Fálkinn


Fálkinn - 23.03.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 23.03.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 að fara, sagði hann og yppti öxlum. Yvette dró upp vasaklút og snýtti sér lengi og vandlega. — Það er verst að hann hefir ekki orðið bráðkvaddur. Nú kom hræðilegur geigur í Anatole. Var hugsanlegt, að tengdafaðir hans hefði lifað af þessa meðferð, sem hann fékk á kjallaragólfinu? Hann mundi það riúna, að hann hafði ekki vandað sig sem best' þegar hann var að hlusta eftir hvort hann andaði. Það var svo sem líkast þessu þrælmenni að komast á lappirnar, staulast inn í húsið og segja dótt- ur sinni hver morðinginn væri, áður en.hann gæfi upp öndina fyr- ir fullt og allt. — Hvernig þá það? var það eina, sem hann gat sagt. • — Við lögðum hann á borðið í vínkjallaranum, sagði Yvette, — hann Lamartine læknir frá Avres sagði, að við skyldum gera það, því áð það væri kaldara þar. Anatole botnaði ekki í neinu. — Því mátti hann ekki liggja í rúminu sínu. Hann var alltaf að kvarta yfir kulda. Yvette hvessti á hann augun. — Varstu svo fullur í gær, að þú getir ekki hugsað í dag? spurði hún hryssingslega. — Hann pabbi hafði verið dauður í klukkutíma þegar Lamartine læknir kom. Hann sagði að það væri hjarta- slag. Og hann taldi best að geyma iíkið í kjallaranum þangað til jarðað yrði. Hún saug upp í nefið og snýtti sér aftur. — Og svo kem ég niður í kjall- arann fyrir stuttu, sagði hún, — og finn hann á gólfinu, með stórt gat á hnakkanum. Hann hlýtur að hafa verið kviksettur þegar við iögðum hann á borðið, og svo hefir hann rankað við og farið niður á góifið og dottið. Anatole hallaði sér á bakið og teygði úr sér. — Já, einmitt svona hlýtur það að hafa verið, sagði hann lágt. Anatole lá lengi og starði upp í loftið, eftir að hann var orðinn einn. — Það var ekki við betra að búast, af bölvuðum þrjótnum, sagði hann. — Jafnvel eftir að hann var dauður, þurfti hann að verða til bölvunar og hræða sak- laust fólk. * Alveg: hissa. Það kemur ennþá fyrir þetta, sem heitir: Ást við fyrstu sýn. Þegar hin forríka steinolíuprinsessa Carmen de Bernot frá Mexico kom til Frankfurt i vor varð hún samstundis hamslaus af ást til piltsins, sem rogaðisl með koffortin hennar inn í herbergið. Og Amor kveikti í piltinum lika, svo að þau trúlofuðust i snatri, Karl-Heinz Koffer og olíu-Carmen. Og svo fór hún með hann til Mexico og þar giflust þau. Þeir sem eru orðnir hálf-áttræðir liugsa oft til baka lil æskunnar og rifja upp fyrir sér farinn veg. Og svo leggja þeir saman og draga frá, til þess að finna útkomuna. Þetta hefir Aibert Einstein !íka gert. Og niður- staða hins fræga vísindamanns er þessi: — Þegar ég var tvítugur hugs- aði ég mest um að elska. En núna elska ég mest að hugsa. Mesta liæð sem loftbelgir hafa kom- ist i er 35 kilómetrar. í þeirri hæð var loftið orðið eins létt og loftbelg- urinn sjálfur. Iívenfólkið í Bandaríkjunum hefir notað „pyjamas" síðan 1911. Þá voru þessar flíkur sýndar í búðarglugga i Boston í fyrsta sinn, cn yfirvöldin skipuðu að taka þær úr glugganum, því að þær væri lmeykslanlegar. En vitanlega sigraði „hneykslið“. Tvær kerlingar á elliheimili i Skive i Danmörku heyrðu uppáhalds- valsinn frá æskudögunum í útvarpinu og kom saman um að fara að dansa, cn liafa verið orðnar stirðari i gang- limunum en þær héldu. Þær duttu báðar og lærbrotnuðu. Umferðaslysuni á götunum í London hefir fækkað að mun síðan farið var að fækka sporvögnunum en nota al- ménningsbifreiðar í staðinn. 1 Suður-Afriku er farin að tíðkast eiturnotkun, sem er engu betri en ópíumsreykingar. Þar i landinu vex villijurt, sem dagga heitir, og i blöð- um hennar er eitur, sem svipar mjög til marijuana-eitursins. Æskulýður- inn er mjög sólginn í að reykja þetta eitur, og erfitt að stemma stigu fyrir ]jví, vegna þess að alls staðar er hægt að ná í liað. Eru dagga-reykingarnar að verða þjóðarplága í landinu. ,Sænskum bókaútgefendum telst svo til, að það sé 60 ára verk að lesa allar bækurnar, sem gefnai- voru út í Þýskalandi árið 1954. Góður múrsteinn getur enst í mörg þúsund ár. í London hafa fundist múr- steinshleðslur frá tíð Bómverja og það sjást engar veilur á þeim enn. Barnið stækkar mest fyrsta árið sem það lifir. Þá þyngist það að með- altali um 7.5 kiló, eða tvöfaldar með öðrum orðum líkamsþyngdina. Ef þau liéldu áfram að þyngjast jafn rösklega næstu árin, mundu þau vega eina smá- lest þegar þau kæmu á áttunda árið. Þegar krókódílar synda draga þeir að sér lappirnar en vingsa sporðinum, likt og höggormar gera. Þeir synda svo hratt að róandi maður á báti hefir ekki við þeim. Hundarnir eru taldir árvakir, en dýralæknirinn Tvan Peterson hefir aðra sögu að segja. Hann hafði ])rjá- tiu hunda á heimilinu, en enginn þeirra vaknaði er innbrotsþjófar brutu upp hirslurnar í næsta her- bergi við þá, og stálu þar öllu steini * % ÍRSKI SJÓMAÐURIM SEM VARÐ RAJAH í UVDLANDI % % jjt % Rajah Sikah Saheb af Hariana, sem er lítið furstadæmi skammt frá New Delhi, er rauðhærður og freknóttur, en þannig hugs- um við okkur ekki hina ind- versku höfðingja. Enda er þessi irskur, fæddur i Tipparary. Ævintýrið lians byrjaði ein- hvern tíma eftir 1780, með þvi að náungi, sem liafði atvinnu af að ginna menn i sjóherinn, hellti nokkrum svefndropum i glas George Thomas á bjórkrá. Þegar hann vaknaði aftur var liann orðinn sjóliði i flota Hans Hátignar. Og skip hans hélt til Indlands, en þar strauk Thomas, meðan skipið lá í Madras. Það var algengt að hinir „stolnu“ dátar struku. George Thomas var vel að sér gerr, friður sýnum og filsterkur. Hann réðst i her nizamsins af Hyderabad en strauk þaðan og komst til Sardana. Þar ríkti feg- ursta drottning Indlands, Begum Somru, og bauð George henni þjónustu sína. Hann varð næst- ráðandi yfir her drottningar og hún gaf honum fegurstu ambátt sína fyrir eiginkonu. Skömmu siðar lék George Thomas leik, sem einstæður er í hersögu Ind- lands. SÍÐASTI MÓGÚLLINN. í silkifóðruðu tjaldi fyrir utan Gokalgarh-virkið sat Shah Alam, síðasti stórmógúllinn, ellihrumur og blindur og hlustaði á drykkju- læti hermanna sinna. Hann hafði orðið af afsala sér yfirráðum hvers fylkisins eftir annað, er hann fór að eldast. Nú var liann i herferð gegn uppreisnarfor- ingjanum Najaf Kihan og var hryggur. Hermennirnir höfðu ó- hlýðnast banni hans og drukkið sig fulla. Enginn skeytti orðum hans framar. Þegar hermennirnir voru sofn- aðir og allt orðið hljótt laumað- ist Najaf Khan inn í virkið. Siðan æptu þeir heróp og brytjuðu nið- ur hermenn mógúlsins, en þeir sem ekki voru drepnir flýðu. Þegar allt var komið á ringul- reið kom lierflokkur á vettvang. Stjórnaði honum dottningin fagra, Begum Somru, ásamt George „sigursæla", hinum írska sjó- manni. Lauk þeirri viðureign svo að drottningarliðið gat rétt lilut mógúlsins og stökkti uppreisnar- foringjanum á flótta. Þegar sigurinn var unninn bauð mógúllinn drottnihgu og George í tjald sitt og þakkaði þeim fyrir hjálpina. Begum Somru var einn af þeim fáu furstum, sem var trú mógúlnum. Eftir þetta réð írski dátinn einn öllu hjá Begum Somru, en það getur stundum reynst hættulegt að fá mikil völd. Við hirð drottn- ingar voru fleiri evrópeiskir æv- intýramenn og þeir öfunduðu ír- ann. Höfðu þeir brögð frannni og rægðu George við drottningu og töldu henni trú um, að hann ætlaði að hrifsa af henni völdin. Og nú var George tekinn og lagð- ur í hlekki. Þegar hann var leiddur fyrir drottninguna tókst honum ekki að sannfæra hana um að hann væri saklaus. En hún dæmdi hann þó ekki til dauða lieldur vísaði honum úr landi. George Thomas lét sér fátt um finnast og þótti hjálpin illa gold- in. Réðst liann nú i þjónustu rajaíhans af Meerut, sem var mikill valdamaður, og varð her- stjóri hans. En lið rajahans var svikult, enda fékk það lélegan mála. Og loks gerði það uppreisn gegn höfðingjanum og náði hon- um á sitt vald. George Thomas hafði aðeins fáa menn eftir, en samt tókst honum að bjarga rajáhanum. Og í þakklætisskyni fyrir þetta gaf rajhinn honum land, sem gaf af sér um 5 milljón krónur í skatt á ári, körfu fulla af gimsteinum og dýran fíl. George írski varð með tíman- um leiður á að þjóna öðrum og náði nú undir sig landi á stærð við Danmörku, norðvestur af New Delhi. Það heitir Hariana og liöfuðstaðurinn, Hansi, var vel víggirtur. í þessari herferð hafði George ásamt aðeins 5 mönnum orðið viðskila við lier sinn. En eigi að siður tókst þess- um fimm að stökka heilli her- deild á flótta. George tók sér nú furstanafnið Sikah Saheb, rajah af Hariana, og barst mikið á. Hann víggirti Hansi á ný og gerði staðinn að höfuðborg. Þótti hann stjórnsam- ur maður og framfarir urðu í landbúnaði og iðnaði um lians daga. Hann stofnaði myntsláttn og vopnasmiðjur, sem starfa enn í dag. í ríki hans voru um 1000 bæir og þorp, sem guldu honum skatta. Er talið að hann muni hafa haft kringum 200 milljón króna árstekjur, eftir að hann kom til Hariana. * n. & * 3: r 3. % % 3 % 3 % s s. WÆJTÆa léttara. Þá var þýski hundurinn í Bictigheim betri. Hann beit borgar- stjórann í fótinn, þegar liann var að koma af bæjarstjórnarfundi og liafði borið fram tillögu um að hækka hundaskattinn. Stærsti orangutang í dýragarðinum í London hefir verið settur á svelti- fóður til að megrast. Hann var orðinn svo feitur, að „frúin“ lians vildi ekki líta við lionum. En vonir standa til að ef bóndi hennar léttist að marki, nmni frúin taka hann í sátt aftur. Borgarstjórinn í Paris fór nýlega í heimsókn til Diisseldorf. Til ])ess að viðtökurnar yrðu sem bestar hafði borgarstjórinn með sér 500 flöskur af góðu rauðvíni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.