Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 16.03.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN SABRTN5 ★ ★ ★ ★ Kvikmyndasaga úr daglega lífinu vafalaust með hausinn troðinn af töl- um, hlutabréfaskráningum og gengis- sveiflum. — Þú verður að skilja, að maður ferðast ekki svona, gegnum París, Lín- us, sagði hún. —Maður á að eiga heima í Paris. Þar breytist maður — verður að nýjum manni ... — Það var líklega þess vegna, sem ég var aðeins 35 minútur þar. Það hefir verið sjálfsvörn ... Sabrina skildi að þetta átti að vera glens, en ihún fann til alvörunnar á bak við. Línus hafði aldrei viljað vera öðru vísi en hann var — fyrr en nú. En nú vildi hann auðsjáanlega ekki halda samtalinu áfrairi. Hann starði út í sjóndeildarhringinn og sagði: — Það er að hvessa. Kannske það sé best að fara að halda í áttina heim. Hann breytti stefnu og sigldi beint heim að bryggjunni við Norðurströnd án þess að segja eitt einasta orð. Hann lagði að bryggjunni, jafn þög- ull og fáskiptinn og varð eftir til að taka niður seglin, en Sabrina fór ein lieim. Nei, það var vandi að skilja Línus! Sabrina hitti föður sinn fyrir utan bílskúrana. Hún vissi að honum mundi ekki faiia spurningin, en samt spurði hún hvað hann áliti um Linus. Hvers konar maður var hann eiginlega? Hafði hann nokkurn tíma talað um hana? Faðir hennar svaraði hkt og liún hafði búist við: — Góða Sabrina, bílstjórinn er til þess að stýra bílnum og hafa gát á veginum. Og Sabrina fann að faðir hennar var heldur ekki upplagður til að hafa iangar samræður þennan lieita sumar- dag. Og honum var ekki um það gefið að tala um ihúsbændur sína. GLETTIN! — Stúlkan með stóra hatt- inn virðist vera til í allt. Hún heitir Brigitte Bardot og er frönsk upprenn- andi kvikmyndadís og vekur athygli margra ungra manna, sem skrifa henni bónorðsbréf. En það er meinið, að Brigitte er harðgift. SABRINA FÆR BOÐ. Linus ók á skrifstofuna á sama tíma og hann var vanur, morguninn eftir, og Saþrina hugði að honum mundi finnast að hann hefði rækt að fullu skyldur sínar sem staðgengill bróður síns. Húsið var eins og í eyði, og enn varð hún ekkert vör víð Davíð. Hann varð að hýrast i herberginu sínu, og Sabrinu fannst á sér að honum mundi ekki líka að fá heimsókn. Það var lield- ur ekkert alvarlegt að honum. Öllu fremur broslegt. Timinn leið seint og það var meira að segja of heitt til að fara i sjó. En þá var spurt eftir Sabrinu í sím- anum. Það var Linus sem hringdi og spurði 'hvort hún vildi koma með honum i leikhús í kvöld og svo á dansstað á eftir. Sabrina trúði varla sinum eigin eyrum. Línus! Út að dansa? Það var ótrúlegt. Hann stakk upp á að Sabrina kæmi til hans á skrifstofuna klukkan sjö, og áður en hún hafði áttað sig hafði hann slitið sambandinu. .Stundvíslega klukkan sjö — ég verð að verða eins og Línus, hugsaði hún ineð sér — stóð hún við skýjakljúfinn, sem Larrabee hafði skrifstofur sínar. Lítil marmaraplata með gullstöfum var það eina, sem benti til livaða fyrirtæki og peningamusteri hann hefði að geyma. Og nú var það sjálfur æðstipresturinn sem hún átti að liitta í hinu allrahelgasta, og henni fannst skrítið að hún skyldi aldrei hafa stigið fæti inn fyrir þessar dyr, þó að hún hefði alist upp i brauði þessa fyrir- tækis frá barnæsku. Hún fór í lyftunni upp á efstu hæð, þar var skrifstofa Larrabees. Allar dyr stóðu opnar, og það var auðséð að hann átti von á lienni. Sabrina gekk gegnum fremri stofurnar og loks kom hún auga á Línus. Hann sat við gríðarstórt spegilfagurt skrif- borð með kynstur af símtækjum og talvélum kringum sig. Veggirnir í skrifstofunni voru þiljaðir með mahogní, og stóiarnir fóðraðir með dýru leðri. Fjöldi glugga á veggnuin, sem vissi út að ánni. Línus var að lesa einhver skjöl og lieyrði ekki þegar iiún kom inn — ekki fyrr en hún ræskti sig. Þá spratt hann upp og kom á móti henni. — Velkomin Sabrina, sagði hann og tók i hönd liennar. — Það var gaman að þú gast komið. Sabrina vissi ekki hverju hún átti að svara, en hann hafði ekki búist við neinu svari frá henni. — Komdu, ég ætla að sýna þér dálítið, sagði liann. Hann hélt í höndina á henni og leiddi hana að einum glugganum fyrir innan skrifborðið. Sabrina tók öndina á lofti. Þarna var ævintýralegt útsýni. Þar sást yfir allt Manhattan og þarna var áin. Og langt í fjarska sá hún Atlantshafsskipin, sem litu út eins og leikföng úr þessari hæð. — Er óliætt að trúa þér fyrir leynd- armáli, Sabrina? sagði hann og hélt svo áfram að bíða eftir svari: — Já, það getur þú vafalaust. Sérðu skipið þarna — þetta hvíta, lengst til hægri? Sabrina leit þangað sem fingurinn benti. — Það er franska skipið „La Liberté“, sagði hann. — Það fer á fimmtúdaginn. Og þá ætla ég að vera innanborðs. Sabrina var dálitla stund að átta sig á þessu. En svo rann upp fyrir henni hvað í vændum var. Línus ætl- aði til Parísar. Og hann ætlaði með skipi! Ekki með flugvél! Var þetta hugsanlegt? Gat hann yfirgefið þessa skrifstofu? Gat hann gleymt fyrirtæk- inu? Gat hann gleymt sjálfum sér? Það var svo að sjá. Linus sneri sér að henni og sagði ákafur: — Ég er þreyttur, Sabrina. Þreyttur á skrifstofunni, þreyttur á skrifstofustúlkum, þreyttur á kaup- sýslu. Ég ætla að flýja frá því öllu. Sabrina liorfði spyrjandi á hann. — Það hefðir þú átt að gera fyrir löngu, sagði liún lágt. Línus varpaði öndinni. — Ég skildi það þegar þú fórst að tala um Paris. sagði hann. Og ég vona að það sé ekki of seint, ennþá. Sabrina ihló. — Það er aldrei of seint að koma til Parísar! Ó, Línus, ég hlakka til — þín vegna! Þú liefir gott af því að komast burt frá þessu öllu ... — Hefirðu lesið Shakespeare? spurði hún allt í einu. Línus horfði á hana eins og álfur úr hól. — .Shakespeare? Ekki mikið. Hvers vegna spyrðu? — Nei, ekki af neinu sérstölui. Mér datt bara i hug setning, þar sem hann segir: „Það er til veröld fyrir utan Verona ...“ Það muntu sanna síðar. Línus klappaði lienni á kinnina. — Þú ert skrítin, Sabrina litla. Það kom- ast margs konar hugmyndir fyrir i kollinum á þér.“ En nú hefir honum kannske fundist hann vera orðinn full viðkvæmur. Hann leit á klukkuna og sagði: — Við verðum að fara, annars komum við of seint í leikhúsið. Mér er illa við að koma of seint. Nú sá liann aftur þann gamla Linus! Linus, sem hægt var að setja klukk- una eftir. Línus sem ekki þoldi slæp- insghátt eða óstundvísi, hvorki sjálf- um sér né öðrum. Meðan á sýningunni stóð var hann þegjandalegur, en er þau voru setst í gildaskálanum sagði liann nokkuð, sem gerði liana hissa. — Hvað er: „Bróðir minn á fallega vinstúlku?“ á frönsku? Sabrina leit forviða á hann frá hlið, en lét sér hvergi bregða. Hún þýddi setninguna brosandi og velti fyrir sér hvort hann mundi koma með fleiri svona spurningar, en hann varð þegj- andalegur eins og áður. En Sabrina reyndi liins vegar að koma Iionum á skrið — það var litið gaman að hon- um svona. — Veistu, Linus, sagði hún glettnis- lega er þau sátu í bílnum á leiðinni heim, — að mig langar svo mikið til að gera eitthvað — eittlivað sem ekki cr vel viðeigandi. Linus hleypti brúnum. Honum var ekki lagið að hlæja, en þó votlaði fyr- ir einhverju, sem gat orðið að brosi, í munnvikinu. — Maður á alltaf að gera það sem manni dettur í hug — er það ekki boðorðið nú á dögum? — Ágætt, sagði Sabrina. Hún laut fram og bretti niður hattbarðinu hans. Línus sagði ekkert. Loksins kom: — Er það betra svona? — Þú mátt ekki ganga um Champs Elysees og vera á svipinn eins og þú sérl i jarðarför, sagði Sabrina. — Hvernig kemst ég áfram í París án þess að hafa einhverja eins og þig lil að hjálpa mér, Sabrina. Einhverja sem getur þýtt málið fyrir mig og brett niður hattbarðið mitt. Sabrina fann að hjartað lioppaði í henni. — Þú hittir eflaust einhverja á skipinu, seni getur gert það eins vel og ég, svaraði hún og vonaði að hann tæki ekki eftir að röddin skalf. Línus leit við og horfði beint í aug- un á henni. — Hugsum okkur að ég væri tíu árum yngri. Hugsum okkur að þú værir ekki ástfangin af Davíð, og að ég bæði þig að ... Hann þagnaði og ákefðin hvarf úr augunum á honum. — Ég er sjáfsagt farinn að tala óráð, sagði hann beiskju- lega. — Já, ég held það, sagði Sabrina. En þó vissi lnin að ef hann hefði beðið hana að koma með sér til Par- ísar mundi hún hafa sagt já. Einmitt þá fannst lienni að það væri það ei.na sem máli skipti. En nú hafði hún fengið samviskubit. Hún hafði ekki hugsað til Davíðs eitt einasta skipti í allt kvöld! Hún varð fegin þegar þau sveigðu inn á hliðið á Norðurströnd. SAMVISKUBIT. Nei, Sabrina hafði ekki munað eft- ir Davíð í allt kvöld. Ekki eitt augna- blik. Hún varð að játa þetta fyrir FYRSTA BAÐ SALLY. — Mörgæsar- unginn Sally er tveggja mánaða og á heima í dýragarðinum í London. Og þarna á myndinn er verið að baða hana í fyrsta sinn. Foreldrar hennar standa hjá og líta eftir að baðvörð- urinn fari vel með ungann þeirra.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.