Fálkinn


Fálkinn - 30.03.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 30.03.1956, Blaðsíða 5
F Á L KI N F 3 * Qleðilega páska! * Cfjof Ovu (Jordner Brúðargjafirnar eru fyrir löngu teknar að streyma til leikkonunnar Grace Kelly í tilefni giftingar hennar og Rainiers prins í Monaco. Meðal gjafanna er indverskur SARI — það er að segja dýrindis sjal — sem Ava Gardner hefir sent starfssystur sinni. Grace Kelly ætlar að nota sjalið við brúðarkjólinn. — Á myndinni sést William Travers, sem er kunnur kvikmyndaleikari, dást að sjalinu, jiegar ungfrú Kelly mátar það. Bridgefélag Hafnarfjarðar á 10 ára afmæli á þessu ári og minnist þess með hófi í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði nú að lokinni meistaraflokkskeppni fé- lagsins. Félagið hefir tekið þátt í ýmsum bæjakeppnum og jafnan orðið sigursælt. Formaður þess er Vagn Jóhannsson. — Myndina hér að ofan tók Gunnar Rúnar af spilafélögunum sem tóku þátt í firmakeppninni í janúarmánuði s. I. Stjörnulestur eftir Jón Árnason, prentara. Vorjafndægur 1956. Allijóðayfirlit. Nú hefst stjörnuárið. Framkvæmda- merkin eru mjög áberandi i á'hrifum, en þó ber mjög á áhrifum vatnsmerkj- anna. Tilfinningar láta mjög lil sín taka í heimsviðskiptunum og lyfta undir frainkvæmdajjirckið. Eru hér mjög þróttmikil öfl að verki, þar sem Sól, Tungl, Mars og Úran koma mjög til greina. Tölur dagsins eru 2 + 3+5 + 6=lö--7, sem er tala Tunglsins, og bendir það á tilfinningar og áhrif þeirra. Munu þær því frekar láta á sér bæra á þessum tima. Öll eldsmerkin eru setin. Sól, Júpíter og Satúrn og eru þvi mjög áhrifarík, svo að likindum mun mjótt á munum um friðinn, því að Úran kemur hér til greina í sterkri aðstöðu og Mars, sem ræður. Lundúnir. — Sól í 9. húsi, ásamt Merkúr. Siglingar og viðskipti við aðr- ar þjóðir munu mjög á dagskrá og afstöður frekar góðar. Framför mun áberandi i jiessum greinum. — Júpiter í 1. húsi. Friður ætti að vera heima fyrir, en þó gætu sjúldeikar látið á sér bæra, einkum i maga. — Neptún í 4. húsi. Hætt við urg gegn stjórn- inni sem berst að ýmsum leiðuni. — Satúrn í 5. húsi. Leikhús og skemmti- staðir undir athugaverðum áhrifum og tafir gætu átt sér stað i þeim mál- um. — Mars í 6. húsi. Barátta og urg- ur nieðal verkamanna og þjóna. Hita- sóttir gera varl við sig. — Venus í 11. húsi. Þingstörfin æltu að hafa heillavænlegan framgang. — Tungl og Úran í 12. húsL Athugaverð áhrif. Ýms nýmæli gætu komið í Ijós í sam- bandi við rekstur fangabúða og sjúkrahúsa. Berlín. —- Sól í 9. húsi. Utanrikis- viðskipti og siglingar í góðu lagi og skipulagning hersins ætti að ganga vel. — Júpiter í 1. húsi. Afstaða al- mennings ætli að vera sæmiieg og heilsufarið gott. N'eptún í 3. 'húsi. At- hugaverð afstaða fyrir flutninga, póst og sima og útvarp, bækur og blöð. Svik og óreiða gæti átt sér stað. — Satúrn í 4. húsi. Urgur gegn stjórn- inni og tafir á framkvæmdum. — Merkúr i 8. húsi. Það mun að líkind- um lítið sem ríkinu muni áskotnast að erfðum. — Venus í 10. húsi. Af- staða stjórnarinnar ætti að vera frek- ar góð. — Úran í 12. húsi. Sjúkrahús og vinnuhæli undir athugaverðum áhrifum. Moskóva. — Sól i 8. húsi. Háttsettir menn gætu látist. — Satúrn i 4. húsi. Ekki álitleg aðstaða bænda og búaliðs. Andstaða ráðendanna færist i aukana. — Mars í 5. liúsi. Urgur og barátta meðal leikara og hætt við undirrróðri og árásum. — Merkúr i 7. húsi. Mikið um verkefni i utanríkisþjónustunni, miklar viðræður og ráðagerðir, blaða- skrif. -— Venus í 9. húsi. Utanríkis- siglingar og viðskipti ættu að vera undir góðum áhrifum og gefa góðan arð. — Tungl og Úran í 11. húsi. Ágreiningur og urgur i æðsta ráðinu og undangröftur og svik gætu komið í Ijós. — Júpíter í 12. húsi. Einliverjir fangar látnir lausir og umbæt- ur á fangabúðum gætu átt sér stað. Tokyó. -—■ iSól og Merkúr i 4. húsi. Góð afstaða bænda og landeigenda og aðstaða ráðendanna ætti að vera góð. Athygli mikil beinist að þessum að- stæðum. — Satúrn og Mars í 1. húsi. Eru áhrif þessi varasöm. Öróleiki nokkur meðal almennings og heilsu- farið athugavert. — Venus í 6. húsi. Sæmileg afstaða verkamanna og þjóna og þeir ættu að ná bættri að- stöðu. —- Úran í 8. lnisi. Dauðsföll meðal manna í raftækjaiðnaðinum og háttsettra manna. — Júpíter i 9. húsi. Góð áhrif í rekstri siglinga og utan- ríkisþjónuslu. — Nentún í 11. luisi. Undangröftur og spilling kemur i Ijós i stjórnmálunum. Washington. — Sól í 12. luisi. Góð- gerðastofnanir, betrunarhús, vinnu- hæli, spítalar undir áberandi áhrifum og veitt athygli. — Venus i 1. húsi. Góð afstaða almennings og lieilsufar- ið gott. — Tungl og Úran í 3. liiisi. Ekki beinlínis liagstæð aðstaða flutn- inga, frétta, bókaútgáfu og blaða og útvarps og sjónvarps, tafir koma i ljós. ■— Júpíter og Plútó í 5. liúsi. Dá- lítið athugaverð afstaða leikara og leikhúsa og skemmtanalífs. Urgur og óánægja gæti kamið til greina. — Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.