Fálkinn


Fálkinn - 30.03.1956, Blaðsíða 19

Fálkinn - 30.03.1956, Blaðsíða 19
FÁLKINN 15 gardurinn okkar „Ekki er sama, Nú þarf að fara að hugsa fyrir fræ- kaupunum. Fræið er komið í verslanir, en ýmsar tegundir eru af skornum skammti, en einkum blómafræ. Margir ala sjálfir upp káljurtir og blóm út í vermireitum eða í kössum innan- húss. Má fara að sá til kálsins upp úr páskum og fram um miðjan april. Sá skal í vel unna, góða garðmold eða túnmold og er gott að hafa sand- lag efst til að hylja fræið. Þegar jurt- irnar eru komnar upp þurfa þær góða birtu og hlýju (en þó ekki of mikinn hita), svo að jurtirnar verði hraust- ar og þreklegar. Og loftgott verður að vera á jurtunum, ella er hætta á svartrót, einkum i blómkáli. Tveim til þrem vikum eftir sáningu eru smájurtirnar teknar upp og gróð- ursettar til bráðabirgða i annan reit eða kassa og látið vera um 5 cm. á milli þeirra. Þegar svo liður að gróð- ursetningu út í garðinn, þarf að herða jurtirnar, þ. e. smávenja þær við svala útiloftið, með þvi að hafa kass- ana úti þegar sæmilegt veður er — og loks dag og nótt. Sama aðferð dugar við flest sumarblóm, sem sáð er lil inni. Munið að jurtirnar eiga að vera þrekvaxnar, lágar og grænar. (Of mikill hiti og raki og of lítil birta gerir þær að föium, veiklulegum rengl- um). Oft er spurt um livaða tegundir káls séu bestar og hvort ekki sé hægt að rækta hér „vetrarhvitkál", sem oft er fiutt inn frá hlýrrri löndum. En hér borgar sig ekki að fást við það, heldur verður að velja fljótvaxnari tegundir, þótt ekki myndi þær jafn föst liöfuð. Algengasta afbrigðið og liið fljótvaxnasta og öruggasta hér heitir Ditmarsker. Annað gott hvít- kálsafbrigði er Júlíkongen, sem mynd- ar betri höfuð og geymist betur, en er líka seinvaxnara. Toppkál þrosk- ast heldur fyrr en hvítkál og er gott til sumarnotkunar, t. d. afbrigðið Erstling. Af blómkáli er Erfurter Dværg mjög bráðþroska og algengt hér. Snjókúlan (Snebolt) er einnig bráðþroska. Stor dansk og Itegama o. fl. eru seinvaxnari, en mynda falleg höfuð við góð skilyrði. — Blöðrukál (Savojakál) er ennþá fremur lítið ræktað hér og er fremur seinþroska, en mjög matargott kál. Blöðin óslétt, likt og alsett blöðrum,' þar af nalnið. Höfuðin fremur laus i sér. Afbrigðið Ulmer hcfir reynst vel. Grænkál cr næringarmesta og fjörefnaríkasta kál- tegundin og jafnframt sú harðgerð- asta. Það þrifst á hverju byggðu bóii, jafnvel á Ilornströndum og norður i Grímsey og á Melrekkasléttu. Og það þolir allmikið frost. Þegar kartöflu- grösin eru fallin, stendur það fagur- grænt og bústið í görðunum fram á vetur. Grænkál er ijúffengt bæði hrátt og soðið. Börn verða oft mjög sólgin í það og finna að það keinur þeim vel. Grænkálsfræi má sá beint i garðinn í maí, en sjálfsagt er að sá líka til þess inni svo bægt sé að nota hverju sáð er“ það snemma. Blöð grænkálsins má nota á hvaða vaxtarstigi sem er. Á sumrin eru neðstu blöðin fyrst tind til matar. Garðperla (eða Karsi) er sú jurt, sem fyrst kemur „i gagnið", jafnvel viku — hálfum mánuði eftir sáningu í kassa inni. Moldin er mulin vel og fræinu sáð þétt ofan á moldina, án þess að hylja það. Síðan er þvi þrýst niður með sléttri fjöl. Spírar fræið á 2—3 dögum, sé raki nægur. Má borða blöðin (jurtirnar) þegar jurt- irnar eru orðnar 4—5 cm. á hæð. Þyk- ir þó best að setja þá kassana fyrst nokkra daga á svalari stað, því að það bætir bragðið. Garðperla er ágæt hrá ofan á brauð og með köldu kjöti. Ivornung gulrófublöð má nota á sama hátt. Til fjöhnargra sumarblóma þárf að sá inni til að lengja vaxtartímann. (Sjá bókina Garðagróður). En hér skal aðeins getið nokurra tegunda, sem sá má beint í garðinn þegar tíð er orðin góð: Einærar draumsóleyjar- tegundir eru mjög vinsælar og fall- egar með ýmislega lit blóm, t. d. júlí- sól (Papaver glancum), deplasól (P. rholas), „silkivahnúi", „Ðannebrogs- valmúi“ o. fl. Vinablóm (Nemojiliila) lágvaxið, himinblátt og fl. litir, prýðis- fögur jurt og auðræktuð. Strandrós (strandlevkoj) alkunn harðgerð teg- und, sem getur myndað lágar marg- litar blómabreiður. Gullbrúða (Kali- forniuvalmúi) með rauðgul, falleg vindilundin blóm. Brúðarslæða hvít eða rauð, kvíslótt jurt verður alþakin blómum og líkist þá slæðu álengdar. Kornblóm, fagurbiátt, lág og há vax- in afbrigði. Skrauthör (Linum), ber rauð blóm. Eilífðarblóm (Acroclin- ium roseum) ljósrautt, heldur blóma- litnum þurrkað. Hjartagras (Briza) með hjartalaga punt, er hka ágætt í vendi þurrkað. Hjólkróna (Borago) mjög harðgerð, stórvaxin jurt með hininblá blóm, þrífst prýðilega. Snækragi (Iberis amara.) með þéttsett snjóhvít blóm, blómgast vel móti sól. Þorskamunnur (Linaria maroccana) með einkennileg rósrauð blóm, þrífst líka vel. Allar þessar tegundir blómg- ast vel á góðum stöðum, þótt sáð sé til þeirra beint i garðinn. Auðvitað blómgast þær fyrr, ef sáð er inni, en þess þarf venjulega ekki. Nóg er til af öðrum sumarblómum, sem verður að sá til inni t. d. Nemesia, paradísar- blóm, flauelsblóm, ljósmunnur, ilm- skúfur, morgunfrú, sum kornblóm, gulltoppur (Gyldenlak), skjaldflétta (Tropeolum), ilmbaunir (Lathyrus), í'rjiggjarbrá (iChrysanthemum cari- natum), maríugull (Coreopsis), garða- nál (Alyssum), brúðarauga (Lobelia) o. fl. o. fl. Ingólfur Davíðsson. '’ Bckiotí-heldotATHAftHR! Loforðin ein um hvítan þvott eru einskis virði. Árangurinn sýnir, hvað hvítt getur orðið hvítt. — Reynið sjálf. X-OMO 0/4-1725-50

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.