Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 06.04.1956, Blaðsíða 8
FÁLKINN A USTUR-INDÍAFARIÐ „Belhaven" Sy hafði lagt upp frá Southampton fyrir tveimur dögum, og var langt úti hafi þegar Hugh Traynor gekk upp á skrifstofu forstjórans. Um leið og hann fór út úr" klefanum sínum gekk ung, glæsilega búin dama fram hjá honum í ganginum. Traynor leit á hana, og þegar honum var litið á gólfið á eftir, sá hann eitthvað hvítt við fætur hennar. Stúlkan sá auðsjáanlega ekki Traynor, né tók eftir að hún hafði misst hanskana sína. Traynor kallaði. Hún leit við og það brá fyrir angistar- svip á augum hennar. „Þér hafið misst hanskana yðar," sagði Traynor og tók þá upp. ,jÞakka yður innilega fyrir," sagði hún og tók við þeim. Augu hennar voru stór og dökk, hörundið gult, varirnar viðkvæmar og sá i óvenjulega hvítar tennur þegar hún opnaði munninn. Þetta var stúlka, sem hefði getað vafið flestum karl- mönnum um fingur sér. Röddin var lág og djúp og einkennilega titrandi, óg hún talaði með ofurlitlum útlensku- hreim, svo að Traynor taldi liklegast að hún væri ítali. Traynor horfði á hana halda áfram, en hann virtist ekki hafa orðið gagn- tekinn af stúlkunni. En dálitlu hafði hann tekið eftir, sem hann furðaði sig oft á næstu dagana. Hjá fararstjóranum fékk hann að vita, að sir Frederick Leander Ormsby hefði íbúð á A-þilfarinu. Sir Frederick var á sextugsaldri, virðulegur maður með stálgrátt hár, grá augu og munnurinn varaþunnur en einbeittur. Hann stóð á miðju gólfi í klefanum, og var líkast og hann hefði sett sig í stellingar þegar drepið var á dyrnar. Líklega hafði hann búist við einhverjum aðsópsmeiri manni en hann sá þegar Traynor kom inn. ,,Jæja,(' sagði hann i stað þess að heilsa. „Hvað get ég gert fyrir yður, ungi maður?" „Mætti ég fyrst og fremst sýna yður skilríkin mín?" Traynor tók fram skjöl er sýndu, að hann var eftirgrennslanafulltrúi hjá stóru tryggingarfélagi í London. En ekki varð það séð á honum. Hann var ungur, alls ekki yfir þrítugt, lag- legur, lausagopalegur í fasi, svo að fólk átti bágt með að hugsa sér hann sem mann í ábyrgðarstöðu. „Félagið mitt," sagði hann, „hefir tryggt á- kveðinn smaragð, sem er eign breska rikisins, en sem þér hafið undir hönd- um núna." „Nú, var það út af honum, sem þér komuð?" sagði sir Frederick. „Við höfum fengið bendingu um, að reynt muni verða að stela þessum steini frá yður, sir Frederick," héit Traynor áfram. Sir Frederick gleymdi að halda stellingunum. Hann studdist fram á borðið, náfölur. „Hvað segið þér?" stamaði hann. „Ég sagði að það mundi verða reynt að stela steininum." „Þetta er fjarstæða," hrópaði hann. „Enginn veit um þennan smaragð nema þrír eða fjórir embættismenn í nýlendumálaráðuneytinu, og svo herra Keyserling í vátryggingafélag- inu yðar. Erindi mitt er algerlega leynilegt, af stjórnmálaástæðum. Eng- inn veit neitt um það." „Afsakið þér! En það er staðreynd, að við höfum fengið aðvörun, og það sannar, að einhverjir fieiri en þeir sem þér nefnduð vita um að steinn- inn er í fórum yðar." „Þá hlýtur herra Keyserling að hafa svikist um að þegja, þrátt fyrir aðvar- anir mínar," sagði sir Frederick. Traynor yppti öxlum. „Ég veit ekki livernig þetta hefir spurst. Duglegir þjófar eru þefvisir. En farið hægt í að kenna Keyserling um þetta. Þér sögðuð sjálfur, að fjórir embættis- menn í ráðuneytinu vissu um þetta. Geta þeir ekki hafa lekið einhverju?" er tryggður hjá okkur, sýnir að hann veit hvað hann syngur." Sir Frederick rétti úr sér. „Ég verð að láta yður vita, að ég er vanur að annast sjálfur það, sem mér kemur við." „En ég tala sem fulltrúi fyrir ..." „Má ég minna yður á að félag yð- ar hefir fengið ríflega borgun fyrir það iitla, sem það leggur í hættu," sagði sir Frederick kuldalega. „I tryggingarbréfinu er ekki eitt orð um Orlngit- krossinn Dýrmætum gimsteini var stolið um borð i „Belhaven". — En hver var þjófurinn? Sir Frederick var þesslegur að hann ætlaði að berja manninn. En hann hopaði hvergi. Hann tók upp vindlingabréf, kveikti í vindlingi, settist á stólbrikina, krosslagði fæt- urna og starði á sir Frederick gegnum tóbaksskýið. Sir Frederick virtist allt i einu kom- ast á þá skoðun, að það væri undir virðingu sinni að setja áminningu frá vesælum fulitrúa fyrir sig, og sagði kuldalega: „Jæja, hver ætlar að stela steinin- um, með leyfi að spyrja?" „Ég veit ekki. Eg fékk aðvörunina í sima. Það var kvenmaður sem talaði. liklega ung stúlka. Röddin var með ofurlitlum útlendum hreim. Þetta var á síðustu stundu og ég varð að fara með fyrstu lest til að ná „Belhaven" í Southampton. Nú er ég hér. En hvar er steinninn geymdur. I peningaskáp skipsins?" Sir Frederick dró svarið svo lengi, að það hefði mátt halda að hann ætl- aði ekki að svara. „Nei," sagði hann slutt. „Okkur í ráðuneytinu kom sam- an um, að það væri best að láta ekki neinn á skipinu vita að steinninn væri um borð. Mér var sett i sjálfsvald að ákveða hvernig steinninn væri best geymdur." Hann hvessti augun á Traynor, eins og hann væri að aðvara hann um að hnýsast ekki í stjórnar- leyndarmál. Traynor reykti hugsandi. „Væri ekki réttast að láta skipstjór- ann geyma steininn?" sagði hann var- færnislega. „Þá þurfum við ekki að kviða — að minnsta kosti ekki fyrr en við komum til Bombay." „Þvaður!" hreytti sir Frederick út úr sér. „Ég er enginn óviti. Haldið þér að ég láti kjaftasögur hræða mig?" „Þetta er meira en kjaftasaga," sagði Traynor, „það er staðreynd. Daman sem símaði vissi áreiðanlega hvað hún var að tala um. Þér getið skrifað það bak við eyrað." „Smaragðinum er óhætt. Ég hefi gert fullkomnar ráðstafanir." „Hm. Þessi þjófur er áreiðanlega enginn viðvaningur. Þó ekki væri nema það, að hann veit að steinninn að steinninn eigi að geymast í pen- ingaskápnum á „Belhaven". Traynor horfði lengi á manninn, eins og hann væri að gera mat á hon- um. „Eruð þér vopnaður?" spurði hann loks. „Það er ég." Sir Frederick tók í jakkalafið og lét sjá i skammbyssu, sem stóð upp úr buxnavasanum. „Jæja," sagði Traynor og slökkti í vindlingnum. „Sælir!" Hann fór áður en sir Frederick fékk tækifæri til að reka hann út. Hann gilti einu hvaða álit stjórnarerindrek- inn hafði á honum. Hann átti aðeins að hindra að steininum yrði stolið. Traynor fór út á þilfarið og fór að íhuga stjórnmálarefjar i heild sinni. Smaragðinn átti að fara til indversks maharaja, sem stjórnin þurfti að koma sér vel við. Stjórnin kallaði þetta gjöf, en í rauninn voru það mútur. Sir Frederick, sem átti að afhenda „gjöf- ina", var vararitari í nýlendustjórn- inni. En af því að steinninn var hátt tryggður, hvíldi ábyrgðin á herðum Traynors. Þó að Traynor virtist fara sér hægt var hann ekki iðjulaus næstu daga. Hann gekk um, skoðaði andlit á fólki, til að verða einhvers vísari. En hann sá enga grunsamlega manneskju. Eftir miðdegisverð varð honum litið á ítölsku dömuna, sem hann hafði rekist á forðum. Hún var ein og sómdi sér vel í samkvæmiskjól, með glitr- andi gimsteina og silfurspennu um hrafnsvart hárið. Hún dreypti á likjörglasi og virtist ekki hafa hug- mynd um að fólkið í kring væri að dást að henni. En Traynor sá fljótt að hún var ekki óvirk. Hún gaf óspart auga manni, sem sat skammt frá, og það var eng- inn annar en sir Frederick, sem hún var að gefa undir fólinn. Hann sat við skipstjóraborðið. Traynor horfði á þetta um stund, og spurði svo þjóninn, hver þessi kona væri. „Það er greifafrú de Fiesole," hvísl- aði hann. „Hún fer til Napoli." Daginn eftir sat greifafrúin við skip- stjóraborðið, til hægri við sir Fred- erick. Og næstu daga urðu þau óað- skiljanleg. Traynor tók eftir öllu, sem þau höfðust að. Enginn var yfir hans grun hafinn. Hún gat verið greifafrú, en hún gat lika verið þjófur. Hún gat verið ástfangin,t en hún gat líka haft annan tilgang með kynningunni. Traynor tók eftir að hún varaðist að gefa sig að hinum farþegunum. En við sir Frederick var hún svo Ijúf að engu tali tók. Traynor langaði oft til að aðvara sir Frederick. En það var auðvitað hvernig gamli maðurinn brygðist við ef einhver gæfi í skyn að greifafrúin væri þjófur. Svo að Traynor beit á jaxlinn og bölvaði í hljóði. En hann kynntist brátt öðrum manni, ítala, sem hafði næsta legu- stólinn við hann á þilfarinu. Þetta var litill maður, mjög grannur, lag- legur og auðsjáanlega af gamalli höfð- ingjaætt. Hann hét Prelati og sagðist vera að ferðast sér til heilsubótar. Hann gekk með lituð gleraugu, var alltaf vafinn inn í þykkan vetrar- frakka þegar hann sat á þilfarinu, borðaði allar máltiðir niðri í klef- anum sínum og kom ekki upp á þilfar nema örstutta stund kvölds og morgna. Traynor sá fljótt að miklar andstæð- ur voru í Prelati. Hann var siðmennt- ur og fágaður, en af orðum hans mátti oft ráða, að han væri grimmdarsegg- ur. Hann fór ekki dult með að hann væri rikur, en í orðum hans var beiskja i garð alls og allra. Traynor fannst hálfvegis að hann hefði séð þennan mann einhvern tíma áður, fyrir löngu. Hann reyndi að koma því fyrir sig, hvar og hvenær það hefði verið, en gat það ekki. Hann óskaði að hann gæti fengið að sjá hann gleraugnalausan. Þegar skipið kom til Marseille voru þeir orðnir svo miklir mátar að Traynor þorði að minnast á þetta. „Andlitið á yður kemur mér svo kunnuglega fyrir sjónir," sagði ég. „Höfum við ekki sést einhvern tíma áður?" Þeir sátu á þilfarinu og horfðu út á höfnina. Nýir farþegar höfðu komið um borð, aðrir farið frá borði, og bráðum átti skipið að sigla. „Svei mér ef mér finnst ekki eins," svaraði Prelati hægt. „En ég held nú samt að það geti ekki verið. Ég er ilalskur á svip og þér englendings- legur. Það er sjálfsagt þess vegna, sem okkur finnst við kannast við svipinn." Stóri frakkinn, sem Prelati hafði altaf ofan á sér rann niður, og hann rétti fram höndina til að breiða hann ofan á sig aftur. Traynor hafði aldrei séð hendur hans áður. Þær voru smáar og fallegur, en það sem Traynor tók fyrst og fremst eftir, var stórt ör í kross á hægra handarbakinu. Prelati sá forvitnina skína út úr honum og sagði: „Þér eruð að horfa á örið," sagði hann. „Það er endurminning síðan ég átti að fara í herinn. Yður finnst það kannske hlægilegt þegar þér sjáið mig núna, en einu sinni var ég nýliði í Scuola Militaire í Modena. Sex ætt- liðir Prelatiættarinnar hafa borið sverð fyrir konung og ættjörð, og sem elsti sonur föður mins var ég sendur á herskólann til að bregða ekki af venjunni. En ég fann fljótlega að her- mennskan átti ekki við mig. Það var einn félagi minn, sem gaf mér þetta ör þegar við skárum úr smávegis deil- um með sverðunum. Þetta er kallað dauðakrossinn eða örlagakrossinn, og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.