Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 16.03.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN £vu fiannsl siáltisagt að fara heím og siunda móður sina. Og fórnfýsni hennar $ékk sín laun. ★ Lshnir i hnsinu JÆJA, ungfrú Dale, sagði forstjórinn að lokum. — Þessari nýju stöðu fytg- ir meiri ábyrgð, en þér fáið hærra kaup og möguleika til að fá enn betri stöðu. Og svo eigið þér að ferðast talsvert mikið. Haldið þér að yður falli það vel? — Já, ég er viss um það, sagði hún. — Mér þótti ritarastarfið að vísu skemmtilegt, en ég hefi alltaf vonað að ég fengi tækifæri til að koma meira meðal fólks en áður. Vik brosti til ungu stúlkunnar, sem sat beint á móti honum við stóra borðið. Hann hafði gefið henni gætur síðan hún byrjaði að vinna hjá hon um, átján ára gömul og kom beint af verslunarnámsskeiðinu. Hún var einmitt eins og hann vildi láta full- trúa firmans vera, þokkaleg án þess að vera tiltakanlega lagleg. Hún var greind og fljót að hugsa, en reyndi atdrei að láta taka eftir sér — hún var opinská og alúðleg, en talaði aldrci um einkamál sín á skrifstofunni. Nú átti hún að fá að reyna sig sem full- trúi fyrir firmað og ferðast til allra stærri bæja til þess að sýna fram- leiðslu firmans hjá kaupmönnunum. Þegar Eva kom heim i stofuna, sem hún bjó í með systur sinni, er var tveimur árum eldri en hún og hét Kirstín, sagði ihún henni strax tiðind- in. Kirstín öfundaði hana. — Alltaf skalt þú vera svona hepp- in. Ég fiefði átt að ráða mig hjá ein- liverju stóru verslunarfyrirtæki í stað þess að skrælna á málaflutnings- mannsstofu. Ég hefi enga möguleika til að fá betri stöðu. — Þú þarft ekki að kvíða neinu, svaraði Eva hlæjandi. -Þú giftist sjálf- sagt áður en nokkur veit. Kristín var tuttugu og fjögra ára, ljóshærð og með löng augnahár, svo að karlmennirnir tóku eftir henni, miklu meira en Evu. Kirstín brösti hugsandi. — Ja, kannske, sagði liún dreymandi. — Mamma verður glöð þegar hún fréttir um nýju stöðuna mína, sagði Eva. — Ég held ég láti bíða að segja henni frá því fyrr en á afmælisdaginn hennar. — Æ, liann er á sunnudaginn kem- ur! Það var gott að þú minntir mig á það. Heldurðu að lnin búist við okk- ur heim um helgina? — Við höfum alltaf farið heim á af- mælinu hennar. Henni mundi þykja sárt ef við kæmum ekki. — Það er ekki til neins að ég fari, sagði Kirstín. — Þú veist að okkur mömmu kemur alltaf svo illa saman. Þegar ég kem til hennar endar það alltaf með rifrildi. Eva lyfti brúnunum eins og hún vildi segja: — Og hverjum er það að kenna? Kirstín sneyptist. — Já, já, andvarp- aði 'hún. — Ég skal koma. Það voru þrír mánuðir síðan syst- urnar höfðu verið heima hjá móður sinni, sem var ekkja, og Evu brá ónotaiega í brún þegar hún sá hve hún hafði breytst. Hún hafði lengi þjáðst af liðagigt en nú var hún lak- ári en nokkru sinni fyrr — hendurnar voru bólgnar og linýttar. Hún gat varla haldið á hníf og gaffli, og hún átti bágt með að opna hurð. Klukkutíma eftir að þær komu var hringt í símann og Eva svaraði. — Þetta er til þín, Kirstín, sagði hún. — Það er Per Hannner. — Ágætt! sagði Kirstín og spratt upp úr stólnum. — Ég skrifaði hon- um og sagðist koma liingað í dag. Kannske hann ætli að bjóða mér út í kvöld. Eva og frú Dale urðu einar um kvöldið, og Eva heftntaði að fá að sjá um kvöldmatinn og þvo upp, án þess að móðir hennar hjálpaði til. Þegar hún kom aftur inn í stofuna sagði hún: — Mamma, ég finn hvergi kaffibollana. Hefurðu falið þá? Frú Dale hló. — Þú verður að taka tebollana, væna mín. Ég missli kaffi- boliana á gólfið í vikunni sem leið. Ég er orðin svoddan klaufi. — Hefirðu kvalir í höndunum? spurði Eva vorkennandi. — Jæja, ekki mjög miklar. En það er bara þetta, að þær hlýða mér ekki. Eva hafði tekið eflir að mannna hennar tók ekki fram hannyrðirnar sínar, eins og hún var vön á kvöldin. Hendurnar voru ónýtar. Frú Dale ræskti sig og hélt áfram með hægð: — Mér þykir ekki gaman að segja þér það, Eva, en hann Berner læknir sagði, að ég yrði að gera það. Hann segir að ég verði að fá algera livíld og megi ekki halda áfram að vinna innanhússtörfin. Ég liafði von- að, að ég yrði ekki svona slæni, því að mér hefir alltaf þótt vænt um að þið systurnar gætuð verið sjálfstæðar og unnið fyrir ykkur, en nú neyðist ég til að biðja aðra hvora ykkar um að koma heim og sjá um heimilið fyr- ir mig. — Hvora okkar viltu heldur hafa heima? spurði Eva kvíðandi. Hún vissi fyrirfram hvernig svarið mundi verða. Frú Dale leit afsakandi á yngri dóttur sína. — Það verður að vera þú ,væna mín. Þú veist að okkur Kir- stínu semur ekki vel. Hún andvarpaði. — Ég vildi óska að ég vissi hvers vegna hún er orðin svona erfið. En ég liefi ekki þrótt til að reyna að hafa stjórn á henni leng- ur. Hún verður að reyna að bjarga sér sem best upp á eigin spýtur. EVA reyndi að láta ekki á neinu bera. Móðir hennar mátti ekki finna, að henni kæmi þetta óþægilega. Henni þótti vænt um móður sína og vor- kenndi henni, en það var þungt að verða að liætta að starfa einmitt núna, þegar hún hafði fengið hið lokkandi tækifæri. Hún gat ekki stillt sig um að hugsa um þetta nokkra stund. Henni hafði skilist það snennna í upp- vextinum, að hún væri ekki þannig á sig komin, að karlmennirnir mundu sækjast eftir henni — liún var ekki cins og Kirstín, sem alltaf var umsetin af piltunum. En Eva hafði aldrei orðið sár eða látið hugfallast út af þessu — hún hafði í staðinn sett sér ákveðið mark í lífinu. Ef hún ætti að takast starf á faendur, ætlaði liún sér að verða meira en undirtylla. Hún ætlaði sér að komast i góða stöðu, eignast eigið heimili og lifa góðu lífi — og allt þetta ætlaði lnin að gera af eigin ramleik. En það tjóaði ekki að fara að vor- kenna sjálfri sér. Nú var aðeins um það að ræða, að gera móður sinni lífið léttara. Og frú Dale mátti aldrei finna til þess, að dóttir hennar liefði fórnað sér fyrir hana. — Það verður skemmtileg tilbreyt- ing frá skrifstofuvinnunni að fara að vinna húsverk aftur, sagði Eva létt. — Auðvitað kem ég heim og hjálpa þér, raamma. Kannske ég geti fengið einhverja atvinnu hérna i bæn- um hálfan daginn? Forstjórinn varð forviða og hálf gramur, þegar hún sagði upp stöðunni. Ilonum fannst þetta lýsa vanþakklæti af hennar faálfu. Og enn verra fannst henni þegar liann bætti við: — Þetta var flónslega gert, ungfrú góð. Einn góðan veðurdag hefði maður skrifað mánaðarkaupið yðar með fjórum tölu- stöfum. En i staðinn vann Eva fyrir 300 krónum faálfan daginn á skrifstofu hjá fasteignasala. Eftir nokkrar vikur sá hún fram á. að þetta nægði ekki til að komasl af. Móðir hennar var efnalítil, og þær höfðu ekki svo mikil peningaráð að þær gætu látið sér liða vel. Frú Dale átti ýmislegt smávegis handa lienni, til tilbreytingar í einverunni. En það kostaði peninga. Peninga, peninga, peninga! Hvar álti hún að taka peningana? Hvað gerði annað fólk til að verða sér úti um meiri tekjur? Hún gæti vitanlega tekið leigjanda í húsið. Eva brosti meðan hún var að taka til morgunmatinn handa móður sinni. Hvers vegna hafði lienni ekki dottið þetta í hug fyrr? Þær höfðu tvö herbergi upp á loftinu, sem þær gátu vel verið án. Kirstín gæti sofið inni hjá Evu, þá sjaldan að hún kæmi heim. Enþað er enginn hægðarleikur að finna góðan leigjanda. Því að þegar sjúklingur var í húsinu, stóð ckki á sama liver gesturinn var.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.