Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 13.04.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN r/ Híð órlega þrifobað — og gamlar baðvenjur CÍKLEGA hefir sundkunnátta verið margfalt almennari á gullöldinni en hún var fyrir rúmuni 50 árum hér á landi. Svo víða geta sögurnar um sundafrek — bæði karla og kvenna — að líklegt er að mjög margt fólk hafi kunnað að sýnda þá. Endurlifgun íþróttarinnar komst einkum á skrið með Páli Erlingssyni, og nú er sund hvergi meira iðkað i álfunni en á Is- landi. Liklega er sundkunnáttan jafngöm- ul mannkyninu, og ýmsar frumþjóðir eru syndar sem selur. Biblían segir ýms dæmi þegar að fólk hafi laugað sig, þó að ekki hafi það kannske ver- ið synt. Dóttir Faraós var að lauga sig i Níl þegar hún fann Móses og al- kunn er sagan um Súsönnu i lauginni. í Norður-Rússlandi hefir frá ómuna- tíð verið siður að hafa „skírnarhátíð" í janúar, hún er i þvi fólgin að fólk er kaffært í vök, og hlýtur það að vera köld skemmtun. Og heit böð munu fyrst hafa verið notuð i Rúss- landi. Skýþar, sem bjuggu norðan Svartahafs, tjölduðu skinntjöldum yf- ir steinhrúgu, sem bál hafði verið kynt undir, og stökktu vatni á stein- ana. Á þann hátt fengu þeir gufubað, áþekkt þ'yi sem Finnar nota. Rómverjar urðu frægir fyrir bað- menningu sína. Á 4. öld f. Kr. voru 592 baðstaðir í Róm, eða kringum einn á hverja 1000 ibúa. Sum þessara baða voru mjög íburðarmikil, svo sem liita- böð Caracallas, sem enn eru til. Um Diocietian er sagt að hann hafi látið 40.000 kristna þræla byggja dýrindis baðstað með marmaraveggjum og tíglamyndagólfi. Grunnflötur þess var 320.000 ferm. og 3000 manns gátu laugast þar samtimis. En þessir dýru baðstaðir voru einkum notaðir af höfðingjunum, sem lágu þar stundum meiri hluta dagsins og nutu lífsins. Á miðöldum voru baðstaðir víða notaðir sem samkomustaðir félaga, og kom fólk saman þar og ræddi landsins gagn og nauðsynjar og milli þess sem það fékk sér svitabað og þambaði maltöl. ítalinn Poggio Bracc- hiolini hefir lýst baðstað i Baden á 15. öld. Þar voru svalir fyrir áhorf- endur og klæðaklefar. Lauginni var skipt i tvennt með lágum rimum og skyldu karlar vera annars vegar og konur í hinum endanum, en oft buðu konur körlunum í sinn enda og var borðað við fljótandi borð. Karlmenn- irnir voru i stuttum buxum og kven- fólkið í náttkjól og „geðið var kátt og saklaust", segir Bracchiolini. Þarna var leikið á hörpu og sungið, fólkinu til skemmtunar. Fjóðra æðsta orða Englendinga heitir „orða baðsins" (Order of the Bath) og sýnir það, að Englendingar hafa haft baðið i hávegum. Þegar ein- hver skyldi fá þessa orðu, varð hann að mæta hjá konungi með tvo „skirn- arvotta". Að kvöldi kom rakarinn og bjó gestinum laug, „klædda líni að utan og innan og ullarvoðir yfir, „vegna kuldans á kvöldin". Þegar maðurinn hafði verið rakaður var honum fylgt inn í laugina með dansi og pípublæstri og nú kom konungur- inn. „Skírnarvottarnir" stungu mann- inum svo niður i ískalda laugina, og þar varð hann að dúsa, meðan orðu- reglurnar voru lesnar yfir honum. Síðan var hann klæddur, og nú varð hann að vaka i kapellunni alla nótt- ina til að búa sig undir að verða sleg- inn til riddara daginn eftir. Volgu lindirnar í Bath hafa vafa- laust verið kunnar í 3000 ár, en ekki var farið að nota þær fyrr en um 1660. Brennisteinn var í vatninu og það var talið mjög heilnæmt, bæði til útvortis og invortis notkunar, en bragðvont var það. Á einni lauginni — Cross Bath — var sá átrúnaður, að ófrjóar konur yrðu frjóvar við að lauga sig þar. I Paris voru til opinberir kaldir baðstaðir frá því kringum 1620, en æðri stéttirnar þar voru engin fyrir- mynd um þrifnað, Sólkonungurinn Lúðvík XIV. hafði skrautlegan bað- stað en notaði hann sjaldan. Hann vildi beldur fara í vatn i ám. 1 Þýska- landi var það venjan um þær mundir, að stúlkur hættu að baða sig undir eins og þær höfðu náð sér í mann. 1 Ameríku var það álitið óviöeig- andi fram á árið 1840 að hafa bað- klefa í heimahúsum. Og í Hvíta hús- inu kom ekki baðker fyrr en árið 1851 — eftir miklar deilur á þingi! * DVERGARHIR — i œvinlýri og veruleika Um 2000 dverg-ar eru til í heiminum og flestir þeirra í Ameríku. Og flest- ir þeirra starfa á fjölleikahúsum. „LITLI Pétur mikli" er minnsti dvergur, sem sögur fara af. Hann vóg þrjú kíló og þegar hann lá á hnjánum var hægt að fela hann undir pípu- halti. Minnsti kvendvergurinn í ver- öldinni var Lucia Zarate frá Mexico. Hún vóg aðeins 2Vi kiló. Þumalingur er dvergur, sem gengur aftur í ævintýra flestra þjóða. Fólk trúði forðum að hann væri til, og meira að segja heilt dvergaþjóðfélag, sem ætti heima í hólum og klettum. Það kom fyrir að fólk var brennt á báli, fyrir að hafa haft mök við dverga. Og dvergar þessir voru betri smiðir en mennskir menn. Þjóðhöfðingjar sóttust löngum eftir dvergum, sem þeir höfðu við hirðir sinar og voru hreyknir af. Ágústsus keisari átti dverg, sem var tvö fet á hæð, og Tiberius annan, sem var ráð- gjafi hans i vandamálum. Pétur mikli safnaði eitt sinn að sér 72 dvergum til að skemmta í brúðkaupi eins gæð- ings síns. Mary drottning hafði dverga sem hirðsveina. Um 2000 dvergar munu vera til í heiminum, flestir i Ameriku. Dvergar hafa flestir minnimáttarkennd. Þeir vilja helst nota jafnstór húsgögn og annað fólk, en ekki smá húsgögn, sem mundu hæfa þeim betur. Frönsku dverghjónin Casiiet og Mab Weis hafa allt i dvergastil í nokkrum hluta húss sins, og taka þar á móti gestum, en i' herbergjunum sem þau búa i, er allt eins og það væri gert handa full- stóru fólki. Börn dverga ná eðlilegri stærð og fjórði hver dvergur giftist. Dvergur- inn frú Blosser, sem dó 1932, 77 ára, lét eftir sig 15 börn, 80 barnabörn og 19 barnabarnabörn. í eftirmælum hennar i „New York Times" stóð: Þegar hún fæddist komst hún fyrir í kaffibolla og höfuðið var ekki stærra en 50 centa peningur. Flestir dverg- ar verða langlifir og hafa góða heiisu. Rikur kínverskur dvergur, Che Mah, varð 88 ára. Hann var einkennilegur fyrir það að á honum var iöng rófa. Frægasti dvergur heimsins var Þumall Barnums sirkusstjóra. Hann hét Charles Sherwood Stratton og fæddist 4. jan. 1837 i Bridgeport, Connectitut. Foreldrar hans voru fullarar stærðar og drengurinn eins og önnur börn þegar hann fæddist, og fyrstu sex mánuðina óx hann eðlilega. En svo hætti hann alveg að stækka. Hann var 2 fet og vóg 7M> kíló, þang- að til hann varð 15 ára. Siðar óx hann hægt og hægt og varð loks 3 fet og fjórir þumlungar og vóg 35 kiló. Hann átti erfitt í æsku, faðir hans var heit- trúarmaður og taldi þetta refsidóm drottins eða kannske verk djöfulsins, að barnið stækkaði ekki. Hann skamm- aðist sin fyrir Þumal, og ekki var honum lofað að koma út, og systkini hans áreittu hann eftir mætti. Móðir hans var sú eina, sem lét hann i friði. Barnum frétti af drengnum þegar hann var fimmtán ára og náði í hann. Varð hann hissa á að Charlie var miklu betur vaxinn en gerist um dverga, og afréð að fá hann til að sýna hann á leikhúsinu sínu. Og Þumall varð frægur, fólk stóð i kös til að komast inn til Barnum til að sjá dverginn. Og eftir að hafa sýnt hann i flestum borgum Ameríku, fór Barnum með dverginn til Evrópu. í London leigði hann Egyptian Hall í Piccadilly, og þangað komu meira en 300.000 áhorfendur á fáeinum vikum. Eitt kvöldið var lokað, en þessi aug- lýsing á dyrunum: „Lokað í kvöld, því að Þumall hershöfðingi er í Buckingham Palace, samkvæmt ósk drottningar." Þegar Þumall varð tvítugur langaði hann að setjast i helgan stein, keypti sér jörð og fór að ala upp reiðhesta og lifði í dýrðlegum fagnaði. Hann keypti sér skemmtisneklgu, klæddist einkennishúningi og lék skipherra um borð. — En Barnum varð gjaldþrota 1856 og þá fór Þumall til hans aftur til að hjálpa honum og var með hon- um eitt ár. Stórgræddu þeir báðir, sem fyrr. Árið 18G2 sýndi Barnum tvo dverga: mr. Nutt og Laviniu Warren, sem var 21 árs, 2 feta og vóg 15 kíló. Þumall leit hornauga til þessara keppinauta, cnþegar hann sá Laviniu varð hann bálskotinn. Þau giftust og Barnum hélt brúðkaupið — vitanlega í sirkus, og seldi innganginn. Ung stúlka i Hlésey i Danmörku fór í skóverslun til að kaupa sér brúð- arskó. Hún valdi sér skó, sem kostuðu ekki nema 18 krónur 75 (þvi að skórn- ir eru miklu ódýrari i Hlésey en i Reykjavík) og tók svo upp blikk- öskju og hellti úr henni á borðið. í hrúgunni reyndust vera 2466 einseyr- ingar. Stúlkan hafði farið að safna sér í brúðarskóna daginn eftir að hún var fermd. Það þarf varla að efast um, að þetta verður ráðdeildarsöm húsmóðir! MODEL-FLUG. — Það er meira en leikur einn að smíða flugvélalíkön, sem geta svifið í loftinu. Það þarf umhugsun til að reikna út þyngdar- hlutföllin í þessum vélum, og margir hafa fengið áhuga á fluglist með því að sýsla með slíkt. MJOLK I SORPRENNUNA. — Þegar mjólkin var hækkuð í verði í Ruhr í haust svöruðu húsmæðurnar með því að hætta að kaupa mjólk eða draga úr mjólkurkaupunum. — Þessi mjólk- ursali í Miihlheim hefir ekki getað selt mjólkina sína, og lætur hart mæta hörðu og hellir henni í sorprennuna. LEIKFIMIN ER HOLL. — Miggel litla fæddist í þennan heim í dýra- garðinum í Ziirich fyrir þremur mán- uðum og þótti það tíðindum sæta, því að það var í fyrsta skipti sem sjimpansi hafði fæðst í Sviss og haldið lífi. Miggel vex að visku og þroska með hverjum deginum, enda á hún umhyggjusama móður, sem lætur hana iðka leikfimi á hverjum degi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.