Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1956, Síða 9

Fálkinn - 06.04.1956, Síða 9
FÁLKINN 9 táknar, að sá sem gerði krossinn hefði eins -vel getað rekið mann í gegn. Þegar faðir minn sá þá óvirðing, sem mér hafði verið gerð, rak hann mig frá sér. Heldur dauðann en smánina, sagði hann. En þetta er vitleysa! Heið- ur og œra eru aðeins innantóm orð. En dauðinn er veruleiki.“ „Þér lítið ekki út fyrir að óttast dauðann,“ sagði ég. „Jú, ég var hræddur við dauðann þá, þó að ég sé það kannske ekki núna. Ef mér mistækist eitthvað sem mikils er um vert, mundi ég sennilega hiklaust kjósa dauðann." Italinn, sem var að laga frakkann sinn, reis upp i stólnum, en lirökk við. Traynor leil upp. Ung stúlka gekk fram lijá. Hann gat ekki giskað á hverrar þjóðar hún mundi vera. Hún var í dýrum fötum, en virtist skeyt- ingarlaus um klæðaburð sinn. Augun voru grá og hörð. Hún leit á Prelati, en það var ekki að sjá að hún þekkti hann. Þegar hún var komin fram hjá sagði Prelati, um leið og liann liag- ræddi sér í stólnum: ,^Þarna er ný sönnun á því, sem ég var að segja áðan. Ég hrökk við þegar ég sá stúlkuna, því að mér sýnd- ist ég kannast við hana. En það var misskilningur. Hún var lík mann- eskju, sem ég kannaðist við. Það er skrítið að alls staðar í heiminum sér maður manneskjur, sem eru likar fólki sem maður þekkir.“ „Já, það er einkennilegt," sagði Traynor. Hann fór snemma að hátta um kvöldið en hugsaði margt. Og því hugsaði liann fleira morguninn eftir, þegar hann frétti að stúlka hefði ver- ið myrt um horð i skipinu um nótt- ina. Það liafði verið reynt að halda þessu leyndu, en þjónarnir liöfðu komist ú snoðir um það, og þess vegna komst Traynor að því. Þessi myrta stúlka hafði komið um borð í Marseille og var austurrísk. Hún hafði verið myrt einhvern tíma snemma um morguninn. Það var ekki um að villast að hún hafði verið drep- in, því að morðinginn hafði skilið eftir hnifinn í hjartanu á henni. En engin önnur ummerki sáust né heldur nokkuð, sem benti á livers vegna hún hefði verið myrt. En tvennt var víst i málinu: morðinginn liafði komist óhindrað inn til hennar, því að klef- inn hafði ekki verið brotinn upp, og ennfremur að morðinginn lilaut að vera um borð ennþá. Þetta var helsta umræðuefni skips- hafnar og farþega næstu dagana. Fólk leit grunsemdaraugum hvert á annað. Prelati talaði kaldranalega um þetta og Traynor hugsaði. Sir Frederick, sem nú var allur ú hjólum kringum greifafrúna, varð hugsandi út af þessu, En morguninn sem skipið sigldi inn til Napoli gerðust ný tíðindi. Það var piskrað að dýrum smaragð hefði verið stolið af sir Frederick Leander- Ormsby. Traynor var að klæða sig jiegar hann var beðinn að koma inn í klefa skipstjórans. Þegar þangað kom sat sir Frederick þar í keng á stól. Traynor þurfti ekki annað en líta á liann til að sjá að fréttin var sönn. Skipstjórinn, gamall og gráhærður sæfari, tók í höndina á Traynor og lét svo sir Frederick fá orðið. Hann var í vandræðum með livern- ig liann ætti að byrja. „Já — það, það var greifafrú de Fiesole," muldraði hann og upplitið á lionum var eins og á galeiðuþræl. „Við borðuðum ofurlítinn kvöldverð saman, tvö ein, í klefanum minum i gærkvöldi. Og svo drukkum við kampavín, en hún hlýtur að hafa laumað einhverju í glasið mitt, því að ég sofnaði og vaknaði ekki aftur fyrr en í morgun. Og þegar ég gáði að var smaragðinn horfinn.“ „Hvar geymduð þér hann?“ spurði Traynor. „Hérna!“ Sir Frederick sló á skeftið á skammbyssunni sinni. „Mér fannst ólíklegt að nokkur gæti fundið hann þar.“ „Þér hefðuð eins vel getað geymt hann í vestisvasanum," sagði Traynor fyrirlitlega. „Greifafrúin yðar er auð- vitað komin i land,“ hélt hann áfram og leit spyrjandi á skipstjórann. „Já, það eru margir klukkutímar síðan.“ Skipstjórinn benti á borðið, þar lá kjóll, hælaháir inniskór og björgunarbelti. Traynor sá að þetta var kjóllinn, sem hún liafði verið í kvöldinu áður. Hann horfði spyrjandi á skipstjórann. „Kjóllinn lú á bátaþilfarinu í morg- un,“ sagði skipstjórinn. „Það er svo að sjá sem frúin hafi farið upp ú þil- far eftir að hún stal steininum, farið úr kjólnum og stokkið fyrir borð. Einn af hásetunum segist hafa heyrt skvampa i sjónum rétt áður en við sigldum inn á höfnina, klukkan tvö í nótt, en hann athugaði það ekki nánar. Varðmaður við höfnina fann björgunarbeltið, svo að það er liklegt, að konan sé komin í land.“ „Hefir lögreglunni verið gert að- vart?“ spurði Traynor. „Nei. Sir Frederick var einmitt núna að segja mér frá þessu, og bað mig um að ná í yður. Ég get engu ráðið í þessu máli.“ Sir Frederick reyndi að manna sig upp. „Eitthvað yerður að gera! Smaragðinn verðum við að finna, svo að hann komist í hendur þess, sem á að fá hann. Annars geta orðið meiri vandræði út úr þessu, en hægt er að sjá fyrir endann á!“ Traynor lét sem liann heyrði ekki það sem hann sagði. Hann kveikti sér i vindlingi og sat þegjandi og reykti. Loks spratt liann upp, bað hina að bíða og rauk út. Eftir tíu mínútur kom liann aftur með forstjórann og tvo háseta. Hann fór ekki inn fyrir en stakk hausnum inn í gættina og bað sir Frederick og skipstjórann að koma. Þeir fóru allir inn á B-þilfar, og jiar stansaði Traynor við klefadyr og barði fast. Veik rödd heyrðist að innan: „Hver er þar?“ „Það er skipstjórinn," svaraði hann. „Ég get ekki tekið á móti heimsókn núna. Ég er lasinn.“ „Opnið!“ sagði Traynor við for- stjórann. Hann leit á skipstjórann opnaði svo dyrnar hikandi, og jieir fóru inn allir sex. Prelati lá í rúmin.i, en settist upp þegar opnað var. „Hvað á þetta að þýða?“ sagði hann og nú var hann ekki lágróma. „Það þýðir það, að þér eruð tekinn fastur fyrir morð og þjófnað," sagði Traynor hægt. Þetta var eins og sprengja. Allir nema Prelati lirukku við og góndu á hann og enginn sagði neitt drykk- langa stund. Skipstjórinn var sá fyrsti, sem náði sér eftir ákömuna. „Hvað eruð ])ér að segja, lierra Traynor?“ sagði hann. „Það var greifafrúin, sem*stal smaragðinum. Sir Frdeerick hefir sagt það sjálfur." „Lítið þið á þennan mann, sérstak- lega þér, sir Frederick,“ sagði Tray- nor. „Er hann ekki líkur greifafrú de Fiesole?“ Allir störðu á Prelati. Skipstjórinn tautaði eitthvað, forstjórinn kinkaði kolli og sir Frederick hnyklaði brún- irnar. En sá sem fyrstur sagði eitt- hvað var Prelati. „Skipstjóri, — maðurinn hlýtur að vera brjálaður.“ „Ó-nei,“ sagði Traynor. „Ég er þvert á móti talsvert glöggur núna. Ég hefi lengi furðað mig á hvers vegna andlitið á yður kom mér svo kunnug- lega fyrir sjónir, en ég sá ekki fyrr en fyrir kortéri að þér og greifafrúm eruð ein og sama persónan." Prelati hló og skipstjórinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð. „Þér verðið að skýra þetta nánar fyrir okkur, herra Traynor,“ sagði liann loksins. „Já, ef við byrjum á byrjuninni," sagði Traynor, „þá komst harðsnúinn þjófur að sögunni um smaragðinn. Hann fór um borð í Southampton og fékk tvo klefa, hlið við hlið, annan undir eigin nafni, hinn undir nafninu greifafrú de Fiesole. Hann sagðist vera heilsulaus, og lét sjaldan sjá sig á þilfarinu. Með því móti fékk hann r.ógan tíma til að sýna sig í greifa- frúarlilutverkinu — og þið hljótið að' vera mér sammála um að liann lék lilutverkið vel.“ Sir Frederick tók hendinni upp að hálsinum, eins og hann ætti erfitt með að anda. „Hann varð mikill vinur sir Freder- icks, sem greifafrú, og í gærkvöldi setti hann svefnmeðal i kampavinið hans, sem þeir voru að skenmita sér við í klefa sir Fredericks. Svo stal liann smaragðinum, fór upp á báta- þilfarið, skildi greifafrúarkjólinn eftir þar, til að láta hann finnast, og fleygði björgunarbelti fyrir borð. Ef allt hefði farið eftir áætlun mundi hann hafa farið af skipinu, til dæmis í Alexandr- iu, en lútið lögregluna leita að greifa- frúnni í Napoli. Smellin tilhögun, finnst ykkur ekki.“ „Svo er það morð austurrísku kon- unnar. Ég þori að veðja um að það var hún, sem aðvaraði félagið mitt. Við nánari rannsókn mun það koma á daginn, að þau Prelati hafa verið kunningjar, og hafa ætlað að vera saman um þjófnaðinn. En svo hefir þeim sinnast og þess vegna fór liann einn um borð i Southampton, en liún simaði til okkar. En hún hafði ekki misst alla von og fór ])ví með járn- braut til Marseille, kom um borð og gerði Prelati lafhræddan. Liklega hefir liún gert boð eftir honum um miðja nótt, ef lil vill til að lióta að fletta ofan af honum. Við vitum iTvern- ig Prelati svaraði þeirri hótun.“ „Nú er nóg komið,“ greip Prelati fram í. „Nú hefir þessi brjálaði mað- ur bullað nóg. Ég skora á yður, skip- stjóri, að láta fleygja lionum út héðan!“ Skipstjórinn var á báðum áttum. „Ja, þetta er afar kynlegt," sagði hann. „Þetta er aðeins tilgáta.“ „En ég get sannað hana ef ég fæ frjálsar hendur dálitla stund,“ sagði Traynor og skipaði að gera húsrann- sókn i klefanum, hvað sem Prelati sagði. Hásetarnir sneru öllu upp og niður og rannsökuðu allan farangur Prelatis. En þeir fundu ekkert og Prelati kyrrðist um stund og liorfði á aðfarirnar glottandi, og reykti vindling. Allt í einu beygði Traynor sig og rýndi á gólfdúkinn. Hann sá nokkrar sagflisar og fór að rannsáka gólfið. Eftir dálitla stnnd lyfti hann upp of- urlítilli fjöl, sem liafði verið söguð sundur. Undir henni var hola og í lienni svolitil skinntuðra. Þegar liann hvolfdi henni datt smaragðinn úþ ásamt öllum gimsteinunum, sem greifafrúin hafði haft til skrauts. Svo benti Traynor á höndina á Prelati. „Það var þetta, sem kom upp um yður. Ég vissi að ég hafði séð þennan kross áður, en það var ckki fyrr cn í gær, sem ég mundi að ég hafði séð svona ör á hendi greifafrúarinnar." Prelati brosti. „Dauðakrossinn!“ tautaði liann. „Hann ber nafn með rentu. En yður skjátlast i einu . .. Þér voruð að tala um fangelsi ...“ Hann bar höndina upp að munninum. Traynor hljóp til, en hann varð of seinn. Prelati hafði gleypt eitthvað, og eftir nokkur augnablik lineig liann niður á gólfið í krampateygjum. „Cyankalium," sagði Traynor stutt. „Ég hefði átt að muna hvað hann sagði um dauðann.“ Skömmu síðar stóðu þeir við borð- stokkinn Traynor og sir Frederick og liorfðu yfir flóann. Smaragðinn var nú kominn í peningaskápinn, blöðin höfðu ekki fengið að vita neitt um málið og sir Frederick var farinn að jafna sig. „Heyrið þér,“ sagði hann allt i einu. „Mig grunaði alltaf að greifa- frúin væri ekki — hm — nein greifa- frú. Það er enginn liægðarleikur að blekkja mig ...“ Traynor benti á Vesúvíus. „Hvað er þetta þarna?“ „Það er — ja, það er eldfjall. Það heitir ...“ „Jæja, ég liélt að það væri vindla- kveikjari.“ „Ég skil yður ekki ...“ byrjaði sir Frederick. „Maður verður að svara gamni þeg- ar talað er til manns í gamni.“ „En — ég var ekki að tala i gamni ...“ „Var það ekki fyndni, þetta sem þér sögðuð? Jú, það var besta fyndnin, sem þér hafið sagt á ævinni.“ * Sálfræðingurinn: — Þér skuluð bara hlæja að erfiðleikum yðar. Sjúklingurinn: —Það þori ég aldrei. Konan min og tengdamamma skilja ekki gaman. írski presturinn liét þeim drengn- um 5 aura verðlaunum, sem gæti sagt hver liefði verið mesti maðurinn i hebni. „Columbus,“ svaraði einn. „George Washington,“ sagði annar. „Sankti Patrekur,“ sagði litill og skynugur Gyðingsstrúkur. „Þú færð fimmeyringinn," sagði presturinn. „En hvers vegna datt þér Sankti Patrekur í hug?“ „Ja, ég vissi nú að Móses var miklu meiri,“ svaraði drengurinn, „en maður verður að láta kaupsýsluvitið ráða.“ Nýgiftu lijónin sátu yfir miðdegis- verðinum og frúin segir: — Finnst þér þetta ekki góð súpa? Ég bjó liana til eftir uppskrift sem ég lieyrði í út- varpinu í morgun. — Ég er hræddur um að það hal’i verið truflanir meðan þú hlustaðir, svaraði maðurinn með hægð. „Littu á manninn þarna hinu meg- in á götunni. Það er ljótasti maðurinn, sem ég liefi nokkurn tíma séð.“ „Líturðu aldrei í spegil?“

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.