Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 16.03.1956, Blaðsíða 3
F Á L K I N 3>’ 3 íslenslta sen4iherrafrúiit í Ottawa >>>>>>>>>>>>>>->>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>->>>>>>>>>>>> Frú Ágústa Thors, íslenska sendiherrafrúin í Ottawa. í fyrra, þ. 26. maí, var ég staddur í blaSamannalióp í Ottawa, höfuðborg Kanada, er enski þátttakandinn úr hópnum kemur hlaupandi til mín meÖ stærsta blað borgarinnar, bendir á stóra niynd á forsíðunni og spyr: „Eru allar konur á Islandi svona fal- legar?“ Ég leit á myndina og sá að hún var af sendiherrafrú Ágústu Thors. En blaðamanninum svaraði ég því, að nei, því miður væru þær það r.ú ekki allar, og jafnvel ekki nema fáar. En yfirleitt þættu íslenskar kon- ur fallegar samt. „Ganga allar islensk- ar konur þá i svona skrautlegum bún- ingi?“ spurði Melville hinn enski, hann var frá „Sunday Pictorial“ i . London. Nei, það er nú ekki nema sjaldan, svaraði ég, — það væru ekki nema fáar konur nú orðið, sem not- uðu þjóðbúninga, og þetta væri við- hafnarútgáfan af honum, og væri ekki r.otuð nema við hátíðleg tækifæri. En Melville hélt áfrarn að horfa á mynd- ina og sagði: „Ef ég fengi þessa mynd í „Sunday Pictoria!“ mundi ég sctja Honunpr ritbnndosolnornnno William C. Jrosl iðluhöldur á bcsia rithandasafin í heimi í vor sem leið fór hraðlestin milli London og Edinburgh af sporinu og fórust þrir menn en margir særðust. Gráhærður karl kom skríðandi undan einum vagninum senr oltið hafði, beinbrotinn og lagaði úr honum blóð- ið. Læknir og hjúkrunarmenn flýttu sér til hans, en hann bandaði hend- inni og sagði: „Hvar er rithandabókin mín? Hún hlýtur að vera undir vagri- inum og þið verðið að ná í hana!" Mennirnir héldu að kariinn hefði brjáiast við áfallið, úr því að hann fór að tala um rithandabókina sína, beinbrotinn og særður. En hann var nú samt með öllum mjalla. Þetta var William L. Frost, stóriðjuhöldur frá Worcester, og hann á besta rithandasafn sem lil er í heim- inum. í rithandabókinni hans eru yfir 40.000 nöfn, og þar má finna nær öll kunnustu nöfn sem til eru, ekki síst þjóðhöfðingjanöfn. Frost hefir verið að safna í bókina marga ára- tugi og vill ekki seija hana þótt milljón dollarar væru í boði. Svo að það var engin furða ]ió að hann vildi ekki missa skrudduna þarna í brautarslys- inu. — Hann neitaði að fara á spítal- ann fyrr en bókin væri fundin. ,,SAMSÆRI“ GEGN ZARNUM. Þetta skilja sjálfsagt ekki aðrir en þeir, sem eru rithandasafnarar sjálf- ir. Og Frost er ekki aðeins kóngur yfir hana: „Fallegasta kona i heimi í fallegasta kjól í heimi.“ En tilefnið til myndarinnar var það, að kvöldið áður hafði ríkisstjórinn í Kanada, Vincent Massey haldið hina árlegu stórveislu sína fyrir útlenda sendiherra og allra helstu menn Kanadaríkis. iÞangað kom Thor Tliors sendiherra í Washington, sem jafn- framt er sendiherra íslands í Kanada og fleiri ríkjum, ásamt frú sinni. Þarf ekkd að spyrja að þvi, að meðál hinna 700 gesta hafi verið margt glæsilegt fólk og margs konar smekklegir bún- ingar. Þótti mér gaman að sjá, að ís- lenski hátíðarbúningurinn og íslenska sendiherrafrúin vekti svo mikla at- hygli blaðaljósmyndarans, að hann kysi einmitt að birta þessa mynd frá hinni frægu veislu. — Og þess vegna hefir Fálkinn leyft sér að birta þessa mynd. Þó hún sé nokkuð stór þá er hún samt smásmíði hjá útgáfunni, sem var í Ottawablaðinu. * Sk. Sk. rilhandasafnara heldur er hann lika formaður rithandasafnaraklúbbsins í London. í bókum hans er skráð hvern- ig menn hafi komist yfir ])essi og ];essi nöfn. Og liti maður í þessa „prótokolla“ á maður bágt með að stilla sig um að hrista höfuðið og segja, að þessari fyrirhöfn og peninga- útlátum hefði nú verið betur varið til einhvers þarfara. Að þvi er Frost snertir þá nær rit- handasafn Iians ekki aðeins til kon- unga, svo sem Georgs V., Edwards VII. og Georgs VI. og drottninganna Mary og Elizabeth og annarra þjóð- höfðingja í veröldinni heldur og til stjórnmálamanna og kunnra vísinda- manna og íþróttamanna og listamanna, Árið 1913 hafði hann einsett sér að ná i nafn Nikulásar Rússakeisara. Zar- inn var viðstaddur hersýningu i Eng- landi og við það tækifæri fannst undir vagni hans miðaldra maður. Lögreglan þóttist viss um að þarna væri kominn níhílisti, sem ætlaði að drepa zarinn. Hann var tekinn og handjárnáður. En það þótti skritið að engin sprengja fannst á manninum heldur aðeins sjálfblekungur og bók. Við yfirheyrsluna kom það fram að mað- urinn hefði ætlað að eignast rithönd zarsins, og taldi lögreglan þá að mað- urinn væri vitlaus og lá við borð að hann lenti á hæli. Zarinn frétti um þetta og bað um að manninum yrði sleppt og skrifaði honum bréf. Og þar fékk mr. Frost þær sárabætur sem bann óskaði. MOLLISON — EKKI LINDBERG. Einn félaginn í rithandaklúbbnum í London hafði einsett sér að ná i rithönd Charles Lindbergs flugkappa. Hann faldi sig í flugvélinni, sem hann liéll að Lindbergh ætti. En hann hafði farið flugvélavillt, og inn í vélina kom flugmaður sem hann kannaðist ekkert við. Hann hét Jim Mollison og nú flaug hann á burt með laumufarþegann. Þegar hann fann hann varð hann mjög reiður og hótaði að fleygja hon- um útbyrðis i fallhlif. En svo fór að hann lenti og skilaði honum af sér og skrifaði nafnið sitt í bókina hans. Nokkrum árum síðar var Mollisoji orðinn einn al' frægustu flugköppum í heimi. Þessi dæmi sýna, að það er stund um haft mikið fyrir að ná rithöndum manna. Einn fékk svo vænan löðrung er hann bað um rithönd, að hann gekk með bólgna kinn i marga daga — það var hnefakappinn Jack Dempsey, sem afgreiddi löðrunginn. Það skal tekið fram Dempsey lil af- sökunar, að hann hélt að maðurinn væri innbrotsþjófur og þótti þvi viss- ara að verða fyrri til að lumbra á honum, — En þegar það sanna vitn- aðist i málinu fékk maðurinn þó rit- höndina — í kaupbæti á löðrunginn. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.