Soffía?“ „Þú álitur að Elsa eigi að fá að gera hvað sem hún vill?“ „Góða, talaSu nú eitthvað aS viti. Fllsa og Sveinn hafa ákveðið að giftast. Ætli það standi ekki á sama hvort hún kemur heim klukkan tvö eða klukkan tuttugu og þrjú!“ „Nei, það er nú eitlhvað annað.“ ,jÞessi tími, fyrir giftinguna, cr sá langskemmtilegasti, áhyggjuminnsti þau dreymir um alla ánægjuna sem þau muni njóta i hjónabandinu. Þau Iiugsa ekkert um að hjónabandið liafi líka álhyggjur og' örðugleika — þau lialda að það sé dans á rósum, að ást- in vari eilíflega. Og það er gott. Þeg- ar þau liafa verið gift nokkur ár hugsa þau lil baka — en ekki um fyrstu hjú- skaparárin, heldur á tilhugalífið, þvi að þá vissu þau ekkert um alvöru lífs- ins, Við megum ekki spilla fyrir þeim tilhugalífinu.“ „Jæja, nú er nóg komið — það þýðir aldrei að deila við þig, en sá dagur mun koma að þú iðrast. Það eru eng- ar töggur í honum Sveini — liann verður aldrei að manni. Aumingja Elsa, að lenda í þessu. Ég vona að Knútur verði heppnari. Hann er lika Framhald á bls. 14. ÞÆGILEGUR KJÓLL. — Þessi kjóll er bæði þægilegur og hentugur. Það má auðveldlega klæðast honum í skrifstofuna eða búðina ef maður ætlar svo að heimsækja kunningjann á eftir. Pilsið, sem er fellt, er saurnað við sléttsniðinn efra hlutann rétt um mjaðmirnar. Bolurinn er hár í háls- inn, hnepptur með einum hnapp. Lít- il klauf á ermunum. rA% EINKENNILEGIR BRÚÐKAUPSSIÐIR % % % % 5 Sinn er siður í landi hverju. Og með aukinni menningu þjóð- anna verði siðirnir einfaldari. Nú getur fólk farið heim í stofu til prestsins eða til fógetans og Játið gefa sig saman i snarkasti og án þess að þeirra nánustu ■hafi hugmynd um það fyrr en eftir á, að viðkomandi hjú séu harðgift. Þetta var öðru visi hjá villi- mönnunum. Þar er smekkurinn annar og serimoníurnar marg- brotnari. Hjá sumuni negraþjóð- um er fitan mælikvarði á kvcn- lega fegurð. Enginn vill líta við þeim horuðu, en fegurst þykir að kvenfólkið sé silspikað, helst svo feitt að því sé erfitt um gang. Stúlkan verður að vera feit til þess að fá að giftast. Þegar faðir hennar hefir selt brúðgumanum liana er hún sett í kofa ein sér og fituð eftir öllum kúnstarinnar reglum í allt að því átta mánuði. Þá á hún helst að vera orðin svo feit að bera þurfi hana á börum til brúðgumans. í Ástraliu er manni úthlutað tengdamóður, áður en hún hefir eignast dótturina, sem maðurinn á að eiga. Og sé þún svo óheppin að eignast fleiri dætur en eina getur tengdasonarefnið krafist að fá þær allar. En ef hann kærir sig ekki um þær getur hann gefið eða selt kunningjunum þær. Og þó að hann giftist einhverri þá getur hann gefið hana eða selt, ef hann verður leiður á henni. Þetta mun ýmsum þykja einkar gott fyrirkomulag. En í Indlandi mundi það ekki liðast. Þar er annar háttur á. I Indlandi sjást hjónaefnin sjaldnast fyrr en sjálft hrúðkaups- kvöldið er brúðguminn kerriur til að sækja stúlkuna. Þegar hann kernur í hús tengdaforeldranna er hann látinn setjast á silkisvæfil og svara öllum spurningum, sem fyrir hann eru lagðar um ástæður hans og líferni. Siðan klæðist hann i rauðan silkislopp og er leiddur inn í bænahús fjölskyld- unnar. Þar er hrúðurin með slæðu fyrir andlitinu og nú eru þau gefin saman. Siðan hnýtir faðir brúðarinnar löfin á fötum þeirra saman, og síðan er slæða lögð yfir þau. Og nú fær brúðguminn að sjá andlit brúðarinnar. í múhameðstrúarlöndum giftist fólk svo ungt, að þar eru ömmur oft ekki nema 25 ára. Móðirin velur sonum sínum konur, en ekki fá þeir að sjá andlit konuefnisins fyrr en brúðkaupskvöldið. Þá verður hann að ganga út á dyra- pallinn og lirópa þakklæti til allra og lýsa hrifningu sinni á konunni. Apiónarnir í Paraguay stinga dætrum sínum í poka undir eins og þær hafa selt brúðgumanum þær. Þar verða þær að dúsa þangað til brúðguminn kemur og hirðir þær. Hjá dajökum í Lingga réttir móðir brúðarinnar öllum viðstöddum hnetur, sem þeir eiga að tyggja meðan rætt er um hve mikla sekt hrúðguminn eigi að borga ef hann skilji við konuna. Og sums staðar í Malakka eltír brúðguminn brúði sína alla brúð- kaupsnóttina, með logandi kyndil í hendinni og hótar að brenna hana. ’Þessu likur ekki fyrr en brúðurin dettur út af steintipp- gefin. Samojedar í Síberíu kaupa sér konu fyrir svo eða svo rnörg hreindýr, og á eftir halda þeir veislu fyrir tengdapabbann og gefa honum ket og brennivín. En brúðurinni sinnir enginn, því að hún telst aðeins veta húsdýr. í Kína eru börriin trúlofuð tveggja ára gömul og er það bind- andi. Deyi strákurinn má stúlkan sem heitin var honum aldrei giftast. Hjá basútonegrunum i Afriku kýs faðir syni sínum konu. Kaupverðið er greitt i nautpen- ingi, og þegar faðirinn fer i bón- orðsfcrð segist hann vera bláfá- tækur til þess að geta prúttað sem mest. Ef faðir stúlkunnar fellst á tilboðið, sendir hann biðl- inum dósir með neftóbaki og tek- ur nú öll fjölskylda hans i nefið. En brúðurin fær tuðru með nef- tóbaki og gengur með hana í bandi um hálsinn. Svo senilir faðir brúðgumans brúðarföðurnum þá tölu nautgripa, sem talað var um! Zulukaffarnir kaupa líka brúð- ir fyrir nautpening. Þeir dansa kringum brúðhjónin og syngja niðvísur, karlmennirnir um kven- 'fólkið og kvenfólkið um karl- mennina. Hjá sumum negraættum i Ausl- ur-Afríku er það regla, að ef stúlkan verður ólétt í trúlofun- arstandinu, mega hjónaefnin ekki eigast, þótt unnustinn sé faðir að barninu. * & & W 1%. % '*;-■ í 3.. 3 % Fíllinn er ekki fullvaxta fyrr en hann er orðinn 25 ára, en tamdir fílar cru oftast nær latir og reyna að skrópa — alveg eins og unglingarnir. EINSTAKUR MEÐAL FRAKKA er hann þessi frá Hubert de Givenchy, sem hann hefir gert handa efnuð- um viðskiptavinum. Skikkjan (pela- rinen) er bundin að framan og erm- arnar víðar. Þessi frakki fer ekki vel tiema háum og grönnum. en þá er hann líka hrífandi fallegur. Bretar voru löngum mesta siglinga- þjóð heimsins, en nú er það af sem áður var. Bandaríkin eru konrin fram úr þeim. Kaupskipafloti þeirra er 27.ö milljön smálestir, en Breta 22.6 mill- jón. Næstir eru Norðmenn með 6.9 smálestir og þá Panama með 3.7, Frakkland með 3.6, ítalia 3.5, HoIIand 3.3, Japan 2.8, Sviþjóð 2.3 og Rúss- land 2.3. Guba er „stærsta" sykurland verald- ar og framleiðir 7,2 milljón smálestir af sykri árlega, en næst gengur Rúss- land með 2,1, Bandnrikin með 1,9 og Brasilía með 1,7.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.