Fálkinn


Fálkinn - 23.03.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 23.03.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 I------------------- ★ Tískumgndír ★ _-------------------i LITLA SAGAN. Bláhlufihu-Hans ANN var svo píslarlegur og grár er hann kom labbandi upp veg- inn og beygði inn í kirkjugarðinn. Fötin voru orðin of stór bonum. Hann hélt á einhverju bláu í bend- inni. Þéttum krans af bláklukkum. Það var liaust og bláklukkurnar fyrir löngu fallnar fyrir Ijánum niðri í dalnum. En hann sótti þær upp í heiði þennán dag. Á bverju ári. A afmælis- daginn bennar. Hann var orðinn gam- all núna, og flest fór fram hjá honum. En þessum degi gleýmdi hann aidrei. „Þarna kemur Bláklukku-Hans,“ sagði fólkið þegar það sá hann koma með kransinn í hendinni. Þau höfðu verið svo ung og sæl þá. Lif hafði svoddan yndi af bláklukk- um. Síðasta kvöldið sem hún kom á ástmót við hann áður en ógæfan varð, hafði liún bláklukkusveig um höfuð- ið. Hann spurði hana hvernig henni litist á nýja vinnumanninn, sem var kominn til þeirra. Lif hló: „Hann er laglegur,“ svaraði hún ertandi. En eftir augnablik tók hún höndunum um hálsinn á 'honum og sagði, að það væri hann einn, sem hún kærði sig um. En hann gat ekki gleymt hlátrinum hennar þegar hann fór heim um kvöldið. Hann hataði nýja vinnu- manninn, hann var svo sjálfbyrgings- legur og glannalegur, og einu sinni hafði hann tekið um hálsinn á Líf, svo Hans sá. Hann kreppti hnefana. Hann varð svo undarlegur þegar hann reiddist, þá lentu allar liugsanir hans i einni bendu. Svo kom freistingin. Hann vissi hvar húsbóndinn geymdi peningana sína. Hann gæti tekið þá og grafið þá niður. Og þá mundi grunurinn vafalaust falla á nýja vinnumanninn. Hans leið verstu kvalir dagana eftir að hann hafði tekið peningana. Sam- viskan sárkvaldi liann. Hann titraði allur er liann var að segja húsbónd- anum að nýi vinnumaðurinn licfði peninga eins og sand. — Mörg vitni voru leidd í málinu. Pilturinn stóð náfölur fyrir sýslumanninum og þrætti. Ög loks kom sannleikurinn i Ijós. Einliver hafði séð til Hans þeg- ar hann var að grafa niður pening- ana. Hann fékk þunga refsingu. Fátt er ljótara en að stela og láta gruninn falla á saklausan mann. Gleðililátur Lífar hal'ði hljóðnað um stund. En er frá leið leit hún oftar hýru auga til nýja vinnumannsins með bjarta brosið, en var hljóð og föl eftir það. — Þetta varð henni ofurefli, hún hafði ekki mótstöðuáfl þegar mest var þörf á. Barnið sem fæddist fór lika í gröfina með henni. Nokkrum dögum síðar kom Hans aftur. Hann iðraðist sáran, og gat ekki skilið hvernig lionum liefði nokk- urn tima getað dottið í hug, að Líf kærði sig um aðra en hann. Gamla reiðin, eldþokan sem honum fannst hafa komið fyrir augun á sér, var horfin. Og nú frétti hann að Líf væri dáin. Þegar hann stóð við gröfina var líkast og öll lilveran yrði að rúst kringum hann. Hann hneig niður og engdist í grátkviðunum og lá þarna allan daginn. Þegar hann stóð upp aftur kom þokan yfir hann á ný, en hún var ekki rauð heldur grá, þétt og órjúfanleg. Hann lokaði sig inni i litla kofan- um sínum, og fólk gat ekki svalað forvitni sinni. Hvernig skyldi hann taka þessu með Líf. En þegar hann fór að láta sjá sig aftur þekkti fólk liann ekki fyrir sama mann. Fyrrum hafði liann verið bráðtir og þess vegna hafði fólk haft gaman af að erta hann. Nú var harin eins og í leiðslu og auguii útbrunnin. En einkennilegast var að hann virtist alls ekki raunalegur — og eftir því sem frá leið virtist helst sem hann byggi yfir einhverri leyndri hamingju. Hann virtist alveg hafa gleymt að hún hafði brugðist lionum. Þegar hann sat við gröfina i frístundum sínum hjalaði hann við hana, eins og hún sæti bráðlifandi við hliðina á honum. Allt sumarið lágu nýjar bláklukkur á leiðinu hennar. Og á afmælisdaginn kom hann alltaf með kransinn. Fingur hans voru krepptir af gigt, en krans- inn alltaf jafn fallega bundinn. Hann slapp við að vera kallaður fábjáni. Bláklukku-Hans fannst hon- um fallegt nafn, og hann brosti þegar hann heyrði fólk nefna það. SPEGLAR OG AST AÐ er fullyrt að kvenfólkið verji 240 dögum ævi sinnar i að spegla sig. Ekki vitum vér hvort satt er, en víst er það, að sumar konur liafa var- ið miklu lengri tíma fyrir framan spegilinn. Til dæmis sat Elísabet Austurríkisdrottning klukkutímunum saman fyrir framan spegilinn á hverj- um degi. Það var einkum jarpa hárið, sem henni þótti svo fallegt. Hún lél meira að segja telja á sér liöfuðhárin! Greifynjunni Castiglione þótti líka gaman að dást að sér í spegli. Einu sinni eyðilagði hún dýrt málverk, sem gert hafði verið af henni. Hún bar fram sér til afsökunar, að svo kynni að fara að málarinn gæti orðið hrifn- ari af málverkinu en henni sjálfri. Þá var hún ekki af baki dottin, hvað speglana snertir, ungverska vínkaup- mannsfrúin Kate Horovath. Hún sat timunum saman við spegilinn og dáð- ist að hve dásamlega hún væri sköp- uð. Einu sinni tók hún þátt i sam- keppni um hver ætti flesta spegla og var sigurvegaranum heitið 2000 sterl- ingspundum. Kate tók þátt í þessari lceppni með lifi og sál. Hún átti nóg af peningum og keypti nú alla spegla, sem hún náði til. Þegar hún hafði safnað i Ungverjalandi fór hún til útlanda og keypti þar. En þegar dóm- nefndin kom að skoða safnið hennar gekk svo fram af tyrkneska milljóna- mæringnum, sem liafði gengist fyrir þessu, að hann framdi sjálfsmorð! Kate liafði safnað livorki meiru né minna en 2700 speglum. Niu af tiu herbergjunum í húsinu voru barma- full af speglum, og þegar maður Kate dó, árið 1922, voru speglarnir eina verðmætið sem búið átti. Og nú varð hún að fara að selja speglana, hvern af öðrum, til þess að fá fyrir mat. En það var af miklu að taka. Og nóg eftir til þess að Ivate gæti skoðað sjálfa sig. Svo bar bað við einn góðan veður- dag að henni varð fótaskortur og hún datt á stór.an spegil. Spegillinn brotn- aði og hún skar sig «á glerbrotunum. Nágrannarnir heyrðu neyðaróp henn- FALLEGUR OG ÍBURÐARLAUS. — Takið eftir hversu Iitlu er kostað til skreytingar á þessum laglega kjól. Efnið er beige ullarefni og sniðið hið sigilda prinsessusnið. Aðeins hnappa- röð að framan. ar, en komu of seini til að bjarga 'henni. Henni blæddi út. Að því er menn best vita, er það aðeins einn karlmaður, sem hefir haft „spegildellu". Það var sir John Soane, sá sem stofnaði Soanes Museum í London. Hann lét fella spegla svo hundruðum skipti inn í þilin i stof- unum sínum, og þar eru þeir enn til sýnis hverjum sem hafa vill. Iin svo eru líka konur, sem alls ekki þola spegla. I.afði Montague leit ekki í spegil í tutlugu og tvö ár. Hún hafði fengið bólusótt og afskræmst í andliti. Cliarles Worth leit heldur aldrei i spegíl. Hann fékk ellimörk er hann var aðeins sjö ára, varð gráhærður og hrörlegur á fæti eins og sjötugur maður. Foreldrar hans vöruðust að láta liann fá tækifæri til að líta i spegil, hann var meira að segja ekki látinn koma nálægt lygnupolli. Eu samt fór svo einu sinni, að honum varð Iitið í spegil og varð þá svo mikið um að hann fékk taugaáfall og dó. * í matvöruverslun einni í Hamborg sló i hart milli kaupmannsins og konu hans, og kostaði orrahríðin meðal annars 250 egg. Þetta byrjaði með því, að frúin fór að liafa orð á því, að bóndi hennar væri grunsamlega stima- mjúkur við ungfrú eina, sem kom inn til að versla. Lenti þessum þrcm- ur nú í háarifrildi og þegar þeim varð orða vant fóru þau að kasta eggjum, sem höfðu þann eina galla að ]>au voru ekki fúl. Stóð eggjakastið þang- að til ekkert egg var orðið eftir, en þá byrjaði handalögmál. Lögreglan varð að skerast i leikinn og það tók heilan dag að hrcinsa „eggjasnapsinn" af búðarveggjunum. FALLEGUR VETRARFRAKKI. — Það hlýtur að vera erfitt að sauma falleg- an frakka úr svona þykku efni, en Jacques Griffe hefir leist þá þraut með skásaumum og tvennum skávös- um. Axlirnar eru alveg út á handlegg þar sem ermin er saumuð við. — Húfa og uppslög og kragi úr mislitu skinni eða efni. GÖNGUKJÓLL DIORS. — Hann kall- ar hann „Skotte“ og það er líka fljót- séð. Hann hefir valið skosk köflótt efni, hann hefir fellt pilsið allt í kring og hann hefir notað húfu scm er alveg eins og húfa skotanna. í fyrra liðu tæpir þrír dagar að meðaltali milli þess að nýtt skiit hlypi af stokkunum, fyrir norskan reikning. Aðeins ein þjóð í heimi jók flota sinn meira á árinu en Norðmenn. Hjá þeim var aukningin 136 skip, 762.365 smá- lestir samtals eða nær átta sinnum meira en allur skipafloti íslendinga.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.