Fálkinn


Fálkinn - 30.03.1956, Blaðsíða 15

Fálkinn - 30.03.1956, Blaðsíða 15
FÁLKINN 13 að láta orð falla um, að hún yrði að hætta að lána henni, nema hún borgaði alldrjúga fúlgu upp í skuldina von bráðar. Þær horfðust í augu hún og Celeste. Þær höfðu átt tal saman í laumi áður en Michelle kom. Frú Richard var kunnugt um tilraunir þær, sem Celeste hafði gert til þess að krækja í Lucien Colbert, og einnig hafði hún heyrt því fleygt, að hann hefði gifst einhverri kvenmannstusku. Nú hafði Celeste útmáiað fyrir henni áform, sem voru gróðavænleg. En þau gengu út á það, að gera þessa einföldu sveitastúlku vitlausa í tildur. Frú Richard hafði orðið forviða er hún sá hana. Hún hefði haft gaman af að klæða Micheiie þannig, að hin einkennilega fegurð hennar nyti sin. Og nú var hún að hugleiða hvort Michelle Colbert gæti okki orðið betri viðskiptavinur en Celeste. ,,Ef frú Colbert er ekki. ánægð, getum við reynt eitthvað annað,“ sagði hún tungumjúk. „Mér finnst eiginlega að þessi græni litur sé full gamallegur handa yður.“ Celeste varð súr á svipinn. „Það finnst mér ekki,“ sagði hún. Michelle leit á þær á víxl. Hún hafði takmarkalaust traust á Celeste, en sjálf kunni hún ekki við litinn. Frú Ric- hard hafði farið út og Michelle skoðaði sig í speglinum. „Mér finnst ég vera svo fáklædd," sagði hún. „Það er hægt að bæta úr því með loð- skinnum,“ sagði Celeste. „Og þegar maður dansar ...“ Michelle muldraði eitthvað svar, sem ekki skildist, hún þorði ekki að segja að hún kynni ekki að dansa. En Celeste gat auðsjáanlega lesið hugsanir hennar. „Ég veit um ágætan dansskóla," sagði hún. „Ég geri ráð fyrir að það séu ekki bein- línis nýtísku dansar, sem þið dansið þarna í sveitinni.“ „Ne-ei,“ sagði Michelle. „Ég þarf eflaust að læra mikið.“ Nú kom Richard inn með annan kjól. Cel- este lét sér fátt um finnast er hún sá hann. Hann var eins og hvítt ský á handleggnum á frúnni. ,,Ó!“ var það eina, sem Michelle gat sagt. Frú Richard brosti. Það var eitthvað inni- legt í rödd Michelle, sem henni gast að. Þeg- ar Michelle fór með mestu varúð úr græna kjólnum sagði frú Richard: „Fólki með svona vaxtarlagi fer allt vel.“ Michelle hugleiddi þetta meðan frúin var að hjálpa henni í hvíta kjólinn. Hann var úr ,,tyll“, víður að neðan en nærskorinn að ofan, svo að það kom vel fram hve grönn Michelle var. Kringum axlirnar var efnið í fellingum, eins og hvítt ský. Frú Richard starði hug- fangin á þetta. Michelle var fögur eins og málverk. í fyrsta skipti á ævinni var hún Stúlkan á tvo aðdáendur. Hvar er hinn? sannfærð um sína eigin fegurð þegar hún skoðaði sig í speglinum. Og þessi meðvitund fyllti hana ósegjanlegri sælu. Eins og hún var þarna, í hvíta kjólnum, fannst henni hún vera samboðin Lucien. „Ég tek þennan,“ sagði hún. „Mér líst vel á hann.“ Það var fjórði kjóllinn, sem hún hafði ákveðið að kaupa. Hún hafði ekki spurt hvað hann kostaði — en Celeste hafði sagt, að svo dýr kjóll væri ekki til, að Michelle hefði ekki efni á að kaupa hann. Celeste leit á armbandsúrið sitt, sem var alsett dýrum steinum. „Ég verð víst að fara,“ sagði hún. „Ég þarf að hitta fólk klukkan fjögur. Eg síma á morgun, frú Colbert!“ Þegar hún strunsaði út úr stofunni og frú Richard hafði gengið úr skugga um að hún væri komin út, sneri hún sér að Michelle. „Það var alveg rétt af yður að velja hvita kjólinn, frú Colbert. Hann er alveg eins og hann væri saumaður handa yður. Af græna kjólnum hefi ég útgáfu í bláum lit, sem mundi fara yður ágætlega. Hann er ekki alveg til- búinn ennþá, en ef frúin vill líta inn á morgun, get ég haft hann tilbúinn til að prófa hann.“ Þegar Michelle var farin stóð frúin með kjólinn i hendinni, hugsandi. Það var ekki oft sem hún fékk að prófa kjóla á svona fal- lega vaxinni manneskju. Oftast varð hún að taka á allri sinni kunnáttu til þess að fela fituna á gildum, miðaldra frúm. „Celeste Marteau hefir horn í síðu þessarar ungu dömu,“ sagði frú Richard við sjálfa sig. „Hún verður umtöluð sem fegursta konan í París eftir nokkur ár . ..“ Michelle ætlaði að hitta Michael klukkan fimm og þau ætluðu að fara saman á úti- veitingastað og fá sér miðdegisverð þar. Þau höfðu frestað ferðinni norður að sjó, því að Celeste tafði Michelle svo mikið. „Jæja,“ sagði Michael þegar þau voru kom- in út úr mestu umferðarþvögunni í borginni, „hvað hefirðu nú keypt í dag?“ „Fjóra kjóla,“ sagði Michelle. „Og þrjá í gær. — Þetta er eiginlega bruðl, Michael. Ég er hrædd um að þetta kosti feiknin öll af peningum." „Það er ég hræddur um líka,“ sagði Mic- hael, „en það gerir ekkert til. Bara ef þú kaupir eitthvað fallegt. Fallegar konur, eins og þú, eiga að vera í fallegum fötum.“ „Þeir eru ljómandi fallegir," sagði Mic- helle dreymandi. „En ég á svo bágt með að ákveða hvað ég á helst að velja. Sumir kjól- arnir eru alls ekki fallegir, finnst mér. Eins og til dæmis í dag — ég prófaði grænan kjól, síðan. Frú Marteau sagði að hann væri full- kominn. En mér fannst sjálfri að hann væri ekki fallegur, og frú Richard tók í sama streng. „Þér er vissara að treysta frú Richard fremur en Celeste!" sagði Michael fremur stutt. „Já, en Celeste er svo glæsileg, og Lucien finnst sjálfum að hún sé glæsileg .. „Ef Lucien hefði þótt hún glæsileg mundi hann vafalaust hafa gifst henni. En nú gift- ist hann þér!“ svaraði Michael. „Heldurðu að hún hefði viljað hann?“ spurði Michelle. „Hvort Celeste Marteau hefði viljað einn af ríkustu mönnum Frakklands!“ Michael hló. „Það geturðu reitt þig á. Ég hugsa að það hafi valdið henni miklum vonbrigðum, að hann giftist þér.“ Michelle sat þegjandi um stund. Hún sá í huganum opinberunina miklu, Celeste, sem í hennar augum var hámark fegurðar og glæsi- mennsku. „Þú ert sjálfsagt að skopast að mér,“ sagði hún loksins. „Það er ómögulegt að Lucien hefði viljað mig frernur en hana! Ef til vill hefir hann tekið mig vegna þess að hann fékk hana ekki,“ bætti hún við. Michael hægði á bifreiðinni til þess að geta lagt meiri áherslu á það sem hann sagði. Hann Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavik. Opin kl. 10—12 0g l%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. ADAMSON Iíaust-heræfingar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.