Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 06.04.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Frederík konungur. Ingrid drottning. Konungsfjölskylda Danmerkur M konungsfjölskyldu Danmerkur var það sagt fyrir nokkrum ár- um, að Frederik konungur ætti aðeins einn keppinaut, sem ástsælasti maður þjóðarinnar: Ingrid drottningu. Nú stenst þetta ekki lengur. Það verð- ur nfl. að bæta því við að hin þrjú börn konungshjónanna, prinsessurnar Margrethe, Benedikte og Anne-Marie eru skæðir keppinautar um vinsæld- irnar. Og þannig hlýtur ]>að að vera. Þar sein konungurinn og drottningin koma fram í Danmörku er þeim jafn- an fagnað jöfnum höndum með lotn- ingu og einlægri hollustu. En þegar prinsessurnar eru i ferðinni verður hollustan að þjóðarfögnuði. Enginn getur staðist þessar yndislegu litlu stúlkur. í fyrra heimsótti konungs- fjölskyldan bæ á Jótlandi, og lagðist konungsskipið „Dannebrog" þar á höfninni. Þegar hin opinbera móttaka var gengin um garð átti konungsfjöl- skyldan að vera í smærra samkvæmi í ráShúsinu. Þangað var aðeins hægt að fara eina leið, en gatan var troðfull af fólki, svo að ógerningur mátti lieita að komast hana í bifreið. „Við skulum labba þangað,“ sagði konungur, „það er ekki svo langt.“ — Svo tók hann í höndina á minni prinsessunum en sú elsta, Margrethe, gekk með drottn- ingunni, og öll fjölskyldan gekk göt- una gegnum fólksmergðina. Þetta gekk hægt, í fyrsta lagi af því að þrengslin voru mikil, en í öðru lagi vegna þess að allir vildu sjá prins- essurnar — og helst heilsa þeim, ef liægt væri. Þegar hernáminu létti, 1945, var það aðeins Margrethe prinsessa sem fólk utan konungsfjöl- skyldunnar þekkti að nokkru ráði. Nú þekkja allir Danir líka tvær yngri systurnar hennar. Þær hafa verið í heimsóknum um allt landið, og bæði Jótum og Eydönum þykir vænt um brosið þeirra. Tvær liinar eldri komu í veröldina á skálmöld. Hinn 9. apríl hertóku Þjóðverjar Danmörk. Hinn 16. apríl eignaðist Ingrid drottning fyrsta barn sitt, Margrethe prinsessu, á Amalien- borg. Þýska hernámið hafði og í för með sér ýmsar takmarkanir hin fyrstu ár litlu prinsessunnar, þó að hún gerði sér það tæplega ljóst sjálf, tak- markanir sem einnig hvíldu yfir heimili foreldra hennar, krónprins- hjónanna á sama hátt og þau settu svip á daglega lífið heima hjá afa og ömmu, Christian konungi og Al- exandrine drottningu, i höllinni við torgið sem allur heimurinn kannast við. En síðar fékk hin unga konungs- dóttir í öllu falli að heyra, hvað of- beldi og hernám þýðir í framkvæmd- irini. Þegar Þjóðverjar réðust á dönsku herskálana og stofnanir hersins að- faranótt 29. ágúst 1943, lilífðu þeir ckki heldur konungshöllunum, sem danskur hervörður var um. í Sorgen- fri, sumarhöll Christians konungs og Alexandríne drottningar, rétt fyrir utan Kaupmannahöfn brutust þeir inn og lögðu hendur á varðsveit lífvarð- arins. Til Amalienborgar komu þeir á brynvörðum bifreiðum. Aðeins nokk- ur hundruð metra þaðan lágu flest skip danska herflotans á flotalegunni fyrir handan sundið. Þau voru sprengd í loft upp samkvæmt skipun Vedels vara-aðmíráls áður en Þjóðverjar gátu tekið þau. Þrumugnýrinn frá sprengingunum drunaði yfir krón- prinshöllinni. Krónprinsessan var las- in og lá i rúminu. Þegar hún hafði fengið að vita að Þjóðverjar hefðu tekið Amalienborg á sitt vald, lét hún bera sig úr svefnherberginu niður í skrifstofu krónprinsins á stofuhæð- inni. Krónprinsinn hafði þegar gefið þýskum foringja, sem kom með pér- sónuleg boð til hans, skýr andsvör. Undir eins og krónprinsessan fékk að vita um árás Þjóðverja sagði hún: „Guði sé lof að þetta er gengið um garð. Nú veit maður þó hvar maður hefir þá, nú eru línurnar hreinar!“ Þó vernsaði enn árið eftir. Hinn 19. sept. 1944 reyndu Þjóðverjar að gera beina árás á Amalienborg, en þá bjuggu bæði konungshjónin og krónprinshjónin þar. Danska lögregl- an, sem þá hafði tekið að sér vörðinn um Amalienborg, hratt árásinni tví- vegis. Þá var Benedikte prinsessa, eldri systir Margrethe prinsessu að- eins missiris gömul. Loks rann upp

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.