Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1956, Page 5

Fálkinn - 06.04.1956, Page 5
FÁLKINN 5 frelsisdagurinn 5. maí 1945, en ekki slapp Amalienborg heldur í það skipt- ið. Var barist i tvo daga. Eftir á fundust þýskar byssukúlur i þakinu yfir svefnherbergi prinsessanna. Að- eins yngsta barnið, Anne-Marie prins- essa, sem fæddist 30. ágúst 1946, hefir eklci upplifað hvað fyrir getur komið, jafnvel á konunglegu heimili, þegar erlendur ofbeldisher veður uppi í landinu. Systur hennar eru styrjaldar- börn en hún liefir aðeins séð heimili sitt og foreldra á dögum friðar og cndurreisnar. Konungaskiptin í apríl 1947 höfðu vitanlega í för með sér gagngerðar ])reytingar á tilveru hinna þriggja konungsdætra. Þegar Frederik kon- ungur og Ingrid drottning voru sest í hásætið, byrjaði ævikafli, sem hafði systrunum margt nýtt að bjóða. Fram til þessa hafði fjölskyldan haft umráð yfir einni höllinni á Amalienborg, sumarbústaðnum í Graasten og svo Jagtgaarden i Trend við Limafjörð á Norður-Jótlandi, sem var einkaeign krónprinshjónanna. Nú bættist við Fredensborg-höll á Norður-Sjálandi, höllin sem konungi hafði þótt vænt um frá yngri árum, og honum finnst yndi að búa i. Og ef til vill var það þó allra mikilsverðast, að sjóliðsfor- inginn Frederik konungur fékk nú konungsskipið „Dannebrog" til fullra umráða. Við þetta bættist svo liin jótska sumarhöll Christians konungs og Alexandrine drottningar, Marselis- borg við Aarhus, sem ávallt er i eigu hins ríkjandi konungs. Jagtgaarden í Trend var brúðkaups- gjöf dönsku þjóðarinnar til Frederiks konungs og Ingrid drottningar. Jörðin er 1000 tunnur lands, skógur og akur, og er sá dvalarstaður fjölskyldunnar, sem henni þykir vænst um. Um þessa eign stendur svo sérstaklega á, að þar getur konungur gert livað sem hann vill við húsakynnin, skógana og gras- elndið. Allar hinar hallirnar eru rík- iseign, nema Marselisborg, og rikið afhendir þær „konungi til afnota“ við hver konungaskipti. En Trend er einkaeign konungsins. Það er mjög auðvelt að skilgreina daglegt líf konungsfjölskyldunnar. Frederik konungur er „köbenhavner“ í húð og hár, og Ingrid drottning er fyrir löngu orðin það líka. Hún er orðin dönsk í öllu sínu dagfari. Jafn- vel er hún orðin ímynd dansks glað- lyndis og gamansemi. Hún mundi, eigi síður en konungurinn, eigi geta hugsað sér að búa annars staðar en í Amalienborg. En þegar vorar kveður fjölskyldan höfuðborgina. í lok aprílmánaðar flytur hún til Frcdens- borgar á Norður-Sjálandi og dvelur þar þangað til í lok júní. Og þá tekur við hin eiginlega sumardvöl i suður- jótska bústaðnum í Graasten-höll, og henni likur ekki fyrr en í kringum 1. september. Það scm eftir er hausts- ins er aftur dvalið í Fredensborg, en um miðjan nóvember kemur fjölskyld- an aftur til Kaupmannahafnar. Þann- ig er vorið og liaustið Norður-Sjá- lands en sumarið Jótlands. En hér er ekki sögð öll sagan. Því að öll Danmörk er dvalarstaður konungs- hjónanna yfir sumarið, engum lands- hluta er gleymt. Það liefir smám sam- an orðið föst regla, að konungshjón- in dvelja um jólin, páskana og hvíta- sunnuna í Trend, en oftar koma þau við i Jagtgaarden biæði sumar og haust. Og svo kernur það sem mest er um vert — konungsskipið. í tíð Christians konungs fór „Dannebrog" reglulega ínilli Marselisborgar og Kaupmanna- hafnar. Nú er það sjóliðsforingi, sem er æðsti yfirboðari á konungsskipinu. Frederik aðmíráll er oft á stjórnpall- inum sjálfur, og hann hefir ekki gleymt því sem hann lærði á sínum tíma er hann var yfirmaður á tundur- spilli, það sýnir hann oft með slyngri stjórn er skipið er að athafna sig í höfn. Aldrei í tíð danskra konunga hefir hið danska konungsfley siglt jafn langar leiðir og síðan 1947, er F’rederik konungur tók við stjórninni. Venjulega siglir „Dannebrog“ ekki til Konungshjónin og prinsessurnar þrjár. Amalienborg. annarra landa, að undanteknu því að skipið kemur oft til Helsingborgar, er konungsfjölskyldan bregður sér til „Sofiero“, sumarhallar sænsku kon- ungshjónanna, til þess að heimsækja föður Ingrid drottningar. Þó fór „Dannebrog“ í ferðalag um Eystra- salt og sænska skerjagarðinn 1953 og kom við á 01and og Gotland. F.n í úthöfin fór skipið 1952, er Frederik konungur sigldi til Færeyja og Græn- lands i heimsókn til stærstu eyjar landsins — og heimsins. Droltning>- in var i þeirri för en fór flugleiðis. Konungurinn heimsótti Grænland sem ungur maður með foreldrum sínum fyrir 35 árum. Þegar liann kom í annað sinni þekktu elstu Grænlend- ingar hann vel og mundu eftir hon- um. Á þeim niu árum, sem liðin eru síðan konungur tók við rikisstjórn- inni hefir konungsfjölskyldan lieim- sótt að heita má hvern einasta fjörð í Danmörku og hverja smáey í hinu danska eyjalandi. Ef „Dannebrog" kemst ekki inn á höfn er báti skotið út og liásetarnir róa síðasta spölinn. Konungurinn liefir gaman af að koma i heimsóknir „óofficielt“ og án þess að gera boð á undan sér. Ivonungs- fjölskyldan „kommer helt ind pá livet af menneske", eins og konungur hefir sjálfur komist að orði. Bilið milli konungs og þjóðar hverfur, og það er talað um málin umbúðalaust. Hálfan mánuð af hásumrinu er „Dannebrog" algerlega lieimili kon- ungsfjölskyldunnar. Þá er Graasten- höll lokað, svo að þjónustufólkið geti fengið sumarfrí, og kunungur, drottn- ing og prinsessurnar dvelja á skips- fjöl. Engin drottning hefir séð jafn mikið af Danmörku og Ingrid drottn- ing hefir gert, og það getur hún þakk- að konungsskipinu. Að drottningin hefir á svo stuttum tíma kynnst ölhi landinu og öllum stéttum þjóðarinnar, stafar fyrst og fremst af því að mað- urinn hennar er sjóliðsforingi. Og þetta er i fyrsta skipti í sögunni, sem þrjú konungsbörn hafa boðið hörnum viðs vegar á Jótlandi góðan daginn, jafnvel i litlum, gleymdum afkimum og á smáeyjum, sem konungar, droltningar og prinsessur koma vcnju- lega ekki á. [ Það er ekki mikill munur á dönsku prinsessunum þremur og öðrum dönskum börnum, að undanteknum þeim eðlilega mun sem ávallt hlýtur að vera. Þetta stafar fyrst og fremst af þvi, að Fred;erik konungur og Ingrid drotlning hafa frá öndverðu verið sammála um að prinsessurnar séu aldar upp eftir nákvæmlega sömu regluni og önnur dönsk börn. Eftir stutta barnaskólavist á Amelienborg, þar sem ýmsir jafnaldra kunningjar úr vinahóp foreldranna fá tilsögn með þeim, eru þær látnar ganga á „Zahles Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.