Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1956, Page 3

Fálkinn - 13.04.1956, Page 3
F Á L KI N F 3 Málverk eftir Knud Nielsen og höggmyndir cftir Sören Georg Jensen. Bennie og Bass, málverk eftir Mogens Zieler. Danslca listsýningin, sem haldin er liér í tiiefni heimsóknar dönsku kon- ungshjónanna, var öpnuð með hátíð- legri atliöfn i Listasafni rikisins kl. 2 í gœr. Forsetahjónin voru viðstödd opnun sýningarinnar, einnig sendi- lierrar erlendra ríkja, margir lista- menn og aðrir gestir. Bjarni Benediktsson menntamála- ráðherra flutti ávarp við þetta tæki- færi og minntist þess, hve íslendingar eiga Dönum mikið að þakka á sviði listarinnar. Síðan tólc ambassador Dana, frú Bodil Begtrnp, til máls og opnaði sýninguna. Hún þakkaði rík- isstjórn ísiands fyrir að hafa boðið til þessarar sýningar og minntist jafnframt þess skerfs, sem íslendingar hafa lagt til danskra lista. í því sam- bandi nefndi hún Gottskálk Þorvalds- son, föður Bertels Tliorvaldsen, fræg- asta myndhöggvara, sem komið hefði frá Konunglega listaháskólanum. Á dönsku listsýningunni eru um tvö hundruð listaverk, þar af hundrað og finnntiu málverk og 50 höggmyndir. * ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: r/ VETRARFERÐ // eftir CLIFFORD ODETS. Leikritið „Vetrarferð" eftir banda- risku leikritahöfundinn Clifford Odets var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðast- liðinn sunnudag. Það er i tveimur þáttum, en útta atriðum, og hefir livarvetna lilotið góðar viðtökur. Einn- ig hefir það verið kvikmyndað og kvikmyndin var sýnd hér í fyrra. Hún heitir „Country Girl“ og varð margföld verðlaunamynd, enda var mjög vel farið með aðalhlutverkin. Bing Crosby lék drykkjumanninn, Frank Elgin, Grace Kelly Georgie Elgin konu hans og William Holden Bernie Dodd. Mun myndin vart liða úr minni þeirra, er hana sáu og þess vegna munu leiksýningarnar í Þjóð- leikihúsinu ósjálfrátt verða bornar saman við kvikmyndina, enda þótt slikur samanburður sé að jafnaði var- hugaverður. Með aðalhlutverkin fara Indriði Waage (Frank Elgin), sem jafnframt er leikstjóri, Katrín Thors (Georgie Eigin) og Rúrik Haraldsson (Bernie Dodd). Fara þau allvel með hlutverk- in, einkum í síðari þættinum. Aðrir leikarar eru Guðmundur Pálsson (Larry), Ævar R. Kvaran (Phil Cook), Benedikt Árnason (Paul Unger), Guðrún Ásmundsdóttir (Nancy Stodd- ard) og Klemens Jónsson (Ralph). Clifford Odets er mjög þekktur leik- ritahöfundur vestanhafs, en hefir nú að mestu leyti helgað Hollywood krafta sina. Fyrsta leikrit hans var sýnt árið 1935, þegar hann var 29 ára. Þá hafði Clifford Odets stofnað leikflokk fyrir nokkrum úrurn ásamt nokkrum ungum leikurum, sem síðan hafa getið sér mikillar frægðar á sviði leiklistarinnar, eins og t. d. Franchot Tone og Elia Kazan. Eitt af leik- ritum Odets hefir verið sýnt hér áð- ur. Það er „Brúin til mánans“ (Rocket to the Moon), sem leikflokkurinn „Sex í bíl“ sýndi viða um land fyrir nokkrum árum. * Rúrik Haraldsson og Katrín Thors senv Bernie Dodd og Georgie Elgin. Rúrik Haraldsson, Ævar R. Kvaran og Katrín Thors — Bernie, Phil Cook og Georgie í búningsherbergi Franks. Rúrik Haraldsson, Indriði Waage og Katrín Thors — Bernie, Frank og Georgie á heinvili Elginshjónavvna.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.