Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 06.04.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. Síðosto fullíð DILLANDI valslagið fyllir salinn. Valsinn úr Hnetubrjótssyrpu Tsja- kovskis. Það er þröngt á gólfinu og dansað kinn við kinn. Loftið er þykkt af ilmvatnsangan, tóbaksreyk og svita- lykt. Fullt hús á náttklúbbnum fræga. Skammt frá inngöngudyrunum stendur ung stúlka. Hún er rúmlega tvítug, hárið i liðum, andlitið óvenju- lega fallegt og enn ósnortið af brenni- marki svallsins. Hún er imynd æsku og fegurðar. Fallega vaxin og kjóll- inn fellur vel að líkamanum, svo að vaxtarlagið sést. Hún starir í sífellu á dyrnar. Andlitið er með eftirvænt- ingarsvip. Hvers vegna kemur hann ekki, ævintýraprinsinn hennar? Aldraður svallari með kúlumaga færir sig nær ungu stúlkunni. „Ma petite," segir hann og afklæðir hana með augunum, „einn drink!" Hún mælir hann með augunum og snýr fyrirlitlega bakinu að honum. Fyrir viku hefði hún fúslega þegið bæði glasið og svallarann. Eftir út- litinu að dæma var þetta „gullfugl". En síðan kvóldið sem prinsinn hennar kom í náttklúbbinn var Mar- itza gerbreytt. Hann var ungur og fríður, alveg eins og ævintýraprins- ar eiga að vera, hann hafði ausið út peningunum og gefið kampavin — ekki aðeins henni heldur líka ýmsum vinkonum hennar. Og á eftir hafði hann farið með henni heim. Þau höfðu lifað unaðslegar sælustundir saman. En nú hafði hann ekki komið i tvo daga. Hann varð að skrcppa í ferðalag, hafði hann sagt. Og hann hafði verið svo órólegur og fumandi. Hún litur snöggvast á Iiringinn á fingrinum á sér. Það glitrar á stóran demant. Gjöf frá honum. Hann hlaut að vera afar rikur. Þjónarnir töluðu um hann. „Þarna hefirðu náð i gull- fugl, Maritza." „Þökk fyrir, sömuleið- is," hafði hún sagt. Það fer ylur um hana alla. Þarna, þarna kemur hann. Hún flýtir sér á móti honum. „Darling, darling!" Það liggur við að hún kjökri. — „Maritza!" Hann virðist vera mjög órólegur. ¦— Ég mátti til að hitta þig," hvíslar hann, „ég veit að það er fásinna — ég ætti að vera farinn fyrir löngu! Áríðandi erindi. En í kvöld skulum við skemmta okkur meira en nokkurn tíma áður. Tveir þjónar visa þeim á borð. Þeir hneigja sig og beygja. Innan skamms er kampavín komið á borðið. Hinir þjónarnir hafa séð fyrir blómum. Það smellur í tappa. Þau drekka. Hann drekkur út úr glasinu í eiuum teyg. Fyllir það aftur. Tæmir það aft- ur. Ofurlítill roði færist í fölar kinn- arnar. Svo brosir hann til hennar. „Maritza." Aldrei verður hlé á músíkinni. Hljómsveitirnar leika á víxl. Aldrci hlé. Þjónarnir þeytast milli borðanna. Fólkið dansar ¦— dansar. Tveir nýjir gestir eru komnir inn. Annar feitur og þrekinn. Hinn hár og magur, með dökk, stingandi augu. Brytinn hefir komið auga á þá, flýtir sér til þeirra, stimamjúkur. Það borgar sig í náttklúbbnum að koma sér vel við lögreghma. Þeir tala sam- an um stund og augu magra manns- ins hvarfla um allan salinn. I þessum svifum lyftir ungi mað- urinn glasinu til að skala við Maritzu. En hann skálar ekki. Það er líkast og hann fái krampa. Hann starir fram L hjá stúlkunni og sér tvö dökk augu. Þeir horfast i augu brot úr sekúndu. Svo ryður magri maðurinn sér braut gegnum dansgólfið og nálgast borðið. Óp yfirgnæfir hljóðfærasláttinn, skerandi neyðaróp. Það hefir eitthvað gerst þarna við borð unga mannsins. Gestirnir þyrpast að. Það er Maritza sem hrópar. Ungi maðurinn, ævintýra- prinsinn hennar hefir hnigið á gólfið. Enginn hefir tekið eftir að hann hefir i einni svipan stungið einhverju upp í sig. Lögreglumaðurinn herðir á sér, olnbogar sig áfram að manninum, sem liggur á gólfinu. „Of seint," tautar lögreglumaður- inn. „Cyankalium". Ungur maður er borinn út, síttur í lögreglubíl, sem biður fyrir utan. Hljómsveitin leikur „Quand 1' Amour meurt" og fólkið heldur áfram að dansa. En þjónarnir eru í uppnámi: „Að hugsa sér að þessi laglegi, ungi piltur skuli hafa drepið menn og rænt banka." * Seig: er Barbara! Giftist í 6. sinn BARBARA HUTTON hin ríka, sem nú er 41 árs og enn erfingi að Woolworthmilljónunum — öðru nafni kölluð „veslings rika konan" hefir nú gifst i 6. sinn. Nýi maðurinn heitir Gottfried von Cramm og er þýskur tenniskappi. Þau voru gefin saman í Versailles og aðeins þrír voru viðstaddir, nefni- lega bróðir Cramms, og safnvörður- inn i Versailles, sem voru svaramenn, og mr. Mignot borgarstjóri, sem gaf þau saman. Siðan héldu þau til sala- kynna Barböru á Hotel Ritz í París, og þar hafði auðvitað fjöldi blaða- manna safnast saman til að tala við Barböru, sem nú var orðin barónessa. Hún var föl og sagðist vera kvefuð. „Það eina sem ég hugsaði um mcðan verið var að gifta mig, var að komast sem fyrst heim og í rúmið. Ég hivgsa að ég sé með hálsbólgu!" sagði hún. En hvað sagði Cramm barón? — „Við hefðum átt að giftast fyrir átján árum. Við urðum ástfangin hvort af öðru þegar við sáumst i fyrsta skipti, í Cairo 1937. En af einhverjum ástæð- um varð ekkert af því að við giftumst þá." Barbara bætti við: „Já, við hefð- um átt að giftast þá, en það var ekki hægt því að cg var gift öðrum. Ég skil það núna, að ég hefði átt að gift- ast honum Gottfried þá. Það hcfði sparað mcr margar hjartasorgir — og eiginmenn." Barbara er enn danskur ríkisborg- ari, síðan i öðru hjónabandinu. Fyrri mennirnir eru: Alexis Mdivani (1933— 35), Kurt Reventlow (1935—41), Cary Grant (1942—45), Igor Trouetskoy (1947—51) og Porfirio Rubirosa (1953—55). Von Cramm hefir verið kvæntur cinu sinni áður. * * Tísftumyndir * ::::.:::;':'::. '::¦:¦:; yM/:-::ý«:<«* PRINSESSUSNIÐIÐ er alltaf í tísku, og eftir því sem okkur lærist betur að halda okkur grönnum og beinum, eftir því mun það verða almennara í notkun. — Fath sýnir okkur þennan gráa ullartauskjól fallega rykktan á brjóstunum og ermalangan. EMPIRE LINAN. — Falli manni ekki við hinar nýju línur á frönskum sýn- ishornum má ætíð flýja til hinnar gömlu og góðu empire línu, sem nú er komin í tísku. Rykkingarnar eru látnar koma undir breitt belti undir brjóstunum með flatri slaufu að fram- an. Annars er kjóllinn alveg sléttur. Þessi samstæða, skinnhúfa og trefill, má kallast luxus, því að efnið er nerts- skinn, sannkallaður óskadraumur flestra, enda ekki furða þar sem jafn- vel eftirlíking af nerts er mjög dýrt. En leyfilegt er að láta sig dreyma. SMAKOFLOTT SAMSTÆÐA. Carden hefir samið þessa samstæðu við sléttan, þröngan kjól og % síðan frakka fóðraðan með skinni og sést það vel á myndinni, einnig uppbrot á crmunum. Þegar maður andvarpar dregur mað- ur andann helmingi dýpra en við vcnjulegan andardrátt. A járnbrautarstöðinni i Innsbruck hafa verið settir sérstakir ofnar á gólfið handa fótköldu fólki að orna sér við. Mannfjöldi Bandarikjanna varð 162.250.000 á áririu sem lcið. Það er 55 sinnum meira en þegar Bandarikin lýstu yfir sjálfstæði sinu 4. júlí 1770.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.