Fálkinn


Fálkinn - 23.03.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 23.03.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN ORRUSTA VIÐ ROSTUNGA Hvítabjörninn — konungur íshafsins, er drjúg björg í bú hjá Eskimóunum, en þó ekki eins og selurinn. ÆTTU að þér, Ayranni! Ég fleygði frá mér myndavélinni og greip til byssunnar. Hvítabjörn rak upp hausinn aðeins tvo metra frá bát- skriflinu okkar með bramminn reidd- an. Áhuginn brann úr augunum á Ayr- anni er hann sveigði bátnum á síð- ustu stundu, svo að sjórinn gusaðist á björninn, undan utanborðshreyfiin- um. Við brunuðum burt, snerum svo við og fórum að fikra okkur nær honum aftur. — í guðs bænum, Ayranni, farðu varelga. Þú mátt ekki verða æstur. Og þú kannt ekki einu sinni að synda! Mér Jíkaði þetta ekki. Ayranni hafði engan áhuga á kvikmyndatöku. í hans augum var björn aðeins björn. Og undir eins og við sáum björninn, gat hann ekki um annað hugsað en drepa hann. Svona björn jafngildir 700 kílóum af mat handa mönnum og hundum. Og matur er dýrmæt eign á þessum slóðum. En ég liafði reynt að sýna Ayranni fram á, að hann yrði að erta björninn fyrst, svo að ég gæti náð mynd af reiðum hvítabirni. Svo mátti Ayranni skjóta björninn á eftir. Hann mun hafa haldið að ég væri ekki með öllum mjalla! Með mesta fýlusvip skaut hann tveim skotum rétt við hausinn á birninum, sem hringsólaði fram og til baka. En þeg- ar hann sá hvernig vonskan skein úr augunum á birninum, fór hann að tiafa gaman af þessu og fór að gerast djarfur. — Vertu nú rólegur, sagði ég og tók upp myndavélina. Nú vorum það við, sem eltum björninn, er synti á undan okkur eins liart og hann gat. En nú sneri báturinn frá — l)jörninn hafði vippað sér upp á jaka. Ég tók öndina á lofti er ég sá hve hreyfingar þessarar sterku skepnu voru fimlegar. Vatnið lak úr þéttum feldinum og björninn leit sitt á hvað. Hann urraði ekki — hann hvæsti. Ayranni mun hafa álitið að við ætt- um að elta hann upp á jakann. Hann stýrði að jakabrúninni. En þá sneri björninn frá, hljóp yfir jakann og renndi sér niður i sjóiun hinu meginn. Við flýttum okkur að sigla kringum jakann til að hitta björninn aftur. Himinninn var heiður og blár og skær litur á sjónum. Svo langt sem augað eygði var hann atþakinn smá- um jökum. Við sáum móta fyrir ströndinni i svo sem tíu kílómetra fjarlægð. Ég leit á myndavélina: — aðeins 8 metrar af filmu eftir. Ayranni hægði á hreyflinum og við eltum björninn, sem var 7—8 metra á undan okkur. Allt í einu stefndi hann á nýjan jaka, stærri en þann fyrri. Við lentum tíu metra frá hon- um og hjuggum hakanum í jakabrún- ina. Við færðum okkur varlega nær birninum. Hann var á dálitilli bungu, mjaðmarhæð hærri en við — hvæsti og lét skína í tennurnar. Svo reis hann upp á afturlappirnar og tók hrömmunum yfir hausinn. Hann mun liafa verið um þriggja metra hár. Þetta þoldi Ayranni ekki. Hann skaut tvisvar, björninn lét hrammana síga og riðaði. Feldurinn varð rauð- ur af btóði. Hann tók kipp í áttina til okkar. Svo valt liann um — og lá kyrr . .. Ayranni fláði björninn og brytjaði hann, en ég sat og var að hugsa um hve heppnir við hefðum verið. Það er sjaldgæft að rekast á hvítabjörn þarna inn á milli jaka í Hudsonsflóa. Við höfðum farið í þessa veiðiferð um morguninn. Ayranni var annál- aður veiðimaður og besti fylgdarmað- ur sem kosið varð á. Ég hafði verið löghlýðinn og ekki skotið einu einasta skoti. Ráðuneytið hafði nefnilega sett strangar reglur um dýravernd á þessum slóðum. Eskimóar mega drepa ákveðinn dýra- fjölda á ári, því að þeim er það lífs- nauðsyn. En hvítur maður má yfir- leitt ekki stunda veiðar — nema undir sérstökum kringumstæðum og eftir að maður hefir dvatið svo og svo lengi á staðnum. 'Þó að ég hefði veiðileyfi lél ég Eskimóana um veiðina. En daginn sem ég fór að kvikmynda rostungana og hundruð af þeim réðust á mig, hikaði ég ekki við að nota byssuna. IÍOSTUNGA-ATLAGA. Ayranni aðvaraði mig áður en við fórum af stað: — Rostungar eru hættulegir, sagði hann. — Ráðast á mann ef þeir reiðast ,og drepa ef þeir særast! Ég spurði hvort flest dýr reyndu ekki að gera það. — Getur verið. En rostungurinn er mjög hættulegur. Hann ræðst á bát- inn með tönnunum og sökkvir hon- um. Ef þú stendur á jakabrún heggur hann þig með tönnunum. Ef þú skýtur liann kemur hann á eftir þér þó að hann sé nærri dauður. Hann getur teygt hausinn og stangað þig þótt þú sért tvö fet frá honum, og haldir þig öruggan. Og hann syndir hraðar en bátur með tíu hesta vél. — Já-já, Ayranni, sagði ég. — Nú máttu ekki leika þér að dauðanum eins og þú gerðir þegar við hittum hvítabjörninn. Ég vill taka myndir og ekkert annað. — Já, já, ég fer varlega, sagði hann. — Sjáðu bara til. Svo héldum við af stað. Og það kom brátt á daginn að ég virti aðvörun Ayrannis meira, en hann mína. Við sigldum á slóðir, sem við höfðum séð marga rostunga á daginn áður. Ég hafði heyrt snörlið í þeim um nóttina. Næturnar eru hljóðar, svo að maður heyrir langt þarna nyrðra. Ayranni sat við stýrið og gætti vél- arinnar. Ryssan lá á hnjám hans. Ég sat frammi í með myndavélina og 303-riffillinn lá skammt frá mér. Við sáum þá undir eins og við kom- um inn í isinn. Heila torfu. Yfir hundrað rostungar Jágu á víð og dreif á jökunum. Það var svo að sjá sem þeir svæfu, að minnsta kosti hreyfðust þessi ketfjöll ekki. Ef mað- ur hefði ekki séð vígtennurnar, mundi ckki hafa verið auðvelt að sjá hvað þetta var. Þarna voru tveir ungir rostungar að eigast við á einum jakanum. Þeir runnu hvor á annan svo að glamraði í vígtönnunum. Ayranni stýrði var- lega milli jakanna. — Þeir lireyfa sig ekki, sagði hann. — Taktu myndir núna. En honum skjátlaðist. Nú fóru þess- ir klumpar að hreyfast. Urgið i bátn- um við jakabrúnina hafði styggt þá. Þeir stungu sér i sjóinn hver eftir annan. Og þeir stefndu á okkur, eitl- livað fimmtíu í hóp. Ég lieyrði sogin i þeim á sundinu. Von bráðar liöfðu þeir umkringt bátinn, og ég sá að Ayranni fór að Eskimói skutlar rostung. Það var gamla veiðiaðferðin, en nú nota þeir byssur. Rostungar sjást nú hér um bil aldrei við íslandsstrendur. En við Grænland, einkum vestanvert, er allmikið af þessari einkennilegu skepnu, og gera norsk selveiðiskip sér stundum ferð norður í Baffinsflóa á rostungaveiðar. — En varasamt getur verið að komast í tæri við rostungana vopnlaus. — Þetta sýnir sagan sem kanadiski læknirinn Joseph P. Moody segir af sér og Eski- móanum Ayranni, er þeir lentu í rostungatorfunni. Frásögnin er tekin úr bók sem læknirinn hefir skrifað og heitir: „Arctic Doctor“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.