Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1956, Qupperneq 7

Fálkinn - 06.04.1956, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 eldralaust barn í staðinn? Ég á við — ef henni finnst ranglæti, að henn- ar barn hafi verið tekið frá lienni með valdi, þá finnst henni ranglæti að mitt barn sé tekið fró mér. — En, sagði Marks með hægð en með áherslu, — hún á barn sem er hennar eigið barn. Hún á drenginn, hann er blóð af hennar blóði og látna mannsins hennar, sem hún elskar enn, og sem var hrifsaður frá lienni og skotinn. Þér verðið að muna það, frú Hartl. Inga tók höndunum fyrir andlitið og grét óstjórnlega. — Hvers vegna ... hvers vegna er þetta stríð til! Drottinn minn, hvers vegna ... livers vegna! TONI FÆR AÐ VITA ÞAÐ. — Tilbúnir! Hlaup! Kallið bergmálaði i tæru loftinu. Sólin skein. Snjórinn hvítur og glitr- andi. Flöggin í svigbrekkunni blöktu í andvaranum. Toni brunaði af stað. Hann var allt- af að hugsa um pabba og mömmu, hvort þau væru þarna í áhorfenda- liópnum, er hann sveigði lilið úr hliði niður brekkuna, og horfðu á hann. Þau hlutu að vera ánægð með hann! Hann komst fyrstur í mark. Rjóður og með augun ljómandi af gleði svip- aðist hann um kringum sig. — Hefirðu séð hann pabba minn? spurði hann litla fjörlega stelpu, með tvær músarófufléttur. — Nei, ég hefi hvorki séð hann eða hana mömmu þina, svaraði hún. Og nú fannst lionum ekkert gaman að þessu lengur. Sigurgleðin var horf- in, ljóminn farinn af sigrinum. Mamma og pabbi höfðu ekki horft ó hann. Hins vegar mætti liann póstinum. — Það var gott að ég hitti þig, sagði pósturinn og klappaði Toni á öxlina. — Ég á að heilsa þér frá honum pabba þinum. Hann gat ekki komið því að þau þurftu að bregða sér í smáferð, hún mamma þín og hann. Það var eitthvað áriöandi. Þeim þótti mjög slæmt að geta ekki komið, en þaö varð ekki við þvi gert. Toni tók skíðin sin og bjóst til heimferðar. Hann var vonsvikinn. Og órólegur líka — livað gat hafa komið fyrir? Alit hafði verið eittlivað öðru vísi en vant var, síðustu dagana. Ekk- ert hafði verið eins og það átti að vera, síðan á afmælinu lians. Pabbi liafði komið i skólann og talað við kennarann, og mamma var stundum að gráta á nóttinni, þegar hún hélt að liann svæfi og lieyrði ekki til hennar. Og svo kom þetta — að hverfa svona fyrirvaralaust. Harður snjóbolti hitti kinnina á honura, svo að hann fékk um annað að hugsa. Hann leit upp og kom auga á Max, sem stóð skammt frá, ásamt nokkrum félögum sínum. Max hló kaldranalega. — Slavko! Slavko! orgaði hann og benti á Toni. — Skárra er það nú nafnið — Slavko! Toni var ekki lengi að beygja sig og hnoðaði snjóbolta og kastaði á Max. Hann var sótrauður af reiði. En Max Ihélt áfram að storka hon- um. — Útlendingur, útlendingur! Slavko heitir hann, og hann er út- lendingur! — Viltu éta þetta ofan í þig! Toni fann að cyrnafliparnir á honum hitn- uðu. — Ef þú tekur það ekki aftur þá skal ég lumbra á þér. En Max bélt áfram: — Það stendur í blaðinu. Hann pabbi las það upp- liátt fyrir mig. Hvers vegna hafið þið ekki sagt mér þetta fyrr? — Af því að við héldnm að hin móðirin þín væri dáin, svaraði Franz. Nú gekk fram af Toni. Hann réðst á Max hamsiaus af bræði. Þeir slógu og spörkuðu hvor annan þangað til pósturinn gekk á milli og skildi þá. Þegar Toni kom heim var húsið mannlaust. Hann ærðist af bræði og tók skól og þeytti henni í gólfið. Og svo settist hann við borðið og fór að gróta. í sömu svifum komu foreldrar lians inn úr dyrunum. — Góði Toni, hvað er að? Hvað hefir komið fyrir? spurði móðir hans. — Þið lofuðuð að koma á skiða- mótið, sagði hann ávítandi. — Víst gerðum við það. En svo kom annað fyrir, sem olli því að við þurftum að skreppa inn í borgina. — Hvers vegna kalla þeir mig út- lending? — Ilver gerði það? — Max. Inga faðmaði hann að sér. Svo færði hún sig skref frá honum og horfði fast í augun á honum. — Þú verður að taka þessu skynsam- lega, Toni, þá skal ég skýra það allt fyrir þér. Skilurðu það, væni minn, að þú átt aðra móður lika. Hún á Alveg: his§a. Arðvænleg sjóndepra. Gamall maður í Wellington á New Zealand getur þakkað sjóndeprunni fyrir að hann græddi kringum 5.000 sterlingpund á veðreiðum ekki alls fyrir löngu. Hann hafði afráðið hvaða liest hann ætlaði að veðja á — það var einn þeirra, sem liklegastir þóttu til að vinna — en þegar hann ætlaði að fara aö kaupa miðann, varð liann þess var að hann hafði týnt gleraug- unum. Mislas hann því númerið á hestinum í skránni og veðjaði á hest, sem enginn hafði trú á. En þessi hestur varð fyrstur og gaf 2000-fald- an vinning — 5.000 pund. Svo að nú liefir gamli maðurinn efni á að kaupa sér ný gleraugu, en líklega notar liann þau ekki þegar hann fer á veðreiðar. Meiri orku! Sérfræðingar UNO hafa reiknað, að árið 2000 muni mannkynið þurfa á átta sinnum meiri orku að halda, en notuð er i dag. Án atómorkunnar sé þessi aukning ógerningúr, því að allar þær orkulindir ,sem felast i kolum, olíu og jarðgasi mundi þrjóta. Sönui sérfræðingar áætia, að árið 2000 muni um fimm milljarðar manna verða á jörðinni, eða tvöfalt fleiri en nú. heima langar leiðir héðan, i öðru landi. Þegar þú varst ofuriítill, svo lítill að þú manst ekkert eftir þvi — það var á stríðsárunum — þá tóku þeir þig frá henni móður þinni. Og svo fundum við pabbi þinn þig, á hæli sem móðurlaus börn voru send á. Og við fengum þig og síðan liefir þú verið drengurinn okkar. — Hvers vegna liafið þið ekki sagt mér þetta fyrr? — Af því að við héldum að hin móðirin þin væri dáin, sagði Franz. — En nú vitum við að hún er lifandi, Toni. — Ætlar hún kannske að koma hingað og verða hjá okkur? — Nei, ekki býst ég við því. Ég veit ekki með vissu hvernig þetta fer. En nú skaltu ekki verða óróiegur út af þessu, Toni, þú verður að lofa mér þvi. Þetta fer allt vel, treystu því. Inga þrýsti honum aftur að sér og hann tók eftir að hún grét. Svo hark- aði hún af sér, Lrosti til hans og sagöi: — Nú geturðu sagt Max að þú eigir tvær mömmur! Það eru ekki margir drengir, sem eru svo ríkir! Orsök og afleiðing. Hún var nýorðin ekkja og kom nú til líftryggingafélagsins til að sækja trygginguna fyrir manninn sinn. Skrifarinn sem tók á móti henni spurði: — Finnst yður það ekki dá- lítið grunsamlegt, að maðui|inn yðar dó svona stuttu eftir að hann hafði keypt trygginguna? Hún var mjög liá. Úr hverju dó liahn eiginlega? — Úr hverju hann dó? Það skal ég segja yður. Hann ofreyndi sig á að vinna fyrir iðgjaldinu. Tónelska stúlkan bitti tónelska pilt- inn, sem átti afmæli á næstunni, og spurði hann livers hann óskaði sér í afmælisgjöf. Og hann svaraði að sig hefði lengi langað til að eignast Tungl- skinssónötuna hans Beethovens á grammófónplötu. Á afmælisdaginn kemur stúlkan me'ð piötuha. — Hériia kem ég nú með tunglskinsvalsinn, sagði hún. — En skelfing var það vitlaust fótkið í bljóð- færaversluninni. Það hafSi aldrei lieyrt talað um Bert Hovens Band. Stærsta flagg í heimi er Bandarikja- flagg, 49 metra langt og 24 metra breitt og vegur 544 kíló. Það var saum- að fyrir sýningu í Pittsburgh árið 1909. Vitið þér...? að það er ekki rétt að eitt hunds- ár svari til sjö mannsára? Að minnsta kosti halda vísinda- menn því fram að hvolpurinn þrosk- ist eins mikið á fyrsta missirinu og barnið gerir á fyrstu fimmtán árum sínum, og að tvö fyrstu hundsárin svari til 24 mannsára. — En eftir það þroskast hundurinn seinna, þvi að livert ár sem hann bætir við sig telst svara til fjögurra ára lijá mann- inum. að Eiffelturninn í París þyngist í hvert sinn sem hann er mál- aður? Það fara nefnilega livorki meira né minna en 35 tonn af málningu á allan turninn. Hjartans þakkir! Eftir að Björnstjerne Björnson var dáinn í Paris kom ungur læknir til frú Karoline Björnson og bað um leyfi til að smyrja líkið. Og það fékk liann að gera. Á eftir gaf fjölskyldan lækninum mynd af skáldinu. En þessa mynd hafði Björnson ætlað að gefa ritliöfundi einum í þakarskýni fyrir bók, sem hatin hafði sent Björnson. Þegar læknirinn kom heim og fór að skoða myndina sá hann að skrifað var aftan á hana, með rithönd skálds- ins: — „Hjærtelig tak for velgjort arbeide“! Framhald í næsta blaði.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.