Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1956, Qupperneq 3

Fálkinn - 06.04.1956, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 i FREDERIK IX. ^TREDERIK IX. Danakonung- i/ ur heitir fullu nafni Christian Frederik Franz Michael Carl Valdemar, og er fæddur 11. mars 1899 í Sorgenfri-höll; sonur Christians konungs tíunda og Alexandrine drottningar, sem var prinsessa af Mecklenburg- Schwerin. Hann kvæntist 24. maí 1935 í Stokkhólmi Ingrid, prinsessu af Svíþjpð, fæddri 28. mars 1910 í Stokkhólmi, dóttur þáverandi krónprins Gústafs Adolfs, nú Gústafs VI. Adolfs Svíakonungs og Margaretu krónprinsessu, áð- ur Englandsprinsessu. Þau hafa eignast þrjár dætur í hjónabandinu: Ríkiserfingjann Margrethe prinsessu, fædda 16. apríl 1940. Benedikte prinsessu, fædda 29. apríl 1944, og Anne- Marie prinsessu, fædda 30. ágúst 1946. Sem krónprins tók Frederik IX. sæti í ríkisráðinu árið 1917. Sama ár varð hann stúdent og varð undirlautinant í hernum, en hermennskunám sitt fékk hann í sjóhernum, og gekk á nýliðaskól- ann sem jafningi annarra nem- enda. Starfsferli hans í flotanum lauk með því að hann varð kontra-aðmíráll árið 1945, en sem konungur er hann hæstráð- andi landhersins, flotans og flug- hersins, eða aðmíráll og hers- höfðingi. Frederik IX. tók ríki 20. apríl 1947 við fráfall Christians X., en hafði þá árum saman tekið þátt í stjórnarforustunni í veikindum föður síns. Auk embættisstarfa sinna hefir konungurinn sýnt öllum greinum þjóðlífs nútímans hinn mesta áhuga og við mörg tækifæri ver- ið virkur þátttakandi í stofnun félagsmálastofnana og mannúð- arstofnana. Frá þvi snemma í æsku hefir hann verið mikill íþróttamaður og iðkar enn ýms- ar íþróttir. Meðal hinna mörgu áhugamála Framhald á 4. dálk. Frederik konungur og Ingrid drottning. Á þriöjudaginn kemur fagnar Island tignum og göfug- um gestum. Þá lieimsækja konungur og drottning Dan- merkur landiö, og er þetta hin fyrsta opiribera þjóöhöfð- ingjaheimsókn í sögu Islands sem fullvalda lýðveldis. Islendingar fagna því innilega, að konungur og drottning hins fyrrverandi sambandsríkis skuli veröa fyrst tíl þess að heiöra land og þjóð með heimsókn sinni. Það er vottur þess vinarþels, sem hin danska konungsætt hefir sýnt þjóöinni og sem ekki hefir breytst þó að landiö sé nú ekki framar í konungssambandi við Danmörku. Fyrstur allra konunga heimsótti langafi hins núverandi konungs, Christi- an IX., Island heim á þúsund ára afmæli þjóðarinnar fyrir 82 árum, og afi hans, Frederik VIII., fyrir J/9 árum. En faöir konungs, Christian X., kom til Islands 1921 — og var drottning hans og báöir synir þá í för með honum — 1926, 1930 og 1936. Alexandrine drottning var jafnan í för meö honum og var hún fyrsta drottningin, sem lieim- sótti Island — og sú eina, uns Ingrid drottning stigur liér fæti á land. En hún hefir verið hér áöur einu sinni, sem krónprinsessa er þau hjónin ferðuðust hér um landið sumarið 1938. Allir þessir lconungar sýndu það í orði og verki að þeir voru vinir Islands og bám hag þess fyrir brjósti. Christian níundi kom „með frélsisskrá í föðurhendi‘c á þúsund ára hátíð Islandsbyggðar, og hann undirrítaði einnig lögin um innlendan ráðherra búsettan á Islandi, sem gengu i gildi 1. febrúar 1901/. Frederik VIII. sýndi eirilæg- an vilja á að verða við óskum Islendinga og bauð alþingis- mönnum til Danmerkur árið 1906 og skipaði millilanda- nefnd til að komast að samningum er báðar þjóðir hans mættu við una. En drýgstar urðu þó aðgerðir hins siðasta konungs Islands. Hann undirritaði lögin um íslenskan fána, leysti úr deilunni um ríkis-ákvæðið, og loks undirritaði hann sambandslögin 1. des. 1918, er viðurkenndu Island sem frjálst og fullválda ríki. Islendingar gleyma ekki þessum konungum, en óska þess að hinn sami velvildarhugur megi jafnan ríkja til sín frá hinni dönsku konungsætt. Konungshjónin hafa sýnt það i verki, að þau bera hlýjan hug til Isla^ids. Því verður ékki gleymt, hve innilegar við- tökur forsetahjón Islands hlutu, er þau komu i opmbera heimsókn til Danmerkur fyrir tveimur árum. Það gladdi alla Islendinga mikið. Og þeir gleðjast yfir heimsókninni sem í hönd fer og óska þess að hún verði konungshjónunum til ánægju og Islend- ingum til sóma. Þeir óska af oilhug, að veðráttan, sem ræður svo miklu á landi hér, eirikum svona snemma vors, verði hagstæð og skemmtileg. Og þeir munu gera sitt itrasta til að hinir tignu gestir sjái það og finni, að þau eru aufúsu- gestir, sem þjóðinni þykir vænt um. Veri Frederik konungur og Ingrid drottning INNI- LEGA VELKOMIN! í Uagskrá KONUNGSHEIMSÓKNARINNAR Þriðjudagur 10. apríl. Kl. 13.30. Flugvél konungslijónanna lendir á Reykjavíkurflugvelli. Eftir móttökuathöfn á flugvellinum, verður ekið að ráðherrabústaðmun, Tjarnar- götu 32, þar sem konungshjónin búa meðan þau dveljast hér. Ekið verður um Miklatorg, Hringbraut, Sóleyjar- götu, Fríkirkjuveg, Lækjargötu, Aust- urstræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti, Templarasund, Vonarstræti og Tjarn- ar götu. Kl. 16.00 Heimsókn að Bessastöð- um. Kl. 10.10 Konungshjón taka á móti forstöðumönnum erlendra sendiráöa og frúm þeirra í ráðherrabústaðnum. Kl. 19.45. Kvöldverðarboð forseta íslands og frúar lians að Hótel Borg til heiðurs konungshjónunum. Miðvikudagur 11. apríl. Kl. 10.20. Heimsókn i Listasafn Einars Jónssonar. Kl. 11.00. GuÖsþjónusta í dómkirkj- unni. Kl. 12.45. Hádegisverður að Bessa- stöðum. Kl. 15.00. Móttaka i danska sendi- ráðinu. Kl. 20.00. Hátíðasýning í ÞjóÖleik- liúsinu. Fimmtudagur 12. apríl. Kl. 10.00. Heimsókn í Háskólann. Kl. 11.00. Heimsókn að Reykja- lundi. Kl.. 12.30. Iládegisverðarhoð ríkis- stjórnarinnar í Sjálfstæðishúsinu. Kl. 15.00 Heimsókn í Þjóðminja- safnið og dönsku listsýninguna. Kl. 16.00. Móttaka Reykjavíkurbæj- ar i Melaskóla. Kl. 20.00. Kvöldverðarboð konungs- lijónanna í Þjóðleikhúskjallaranum. Föstudagur 13. apríl. Kl. um 9. Brottför. I för með konungshjónunum verða: H. C. Hansen, forsætis- og utan-, ríkisráðherra, Johan Vest, kanimer- herra, stallari konungs, Karin Birgitte Schack, komtessa, og S. Glarborg, höfuðsmaður. Islenskt fylgdarlið konungshjón- anna verður: Guðmundur Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri, frú Gróa Torfhiidur Björnsson, og Pétur Sigurðsson, for- stjóri, en fylgdarmaður forsætis- og utanríkisráðherra Danmerkur verður Niels P. Sigurðsson, fulltrúi í utan- rikisráðuneytinu. Framhald af 1. dálk. Frederiks konungs skipar tónlist- in sérstakan sess, og hann hefir sýnt mikla hljómsveitarstjóra- hæfileika er hann hefir stjórnað hljómsveit kgl. leikhússins og sin- foníuhljómsveit ríkisútvarpsins. Konungurinn hefir mikinn á- huga á alþjóðamálum og hefir ferðast langar ferðir bæði í Ev- rópu og utan. Af ferðum kon- ungsins má nefna hinar opinberu heimsóknir í Noregi 1947, Sví- þjóð 1947, Frakklandi 1950, Bret- landi 1951, Svíþjóð 1954 og Hol- landi 1954. *

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.