Fálkinn


Fálkinn - 30.03.1956, Blaðsíða 14

Fálkinn - 30.03.1956, Blaðsíða 14
12 FALKINN MICHEILE þegar hún kom til hans þekkti hún allt í einu dömuna við borðið hans. „Frú Colbert!" sagði hún. „En hvað það var gaman að sjá yður aftur!“ Michelle roðnaði af ánægju og muldraði eitthvað, sem enginn heyrði. Celeste settist, bað buktandi brytann um hádegisverð og fór að spyrja Michelle spjörunum úr. Hvernig leið honum Lucien, blessuðum? Vel, en hvað það var gaman. Og hvar var hann? Farinn til Alzír! Ja, þessir kaupsýslumenn! Jafnvel þó að þeir væru nýgiftir gátu þeir ekki hagað sér eins og annað fólk! Hve lengi ætlaði hann að verða í ferðinni? Viku? Já, einmitt. Jæja, það var nú ekki langur tími, en mikið þætti henni ef hann kæmi svo fljótt aftur. Þessar kaupsýsluferðir urðu alltaf lengri en maður áætlaði. Annars var Alzír hættulegur staður. Ungu arabastúlkurnar voru fallegar, hafði hún heyrt. Eruð þér ekki óróleg, frú Colbert?" „Nei,“ svaraði Michelle blátt áfram, og Michael beit á vörina til að skella ekki upp úr. Þarna fékk þó Celeste langt nef! Og Michael var með öðrum orðum stað- gengill, meðan Lucien var að heiman? Ja, það sýndi að Lucien var ekki hræddur held- ur, úr því að hann trúði honum fyrir henni. Því að Michael var hættulegur maður líka! Alls staðar kringum þau var mikið mál- skraf, og Michelle fór hjálfpartinn að sundla í öllum þessum klið. Hún fann að Celeste hafði ekki augun af henni, ýmist í laumi eða hún starði á hana, og henni fannst það óþægi- legt. „Þér notið tækifærið til að fara í verslanir," sagði Celeste. „Ljómandi er þetta fallegur kjóll, hann er blátt áfram töfrandi. En ættuð þér ekki að nota dálítið sterkari lit ...“ Hún hallaði undir flatt og horfði á Michelle. „Ég sá nokkuð í gær, sem mundi fara yður vel, ég skal gefa yður nafnið á staðnum. Þér skul- uð fara þangað og skoða. Það er ómaksins vert.“ „Ég er nýbúin að kaupa mér svo mikið af fötum,“ sagði Michelle sakleysislega. „Ég hefi ekki einu sinni komist til að fara í þau öll.“ Og nú vall hinn frægi Celestehlátur upp úr henni. Þetta var gott — það var gaman að því. „Góða mín, eruð þér ráðdeildarsöm? Það væri hörmulegt!" „Hvers vegna?“ spurði Michelle. „Ef nokkur frú í París hefir efni á að vera sóunarsöm þá eruð það þér. Þér ættuð að vera styrktarfélagi allra tískuverslana í París. Hefir Lucien beðið yður um að spara?“ „Nei, hann hefir_sagt mér að kaupa hvað sem ég vil.“ Celeste andvarpaði. „Ég vildi óska að ein- hver segði það við mig,“ sagði hún. „Ég kaupi alltaf meira en ég hefi efni á. Er það ekki satt, Michael?" „Það er sagt svo,“ svaraði hann hæversk- lega en kuldalega. Hann vissi að Celeste var að skopast að Michelle, og honum sárnaði það. En hann gat ekkert við því gert. „Heyrið þér, frú Colbert,“ sagði Celeste, „eigum við ekki að fara saman í búðir, núna meðan Lucien er ekki heima?“ Michelle horfði hrifin á hana. „Jú, þér gætuð kannske ráðlagt mér eitthvað. Ég hefi svo lítið vit á þessu ennþá ...“ „Manni lærist það fljótt,“ sagði Celeste. „Einn af kunningjum mínum giftist fyrir ári liðnu stúlku, sem hafði alist upp við fátækt í smábæ. Hún var þrjá mánuði að eignast svo mikið af reikningum, að það lá við að maðurinn hennar yrði gráhærður. Ég skal kenna yður, frú Colbert. Ég skal verða ráðu- nautur yðar. Lucien sagði alltaf að ég væri smekklegar klædd en nokkur önnur kona, sem hann hefði kynnst.“ Augun í Michelle leiftruðu. „Ef þér viljið gera svo vel, frú Marteau.“ En svo kom al- vörusvipur á hana. „Nei, það er ekki hægt.“ „Hvers vegna ekki?“ spurði Celeste forviða. „Ég ... ég ... Lucien fór svo fyrirvaralaust í ferðalagið ... ég hefi ekki nóga peninga." Og nú heyrðist dillandi hlátur Celeste aftur. „Góða mín, þér getið tekið út vörur í hvaða verslun sem vera skal — eins mikið og þér viljið. Þér þurfið ekki að óttast það.“ „Já — en,“ sagði Michelle og leit spyrjandi á Michael. „Það er alveg rétt,“ sagði hann hughreyst- andi. Michelle andaði djúpt. I rauninni hafði hún ekki verið fyllilega ánægð með kjólana, sem Lucien og tískuhúsastjórarnir völdu handa henni. Hana dreymdi um að eignast eitthvað litríkara og frábrugðnara venjunni ... svona eins og fólk notar í kvikmyndum ... eins og Celeste notaði. „Þér 'hafið kannske aldrei verið í París áð- ur?“ spurði Celeste Marteau skömrnu síðar, er þær höfðu mælt sér mót til að fara í búðir daginn eftir. „Nei, aldrei," svaraði Michelle. „Það hlýtur að vera gaman fyrir yður að koma hingað,“ sagði Celeste. „Ekkert jafn- ast á við París! Ég hefi verið í Hollywood og New York og í London og við Miðjarðar- hafið ,en ekkert er á við París.“ „Ekki fyrir þá, sem eru bornir og barnfædd- ir hérna,“ greip Michael fram í. „En mér liggur við að halda að frú Colbert sakni sveit- arinnar.” ,,Stundum,“ sagði Michelle. „Hvaðan úr Frakklandi eruð þér, frú?“ spurði Celeste. Michelle nefndi nafnið á litla þorpinu, sem hún hafði átt heima í, og þegar Celeste var engu nær, nefndi hún líka nafn amtsins, sem þorpið var í. Celeste kinkaði kolli og sagði vingjarnlega, að hún hefði heyrt að mjög fallegt væri þar. Hún setti staðarnafnið á sig, því að hún hafði einsett sér að komast að hvers konar manneskja þetta væri. Þegar hún hafði kvatt þau ók Michael með Michelle um borgina í bílnum sínum og sýndi henni ýmsa staði, sem hún hafði ekki séð áður, og sem Lucien hafði gleymt að sýna henni. Það voru afviknir, fagrir og friðsælir staðir, þar sem frægir menn og konur höfðu átt heima, og Michelle hlustaði hugfangin á frásögn hans. Á leiðinni heim til hennar sagði hann: „Jæja, á morgun sjáumst við ekki, úr því að þú ætlar út með frú Marteau. En hinn daginn .. . gleymdu þvi ekki! Ef veðrið verður gott skulum við aka eitthvað norður á strönd ...“ „Ó,“ sagði Michelle. „Þá fæ ég að sjá sjóinn!“ „Já, þú færð það,“ sagði Michael og brosti. Hún sat 'hljóð um stund og hugur hennar hvarflaði að því, sem henni hafði fundist eftirminnilegast þennan dag. „Hún er ljóm- andi falleg, hún frú Marteau. Svo tignarleg! Ég vildi óska að ég gæti orðið eins glæsileg og hún.“ „Þú ert ágæt eins og þú ert!“ sagði Michael. „Og þú verður vafalaust eins glæsileg, þegar þú ert komin á hennar aldur.“ „Ekki er hún gömul!“ „Hm,“ sagði Michael. „Maður á aldrei að tala um aldur fríðra kvenna. „Að hugsa sér — hún þekkti Lucien!“ „Já,“ svaraði Michael í hugsunarleysi. Hon- um var skemmt við tilhugsunina um, að Cel- este ætti að heita ung. „Hann dáðist að henni um eitt skeið.“ Þessi orð festust Michelle í minni. Lucien hafði verið hrifinn af Celeste. Hún ætlaði að reyna að verða eins og Celeste, — þá yrði Lucien kannske ánægður með hana. „Finnst yður virkilega, að þessi kjóll fari mér vel?“ spurði Michelle efandi, en undir niðri var hún ánægð með skjallið. I speglinum sá hún mynd, sem hún hafði aldrei séð fyrr. Þetta var nærskorinn taftkjóll, sem hún var að prófa, mjög mikið fleginn. Að vísu sýndi kjóllinn mjög vel líkamsvöxtinn, en þetta var kjóll sem hæfði Celeste, heimsdömunni — hún gat borið hann uppi. En augu Michelle voru ekki svo þroskuð enn, að hún hefði eignast persónulegan smekk. Svona fólk hafði hún séð á kvikmynd ... svona leit Celeste út . . . og þá var það svona, sem maður átti að líta út í þeim heimi, sem Lucien og hún áttu að lifa í eins og þau væri heima hjá sér. „Vitanlega fer hann yður vel, frú Colbert,“ sagði Celeste. „Nú fyrst sést hve þér eruð fallega sköpuð!“ Celeste sá vel sjálf hve frá- leitt það var að láta unga stúlku eins og Mic- helle ganga í svona glannalegum kjól, en hún gerði þetta að yfirlögðu ráði. Henni þótti gaman af hve flöskugræni liturinn fór Mic- helle illa. Celeste sneri sér að frú Richard, eiganda hins dýra tískuhúss, sem Celeste verslaði allt- af við, en borgaði sjaldan reikningana sína fyrr en þeir voru orðnir nokkurra ára gamlir. Frú Richard sætti sig við það, því að hún vissi að. Celeste var góð auglýsing fyrir versl- unina. En upp á síðkastið var hún þó farin

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.