Fálkinn


Fálkinn - 30.03.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 30.03.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN ■Uclgilcikirnir í Uollage í bænum Hollage í grennd við þýsku borgina Osnabriick er það nú orðinn fastur viðburður að sýna helgileiki á þessum tíma ársins, og sækir þá mikill fjöldi fólks. — Myndin hér að ofan er tekin við opnun leikanna á þessu ári. Hún er af áhrifamiklu atriði, sem á að tákna sigur frelsarans yfir hinum illu öflum. Tíl fermingargjafa Tiivada kven- og karlmannsúr. Vönduð. — Ódýr. Niuada Einnig hinar vönduðu ‘Xunzle vekjaraklukkur. Magnús E. Baldvinsson úrsmiður Laugavegi 12. - Sími 7048. I Sendi gegn 'póstkröfu um land allt. IBH SAUDII. er einvaldur og ríkur. ‘T/’ONUNGUR Araba er einvaldur í ríki sínu. Hann getur steikt þegna sína í úlfaldatólg ef honum líst, og þrælahald er leyft i Arabíu. Maður skyldi því Iialda að þjóðhöfð- ingjar vesturvalda litu hornauga til hans, en það gera þeir ekki. Þeir verða að vera mjúkmálir við liann, því að liundir söndunum i Arabiu eru milljónir tonna af olíu. Og olíuþorst- inn hefir aldrei verið meiri en nú. Það er ekki langt siðan Abdul Aziz Ibn Saud, faðir núverandi konungs, dó. Hann var dugandi maður og land- inu fór mjög fram á síðasta áratug ríkisstjórnar hans. Hann átti 75 börn. Ekki er þess getið að hann hafi sett dætur sínar til mennta en synina menntaði hann vel, og hafa margir þeirra mætt sem fulltrúar á alþjóða- þingum eða verið sendiherrar er- lendis. Arabia er stærri en Frakkland og Ilalía til samans og mestur hluti landsins eru heiðalönd og sandur, en livergi stöðuvatn né á. Hitinn er afar mikill. I landinu búa um sjö milljónir manna, flest bændur og hirðingjar. Helgustu borgir múhameðssinna eru i Arabíu, Mekka, fæðingarstaður Múhameðs, og Medina, en þar dó spá- maðurinn. Ibn Saud I. kom fótum undir sig sjálfur. Langalangalangafi hans, Mú- liameð Ibn Saud var vahabíti og barð- ist fyrir að allir Arabar tækju þá trú. Hann lagði undir sig Mekka, Medina og Damaskus, réðst á Egypta og hafði í huga að herja á Persa, þegar dauðinn sótti hann, 1814. En þegar Ibn Saud I. fæddist 1880 var ekkert eftir af hinu forna riki. Fjölskyldan lifði í fátækt í Riyadh. Þegar Ibn var tví- tugur var ihann sterkur sem naut og mesti ofurhugi. Fjölskyldan hafði verið gerð útlæg úr Riyadh og hafðist við í Kuweit en Ibn undi þessu ekki, hann vildi ná hefndum og leggja undir sig Riyadh. Njósnaði hann um allt sem gerðist þar. Hvenær varðskipti væru liöfð, hve margir væru i varð- liðinu, hvort þeir væru tryggir höfð- ingjanum og þvi um líkt. Ibn Saud gat setið á úlfalda frá morgni til kvölds og þoldi hitann vatnslaus og át ekki annað en nokkrar döðlur allan daginn. Á nóttinni vafði hann kápunni um sig og svaf úti. Hann baðst fyrir fimm sinnum á dag, eins og góðum múhameðssinna sæmir. Eina sumarnótt reið þetta sheiks- efni með 60 manna lióp á úrvalsúlf- öldum og nam staðar klukkutíma reið frá borgarnnirunum i Riyadh. Þar skildi hann hópinn eftir í pálmalundi og hélt áfram sjálfur við sjötta mann. Tókst þeim að skríða í felustað undir borgarmúrnum án þess að varðmenn- irnir sæju þá. Þaðan læddust þeir heim að húsi höfðingjans, sem stóð and- spænis höllinni. Þeir vissu að til var- úðar svaf höfðinginn jafnan í höllinni og fór ekki inn i húsið sitt fyrr en snemma á morgnana. Börðu þeir nú að dyrum og gömul kona kom og opn- aði, hún var ein í húsinu. Þeir vöfðu utan um hana dúk og bundu hana. Svo beið Ibn eftir að höfðinginn kæmi. Og hann kom og var handtek- inn og Ibn Saud lagði Riyadh undir sig. Hann hafði um sig hirð i miðalda- stíl, marga þræla og vopnaða menn, hann borðaði með fingrunum og sleit í sig tætlur af steiktum sauðarkropp- unum. Kóraninn leyfir aðeins fjórar konur, en Ibn eignaðist 120 um ævina. Hann sneyddi hjá Kóraninum með þvi að reka konurnar frá sér undir eins og hann var orðinn leiður á þeini, og fékk sér aðrar í staðinn. En aldrei hafði hann nema fjórar i einu. Arabía hefir tekið miklum fram- förum síðan Ibn Saud I. kom til valda og þó einkum eftir að olían fannst. í dag fara flugvélar daglega yfir land, sem aðeins sex hvitir menn höfðu augum litið fyrir 5 árum. í Mekka er rafljós og malbikaðar götur. Ibn Saud I. kom aðeins einu sinni úl fyrir landsteinana. Það var 1945, er hann hitti Churchill og Rooscvelt í Egyptalandi. Roosevelt reyndi að fá hann til að hleypa fleiri Gyðingum inn i Palestinu, en Ibn Saud neitaði. Og þegar Gyðingar stofnuðu ísraels- ríki 1948 gerði hann bandalag við önnur Arabariki gegn Gyðingum. Sonur lians, Ibn Saud II. menntaðist í Englandi og nú er eftir að sjá hvað hann gerir, innanlands og út á við. Enn eru þrælar seldir á uppboði, ótrú- ar konur grýttar til bana og þjófar handhöggnir og höndin soðin í feiti. Svo að það eru næg verkefni, sem biða hins nýja konungs, Ibn Saud II. * Á síðustu 25 árum hefir tala ýmiss konar náttúrugripasafna tvöfaldast í Bandaríkjunum og eru þau nú 3000. í 146 borgum eru jurtagarðar. Siðari lieimsstyrjöldin kostaði 380 milljarð dollara. Síðan um miðja 19. öld hefir hver ný stórstyrjöld kostað tvöfalt meira en sú næsta á undan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.