Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1956, Page 4

Fálkinn - 13.04.1956, Page 4
4 FÁLKINN T/INN 5. júní 1953 gekk ný stjórn- * I arskrá í gildi í Danmörku, sem breytti í ýmsum greinum æðstu stjórn- arskipun landsins að mjög verulegu leyti. Ríkisþingið var gert að einni óskiptri heild og nefndist bjóðþing, en Landsþingið gamla, eða Efri deild, sem svo mundi kölluð hér á landi, var lagt niður. Þá var um leið gerð sú breyting á konungserfðum í Dan- mörku, að konur urðu arfgengar til rikis, og var það í fullu samræmi við forna yenju, og viðurkenning á jafn- rétti kvenna. I Danmörk hefir drottning ekki ver- ið ríkjandi síðan kvenskörungurinn mikli, Margret drottning, lét af rík- isstjórn árið 1412. Hún var drottning Norðurlandanna þriggja og íslands, og einn merkasti þjóðhöfðingi sem verið hefir á Norðurlöndum. Allar horfur eru á, að eftir daga Frederiks Danakonungs taki ný Margrethe riki í Danmörku. Hún á 16 ára afmæli núna lö. þessa mánaðar, og Iiefir skiljanlega ekki fengið tæki- færi til að sýna hvort hún muni eiga stjórnkænsku og dugnað á við hina fornu nöfnu sína. En allt bendir tli að hún hafi þá kosti til að bera, and- lega sem líkamlega, sem prýða mega glæsilegan og vitran þjóðhöfðingja. Margrethe Alexandrine Þórhildur Ingrid fæddist 16. apríl 1940, níu dög- um eftir að Danmörk komst í hers hendur. Frá upphafi hafa foreldrar hennar lagt kapp á að hafa uppeldi hennar sem líkast annarra barna og þessi mál og auk þess danska kennslu- konu. Eftir ferminguna í apríl í fyrra fór Margrethö í skóla í Englandi. Hún hefir listræna hæfileika ekki siður en móðuramma hennar, Mar- gareta krónprinsessa, hin ástsæla „blómaprinsessa" Svíþjóðar, dóttir hertogans af Connaught, sem dó 1920. Margrethe hefir mikinn áhuga á tón- list, eins og faðir hennar, og teiknar og málar í frístundum sínum. Tíu ára vann hún í samkeppni um teikningu með H. C. Andersens-ævintýrinu „Litla hafmeyjan". Og á stórri al- þjóðasýningu teiknimynda úr ævin- týrum Andersens voru tvær teikning- ar eftir liana teknar með, og vissi þó enginn hver höfundurinn var. Fuglarnir eru annað mikið áhuga- mál liinnar ungu prinsessu. — í hall- argörðunum á Fredensborg og Graa- sten hefir hún sett upp fuglakassa. Fyrir nokkrum árum spurðu foreldr- ar hennar hana livers hún óskaði sér í jólagjöf. „Mest langar mig til að verða meðlimur í Fuglafræðifélag- inu,“ svaraði hún, og það varð hún. Félagsskírteinið lá á jólaborðinu. Þegar prinsessurnar eru í Graasten hafa þær hús lit af fyrir sig, til að leika sér í — gamla lystihúsið í garð- inum. Þar geta þær búið til mat og stjórnað húsum, og Margrethe hefir sérstaklega gaman af því. Ingrid drottning átti lika þess konar hús þegar hún var barn. Hins vegar er Margrethe engin hannyrðasnillingur, þó að vitanlcga prjóni hún talsvert á Ríkiserfingi Danmerkur í samræmi við uppeldisreglur nútím- ans. Margretihe lék sér í bernsku á leikskóla, sem drottningin hafði komið upp á Amalienborg og þar lærði hún fyrstu undirstöðuatriði almennrar menntunar, en sjö ára gömul fór hún í Zahlls Skola og var farið með hana eins og jafningja annarra. „Það er langmest gaman þegar manni er hrint i troðningnum á ganginum,“ sagði hún þegar hún var minni. Dansskóla hefir hún vitanlega verið látin sækja, og eins yngri systur hennar, Bene- dikte (f. 29. apríl 1944) og Anne-Marie (f. 30. ágúst 1946). Systurnar hafa allar mjög gaman af liestum og sjást oft á hestbaki, ým- ist á reiðvellinum við Christiansborg eða við hallirnar í Fredensborg og Graasten. Benedikte prinsessa skarar fram úr sem hestamaður af lífi og sál og er duglegur riddari. Undanfarna vetur hafa þær farið til Noregs og Svíþjóðar til að ganga á skíðum og Hður aldrei betur en þeg- ar þær fá að leika sér í snjónurn. í heimahúsum hafa þær bæði enska og franska kennslukonu til þess að læra pl§Í|| ■ hverju ári með stallsystrum sínum. Það gengur til „Prinsesse Margrethes babykurv“ — og er skerfur hennar til „Sönderjydsk Hjælpefond“, sem drottningin hefir tekið að sér að vera verndari fyrir, og útbýtir gjöfum fyrir jólin. Hjálparhneigðin er eftirtektarverð skaphneigð hjá Margrethe prinsessu. Henni er gleði að því að gefa. „Yndis- leg ung stúlka með mörg falleg áhuga- mál, göfuga lund og ríkt hugmynda- flug — þannig er ríkiserfingi Dan- merkur“, segir fólkið sem komist hefir í kynni við hana. Hún getur hlegið svo dátt og innilega, að enginn getur látið ógert að smitast af því. Eftir öllu að dæma hefir hún — auk hásætisins -— erft hið ómetanlega, sem best verður lýst með orðunum sem H. C. Ander- sen kallar það: „Et godt humör“. Lélt skap er mikilsmetinn eiginleiki alls staðar þar sem Dönurn líður vel. Margrethe prinsessa er einmitt eins og þeir óska sér. * Danska konungsfjölskyIdan

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.