Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 16.03.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Christie heldur báðum höndum fyrir andlitið, er hann er leiddur úr lögreglubílnum inn í réttarsalinn. MÁLIÐ gegn John Reginald Halliday Christie er cinkar athyglisvert, ekki aðeins af þvi, að það snertir mörg morð, framin á tíu árum, 'heldur vegna þess að Christie meðgekk morð, sem annar maður hafði verið hengd- ur fyrir. Sagan hefst í skuggalegu smáhúsi á Riliington Place, Notting Hill í London í mars 1953. Þar höfðu Christie og kona hans átt heima í nr. 10 í 15 ár. Þennan marsdag var leigj- andinn að setja upp hillu fyrir út- varpstækið sitt í eldhúsinu hjá Christie. Þegar hann barði i vegginn var holt undir. Hann reif þá vegg- fóðrið og sá í beran mannshrygg. Maðurinn gerði lögreglunni þegar að- vart og þegar hún fór að skoða betur sást að hólf hafði verið gert í múr- vegginn, og í því voru lik þriggja kvenna. í stofunni lá eitt konulíkið enn, undir lausum fjölum á gólfinu, og hafði mold verið sailað yfir. Næstu daga reif lögreglan sundur veggi og eldstæði og rannsakaði húsið til hlítar, en meira fannst ekki. En við uppgröft í garðinum bak við hús- ið fannst mikið af mannabeinum, sem virtust vera úr tveimur konulíkum. Iíonurnar í veggnum höfðu verið kyrktar, en líka voru ummerki eftir kolsýrlingseitrun. Líkið undir gólffjölunuin var af frú Christie. Systir hennar og bróðir í Sheffield þekktu það. Siðast liafði systirin frétt af frú Christie í bréfi frá henni, 15. des. 1952, og neðan á það bréf hafði Christie skrifað: „Etliel hefir ekki umslag, svo að ég verð að senda bréfið frá vinnustaðn- um.“ Fyrir jólin fékk systirin bréf frá Christie, þar sem hann segir að konan hans hafi beðið hann um að skrifa jólakortin, því að hún sé með gigt í fingrunum. 17. júni skrifaði systirin til baka en fékk ekki svar. Enginn nágranninn hafði séð frú Christie síðan fyrir jól, og Ghristie hafði gefið ýmsar skýringar á því: Þeim hafði orðið sundurorða og hún farið frá honum. Hann ætti að taka við nýrri stöðu, sem fyrst var í Rirmingham, svo í Northampton, Chester og Sheffield. Og konan var farin á undan, sagði liann. Það var óhjákvæmilegt að gruna Ghristie, þvi að hann liafði farið skyndilega burt 19. mars og leigt öðr- um lierbergin, án þess að hafa leyfi til þess. Hann fékk lánaðar handtösk- ur hjá nýju leigjendunum og þeim sýndist hann fylla þær af kvenfatn- aði. Grunurinn varð sterkari er það sást að dagsetningunni á bréfinu frá 15. des. hafði verið breytt. Annað fólk í húsinu liafði tekið eftir því siðan í október að Christie liafði helit sótthreinsunarvökva í vasl^inn og á gólfið í ganginum. GESTURINN VIÐ PUTNEY. Lögreglan hóf leit að Christie um alla London, á þeim stöðum sem glæpamenn fela sig helst. Innan skamms komst hún á slóðina. Hann liafði dvalist í Kings Cross Road 20.— 25. mars. En þaðan var hann horfinn þegar lögreglan kom. Þennan dag voru öll blöð full af fréttum af morðunum á Notting Hill, og snemma þennan morgun var lög- regluþjónn á vakki meðfram Thames á Putney Embankment og sá mann, sem hallaði sér fram á grindurnar á brúnni. Lögregluþjónninn tók hann tali. Hann sagðist heita Waddington, og sýnir þetta hve oft glæpamenn skortir hugkvæmni, því að þetta var nafnið á mági Christies. En það vissi lögregluþjónninn ekki þá. Samt vakn- aði grunur hjá honum og hann bað manninn um að koma með sér á Putney-lögreglustöðina. Lögregluvagn ók framhjá í þessu og tók þá. Á leiðinn tók maðurinn upp skír- teini og rétti lögregluþjóninum það þegjandi. Á spjaldinu stóð: JOHN CIIRISTIE. Þegar kom á stöðina var Christie leiddur fyrir fulltrúann,, sem sagði ho’num að lik frú Christie væri fundið, og spurði hvað hann gæti upplýst um það mál. Þessi litli maður, með þykku gler- augun, sem liktist fremur útslitnum skrifstofumanni en stórmorðingja, fór allt i einu að gráta: — Hún vakti mig ... Hún lá og lióstaði eins og hún væri að kafna ... Svo — svo vitið þér hvað ég gerði ... Nú taldi fulltrúinn ástæðu til að að- vara hann. Christie gaf svolátandi skýrslu: Aðfaranótt 14. des. hafði hann vakn- að við að konan hans engdist eins og hún hefði krampa. Hún var blá i framan og hóstaði. Þá tók hann sokk og batt um ihálsinn á henni svo að hún skyldi sofna ... Svo hélt hann áfram: — Ég iét hana liggja þarna i rúminu 2—3 daga og vissi ekki hvað ég átti að gera. Þá mundi ég að nokk- ur borð i forstofugólfinu voru laus, svo að ég held að ég hafi vafið hana í ábreiðu og stungið henni undir gólf- ið og borið mold yfir. Eftir jólin hafði hann selt innbúið sitt. Hann seldi einnig giftingarhring konunnar og gullúr, af þvi að hann var í fjárþröng. Staðfesting á þessu fékkst hjá skartgripasala, sem sýndi rétt nafn og heimilisfang Christies í bókum sínum. Þegar hann var handtekinn fannst á honum kvittun fyrir ábyrgðarbréíi til banka i Sheffield. Bankinn hafði fengið bréf, dagsett 26. janúar 1953 og undirritað Ethel Christie, með beiðni um að fá senda peninga, sem hún ætti inni á hlaupareikningi. — Bankinn sendi upphæðina: tíu pund 15 sh. og tvö pence og fékk kvittun undirskrifaða „Ethel Christie". Nafn- ið var vel stælt og bankann grunaði ekki neitt. Nú var Ghristie kærður fyrir að liafa myrt konu sína og úrskurðaður í gæsluvarðhald og rannsóknin hélt áfram. Christie hafði látið þess getið að Iiann þjáðist af sífelldum liöfuðverk, svima og niðurgangi, og hafði hann oft leitað læknis árin 1948-—’52. Lækn- irinn staðfesti þetta. Hann hafði einn- ig ráðlagt Ghristie að leita geðveikra- læknis, en það hafði hann ekki tekið í mál. SCOTLAND YARD. — IV. GREIN. c H R T 15 T T E ittálið ★ ÓRÁÐIN GÁTA HVERJAR VORU HINAR? Ldgreglan hélt áfram rannsókninni á liverjar hinar konurnar mundu vera. Það tókst að komast að því. Ýmsir höfðu séð þessar konur með Christie. Sjálfur sagðist liann hafa hitt þær af tilviljun og þær hefðu orðið með sér heim. Alltaf hafði honum lent í rifr- ildi við þær, sagði hann. Þær hefðu neitað að fara og svo hefði lent i áflogum og þær hefðu skollið á gólfið eða dottið á stól. Christie kvaðst ekki muna nánari atvilc að því. í einu tilfelli rámaði hann í að föt kon- unnar vöfðust að hálsinum á henni, og í annað skipti sagðist hann hafa komið að konu sitjandi á stól mcð snæri um hálsinn — og sú þriðja — ja, hún lá bara dauð á gólfinu. Hann hélt að hann hefði fleygt þessurn þremur líkum inn i hólfið í veggnum. En krufningin sýndi að ummerki eftir kolsýrlingseitrun voru á öllum líkunum nema frú Christie. Það var mikilsvert atriði í sambandi við síðari skýrslu Chrislies viðvíkjandi öðru líkinu, sem fannst í garðinum ... Menn frá Scotland Yard liöfðu grafið upp allan garðinn, niður á leir- lag, sem aldrei hafði verið hróflað við. Þetta var margra daga verk cn borgaði sig. Þeir fundu bein, hár, fatnað og blöð. Beinunum var raðað saman í tvær beinagrindur, sem urðu nærri því heilar. Það vantaði aðein.s hauskúpuna og fáein bein i annarri. Hauskúpunni var raðað sarnan úr 92 smábeinum. En hina vantaði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.