Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 16.03.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 í lögreglubókunum frá 1949 mátti sjá, að í sambandi við bvarf frú Evans nokkurrar, sem átti heima á sama stað og Christie, hafði lögreglan frétt að hundur Christies hafði grafið íhauskúpu upp i garðinum. Þetta stóð ekki í neinu sambandi við morð frú Evans, lík hennar fannst í úthúsi rétt rétt á eftir. Christie hafði tekið haus- kúpuna og fleygt henni ofan í kjall- ara á húsi, sein liafði orðið fyrir sprengju. Þar fann lögregian hana síðar. Læknirinn sem rannsakaði hana, taldi hana vera af 33 ára konu. Þetta var tilkynnt, en engrar konu hafði verið saknað, svo að haldið var að þessi kona iiefði farist í sprengju- árás. En nú var auðséð að hauskúpan til- lieyrði beinagsindinni úr garðinum hjá Ohristie. Smásjárannsókn leiddi í ljós að báðar konurnar höfðu verið grafnar í garðinum í öllum fötunum fyrir 9—10 árum. Ennfremur upp- iýstist að önnur konan mundi hafa verið 21 árs, um 170 cm. á hæð og ein tönnin var með silfurkrónu, eins og læknar i Mið-Evrópu eru vanir að nota. Hin konan liafði verið 30—40 ára og 158 cm. á liæð. Þessar tvær konur voru aukaatriðið i Christie-málinu, svo að almenningur fékk aldrei glögga vitneskju um hvi- líkt þrekvirki læknarnir frá London Hospital unnu þarna. En skjalasafn Scotland Yard geymir allar upplýs- ingarnar: í ágúst 1943 livarf ung flóttastúlka — lluth Fiirst hét hún og var frá Wien. Hún var þá 21 árs. Annarrar konu var saknað árið eftir. Hún liét Muriél Amalia Fady, 32 ára, og vann í útvarpstækjaverksmiðju í London. Þegar hún fór frá frænku sinni í Putney 9. okt. 1944 sagði hún: — Ég verð ekki lengi burtu . . . Síðan hafði enginn séð hana. Hún var í svörtum kjól. Tætlur úr svörtum silkikjól fundust i garði Christies. Lögreglan þóttist viss um að það væru beinagrindur þessara tveggja kvenna, sem hefðu fundist í garðinum. En eftir svona mörg ár var ómögulegt að sanna neitt samband milli þeirra og Cliristies. Þess vegna heimsótti yfirfulltrúinn Christie i fangelsinu, i samráði við verjanda lians. Fulltrúinn spurði hvort hann vildi segja nokkuð um leifarnar, sem hefðu fundist i garði hans. Og Christie gal' skýringu, sem staðfesti það álit, sem lögreglan hafði komist að. Hann liafði ■hitt Ruth 'Fiirst 1943. Hún fór með honum inn. Þar kyrkti hann hana með snæri og gróf hana í garðinum. Er hann pældi garðinn nokkru seinna fann hann hauskúpu sem hann brenndi. Hann hafði unnið í útvarpstækja- smiðju og kynnst Muriel Fady. Eitt kvöldið heimsótti lnin hann, og kvart- aði undan sárindum í hálsi. Hann lét ihana anda að sér salva úr krukku, sem var í sambandi við gasleiðsluna. Salvinn deyfði gaslyktina og Muriei féll í ómegjn. Kolsýrlingur hafði líka fundist í likunum i veggnum. Christie minnti að hann hefði bundið sokk um hálsinn á henni og grafið liana í öllum fötunum. Síðar sagðist hann ekki muna hvort það liefði verið Rutb cða Muriel, sem hann hefði gefið gas. En hann var viss um að hauskúpan sem hundurinn liafði grafið upp, væri af Muriel. HVER MYRTI FRÚ EVANS? Christie gaf þessa skýrslu í viður- vist verjanda sins. Og nú minnist hann fyrst á aðdragandann að dauða frú Evans. Ilinn 2. desember 1949 fannst hún og 14 mánaða dóttir henn- ar, Geraldine, í skúr hjá Rillington Place 10. Þær höfðu báðar verið kyrktar. Evans bjó i ibúðinni yfir Christie og fór á burt 14. nóv. Hann fannst bráðlega og játaði að liafa orðið konu sinni og dóttur að bana. Hann kom fyrir rétt 13. jan. 1950 og sækj- andinn byggði kæru sina aðallega á barnsmorðinu, þó að sönnunargögnin snertu einkum konumorðið. Christie og kona hans vitnuðu bæði á móti Evans. Þegar verið var að yfirheyra Christie var það borið á hann, að hann væri morðinginn eða vissi meira um morðin en hann vildi segja. En hann svaraði: „Það er lygi!“ Fyrir rétti tók Evans aftur játning- una, sem hann hafði gert fyrir lög- reglunni. En kviðdómurinn trúði honum ekki og liann var dæmdur sek- ur um barnsmorð og hengdur. Nú skýrði Christie frá að hann befði heimsótt frú Evans tvisvar i nóvember. Fyrra skiptið sá liann að liún hefði reynt að drepa sig á gasi. En ihann opnaði dyr og glugga og hún náði sér. Daginn eftir bað hún hann að hjálpa sér við sjálfsmorðið, sagði hann. Hann skrúfaði þá frá gashan- anum og liélt slöngunni upp að vitum hennar. iÞegar leið yfir hana skrúfaði liann fyrir gasið aftur. — Ég held að það hafi verið þá, sem ég kæfði hana, sagði hann. Og bætti svo við: — Ég notaði vist sokk, sem lá þar. Þegar liann liitti Evans sagði hann honum að konan hans hefði drepið sig á gasi. — En ég er viss um að skuldinni verður skellt á þig, af því að þér kemur svo illa saman við kon- una. Það hélt Evans líka og sagðist ætla að setja likið á flutningabíl og losna við það einhvers staðar. Málið gegn Christie hófst 22. júni 1953 og sækjandinn lagði mesta áherslu á morð frú Christie. Verj- andinn neitaði ekki að Christie hefði drepið konuna en reyndi að fá rétt- inn til að kveða upp úrskurðinn: „Sekur en geðveikur". Og i sambandi við þetta liélt hann öllum hinum morð- unum mjög á lofti. Aðstaðan var ein- kennileg: Sækjandinn talaði aðeins um eitt morð, en verjandinn vildi gera þau sem flest. Þegar Christie var spurður hvers vegna liann segði allt annað nú, en þegar liann bar vitni i málinu gegn Evans, svaraði hann: „Ég laug þá, því að ég var sakaður um bæði morð- in . ... Líklega af þvi að ég hafði aldrei snert á barninu ... Hann sagð- ist hafa verið búinn að gleyma Evans- morðinu þegar hann var handtekinn og yfirheyrður. En siðan hafði hann talað við læknana og verjandann og ínundi nú miklu meira, sagði hann. Það var einkennilegt, hve vel hanti mundi nú atvikin að morði frú Evans, en um hin morðin var hann í vafa um niargt. Tveir sálfræðingar voru i réttinum og hvor á sinu máli. Sálfræðingur verjandans taldi hann hiklaust brjál- aðan, en fangelissálfræðingurinn taldi liann óbrjálaðan, í laganna skilningi. Réttarforsetinn benti á, að það sem kviðdómendurnir yrðu fyrst og fremst að byggja úrskurð sinn á væri það, hvort hann liefði vitað hvað hann var að gera, og ef svo væri, þá livort hann gerði sér grein fyrir hvort hann væri að fremja glæp. Kviðdómurinn var klukkutíma og 22 minútur að ráðgast um málið og komst að þcirri niðurstöðu að Christie væri sekur. Málið var þar með útkljáð livað Christie snerti. En mörgum fannst framburður hans viðvikjandi frú Ev- ans benda á, að Evans hefði verið sak- laus, er hann var dæmdur til dauða þremur árum áður. Hann liafði að vísu verið dæmdur fyrir að myrða dóttur sína en ekki konuna, en ef nokkuð væri satt í framburði Cbrist- ies væri sennilegt að liann liefði drep- ið barnið líka. Þetta varð til þess að innanríkisráðuneytið setti nefnd manna til að rannsaka enn betur ölt atvik að dauða frú Evans og dóttur bennar. Nefndin rannsakaði málið og yfir- heyrði 23 vitni, jíar á meðal Christie, sem nú beið dauða sins. Og nú voru svör hans allt önnur en fyrir réttinum. — Þetta er alll í þoku fyrir mér, sagði hann. — Ef einhver kæmi hérna og segði: „Það er auðvitað að þú gerð- ir það. Nóg er til af sönnununum", þá mundi ég játa að ég hefði gert það ... I samtali við fangelsisprestinn sagði liann, að þegar hann hefði talað við verjanda sinn um þetta, hefði hann verið ruglaður og fundist best að meðganga sem flest morð. Álit nefndarinnar geklc í þá átt að sannanirnar gegn Evans, á því að hann liefði myrt dóttur sína, væru svo miklar, að varla gæti verið vafi á að hann hefði myrt konu sína lika. Nefndin áleit líka að Christie hefði verið kominn á þá skoðun að það mundi verða honum til málsbóta að hann meðgengi morð frú Evans líka. Hinn 13. júlí skilaði rannsóknar- nefndin áliti sinu og 15. júli var Cliristie hengdur. Þannig lauk þessu máli. Um eitl skeið leit út fyrir að Evans hefði orðið fyrir dómsmorðí, en álit nefndarinnar tók af allan vafa um þetta. * Endir. í 1600 kílómetra fjarlægð frá jörðu er alger kyrrð og ekki mundi heyrast neitt hljóð þar þó hleypt væri af fall- byssu. Þár er nefnilega ekkert and- rúmsloft handa hljóðbylgjunum að berast í. Verðlaunasamkeppni fór fram í Cavour í Ítalíu meðal feitustu kvenna i landinu. Skyldi kjósa þar „fitu- drottningu“. Sú sem bar sigurinn úr býtúm hét Benita Copra frá Firenze. Hún vóg 151 kíló. Sú léttasta sem tók j)átt i samkeppninni var aðeins 110 kíló.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.