Fálkinn


Fálkinn - 23.03.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 23.03.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN SABRIN5 ★ ★ ★ ★ Kvikmyndasaga úr daglega lífinu Hún var föl. Svo leit hún upp aftur og horföi alvarleg á hann. — Ég liafði gilda ástæðu til að hitta þig ekki í kvöld, sagði hún og lagði áherslu á hvert orð. Hún vonaði að Línus mundi skiija hana án frekari skýringa, og að sam- talinu væri þar með iokið. Að hann mundi skilja það, seni hún skildi að- eins óljóst sjálf. En liann sýndi ekki á sér snið til að sleppa henni. Þvert á móti leit hann fast á hana og sagði: — 'Þú hlýtur að vera svöng! — Nei, ég er ekki svöng, svaraði hún. Hvert var hann að fara? — Ég er að minnsta kosti svangur, sagði 'hann. — Við skulum fá okknr svolítinn miðdegisverð hérna, tvö ein. Ritarinn minn sér alltaf um að hafa matarbita í kæliskápnum. Hann gekk fram að dyrum, sem reyndust vera að ofurlitlu búri, með vatnskrana og suðuplötu og öðru, sem þurfti til þess að matreiða máltíð. Hann opnaði kæliskápinn. Hillurn- ar voru fullar af 'niðursuðu. Þarna var allt sem hjartað girntist. — Kannske þú getir brasað eittlivað handa okkur? sagði hann. Hann var svo skrítinn og annars- hugar, að hún þóttist sjá að hún hefði eyðilagt kvöldið fyrir honum. Það var matseldin sem ég fór til Parisar til að læra, svaraði hún og reyndi að sýnast glaðleg og hispurs- laus. — Einmitt til að læra að „brasa“ mat. Hún batt handklæði um mittið. En glaðværð hennar beit ekki á Linus, og jafnvel sá ágæti matur sem hún bar fram, gat komið lionum i gott skap. — Að liugsa sér: að vera svona lag- EFTIR 10 ÁR. — Þýsk móðir og faðir faðma son sinn, sem er kominn til Þýskalands eftir tíu ára fangavist í Sovjet-Rússiandi. Þetta er aðeins einn af mörgum þúsundum, sem setið hafa í fangabúðum í Rússlandi síðan á stríðsárunum. leg — og svona fær í matseld líka, sagði Línus loksins. Sabrína svaraði ekkil Þögnin varð ógeðfelld og loks muldraði Sabrína niðurlút: — Ég skammast mín svo mikið, Línus! — Skammast þín? Hvers vegna? sagði hann forviða og klappaði lienni á kinnina. Henni fannst að hann mundi ekki vera eins forviða og hann lést vera. Hún gat ekki setið kyrr lengur. Hún gat ekki haldið þessum skrípaleik áfram mínútu lengur. — Þú veist það vel, sagði hún æst. — Þú veist það fullvel. Ég hefi eiskað Davíð alla mina ævi, og svo þarf«ekki annað en að hann verði veikur nokkra daga til þess að ég fari að sigla og dansa með þér og ... Æ, þetta gerir mig vitlausa. LÍNUS SAMUR VIÐ SIG. Sabrina gat ekki haldið áfram. Hún var svo ung og óþroskuð og ósjálf- bjarga. Hvað var að gerast? Hvað var þetta undarlega, sem liún fann til? Hvernig gat einföld ung stúlka eins og hún hamlað á móti jafn einbeittum og hættulegum manni og Linus var? Hann stóð út við gluggann og sneri bakinu að henni. Þetta var kuldalegt bak, og hún gerði sér ljóst að úr þeirri átt var engrar hjálpar að vænta. Og nú fannst henni það beinlínis illa gert af Línusi að reyna ekki að hjálpa lienni úr ógöngunum. — Ég.veit ekki hvað ég á að halda sagði hún. — Ég veit ekki... En segðu mér hvort ég hefi ímyndað mér of mikið. Segðu mér hvort þú hafðir hugsað þér að bjóða mér til Parísar eða ekki ... Ilún gat ekki haldið áfram. Því að þarna — á borðinu fyrir framan hana — lá dálítið, sem varð til þess að henni fannst hjartað ætla að hætta að slá. Tveir farmiðar með franska Atlantshafsfarinu „La Liberté". Tveir larmiðar! Það var ekki um að villast. Tveir farmiðar. Tveir! Það varð aðeins ráð- ið á einn veg. Hún tók farmiðaheftin upp af borðinu og vóg þau í hendi sér. Og enn einu sinni gleymdi hún öllum draumunum, sem luin árum saman hafði ofið um Davíð. Hún starði á andúðlega bakið við gluggann með nýja birtu i dökkum augunum. Munnvikin titruðu. — Línus, hvers vegna hefirðu ekki sagt neitt? Hvers vegna sagðir þú mér ekki að ég ætti að fara með þér til Parísar? Hún hefði viljað bíta úr sér tunguna undir eins og hún hafði sleppt orðinu. Hún skildi þegar, að hún hafði verið á villigötum. Og svar hans staðfesti þann hræðilega grun. Þegar 'hann sneri sér að henni var andlitið tómt og sviplaust. — Það var alls ekki ætlun mín að fara með þig til Parísar, sagði hann kuldalega. Hann þagði augnablik og liélt svo áfram: — Ég hafði bara hugsað mér að senda þig til Parísar. Sabrinu svimaði. Hún varð að halda sér í borðbrúnina til að detta ekki. — En hvers vegna hefir þú keypt tvo farmiða? spurði lnin hvíslandi. Línus sneri sér að glugganum aft- ur. — Annar er fyrir tóman klefa, sagði hann. — Ég liélt að það væri auðveldara að telja þér hughvarf ef þú héldir ... Hann þurfti ekki að segja meira. .Sabrina skikli allt. Hún sá gegnum ráðagerð hans. Línus var alltaf sjálf- um sér líkur. Hann var óbifanlegur, harður eins og steinn. En hún vildi heyra þetta af hans eigin vörum, lieyra dauðadóminn yfir draumum sínum ... — Hvers vegna gerðir þú þetta, Línus? spurði hún. — Vitanlega af kaupsýsluástæðum. Dettur þér i hug að ég hafi ætlað að sætta mig við að þú kollvarpaðir öll- um áformum mínum? Að ég mundi horfa á það rólegur, að þú kæmist upp á milli Davíðs og unnustunnar hans, og liindraðir sameiningu firm- anna Tysons og Larrabees? Þú varst blált áfram fyrir mér, og þess vegna varð ég að koma þér burt. Þó undarlegt mætli virðast særðist Sabrina alls ekki eins djúpt og ástæða hefði verið til. Að vissu leyti vor- kenndi hún Línusi meira en sjálfri sér. Hann lifði aðeins fyrir peningana sína og hafði hvorki áhuga á né til- finningu fyrir neinu öðru í veröldinni. Hún tók upp annan farmiðann og sagði: — Ég tek annan miðann. Það þarf engar ráðstafanir til að snúa á mig. Ég fer til Parísar. PARÍS AFTUR. Finnntudagurinn rann upp jafn lieitur og sólrikur og allir aðrir dag- ar á þessu blessaða sumri. Á Nyrðri- Strönd byrjaði dágurinn alveg eins og vant var. Sumir fóru i sjó, aðrir léku sér á tennisvellinum, en aðrir nenntu ekki á fætur. Símar liringdu og bílar koniu og fóru. Allt var eins og vant var á jiessum leikvangi mill- jónamæringanna. En það var aðeins á yfirborðinu. Undir iétta yfirborðinu var óró og geigur, eittihvað vart um sig og ósagt, sem gat sprungið þá og þegar. Línus hafði boðið til stjórnarfund- ar á skrifstofunni klukkan eitt. Og fundarboð frá Línusi jafngilti skipun. Hann hafði sérstaklega lagt áherslu á — og það átti fyrst og fremst við um Davíð — að enginn vanrækti að koma. Engin forföll yrðu tekin gild. Að svo búnu lét liann föður Sabrinu aka sér á skrifstofuna. Hann hallaði sér aftur í horninu og gaf í sífei'u fyrirskipanir gegnum loftskeytatækið í bílnum, eins og hann var vanur. Þegar hann kom að skrifstofunni bað 'hann bílstjórann um að vitja um sig klukkan sex. eins og vant væri. En Fairchild átti að fara heim og sækja dóttur sina og flytja hana niður í skip, því að i dag átti hún að fara. Þessi skyndilega ákvörðun Sabrinu um að fara til Parisar aftur, svona stuttu eftir að hún var komin heim, kom eins og reiðarslag yfir alla. IJk- Icga hefir faðir hennar skilið betur en nokkur annar hvernig ástatt var, en hann var hyggnari en svo að hann léti nökkra forvitni á sér sjá. Úr sæti sínu við stýrið hafði liann eins konar útsýn yfir það, sem gerðist á þessu milljónamæringaiheimili. Og fæst af því sem snerti Larrabeefjöl- skylduna fór fram lijá honum. En hann var orðvar og hygginn. Hann minntist ekki einu orði á grunsemdir sinar þegar hann ók Sabrinu til skips. Sabrina var með tár í augunum, eu faðir hennar lét sem hann sæi það ekki. Hann þagði yfir því sem hann vissi. Sabrina faðmaði hann, kyssti hann og sagði: — Ég skal skrifa þér undir eins og ég kem á leiðarenda, en spurðu mig ékki hvers vegna ég fari. Hann kinkaði kolli. Hann liafði alls ekki ætlað sér að spyrja. Það var besl að þegja — það hafði hann lært af langri reynslu. Hann kyssti dóttur sína að skilnaði, en fylgdi henni ekki um borð eða nið- ur í klefann. Hann sagði aðeins: — Þú þarft ekki að segja neitt, telpa mín, þú veist alltaf hvar þú getur náð til mín. Það vottaði fyrir brosi á raunalegu andliti liennar og angurblíðan skein úr augunum. — Þú átt við sætið i bílnum, sagði hún. — Hinu megin við glerrúðuna. — Ég segi ekki um hvað ég á við, sagði Fairchild og sneri sér frá. Og á næsta augnabliki var liann horfinn i mannþröngina. Sabrina stóð ein' eftir — jafn ein- mana og fyrir tveimur áruin. Hafi það verið henni huggun núna, að hún var ferðavön, falleg og prúðbúin, var það ekki nema léleg huggun. Það stoðar lílið þó að karlmennirnir snúi sér við og stari, þegar sá eini sem maður kærir sig um gerir það ekki. VÍNBERJADROTTNING. — í Aust- urríki er mikið ræktað af vínviði, en til þessa hefir engin „vínberjadrottn- ing“ verið kjörin í landinu. Nú hefir verið ráðin bót á því, og heitir sú Eleonore Selitsch, sem fyrst hlaut tignina. Hún er 18 ára.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.