Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 16.03.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 sjálfri sér cr liún lá í rúminu sínu og starði gaiopnum augum upp í loft- ið. Hún skammaðist sín fyrir sjálfa sig, eigingirnina og hugsunarleysið. Því að það var Davíð sem iiún elsk- aði. Það var 'hann, sem hún hafði elskað alla sina ævi. Það var út af Davíð, sem hún hafði ætlað að fyrir- fara sér, einu sinni. Og það var út af Davíð sem liún hafði farið til Parísar. Það var hans vegna, sem hún hafði lært ailt sem gamii greifinn liafði get- að kennt henni um listina að klæðast ogihreyfa sig fallega. Og það var hans vegna sem hún hafði komið lieim aftur! Og það var við hann sem hún hafði dansað „stóra“ dansinn, „stóra“ kvöldið, þegar hann og hinir karl- mennirnir liöfðu ekki tekið eftir neinu nema lienni. Kvöldið sem Sabrina litla varð í einni svipan drottning dansleiksins. Og svo þurfti ekki meira til en að hann yrði fyrir óliappi og yrði að íiggja nokkra daga í rúminu — og að Linus bróðir hans, þessi alvarlegi og hátíðlegi Línus, sem aldrei hafði sinnt henni hót, tæki upp á því að skemmta sér með henni nokkur kvöld — meira þurfti ekki til þess að hún hlýpi gönur og steingleymdi Davíð. Af hverju kom þetta? Stóð henni ekki á sama Um Línus? Hún þrýsti höndunum að augunum og bylti sér milli lakanna og fannst þau vera lieit og rök, þó að sumar- nóttin væri svöl og hrein. Nei, hún mátti skamníast sín fyrir að hafa svikið Davið svona. Það síðasta sem hún sá í huganum um leið og hún sofn- aði, var andlit Davíðs, alvarlegt og með raunaleg augu. En þegar Sabrina liitti Davíð dag- inn eftir var hann hvorki alvarlegur né raunalegur. Hann virtist þvert á móti vera harðánægður með tilvcr- una þarna sem hann lá í sloppnum uppi í hengirekkjunni. Sabrina vissi að hún var með dökkar rákir undir augunum eftir andvökunóttina, og vildi helst ekki láta hann sjá sig, en hann hafði komið auga á liana og benti henni að koma. — Hæ, Sabrina, sagði hann. - - Komdu hingað! Sabrina hikaði enn, en sá brátt að hún varð að gegna. En hún var óstyrk í hnjánum er hún koin nær. Hún var gröm sjálfri sér fyrir að láta samvisk- una vera að kvelja sig. Davíð vatt sér út úr liengirekkjunni FIMIR REIÐMENN. — Sex menn standa í pýramída á þremur hestum, sem hlaupa á fleygiferð! Hver vill leika þá list eftir. Það er kósakka- flokkur, sem sýnir þessa list á þýskum sirkusum núna. og kom á móti henni, og hún sá að hann stakk við og notaði staf. Hún lét sem hún tæki ekki eftir því. — Góðan daginn, Sabrina. Ég var farinn að lialda að þið Línus hefðuð strokið saman. Ilvar liafið þið haldið ykkur þessa daga? Röddin var jafn glaðleg og vant var og glettnin skein úr augunum. Ómögu- iegt að vita hvað hann hugsaði eða hvað honum fannst. Sabrina lyfti hendinni og heilsaði hikandi. — Góðan dag, Davið, sagði hún og fann sjálf að röddin var lúpuleg. Þetta hefði henni ekki getað dottið í hug fyrir nokkrum dögum, cr hún komst öll á loft hvenær sem hún sá Davíð. Það var eins og allt nýja sjálfstraustið væri rokið úr henni. Henni fannst Inin vera vargur í véum — ekki aðeins gagnvart Davið heldur líka gagnvart sjálfri sér og öllura draumum sínum og þrá. Hún kvaldi sig til að horfast í augu við hann. — Davíð, sagði hún skjálfrödduð og sneri sér hálfvegis undan. — Kysstu mig! Kysstu mig fast! Hún vonaði að hann tæki ekki eftir hikinu og samviskubitinu sem heyrð- ist í rödd hennar. En hafi hann gert það þá lét hann að minnsta kosti ekki á því bera. — Ég óska mér einskis fremur,,sagði hann. — Ég hefi þráð í marga daga að fá að kyssa þig. Hann þrýsti henni að sér. Sabrina iokaði augunum er hún fann varir hans við munninn á sér. Það var þettn, sem hún hafði alltaf þráð, hugsaði hún með sér — þetta hafði hana dreymt um daga og nætur i mörg ár. En hún fann að það var eitthvað enn- þá sem vantaði — eittlivað sem var ekki eins og það átti að vera. Hún þóttist vita að það væri henni sjálfri að kenna. Hugur hennar var að breyt- ast. 'Það var ekki Davíð, sem liafði breytst. — Haltu mér fast, Davíð, hvíslaði hún með öndina í hálsinum, slepptu mér ekki. Það var óþarfi að biðja hann um það, og Sabrinu fannst hún segja ó- þarflega mikið. Henni hefði verið hollara að þegja ,en eitthvað innvortis með henni knúði hana til að halda áfram. — Ég held að ég fari ekki út með Linusi oftar, sagði hún. Hún iðraðist undir eins eftir að lhin hafði sagt þetta, en Davíð þrýsti lienni fastar og fastar að sér. — Það yrði verst fyrir Linus, sagði hann. — Honum veitti svci mér ekki af að skríða úr skurninu sinu við og við. Davíð kyssti hana aftur og Sabrinu leið betur. En þó var kvíðinn í felum í hjarta hennar, og það lireif ekki þó að hún þrýsti höfðinu að öxlinni á Davið. SABRINA GERIR UPPREISN. Undir hádegið var hringt frá Lin- usi af skrifstofunni í New York. Hann vildi að hún kæmi og sækti liann á skrifstofuna á sama tíma og kvöldið áður, og að þau færu eitthvað út og skemmtu sér. Það hefði verið svo gaman í fyrra skiptið, sagði Línus. Hann hafði einsett sér að skemmta sér þessa daga, þangað til liann færi til Parísar. Sabrinu datt fyrst í hug að segja nei, en einhverra hluta vegna kom hún sér ekki að því. Hún var eins og allar hinar, liugsaði hún með sér. Merkilegt að hún skyldi láta telja sér huglivarf, þegar liún heýrði þessa lágu rólegu rödd, sem var svo vön að skipa fyrir og láta hlýða sér. Þegar Linus „bað“ um eitthvað var það sama sem skipun, það var gert — engu síður en gegnt var þegar hann þrýsti á hnappinn á skrifborðinu sínu. lEn undir eins og hún hafði slitið sambandinu kenndi hún vaxandi mót- þróa i sér. Hún skyldi sýna honum, að 'hún þyrði að liafa aðra meiningu en hann! Að vísu fór hún til New York, en af ásettu ráði kom hún hálftíma of seint að skýjakljúf Larrabees. Og hún var ekki þannig klædd að liún gæti farið á þá staðina, sem Linus mundi helst kjósa. Nei, Sabrina var alls ekki i dans- kjól. Hana langaði ekki að dansa við Línus. Hún vildi ekki komast undir óhrif 'hans oftar. Hún hafði farið i þröngar síðbuxur. Og svo var hún í treyju og með bast-skó á fótunum. Utan yfir þessu var hún i siðri úlpu úr úlfaldahári. Húnhafði yfirleitt ekki liugsað sér að Línus fengi að sjá hana. Hún fór ekki i lyftunni upp i skrif- stofuna, en hringdi til hans úr síma- klefa niðri í anddyrinu. — Blessað barn, hvað gengur að þér? spurði Linus í símanum. Það var gremja í röddinni, því að hann var ekki vanur að þurfa að bíða eftir neinum. — Klukkan er yfir ótta. Svo hvarf gremjan úr röddinni og hún varð hlý og innileg. Og meira þurfti ekki til þess að einhver ólga kæmi í Sabrinu. Hún hljóp yfir allar skýringar. — Ég get ekki hitt þig i kvöld, sagði hún. — Ég er svo þreytt. Nú varð þögn um sinn og Sabrina hélt að hann hefði slitið sambandinu. en svo heyrðist röddin aftur: — Sabrina, livar erlu? Hvaðan sim- arðu? Þegar hann nefndi nafnið liennar fannst henni eins og hann þrýsti að hendinni á henni. Fyrst datt herini í hug að ljúga og segja að hún væri í simaklefa úti í bæ. En þegar til kom sagði hún eins og satt var, að hún stæði í klefa niðri í anddyrinu. Og svo bætti hún við, með þráa: — En ég kem ekki upp til þín! Aftur varð þögn. Svo sagði hann rólega og virtist alls ekki óþolinmóð- ur: — Ég lieyri svo illa i þessum síma. Viltu bíða meðan ég reyni aðra línu? Sabrina heyrði smell í símanum og beið eftir að röddin kæmi aftur. Og það gerði lnin lika, en úr annarri átt. Hún heyrði að klefahurðin var opn- uð og fann að Línus klappaði á öxl hennar. — Ég sting upp á að þú komir með mér upp á skrifstofuna og segir mér hvað gengur að þér, sagði hann. Sabrina var komin i gildruna. Línus hafði snúið á hana. Hann hafði farið í hraðlyftunni í stað þess að reyna annan síina. .Hún gat ekki mótmælt, en fylgdi honum auðsveip upp, en vonaði að hann mundi taka eftir hve slóðalega hún var klædd. Ef til vill liel'ir hann gert ]rað, en hann lét það ekki á sér sjá. Það var dauf, þægileg birta inni í stóru skrifstofunni. Línus lét hana •setjast í hægindastól og kom með glas handa lienni. — Nú, hvað gengur að þér? spurði hann, og Sabrinu fannst hann likastur skólakennara, sem ætlar að fara að skamma óhlýðinn nemanda. Hún varð niðurlút og dökk augnahárið titruðu. Framhald í næsta blaði. Vitið þér...? að grískir þrælar í fornöld voru kvaldir er þeir áttu að bera vitni í rétti? Þelta var gert áður en vitnaleiðslan hófst. Það var sem sé trú manna, að þrælar nmndu aldrei segja satt fyrir rétti, nema þeir væri kvaldir fyrst. og skoska belgflautan er frá tíð Iíaldea? Sumir hafa ihaldið því fram að hún væri vopn, sem liefði verið notað til að hræða óvini og stökkva þeirn á flótta. En hún liefir frá upphafi verið notuð víða um Evrópu og kom þangað frá Kaldeu. — Nú eru Skotar einir um að hafa þetta skrítna hljóðfæri í heiðri. hvers vegna slaufa er vinstra megin á karlmannahaltaborðun- um? Það er arfleifð frá riddaratimunum, því að þegar riddarar fóru til lmrt- reiða festi unnustan þeirra blóm vinstra megin á hjálminn — þeim megin sem hjartað var.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.