Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 06.04.1956, Blaðsíða 6
F Á L KIN N STUTT FRAMHALDSSAGA f/ Þetv tóha bartiið mitt' efti r Kárin Juel BRBFIÐ. Einn morguninn áSur en hún og Franz voru staðin upp frá morgun- niatnum, og Toni hljóp niður stigann í örfáum skrefum með skólatöskuna dinglandi á bakinu, rakst hann á póst- inn, sem var á leið upp stigann. — HeyrSu, ætlarðu að gera út af við okkur báða? sagði pósturinn og hló. — Liggur þér svona mikið á? Farðu upp með þetta bréf til hans pabba þíns þá hlífir þú fótunum á mér við þeim snúningum. Toni snaraðist upp stigann aftur. H-ann fleygði bréfinu í móður sína, sem var komin fram að stiganum og augun loguðu af angisit. — Segðu honum pabba, að hann verði að gefa mér frímerkið! Og svo var hann þotinn niður stig- ann aftur. Þegar útidyrahurðin skellt- ist fannst Ingu hljómurinn i henni vera svo annarlegur. Eins og hurðin væri að lokast fyrir fullt og allt milli hennar og Toni. Hún leit á brófið, sem hún hélt á í hendinni — á það sem var prentaS á efri brúninni. Bókstafirnir dönsuðu fyrir augunum á henni og hún átti erfitt um andardráttinn. „Ðómstóll Sameinuðu þjóðanna. Þýskalandsdeild bandamannanefnd- arinnar. Hún fór inn i borðstofuna og hneig niður á stól. Það var komiS. Bréfið sem mundi gereyða lífsgæfu hennar. Hennar og Franz og Tonis! Lamandi vanmáttarkennd færðist um allan líkamann, í hverja taug og æð. Henni var ómögulegt að hugsa framar. ASeins aS finna til. Sálar- kvölin var svo mikil, aS henni var ómögulegt aS hugsa skýrt. Hún vissi ekki hve lengi hún sat svona, með bréfið í hendinni, en hún rankaði við sér er hann hreyfði sig. Hann fleygði allt í einu dagblaðinu á horðið. — Þetta er þá komið i blöðin! sagði hann bitur. — Meira að segja áður en okkur er tilkynnt það! En það segir líklega nánar frá þessu í bréfinu, býst ég viS. Hún rétti honum bréfið án þess að segja orð, en hún sá hann ekki því að augun voru full af tárum. Hcndur hans skulfu er iiann reif upp gula umslagið og flctti bréfinu hægt sundur. „Viðvíkjandi endurheimt Ivans Slavko, foreldralauss barns, sem týndist á stríðsárunum stefnir dóm- stóllinn yður hér með til að mæta ..." — Foreldralaus! Orðin komu eins og neyðaróp frá Ingu, þar sem hún sat og þrýsti báS- um höndum aS brjóstinu. — Hvernig geta þeir sagt aS hann sé foreldra- laus! Og „týnt barn"! Toni, sem viS elskum og sem við .. . Franz hafði lagt frá sér bréfið. Hann rétti fram hendurnar til hennar, eins og hann vildi reyna að afstýra voða. — Þeir hafa þetta orðalag, sagði hann lágt. — Formið er svona. Þeir hafa til meðferðar mörg þúsund mál af þessu tagi. Hann andaði djúpt. —; Nú vitum við þó hvað málinu líður, sagði hann fastmæltur. — Hér verður barátta, og því hafði ég líka búist við. Ég hefi fundiS á mér aS þetta mundi koma. Spurningin er aSeins sú, hvað við eigum að gera. Og hvort við getum gert nokkuð núna undir eins. Mála- flutningsmaðurinn sem ég talaði við sagði að við yrðum að bíða þangað til fyrirkallið kæmi og haga okkur svo eftir því. TILRAUN. Eftir að Franz var farinn til vin-n- unnar reyndi hún að gera eitthvað til gagns innanhúss, en hún gat ekki komið neinu í verk. Loks gafst hún upp við það, en fór i önnur föt og hélt af stað þangað sem Franz vann. Hann stóð með hefil í hendinni þeg- ar hún kom æðandi inn: — Franz, við verSum aS gera eittlhvaS! ViS verðum að fara til Miinchen og hitta Marks fulltrúa og ungfrú Ponchet. Þau eiga upptökin að þessu máli ,og viS verðum aS tala viS þau. Hvers vegna hafa þau ekki skrifað okkur? Við verSum að fara Franz! — Núna i dag? — Já. — Bara að ég geti fengið mig Jaus- an. Ég ætla að tala við húsbóndann. Nú setti að henni nýjan kviða. — Hann getur varla neitað þér um það. Eða áttu á hættu að missa vinnuna, cf þú ferð? — Við förum hvað sem hann segir, sagði Franz drungalega. Það var mæðusvipur og þreyta á sólbrenndu andlitinu. En nú datt henni allt i einu annað í hug. — En skíðamótiS í dag! sagði hún. — ViS megum líklega til aS koma þangaS! HvaS mundi Toni segja, ef viS færum ekki þangaS. Hann er þátttakandi sjálfur og heldur að hann vinni. Við megum ekki baka honum vonbrigði meS því áð vera ekki viS- stödd, Franz. MótiS hefst ekki fyrr en eftir skólatima. — ViS getum ekki látiS þaS setja okkur aftur, Inga. Franz leit á klukk- una. — Eftir klukkutíma fer lest til Miinchen, og hana verSum við að ná í, ef við ætlum okkur að hitta Marks í dag. Það er að vissu leyti gott, að Toni fer beint úr skólanum á skíða- mótið. Þá saknar hann okkar síSur. Ég ætla aS skreppa inn og tala við húsbóndann. Og ég skal verða kominn heim eftir hálftíma, hverju svo sem hann svarar. Inga fór heimleiSis á undan honum. liún stóS viS spegilinn i svefnher- berginu nokkrar mínútur. Hún kann- aSist varla viS andlitið sem hún sá — það var annarlegt og ókunnuglegt. Þetta hærða, harða andlit var eins og gríma. — Ég verð að reyna aS líta út eins og manneskja, hugsaSi hún með sér. Þegar hún hafði dubbaS sig upp og haft kjólaskipti, fannst henni aS mögulegt væri að sjá eitthvað af sínum gamla manni í sér. MARKS GETUR EKKI HJÁLPAÐ. Þau töluðu fátt á leiðinni til Múnchen. Störðu út um klefaglugg- ann á mjallhvitt landið og fjöllin i fjarska, sem voru svo falleg og þau könnuðust svo vel við. Sól var á lindunum — þetta var besta skiða- veður. Toni hlakkaði vafalaust til mótsins. Hann ætlaði sér að sigra i sinni grein keppninnar. Og ef þaS tækist mundi hann verða fram úr hófi hróðugur og vilja láta foreldra sína njóta heiðursins og gleði sinnar. „Útlendingur! Útlendingur! Hann heitir Slavko!" Nú gekk fram af Toni. Hann réðst á Max hamslaus af bræði ... En þau voru ekki viSstödd. Og kannske yrðu þau ekki komin heim þegar hann kæmi að tómu húsinu. Hvað mundi hann hugsa? Kannske mundi áköf hræðslan og einstæðings- tilfinningin frá fyrstu bernsku hans grípa hann? Hann sem aldrei hafSi verið einmana síðan Inga tók hann að sér. Franz hafði setið með lokuð augun, eins og honum væri raun aS sjá þá veröld, sem opinberaSist fyrir utan klefagluggann. Hann kipraði varirnar og mjóar, hvitar rákirnar kringum augun voru áberandi í sólbökuðu and- litinu. Þegar 'þau komu inn í skrifstofu Marks fulltrúa var Ingu svo mikið niðri fyrir að hún vissi tæplega hvað hún gerði. Hún rigsaði til fulltrúans á undan Franz. — Ó, herra Marks! hljóSaði hún, — hvers vegna gerið þér okkur þetta? Getið þér ekki skilið, hve hræðilegt þetta er fyrir okkur? Hvað höfum við gert illt af okkur? Maðurinn minn og ég höfSum gert drengnum allt gott eftir bestu getu. Hvorugt okkar finn- ur annað en að hann hafi verið okkar barn alla sina ævi. Hvað eigum við að gera? Þér megið ekki taka Qiann frá okkur. Ef þér gerið það þá lifi ég það ekki af. Marks var raunalegur á svipinn. ¦— Það er svo ótrúlega lítiS, sem ég get gert til eSa frá, frú Hartl, sagSi hann. — Þegar hjóIiS fer að snúast á annað borð þá snýst það miskunnarlnust áfram. — En ég hélt að þér hefðuð mann- legar tilfinningar? Marks brosti umburðarlyndur og bað- aði hendinni. — Lög og réttur halda sinu striki og taka því miSur ekki alltaf tillit til mannlegra tilfinninga, frú Hartl. Ég vildi óska aS þér skilduS afstöðu mína til þessa máls, hve hún er erfið. Ég er nánast tiltekið eins og vél — eða réttara sagt agnarlítið hjól í stóru vélinni, sem styrjöldin setti i gang. Og þið getið bæði verið full- viss þess, að það hefir kostaS niig langan tíma aS sætta mig við að ég skuli vera vél að meiru leyti en ég er mannleg vera. Ef ég hefði átt að láta tilfinningar mínar ráða i þeim þúsundum af tilfellum, sem ég hefi haft til meðferSar, þá væri ekki eitt einasta tár eftir í mér. Fram til þessa höfum við skráð yfir fjörutiu þúsund foreldra, sem eru að leita uppi börn sín, er þau hafa misst út í buskann. Og tuttugu þúsund börn, sem enn eru að leita uppi foreldra sina — nærri sjö árum eftir að stríðinu lauk! Ung- börn úr öllum Evrópulöndum, sem hafa verið send í körfum, alveg eins og nýfæddir kjúklingar, á barnahæli nasistanna, þar sem þau skyldu alin upp og gerð aS dyggum nasistum. Upplýsingarnar um fæðingarstað og þjóðerni þessara barna voru falsaðar, svo að fólk eins og þér og maðurinn yðar, frú Hartl, skylduð halda, aS þetta væru foreldralaus þýsk börn, og aliS þau upp og gert þau aS góSum þýskum borgurum. Án þess aS hún gæti ráSið við það, kom nú spurning yfir varir Ingu — spurningin, sem hafði kvalið hana dag og nótt síðan ungfrú Ponchet og Marks heimsóttu þau hjónin. — Hvers konar manneskja er þessi frú Slavko? spurði hún fljótmælt. — Eg held að hún sé alira besta manneskja, svaraSi Marks blátt áfram. — Gæti hún ekki tekið að sér for-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.