Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.04.1956, Blaðsíða 6
FÁLKINN STUTT FRAMHALDSSAGA f/ Þeir tóka 8>«rnið mitt' efti r Kar i n J uel RETTARHALDIÐ HEFST. Kliðurinn í réttarsalnum fór vax- andi. Nú voru ekki nema fáar mín- útur þangað til réttarhöldin áttu að byrja, en dómararnir voru ekki komn- ir inn ennþá. Nú opnuðust dyrnar fyrir innan dómgrindurnar og allir horfðu þangað með eftirvæntingu og forvitni. Grönn, dökkeygð kona kom inn, og maður á eftir henni. Konan var Sonja Slavko og maðurinn sem á eftir henni kom var Marks fulltrúi barnaskilanefndarinnar. Svipurinn á hinu fríða andliti frú Slavko var alvarlegur, og hún virtist vera alveg ósnortin af því að aflir gláptu á hana. Hún var í einföldum, svörtum kjól með hvítum knipplinga- kraga, sem var brettur yfir kápukrag- ann, og í hendinni hélt hún á ódýrri svartri tösku. Marks tók hendinni undir olnboga hennar og hún gekk tdinrétt og upplitsdjörf að sætinu, sem henni var ætlað, og settist þar, eftir að málflytjandi hennar, Miran prófessor, hafði heilsað henni. Inga og Franz Hartl sátu á fremsta bekk ásamt doktor Muller, málflytj- anda sinum. Þegar Sonja Slavko gekk fram hjá þeim leit Inga við og horfði á hana. Þetta hlýtur að vera hún, hugsaði hún með sér, úr því að Marks fulltrúi er með henni. Hún kipraði varirnar. Franz tók um höndina á henni til að róa hana. Ingu leið skelfing illa. En hún vissi að hún varð að stilla sig og kæfa niðri i sér hina óstjórnlegu löngun til að hiaupa til Sonju Siavko og grátbæna hana um að láta kröfur sínar falla niður. Tonis vegna. — Og mín vegna! Nei, hugsaði hún svo og varð niðurlút, — ekki mín vegna. Fyrir framan sæti dómaranna stóðu tvö borð með skriffærum, vatnsflösku og nokkrum glösum, sem glampaði á í daufum sólargeislunum úr glugg- unum. Dómarinn og meðdómendur og starfsmenn réttarins komu inn — teinréttir hermenn í óaðfinnanlegum einkennisbúningum, og siðan nokkrir borgaraklæddir menn í dökkum föt- um, sem auðsjáanlega voru útlend. Svo voru nöfnin kölluð. — Yfirheyrslur í málinu D-641, Ivan Slavko, foreldralaust barn, sem hvarf á stríðsárunum. Það var eins og nálum væri stungið i hjarta Ingu er hún heyrði þessi orð. En ekkert varð ráðið af svip Sonju Slavko. Líklega hefir hún ekki skilið málið. Dómarinn leit yfir salinn. — Ef sækjandinn er viðstaddur þá er hann beðinn um að gefa sig fram, sagði hann. Miran prófessor stóð upp og benti Sonju að hún skyldi koma með hon- um. Þau settust við annað borðið. — Ef stefndi er hér, er hann beðinn um að gefa sig fram. Inga og Franz stóðu upp, og þegar þau settust við hitt borðið mættust augu hinna tveggja kvenna í fyrsta sinn: Sonju, hinnar raunverulegu móður til barnsins, sem hún hafði ekki séð síðan það var tekið frá henni úr vöggunni, og kjörmóðurinnar, Ingu, sem hafði annast um drenginn nær alla hans stuttu ævi, og gefið honum alla þá ást og innileik sem hún átti til. Augu Ingu voru hörð og munnurinn kipraður saman, eins og krampa- drættir væru í vörunum. Það var greinilega rist i hvern andlitsdrátt hennar, að nú stæði hún í fyrsta skipti andspænis óvini sinum. Þegar allir formálar voru gengnir um garð skýrði Miran prófessor frá því, að því miður talaði skjólstæðing- ur hans aðeins slóvensku og þyrfti þess vegna á túlk að halda. Marks fulltrúi var beðinn um að leggja fram í réttinum skilríki fyrir því, að hann væri fulltrúi barnaskilanefndarinnar þarna í réttinum, og jafnframt var hann beðinn um að gera grein fyrir persónulegri skoðun sinni á þessu máli. Hann talaði hægt og greinilega: — Við höfum komist að þeirri nið- urstöðu, að barninu sé fyrir bestu að það verði sent til ættjarðar sinnar, Júgóslavíu, og að það fái að komast til móður sinnar. SAGA SONJU SLAVKO. Og svo gat sjálft málið byrjað. Saga Sonju Slavko var lesin upp. Þó að upplesturinn væri á ensku gat hún jafnan fyigst með þvi, sem sagan sagði frá. Og hún lifði upp á ný alla þessa raunasögu, hver veit í hvaða skipti. Á umliðnum árum hafði hún haft nægan tima til að horfa til baka, en litla löngun til að horfa fram á við. Nú starði hún út í bláinn. Hún Inga og Franz sátu á fremsta bekk ásamt dr. Miiller málflytjanda sínum. Ingu leið illa. Franz tók um höndina á henni til að róa hana ... sagði ekkert, skildi ekki orðin. En með hjarta sínu og heila lifði hún cnn einu sinni upp aftur harmalíf sitt og ástæðurnar til þess að hún sat hérna á þessari stundu, innan um ókunnugt fólk og í framandi landi — og andspænis henni sat konan, sem var reiðubúin til að ræna hana því eina, sem hún átti til í veröldinni •— barninu hennar. Það hafði verið heitasta ósk hennar og Josips manns hennar að eignast son. Þeim þótti afar vænt um litlu telpurnar sínar tvær, en þegar Ivan litli fæddist iiafði gleði þeirra og hrifning verið ckimræðileg. Það var í janúar 1941, nokkrum mánuðum áð- ur en Þjóðverjar réðust inn i Slóveníu. Ennþá var lífið friður og sæla. Josip var glaður, umhyggjusamur maður yfir þrítugt og hún var ung, glaðvær kona, sem fannst að lífið hefði gefið henni allt sem hún þráði. En daginn sem hakakrossfáninn var dreginn að hún á litla ráðhúsinu i bænum og þýsku hermehnirnir þrömmuðu inn i bæinn, varð henni ljóst að gæfa hennar var eigi aðeins fallvölt heldur í beinni hættu. Josip gerðist þegar í stað meðlimur andstöðuhrteyfingarinnar og flutti skæruliðunum úti í skóginum og tippi í fjallask-örðunum vistir og vopn. Sonja varð heima hjá börnunum, og nú komu dagar og nætur, með sífelld- um beig og kvíða. Hún fann enn hve hrædd hún hafði verið þegar hún lá andvaka á nóttinni og hlustaði á hin framandi hljóð gestanna að utan. Skyldi Josip koma heim í nótt? Það var eina þessa nótt, sem hún heyrði fótatak hinna flýjandi utan af götunni. Hún fór fram úr og lyfti horninu á gluggatjaldinu varlega frá. Það var dimmt úti — ef leitarljósi hefði ekki verið brugðið upp i sömu andránni, mundi hún ekki hafa séð neitt. En nú sá hún tvo borgaraklædda menn, sem hlupu eins og þeir ættu lífið að leysa. Annar þeirra nam skyndilega staðar — þýskur hermaður niiðaði byssunni á bringuna á honum. Hinn hvarf út í myrkrið. Kastljósinu var varpað á götuna i annað sinn — svo varð aldimmt aftur. Sonja skreiddist skjálfandi upp í rúmið aftur. Nú var ailt orðið svo hræðilega hljótt aftur. En svo opn- aðist hurðin ofur hljóðlega. Hún varð gagntekinn af gleði er Josip faðmaði hana að sér. Daginn eftir fór hún út að versla. Þegar hún kom aftur sá hún her- mennina, sem stóðu með byssuna i handrakrikanum fyrir utan húsið, sem Josip vann í. Henni fannst hjartað hætta að slá. Hún stóð þarna graf- kyrr, og hana sveið i allan líkamann af angist og kviða. Hún var hrædd, hrædd eins og hundelt dýr, er það uppgötvar að það hefir verið umkringt og króað inni. Þarna kom Josip út. Hendur hans voru bundnar á bak aftur, og augna- ráðið var flóttalegt. Hún stirðnaði af skelfingu þarna sem hún stóð og sá hann fara. Og hún vissi, að nú háfÖi hún séð hann í síðasta sinn. Þeir skutu hann þennan sama dag. Og daginn eftir sóttu þeir litlu telp- urnar meðan Sonja var úti. Dreng- inn hafði hún haft með sér í barna- vagninum. Hún sá aJdrei telpurnar eftir þetta. Þær höfðu verið fluttar á nazista- barnahæli til þess að fá uppeldi í réttum anda. Sjálf flýði hún í ofboði upp i skóga — til skæruliðanna. Þetta var að sumarlagi og heitt í veðri, og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.